Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 59

Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 59
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 59 Þessir menn sitja inni fyrir trú sína. Alexei Kozorezov er babtisti og var dæmdur fyrir trú sína í fjórða skiptið. Hann var dæmdur í eins árs þræikunarvinnu. Hin langa fangeisisvist hefur eyðiiagt heilsu hans. Nikolaj Baturin er babtistaritari, dæradur í ágúst 1981 til fimm ára fangelsisvistar. Heilsa hans er mjög slæm og liggur hann í sjúkradeild fangelsisins. Dmitri Minyakov er babtistaprestur, dæmdur í ágúst 1981 til fimm ára fangelsisvistar. Hann liggur nú einnig í sjúkrahúsinu. Valeri Barinov er baptisti og dæmdur 1984 til tveggja og hálfs árs fangelsisvist- ar, settur í geðsjúkrahús til lyfjameðferðar gegn eigin vilja. Heilsa hans er mjög slæm nú. Höfum ábyrgð hvert gagnvart öðru Einar Ingi Magnússon skrifar: Kæri Velvakandi! Daglegt líf kristinna manna í Sovétríkjunum og öðrum Austur- Evrópulöndum er líf erfiðleika á erfiðleika ofan: mismunun á vinnustöðum, barsmíðar í skólan- um. Stór hópur er dæmdur til fangelsisvistar i tvö, þrjú eða fleiri ár. í Sovétrkjunum neyðist fjölskyldan þá til að lifa undir miklum þrýstingi og á í erfiðleik- um þar sem það er refsivert að veita fjárhagslega eða aðra aðstoð til fjölskyldna refsifanga. Biblían talar um að við séum öll systkini þó við séum af ólikum þjóðarbrotum. Þess vegna höfum við mikla ábyrgð gagnvart hvort öðru. Biblían segir að við eigum að bera umhyggju fyrir hvort öðru og sérstaklega þeim sem eiga erfitt á einhvern hátt. „Haldið bróður- kærleikanum lifandi. Hugsið um þá sem sitja í fangelsi eins og þið væruð samfangar þeirra. Hugsið um þá sem illt líða þar sem þér sjálfir eruð einnig með líkama.“ (Hebreabréfið 13: 1—3.) Eitt af hinum mörgu fangelsum í Sovétríkjunum þar sem kristnir menn eru lokaðir inni meðal afbrotamanna. Myndin er af fangelsi í Braneshti í Molda- vien. Er Sakadómur Reykjavíkur sekur? Kristinn Sigurðsson, .Vestur- bergi 78, skrifar: Kæri Velvakandi! Alls konar ofbeldi hefur því miður færst í vöxt: líkamsárásir, nauðganir og morð hljóta að valda kvíða og ugg hjá fólki. Ný- lega var ungur maður stunginn með hnífi, sem var ekkert annað en morðvopn, og með skurðað- gerð var hægt að bjarga lífi mannsins. Árásarmaðurinn var látinn laus strax næsta dag, því Sakadómur Reykjavíkur taldi ekki hægt að verða við sjálf- sagðri kröfu RLR um gæslu- varðhald. Á almennum vinnustöðum var þetta mikið rætt og allir gáttaðir á Sakadómi Reykjavíkur. Menn muna hroðalega líkamsárás á starfsstúlku á Hótel Sögu. Menn muna nauðganir við Hverfis- götu. Menn muna lika að Saka- dómur Reykjavíkur taldi heldur ekki ástæðu í þessum málum að halda árásarmönnunum inni. Nú spyr ég, hvers vegna? Rannsóknarlögreglan fer allt- af fram á gæsluvarðhald, en þessi Sakadómur Reykjavíkur er allt að því hvati til glæpa. Líkamsárásir hafa aukist og eiga svo sannarlega lögregluyfir- völd sök á því að víssu leyti, því lögreglan sést Iítið á ferðinni. Hvað lengi á þetta að ganga, dómsmálaráðherra? Fólkið er hrætt. Bjórþambarar fá bjórvambir S.Á. skrifar: Velvakandi góður! Mér er i minni, þó nú sé langt um liðið, er leið mín lá til Belgíu og ég kom til Ostende með skipi yfir Ermarsund. Þetta var í des- ember og farþegar fóru beint inn í tollafgreiðsluna. Kalt var í veðri og þarna inni sátu karlarnir eða yögguðu kringum vel kyntan ofn. Ég þurfti að bíða eftir samferða- konu, sem tollararnir voru eitt- hvað seinir til að afgreiöa, og fékk að sitja á meðan í ylnum við ofn- inn þarna í forsalnum. Það vakti athygli mína hvað karlarnir voru skrítnir í laginu, mér fannst þeir vera eins og úttroðnir tunnusekk- ir. Af hverju skyldu þeir allir vera svona vambmiklir, hugsaði ég i barnaskap mínum. En ég fékk skýringu á því á sínum tíma: Svona verða menn af bjórdrykkj- unni, var mér sagt. Þeir sem þjóra bjór, fá sínar bjórvambir. Þetta rifjaðist upp fyrir mér nú, í öllum áhuganum að pota bjórnum inn í landið okkar, þó margir góðir og gegnir menn spyrni við fótum og bendi á þá annmarka, sem 'nætt er við að fylgi í kjölfarið. Þeirra á meðal eru ýmsir ágætir læknar, sem gerst ættu að vita hvað við blasir. En er það ekki svo að: Nú má bræður búast við að bjórínn fylli vambir. Og þegar bjórinn þenur kvið þið í fitu rambið. Það er kannske ljótt að segja það, en við liggur að ég óski þess að ærlegar bjórvambir eigi eftir að skreyta þá harðsnúnu islensku áhugamenn bjórþambsins, sem nú láta hæst. ARGUS«D Alhliða slýribúnaöur HEÐINN SEUAVEGI 2, SÍMI 24260. V Microline182/192/193 Ný kynslóð tölvuprentara! Kostimir eru ótvíræöir: • Þriöjungi minni og helmingi léttari en áöur. • Miklu hljóðlátari en áöur. • Fullkomlega aöhæföir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Tfengjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannaö eigin leturgeröir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjtmgamar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furða aö MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. ÍMÍKROl Skeifunni 11 Sími 685610

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.