Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 37

Morgunblaðið - 03.05.1985, Side 37
MORGUNBLAÐID, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 37 Þróunarfélag: Dregið úr miðstýr- ingu og sjálfstæði atvinnulífsins aukið - sagði Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins í G/ER FÓR fram framhald 1. umræAu í ncðri deild um þrjú stjórnar- frumvörp: um þátttöku ríkisins í hlutafélagi til aö örva nýsköpun í atvinnu- lífi, um Byggðastofnun og um Framkvæmdasjóð íslands. Þorsteinn Páls- son, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að með samþykkt frumvarpanna væri verið að draga úr miðstýringu og auka sjálfstæði atvinnuveganna, þó vissulega hefði mátt ganga íengra í þeim efnum, en um það náðist ekki pólitísk samstaða. Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins, gagn- rýndi frumvörpin og taldi þau ekki vera annað en andlitsbreyt- ingu. Þær breytingar sem verið er að boða eru lítilfjörlegar og engin alvara á bak við þær. Framkvæmdastofnun hefur ver- ið skipt upp samkvæmt Parki- sons-logmálinu í fernt. Stofnunin er atvinnubótavinna fyrir félags- fræðinga og viðskiptafræðinga og margir starfsmenn hennar að- eins áskrifendur af kaupinu sínu. Frumvarpið um Byggðastofn- un er sami grautur í sömu skál og hefur engar breytingar í för með sér. í ræðu sinni setti Jón Baldvin fram efasemdir um að Þróunarfélagið næði fram til- gangi sínum. Kerfi, nefndir og bákn framleiða ekki nýjar hug- myndir. Það verður að afnema pólitíska forsjá. Þorsteinn Pálsson, lagði áherslu á að verið væri að draga úr miðstýringu, auka valddreif- ingu og frelsi fyrirtækja. Fram- kvæmdastofnun varð aldrei sú valdamikla stofnun, sem Alþýðu- bandalagið stefndi að, en engu að síður er þar samankomið mikið samþjappað vald. Hins vegar náðist ekki pólitísk samstaða um að ganga lengra, en gert er ráð fyrir í stjórnarfrumvörpunum þremur. Með þróunarfélagi er verið að koma á fót hlutafélagi, með þátttöku ríkisins, en meirihluta- aðild atvinnulífsins og hverfa frá pólitískri miðstýringu. Það er ekki verið að gefa forskrift að því hvernig og að hverju hlutafélagið skuli starfa, það gerir það sjálft, þar koma ekki til opinberar til- skipanir. Þorsteinn Pálsson sagði að margt hefði verið gert til að draga úr miðstýringu atvinnu- lífsins og nefndi sem dæmi aukið frelsi í vaxtaákvörðunum síðast- liðið sumar, breytingu á afurð- alkánakerfinu og frumvarp til Fíkniefnabrot: Stórþyngdar refsingar - samkvæmt nýju frumvarpi FRAM ER komið á Alþingi frum- varp til breytinga á almennum hegn- ingarlögum, sem gerir ráð fyrir að „sama refsiramma sé fylgt fyrir al- varleg fíkniefnabrot hér á landi og í grannríkjunum", en þar hafa refs- ingar við slíkum brotum verið þyngdar mjög. Frumvarpið gerir ráð fyrir að í stað orðanna „allt að 10 árum“ í fyrri málsgrein 173. greinar lag- laga um framleiðsluráð landbún- aðarins, er liggur nú fyrir Al- þingi. Ellert B. Schram, Sjálfstæðis- flokki, taldi að frumvörpin um Framkvæmdasjóð og Þróunarfé- lag væru til bóta, svo langt sem þau næðu. Á hin bóginn verður hlutverk og svigrúm Byggða- stofnunar engu minna en Fram- kvæmdastofnunar, sem hefur verið misnotuð. Taldi þingmað- urinn að í meginatriðum væri farið út á hála braut. Ólafur Þ. Þórðarson, Fram- sóknarflokki, sagði að í Fram- kvæmdastofnun færi fram góð starfsemi. Benti hann á að meg- inhluti óarðbærrar fjárfestingar hefur farið fram í gegnum iðnað- arráðuneytið, sem hefur ekki verið almennilega stjórnað síðan Ingólfur Jónsson, gengdi emb- ætti ráðherra. Steingrímur Hermannsson, forsætisráherra, tók til máls og svaraði nokkrum athugasemdum sem fram höfðu komið. Sagði hann að auðvitað yrði að hafa arðsemi fjárfestinga í huga, en í mörgum tilfellum er ekki hægt að hafa hana sem mælikvarða. Nokkrir þingmenn höfðu áður rætt mjög um arðsemi fjárfest- inga á lslandi, sérstaklega í gegnum opinbera sjóði. Ekki tókst að ljúka umræðun- um, og var þeim frestað, en þá voru þrír á mælendaskrá. f önn hvunndagsins. Áætlun um rannsókn- ir á hvölum tilbúin niMnci llafrannsóknastofnun hefur ný- lega skilað skýrslu um rannsóknar- áætlun um rannsóknir á hvölum við ísland og er nú að vinna að gerð framkvæmdaáætlunar fyrir árin 1986—1989. Þessar upplýsingar komu fram í svari sjávarútvegsráð- herra við fyrirspurn frá Valdimar Indriðasyni, SjálfsUeðisflokki, um hvalveiðar og áframhald þeirra. í febrúar 1983 samþykkti Al- þingi að mótmæla ekki hvalveiði- banni Alþjóðahvalveiðiráðsins og gengur það bann í gildi 1986. Ver- tíðin sem nú fer í hönd er því að öllu óbreyttu sú síðasta. I máli Valdimars Indriðasonar kom fram að Hvalstöðin í Hvalfirði hefur starfað í 38 ár og hafa um 200 manns starfað þar á sumrin. Benti þingmaðurinn einnig á að hvalaaf- urðir eru nálægt 2% af útflutningi íslendinga. anna (sbr. 1. grein laga nr. 64/1974) komi: allt að 16 árum eða ævilangt". f greinargerð segir m.a. að „óhjákvæmilegt sé að dómi flutn- ingsmanns að gera breytingar á almennum hegningarlögum til samræmis við þá þróun (sem orðin er í grannríkjum) svo varnaðar- áhrif refsinganna séu hin sömu hér og annars staðar i nálægum löndum". Stuttar þingfréttÍK 7—8 % fjölgun er- lendra ferðamanna - Ferðakostnaður sjúklinga Efling ferðaþjónustu KRISTfN HALLDÓRSDÓTTIR (Kvl.) hefur, ásamt fleiri þing- mönnum, flutt tillögu til þings- ályktunar, sem felur samgöngu- ráðherra, ef samþykkt verður, að láta kanna fyrir mitt þetta ár „hversu mikið fjármagn þarf til að kosta þær framkvæmdir sem nauðsynlegar eru til að mæta 7—8% fjölgun erlendra ferða- manna á ári, sem Ferðamálaráð áætlar að muni verða“. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir aukn- um fjárveitingum til Ferðamála- sjóðs, svo að hann „geti veitt lán til nauðsynlegra framkvæmda í samræmi við ofangreinda áætl- un Ferðamálaráðs". Ferðakostnaður sjúklinga KJARTAN JÓHANNSSON (A) flytur, ásamt þingmönnum úr fjórum þingflokkum, frumvarp til laga um að ferðakostnaður sjúklinga með áætlunarbíl eða samkvæmt kílómetragjaldi verði greiddur að fullu þegar sjúkling- ur þarfnast ítrekaðrar meðferð- ar hjá lækni í sjúkrahúsi eða í endurhæfingu, þótt vegalengd sé skemmri en 15 km., enda séu ferðir fleiri en 30 á 12 mánuðum. f gildandi lögum er greiðsla ferðakostnaðar bundin við 15 km vegalengd hið skemmsta. Vélstjóranám Veturinn 1983—84 innrituðust 74 nemar til 1. stigs í Vélskóla Islands, Reykjavík, en 67 út- skrifuðust, 63 til 2. stigs, 62 út- skrifuðust, 25 til 3. stigs og 12 útskrifuðust og 97 til 4. stigs en 92 útskrifuðust. Þetta kom fram í svari Ragnhildar Helgadóttur menntamálaráðherra til Skúla Alexanderssonar (Abl.). Mun færri nemar í vélskólum á Akur- eyri og ísafirði. Engir nýir nem- ar innrituðust í Vestmanneyjum 1983/84. Norrænt samstarf 1984 Dreift hefur verið á Alþingi skýrslu íslandsdeildar Norður- landaráðs um norrænt samstarf 1984, sem fjallar m.a. um þing Norðurlandaráðs I Stokkhólmi í febrúar og marz 1984 og störf fastanefnda ráðsins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.