Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 Háar þjóðartekj- ur en lök lífskjör Hverjar eru orsakirnar? — eftir Gunnar G. Schram Að undanförnu hefur því oft verið haldið fram í ræðu og riti að ísland sé láglaunaland. En hvað er hæft í þeirri fullyrðingu? Því til stuðnings hefur verið á það bent að þrátt fyrir það að þjóðartekjur íslendinga hafa lengi verið með þeim hæstu í heimi, hafa launin þó verið mun lægri en í nálægum löndum. Á árabilinu 1978—82 voru þjóðartekjur hér á landi 11.400 dollarar á mann. Á sama tíma voru þær ekki nema 7.700 dollarar í öðrum Vestur- Evrópuríkjum. Mikilvægi þess er augljóst að úr því fáist skorið hvers vegna og að hve miklu leyti lífskjörin hér á landi eru lakari en hjá nálægum þjóðum. Er ástæðan sú að miklu stærri hluti þjóðarteknanna fari hér á landi til fjárfestinga en I öðrum löndum, í stað þess að renna beint til þegnanna? Eða er ástæðan e.t.v. sú að við íslendingar greiðum stærri hluta tekna okkar í skatta og til sam- neyslunnar en aðrar þjóðir, þann- ig að tekjur hvers og eins verði að sama skapi minni? Svarið við þessum spurningum liggur ekki i augum uppi. En nú, á tímum minnkandi kaupmáttar al- mennings, er ekki furða þótt menn velti þessum málum fyrir sér í meira mæli en nokkru sinni fyrr. Er hægt að breyta stefnunni í efnahagsmálum á þá lund að lífs- kjörin verði svipuö og hjá öðrum nálægum þjóðum? Ef svo er, á hvern hátt á að framkvæma slíkar breytingar? Það var með þessar spurningar í huga sem við Pétur Sigurðsson bárum nýlega fram á þingi tillögu um rannsókn á þessum málum — um könnun á launum og lífskjör- um á íslandi og í nálægum lönd- um. Efni tillögunnar er það að rík- isstjórnin feli fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda að kanna hvort og að hvaða leyti laun og lífskjör eru lakari hér á landi en i nálægum löndum og hverjar eru orsakir þess. Ef í ljós kemur að þaö er rétt, sem haldið hefur verið fram, að laun séu lægri hér á landi en í nágrannalöndunum, þá skiptir höfuðmáli að fá úr því skorið hverjar eru orsakir þess. Það er þungamiðja þessarar tillögu. Niðurstaðan skiptir ekki aðeins miklu máli fyrir alla launþega, heldur einnig fyrir stjórnmála- flokkana og ríkisvaldið. Það verð- ur þá þeirra hlutverk að móta nýja stefnu og gera tillögur um það á hvern hátt unnt sé að bæta lífskjörin frá því sem nú er. Því má hér við bæta að þótt undarlegt megi virðast hefur slík könnun aldrei farið fram, hvorki að því er varðar samanburð á lífskjörum hér á landi og annars staðar, né hvers vegna lífskjör eru talin lakari hér en annars staðar. Það er þó löngu orðið tímabært. Kaupmátturinn svipad- ur og 1971 Um þessar mundir er raunar enn meiri ástæða en ella til þess að láta slíka könnun fara fram. Það er vegna þess að sfðustu árin hafa lífskjör versnað verulega, þrátt fyrir háar þjóðartekjur. Á síðustu þremur árum hefur kaupmáttur kauptaxta minnkað um fimmtung eða um 20%. Nú er kaupmátturinn svipaður og hann var árið 1971. Ráðstöfunartekjur hafa hins vegar ekki rýrnað jafn mikið en þó eru ráðstöfunartekjur heimilanna Gunnar G. Schram „Þetta sýnir aö hin óvenju mikla og arölitla fjárfesting er sennilega ein helsta orsök þess aö lífskjörin á íslandi hafa jafn lítið batnað um langa hríö og raun ber vitni. Ef svo er þarf að taka upp nýja stefnu — draga úr fjárfestingunni á næstu árum og tryggja það að hún verði jafn- framt arðbærari en ver- ið hefur.“ nú svipaðar því og þær voru upp úr miðjum síðasta áratug. Sömu neikvæðu þróunina má sjá að því er varðar þjóðarfram- leiðslu að undanförnu. Hún dróst saman bæði árin 1982 og 1983 og var þá lítið hærri en 1973 og 1974. í fyrra jókst hún þó aftur um 2,7%, þrátt fyrir fyrri spár um hið gagnstæða. Ekki er þó búist við að þetta sé varanleg breyting til batnaðar, þvf að á þessu ári er einungis búist við 0,8% hagvexti, sem er mun minna en í helstu viðskiptalöndum okkar. Þegar litið er til þeirrar ugg- vænlegu staðreyndar að kaupmáttur kauptaxta er nú svipaöur því og hann var fyrir tæpum 15 árum, má segja að enn frekari ástæða sé til þess að stjórnvöld og þjóðin öll reyni að gera sér grein fyrir því hverjar eru orsakir þess að ekki hefur bet- ur gengið í þjóðarbúskap okkar en raun ber vitni. Og jafn mikilvægt er að menn reyni að koma sér saman um það á hvern hátt við getum breytt stefnunni í efna- hagsmálum, svo meira verði til skiptanna fyrir hinn almenna launþega í landinu en raun ber vitni. Spurningin er hér þessi: Hvern- ig getum við tryggt það að stærri hluti af þjóðartekjum okkar, sem eru einna hæstar í veröldinni, komi í hlut einstaklinganna og bæti lífskjör þeirra? Höfum við fjárfest of mikið? Hagtölur sýna að frá árinu 1975 hefur kaupmáttur taxta og tekna rýrnað um sem næst 1% að meðal- tali ár hvert, en þjóðartekjur hafa á hinn bóginn aukist um 2% að meðaltali. Sú spurning er nærtæk hvort meginástæða þess — lakari lífs- kjara en ella væri — sé hin mikla fjárfesting hér á landi á þessu tímabili. Við höfum varið mun stærri hluta þjóðarteknanna í fjárfesingar en aðrar þjóðir á liðn- um árum. Nýjustu tölur um þetta atriði eru frá árinu 1982. Miðað við hlutfallstöluna 1,00 fyrir fjárfest- ingu á íslandi á mann var sam- bærileg tala 0,62 í Danmörku, 0,77 í Svíþjóð og 0,84 í Finnlandi. Við höfum því á þessu ári og árin áður varið nær þriðjungi meira af þjóð- artekjunum í fjárfestingar en þessar nágrannaþjóðir. Og ef við lítum á Evrópuríkin í heild (OECD) er sambærileg tala fyrir þau 0,50. Þar hefur fjárfestingin því verið helmingi minni en hér. Nú þarf mikil fjárfesting í sjálfu sér ekki að leiða til versn- andi lífskjara — ef hún er arðbær vel. En annað hefur orðið upp á teningnum hjá okkur íslending- um. Reiknað hefur verið út að ef hver fjárfest króna í þjóðarauð- num skilaði jafnmiklum arði í dag og árið 1974 væri þjóðarfram- leiðslan í dag 25—35% meiri en hún er. Þá væru lífskjör þjóðar- innar jafnvel 25% betri en þau eru nú. 1984—85 (107. Iðggjafarþing) — 287. mtl. Sþ. 467. Tillaga til þingsályktunar um könnun á launum og lífskjörum á íslandi og í nálægum löndum. Flm.: Gunnar G. Schram, Pétur Sigurdsson. Alþingi ályktar að fela rfkisstjórninni að skipa nefnd fulltrúa stjómvalda og adila vinnumarkaðarins til að kanna hvort og að hvaða leyti laun og lífskjör eru lakarí á íslandi en í nálægum löndum og hverjar eru orsakir þess. Nefndin skili athugun sinni fyrir árslok 1985. Greinargerð. Að undanförnu hafa lífskjör hér á landi versnað verulega. Kaupmáttur kauptaxta hefur minnkað um fimmtung á síðustu þremur árum. Nú er kaupmáttunnn svipaður og hann var árið 1971. Þessar upplýsingar koma fram í töflu 1 sem fylgir hér með. Þar er að finna upplýsingar um þróun kaupmáttar verkamanna, iðnaðarmanna og verkakvenna frá 1971 og fram á þetta ár. Kaupmáttur kauptaxta er vitaskuld ekki algildur mælikvarði á lífskjör launafólks þó að hann sé þýðingarmikill. En aðrir mæiikvarðar sýna einnig dökka mynd þótt hún sé misdökk eftir því hvaða stærðir eru skoðaðar. Dæmi um aðra mælikvarða eru sýnd í töflu 2 hér á eftir. M. a. eru þjóðartekjur á mann nú á svipuðu stigi og árið 1973. Þær hafa dregist saman í þrjú ár í röð. Enn má nefna að ráðstöfunartekjur heimilanna eru svipaðar og þær voru upp úr miðjum síðasta áratug. Þetta er alvarleg þróun ekki síst með hliðsjón af því að þær þjóðir, sem íslendingar bera sig helst saman við, hafa nú komist úr þeirri kreppu sem einkenndi alþjóðaefnahags- starfsemi á árunum 1979—1982. Hagvöxtur í OECD-ríkjunum var 2,6% 1983, tæplega 5% 1984 og horfur eru á að hann verði 3—4% í ár. Samfara hagvextinum fara lífskjör batnandi í flestum nálægum löndum á meðan lífskjörum hrakar hér á landi. Tafla 3, sem fylgir hér með, sýnir þróun þjóðartekna á mann í nokkrum OECD-ríkjum 1963—1982. Tölumar, sem eru í erlendir mynt, bandaríkjadollurum, gefa ailgóða vísbend- ingu um Hfskjör hér á landi í samanburði við aðrar þjóðir þó að ýmsilegt þurfi að athuga nánar, m. a. áhrif örra breytinga á gengi gjaldmiðla einkum á síðarí árum. Tölumar bera með sér að lífskjör á þennan mælikvarða hafa verið nokkuð góð, vel yfir meðaltali OECD- ríkja, svipuð og í Danmörku en lélegri en f Svfþjóð og Noregi. Enda þótt þessi samanburður sé á margan hátt ekki óhagstæður íslendingum fram til 1982 verður ekki það sama sagt um framhaldið. Nú eru þjóðartekur á mann hér á landi einungis um 9 000 dollarar eða um 84% af því sem þær voru 1982 og 70% af þjóðartekjunum 1981. Að vísu veldur hér miklu hvað staða dollarans hefur styrkst mikið á undanfömum árum. Engu að sfður er ljóst að Iffskjörum hefur hrakað verulega hér á landi samkvæmt þessum mælikvarða á sfðustu árum í samanburði við OECD ríkin þö að nákvæmar tölur liggi ekki enn fyrir f þvf efni. Fleiri atriði þarf að kanna en þjóðartekjur á mann á íslandi í samanburði við önnur lönd. Sú nefnd, sem fær það verkefni að framfylgja þingsályktunartillögunni. mun að sjálfsögðu leggja mat á hvaða þættir skipta mestu máli f þvf sambandi. Rétt er þó að nefna Þetta sýnir að hin óvenju mikla og arðlitla fjárfesting er sennilega ein helsta orsök þess að lífskjörin á íslandi hafa jafn lftið batnað um langa hríð og raun ber vitni. Ef svo er þarf að taka upp nýja stefnu — draga úr fjárfestingunni á næstu árum og tryggja það að hún verði jafnframt miklu arð- bærari en verið hefur. Þáttur skuldanna Annað atriði er það sem á síð- ustu árum hefur vafalítið komið í veg fyrir það að lífskjör hér á landi hafi batnað í samræmi við vaxandi þjóðartekjur. Erlendar skuldir á mann hafa þrefaldast á síðustu 10 árum og eru nú 860 þús. kr. á hverja fjög- urra manna fjölskyldu. Þessar skuldir eru fyrst og fremst til komnar vegna lána, sem tekin hafa verið erlendis til ýmiss konar fjárfestingar og er þetta atriði því nátengt því sem áður var minnst á. Vaxtagreiðslur af þessum lán- um voru í fyrra 4,5 milljarðar króna. Eru þá ekki taidar með af- borganir af þessum lánum. Það gefur augaleið að þessi þungi baggi hefur bein áhrif á það sem til skiptanna verður fyrir launþega, þegar um fjórða hver króna af útflutningstekjum lands- manna fer til þess að greiða vexti og afborganir af erlendum lánum. Samneyslan og skatt- byrðin minni Á hinn bóginn liggur það fyrir að við Islendingar verjum minni Tafla 1 Kaupmáttur tímakaups verkamanna, iðnaðarmanna og verkakvenna 1973—1984 Ár 1971 1972 1973 1974 1975 1976 1977 1978 1979 1980 1981 1982 1983 1984 Verluunean VMttflur 1980 « 100 lAaBAwneui Verkakonur 81 83 74 95 97 89 97 98 88 104 109 92 92 94 82 91 93 83 98 100 91 103 102 101 102 103 100 100 100 100 103 103 103 105 104 104 87 88 86 83 83 82 (Heimild: Fréttabréf kjararannsóknanefnda fjármunum til samneyslunnar, þ.e. til hinnar margvíslegu þjón- ustu hins opinbera, en nálægar þjóðir. Á árunum 1980—1982 var hlutfail samneyslunnar af lands- framleiðslu 11,9% hér á landi en 27,5% í Danmörku, 29,3% í Sví- þjóð og um 19% í Noregi, Finn- landi og Bandaríkjunum. Af þeim tölum má draga þá ályktun að ríkisbáknið er hér enn mun minna en i þessum löndum, þótt útgjöld þessara ríkja til hermála geri muninn nokkru minni en ella væri. Skattbyrðin er hér einnig nokkru minni en á Norðurlöndum. Óbeinu skattarnir að vísu nokkru hærri en beinu skattarnir hins vegar lægri. Það atriði hefur áhrif á það hverjar ráðstöfunartekjur einstaklinganna eru, án tillits til launa og kauptaxtahlutfalla. Hins vegar má i þessu sambandi spyrja þeirrar spurningar hvort skatt- byrðin sé ekki óeðlilega þung á miðlungs og lágum tekjum hér á landi, sem sé einn þátturinn i lág- um ráðstöfunartekjum. Lærum af reynslunni Hér hafa verið nefnd nokkur at- riði sem áhrif hafa á lífskjörin hér á landi en þau eru miklu fleiri, svo sem lengri vinnutími hér en ann- ars staðar í Evrópu og gengis- þróunin. Sú nefnd, sem fær það verkefni að gera þá könnun sem tillagan gerir ráð fyrir, þarf að líta á þau öll. En henni er einnig ætlað að skýra niðurstöður sínar að því er varðar lífskjaraþróunina hér á landi í samanburði við nálæg lönd, austan hafs og vestan. Hafa ytri aðstæður ráðið mestu um þróun- ina, svo sem aflabrögð og staða alþjóðaefnahagsmála? Eða er skýringanna að leita fyrst og fremst I okkar eigin efnahagslifi, skipan þess og stjórn? Hér eigum við að freista þess að læra af reynslunni. Ef mistök hafa orðið ber að viðurkenna þau og einbeita kröftunum að þvi að koma í veg fyrir að þau endurtaki sig. Við getum ekki unað þvi að bilið breikki milli lífskjara hér á landi og i nágrannalöndunum á næstu árum. ' Þess vegna er það mikilvægt verkefni að fá það staðfest á hlut- lausan og hlutlægan hátt hverjar eru orsakir þess að kaupmáttur er nú nær sá sami og fyrir hálfum öðrum áratug og lífskjör þau, sem raun ber vitni. llöíundur er einn at alþingis- mönnum Sjálístæóisflokksins fyrir Reykjaneskjördæmi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.