Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 03.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, POSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 29 AP/Slmamynd Unnið að viðgerð á tækjum um borð í geimferjunni Challenger, sem nú er á braut um jörðu. Ferðin befur gengið að óskum þrátt fyrir smávægilegar truflanir og bilanir, að sögn talsmanna bandarísku geimvísindastofnunarinnar. Apar þjást af geimveiki tlouHton. 2. maf. AP. Dýramatur og úrgangur flýtur enn í þyngdarleysinu í geimferjunni Challenger þrátt fyrir tilraunir til að háfa óhreinindin í plastpoka eða sjúga þau upp í ryksugur. Hefur þetta m.a. truflað störf geimfaranna, þar sem mikill tími hefur farið í að hreinsa upp eftir apana tvo og 24 rottur, sem þjáðst hafa af geimveiki. Að sögn talsmanna stjórnstöðvar bandarísku geimvísindastofnunarinnar i Houston hafa tilraunir heppnast vel og mikilvægum gögnum verið safnað. Dýrin, sem veiktust, eru tekin að braggast. Búr þeirra hafa reynst illa, og þegar verið var að skipta um saurskálar vildi ekki betur til en svo að inni- haldið fór til spillis og flaut um allt geimfarið. Tek- ist hefur að hreinsa upp eftir dýrin að mestu. Til greina kom að framlengja ferð Challenger til að vinna upp tapaðan tíma, en fallið hefur verið frá því. Vinna hefur gengið eins og bezt verður á kosið við 12 tilraunaverkefni af 15. Eru aðstandendur ferðarinnar mjög ánægðir með hversu vel tilraun- irnar hafa gengið. Er lítið gert úr þeim örðugleik- um, sem við hefur verið að stríða. Hætta varð athugunum á efnafræði efri laga gufuhvolfsins vegna bilunar í tækjabúnaði, sem til þeirra var ætlaður. Framan af ferðinni störfuðu tækin þó eðlilega og tilraunin misheppnaðist því ekki. Þá biluðu tæki til rannsókna í vökvafræði. Rann- sóknin beindist að áhrifum þyngdarleysis á dropa- gerð og lögun. Öll von er ekki úti enn þar sem sleitula ust er unnið að því að gera við rannsóknar- tækin. Loks varð að hætta við ljósmyndun skýja milli stjarna er lúga festist með þeim afleiðingum að ekki reyndist unnt að koma myndavélinni á sinn stað. Heimsmeistaraeinvígið í skák: Lundúnir, Moskva eða Marseille? Lazern, Stmb, 2. maí. AP. SKÁKSAMBÖND Bretlands, Frakklands og Sovétríkjanna hafa sótt um að halda aukakeppni þá sem stórmeistararnir Garry Kasparov og Anatoly Karpov verða að eiga með sér til að skera úr um hjá hvorum heimsmeistaratignin fellur. Borgirnar sem skáksamböndin tilgreina eru Marseille, London og Moskva. , Frakkarnir buðu langsamlega hæstu verðlaunin, 615.400 dollara, en verðlaunafé það sem greitt yrði í Lundúnum og Moskvu reyndist jafn hátt, 383.600 dollarar. Keppn- isstaður verður ákveðinn fyrir lok þessa mánaðar og mun Campo- manes forseti Alþjóðaskáksam- bandsins taka þá ákvörðun eftir að hafa ráðfært sig við keppendurna. Campomanes vildi ekki geta sér til um keppnisstaðinn á þessu stigi, en einn háttsettur embættismaður I FIDE taldi líklegt, að meirihluti ráðamanna i sambandinu væri hlynntur Frakklandi eða Bretlandi þar eð fyrri viðureign þeirra Kasp- arovs og Karpovs fór fram f Moskvu. Campomanes lét hætta keppni sem frægt varð er staðan var 5—3 fyrir Karpov, en Kasparov var í mikilli sókn. Spánn: Sprengjur sprungu á ferðamannaslóðum Benidorm, Spáni, 2. nuu. AP. SPRENGJUR sprungu í gærkvöldi fyrir utan veitingahús í sumardval- arbænum Benidorm við Mið- jarðarhaf og á ströndinni í Valencia, um % km norðar, að sögn lögregl- unnar. Knginn meiddist og tjón varð óverulegt. Um kl. 21.15 á miðvikudags- kvöld (19.15 að ísl. tíma) sprakk sprengja sem komið hafði verið fyrir undir pálmatré í garði veit- ingahúss í Benidorm. Lögreglan sagði, að sprengjan hefði verið kraftlítil og aðeins skemmt tréð. Um tveimur klukkustundum seinna sprakk lítil sprengja á E1 Saler—strönd í Valencia, skammt frá hóteli sem þar er. Engin meiðsl urðu á fólki og ekkert eignatjón, að sögn lögreglu. Lögreglan kvaðst gruna aðskiln- aðarhreyfingu Baska, ETA, um að hafa komið sprengjunum fyrir. í síðustu viku tilkynnti ETA spænskum fjölmiðlum, að hreyf- ingin hygðist hefja herferð gegn stofnunum, sem annast þjónustu við ferðamenn á Miðjarðar- hafsströndinni. Væri markmið hreyfingarinnar „að fá spænsk stjórnvöld til að skipta um skoðun i málefnum Baskahéraðanna". SÝNING Á HUGBÚNAÐI FYRIR IBM S/36 OG S/38 7.0G 8. MAÍ ’85 10 FYRIRTÆKI SÝNA YFIR 50 KERFI SÝNINGARSTAÐUR: SKAFTAHLÍÐ 24 OPIÐ KL. 9-18 Á þessari sýningu kynna 10 fyrirtæki yfir 50 mismunandi hug- búnaðarkerfi fyrir IBM System/36 og IBM System/38. Ýmsar nýj- ungar koma þar fram og að auki margbreytilegar lausnir á hinum hefðbundnu, daglegu verkefnum sem unnin hafa verið í tölvum um árabil. Þetta er kjörinn vettvangur fyrir þá sem bera ábyrgð á tölvu- vinnslu í fyrirtækjum til þess að öðlast yfirsýn yfir þá margvíslegu möguleika sem nú bjóðast. Ath. Sýningin er aðeins opin í tvo daga. Skaftahlíð 24,105 Reykjavík. Simi 91-27700. Sýnendur: ALMENNA KERFISFRÆÐISTOFAN HF., FORRITUN SF., FRUM, GÍSLI J. JOHNSEN TÖLVUBUNAÐUR SF., IBM A fSLANDI, KERFI HF., SKRIFSTOFUVÉLAR HF., OSPREY, REKSTRARTÆKNI SF., TÖLVUBANKINN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.