Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 64

Morgunblaðið - 03.05.1985, Page 64
KEILUSALURINN OPINN 10.00-02.00 FÖSTUDAGUR 3. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Jónm Mekkín Jónsdóttlr og Mmgnns GuAnmson með þríburmnm. Jónm heldur i syninum en Mmgnús i dætrunum. Ég sem keypti bara 12 bleiur — sagði Jóna Mekkín Jónsdóttir frá Eskifirði þegar hún frétti að hún ætti von á þríburum „OG ÉG sem keypti bmrm 12 bleiur vmr þmð fyrstm sem ég smgði þegmr ég frétti mð ég ætti von i þríburum," smgði Jónm Mekkín Jónsdóttir fri Eskifirði í smmtmli við blm. Morgunblmðsins í gær, en hún og Mmgnús Guðnmson eiginmmður hennmr eignuðust tvær stúlkur og einn dreng í fyrrmdmg. „Ég var búin að fara þrisvar sinnum í sónar á Neskaupstað og þar sást bara eitt barn. Ég trúði því auðvitað. Ég var orðin mjög fyrirferðarmikil og var því send suður 19. apríl. Ég fór í bæinn með mömmu um morguninn og keypti m.a. þessar 12 bleiur. Sið- ar þann dag kom svo í ljós að þetta voru þrjú börn, en ekki eitt.“ — Og hvernig varð þér við? „Nú eins og ég sagði áðan komu áhyggjurnar af bleiunum fyrst upp i hugann, en auðvitað bregður manni ofboðslega. Ég áttaði mig alls ekki á þessu strax og varla fyrr en ég sá öll börnin." — En hvernig tók Magnús fréttunum? „Ég var úti á sjó og fékk frétt- irnar í gegnum talstöðina. Satt að segja skildi ég hvorki upp né niður í þessu. Eg hafði aldrei gert ráð fyrir nema einu barni,“ sagði Magnús. — Ætlar þú að halda áfram á sjónum? „Nei, ég ætlaði alltaf að hætta á sjónum fyrir sumarið, m.a. til þess að geta spilað fótbolta. Nú er ekki víst að það verði tími til þess, og þó.“ — Hvernig gekk svo að koma þremur börnum í heiminn? „Þau voru tekin með keisara- skurði," sagði Jóna Mekkin. „Þetta gekk fljótt fyrir sig og eftir smá stund heyrði ég þrjú börn gráta hraustlega. Þau fæddust mánuði fyrir tímann, en eru mjög stór. Strákurinn er rúmar 10 merkur og 49 sm og hann kom fyrstur. Sú sem kom næst var tæpar 8 merkur og sú yngsta var rúmar 7 merkur. Stelpurnar eru báðar 43 sm og mjög líkar. Strákurinn er ólíkur þeim og ljósari yfirlitum. Þau eru öll farin að drekka úr pela og eru dugleg við það og svo er mér sagt að það heyrist hátt í þeim.“ Þau Jóna Mekkín og Magnús búa í 114 fm einbýlishúsi á Eski- fírði. Húsið er gamalt og eru þau að gera það upp. Þeim hefur borist fjöldi blóma og gjafa eftir að þríburarnir fæddust. Verslunin Eskikjör hefur t.d. boðið þeim ókeypis barnamat í heilt ár. Svo skemmtilega vildi til að Ijósmóðirin sem tók á móti þrí- burunum, Hanna Antoniusdótt- ir, tók einnig á móti Jónu Mekk- ín þegar hún fæddist. Félagsmálaráðherra kynnir hertar reglur um skylduspamað ungs fólks: Undanþágur ekki veittar náms- og fjölskyldufólki Húsnæðiskaupendur, einstæðir foreldrar og öryrkjar fái tfmabundnar undanþágur Félagsmálaráðherra, Alexander Stefánsson, lagði fyrir ríkisstjórnina í gærmorgun drög að tveimur frum- vörpum um húsnæðismál og voru þau send þingflokkum stjórnar- flokkanna í gær. Annað frumvarpið varðar búseturétt en hitt er til breyt- inga á lögum um skyldusparnað. Gerir það itUL ráð fyrir, að sögn félagsmálaráðherra, mjög hertum jf. reglum um útborgun skyldusparnað- ar, áður en 26 ára aldri er náð. Felld- ur er niður réttur til endurgreiðslu við hjúskap og við stofnun heimilis og barnsfæðingu, en einstætt for- eldri fær tímabundinn rétt til endur- greiðslu. Þá er fellt niður að skóla- fólk eigi rétt á endurgreiðslu, en þeir sem flytja lögheimili til útlanda fá heimild til endurgreiðslu. Þá verður greiðsluhlutfall til skyldu- sparnaðar lækkað úr 15% af launum í 10% Alexander Stefánsson segist ætla að leggja fram á Alþingi nk. mánudag frumvarp til laga um greiðslujöfnuð lána til húsbyggj- enda. Verður þar gert ráð fyrir að unnt sé að sækja um greiðslujöfn- uð allt frá árinu 1982. Frumvarpið um skyldusparnað gerir áfram ráð fyrir að öllum ein- staklingum á aldrinum 16—25 ára skuli skylt að leggja tii hiiðar af launum sínum 10% af heildar- launum eftir gildistöku frum- varpsins. Reglur um undanþágur eru mjög hertar eins og að framan greinir. Undanþágur til endur- greiðslu fyrir 26 ára aldur fá nú aðeins þeir sem byggt hafa eða keypt íbúð til eigin þarfa; einstæð- ir foreldrar, samkvæmt vottorði frá Tryggingastofnun ríkisins, ennfremur þeir sem búa við ör- orku, en undanþágur þessar eru einvörðungu veittar til eins árs í senn. Þá er felld niður heimild til að veita undanþágu vegna þungr- ar fjárhagsbyrðar, ennfremur er undanþáguheimild vegna veikinda eða slysa bundin því að þau hafi haft í för með sér tekjulækkun eða -missi. Ríkisstjórnin samþykkti fyrir sitt leyti að frumvörp þessi yrðu lögð fyrir þingflokka stjórnarliðs- ins. en Alexander Stefánsson sagði í viðtali við Mbl., aö tillögur þessar væru unnar af nefnd, sem skipuð hefði verið til endurskoð- unar á regium um Húsnæðismála- stofnun. Halldór Blöndal, alþingismaður Sjálfstæðisflokki, á sæti í stefnu- mörkunarnefnd stjórnarflokk- anna um húsnæðismál. Hann sagði í viðtali við Mbl., að frum- vörpin um búseturétt og skyldu- sparnað kæmu sér mjög á óvart þar sem hann hefði ekki séð neitt um þessi mál. Hann sagði enn- fremur: „Eftir því sem ég bezt veit eru ýmis ágreiningsmál í þessum frumvörpum og ég vil taka fram að það hefur alls ekki komiö til tals í nefndinni að breyta reglum um skyldusparnað.“ Halldór taldi vÍ8t, að frumvörpum þessum yrði vísað til stefnumörkunarnefndar stjórnarflokkanna. Auglýst uppboð á um 1400 bifreiðum AIJGLÝST hafa verið nauðungar- uppboð á hátt á annað þúsund bfl- um af ýmsum stærðum og gerðum. Uppboðin eiga að fara fram nk. fimmtudag, 9. maí — en vafasamt er að þar verði raunverulega boðnir upp nema fáir tugir þessara bfla, að því er Jónas Gústafsson uppboðs- haldari við borgarfógetaembættið í Reykjavík sagði í gær. Við lauslega yfirferð taldist til að auglýstir væru um 1400 bflar og vinnuvélar. „í auglýsingu okkar eru til- teknir allir þeir bílar, vélhjól og vinnuvélar, sem beðið hefur verið um uppboð á,“ sagði Jónas Gústavsson. „Það er augljóst að ekki verður hægt að ná til þeirra allra en við viljum með þessari auglýsingu láta menn vita, að það er verið að rukka þá í fullri al- vöru.“ Um flest uppboðin er beðið af Gjaldheimtunni í Reykjavík og þá vegna þess, að eigendur bíl- anna standa ekki í skilum með það sem keisaranum ber. Aðrir kröfuhafar eru embætti tollstjór- ans, ýmsir bankar og lánastofn- anir, lögmenn og fyrirtæki. „Þetta er í sjálfu sér ekkert meira en venjulega," sagði Jónas, „en við höfum yfirleitt ekki aug- lýst uppboð á bílum, sem við telj- um að ekki muni verða færðir til sölu. Venjulegast eru setdir um 40 bílar á hverju uppboði, sem þýðir að um 200 bílar eru seldir þannig árlega." Selur í Elliöaánum SELUR sást á sveimi ■ ósum Elliðaáa síðdegis í gær og velta menn því fyrir sér hvort lax sé þegar farinn að ganga (árnar. „Það var um sexleytið sem við tókum eftir honum,“ sagði Jón Ólafsson, starfsmaður Steypustöðv- arinnar hf., sem ásamt félaga sín- um, Lárusi Einarssyni, varð selsins var úr bækistöðvum fyrirtækisins í brekkunni austan við árnar norðan- verðar. „Hann var þá kominn lang- leiðina að brúnni og svamlaði þar á sama stað í kortér eða svo. Hann hvarf svo til sjávar — Iíklega þegar fór að falla frá og straumur var hvað mestur,“ sagði Jón. „Hann hlýtur að hafa verið í ein- i hverju og það væri ansi merkilegt ef fiskur væri farinn að ganga I ána þetta snemma vors. Mig grunar að hann komi aftur með aðfallinu í fyrramálið,“ sagði Jón Ólafsson. Vætusamt um helgina ÚTLIT er fyrir að vætusamt verði um mest allt landið um helgina. Hjá Veðurstofu íslands fengust þær upplýsingar að á morgun væri von á suðaustlægri átt með dálit- illi rigningu viða um sunnan- og vestanvert. landið. Á sunnudag verður austan- og norðaustan átt. og liklegast léttir til sunnanlands. Rigning eða slydduveður verður híns vegar norðan- og austan- lands. I

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.