Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAi 1985 Tuttugu ára kórstarf Tónlist Jón Ásgeirsson KÓR Öldutúnsskólans í Hafn- arfirði hefur starfað í tuttugu ár undir stjórn Egils Friðleifs- sonar og af því tilefni hélt kór- inn tónleika í Hafnarfjarðar- kirkju, þar sem komu fram þrír kórar og einnig eldri félagar, sem lagt hafa fyrir sig tónlist sem starfsvettvang sinn. Á slíkum tímamótum rifjast ým- islegt upp og því rétt að staldra ögn við. Hvað er svo merkilegt við skólakór, umfram aðra starfsemi í skóla, að ástæða sé til þess að draga slíka starfsemi út og hampa henni, umfram annað gott veganesti er skólinn leggur ungmennum til lífsferð- ar sinnar. Það er auðvitað margt sem telja mætti upp varðandi uppeldislegt ágæti tónlistar og ögun þá er fylgir iðkun hennar. En slíkt er ekki einvörðungu bundið við tónlist, heldur og allt nám. Hvað um návist fegurðarinnar í tónlist? Hún er sannarlega fyrir hendi en ekki aðeins í tónlist og þá aðeins hefur hún gildi að með- ferð og útfærsla hennar séu slíkar að fólk hrífist af, því annars getur hún valdið and- hverfu hrifningarinnar. Þarna erum við komin að kjarna málsins, því öll störf skólans eru jafn mikilvæg og mannbæt- andi og séu þau unnin vel og samviskusamlega eru flestir ánægðir en sjaidan haft um það mörg orð. Aðeins ef sérstaklega tekst til, þá er stundum dokað við, og ef þessu heldur fram um hríð er farið að huga að því að þarna sé eitthvað gert umfram það sem venjulega gerist. Því lengra sem orðstírinn berst því vissari eru menn í um ágæti fyrirbærisins. Það sem Egill Friðleifsson hefur gert með starfi sínu sem tónmennta- kennari við Öldutúnsskólann er að vinna skylduverk sín með þeim ágætum að ekki er aðeins ástæða til að þakka honum fyrir vel unnin skyldustörf heldur ber að þakka honum fyrir að hafa lyft söng barn- anna í Hafnarfirði upp í þær hæðir að eftir er tekið víða um heim, sérstaklega þar sem fólk telur ekki eftir sér að kosta nokkru til uppeldis barna sinna. Þannig hefur kór Öldu- túnsskólans lyft ser upp fyrir þögn hversdagsins og sungið víða um heim, allt frá Túnis í suðri til Bandaríkjanna í vestri og Kína í austri. Undirstaða þeirrar frægðar, er Kór Öldu- túnsskóla nýtur, er vinna Egils Friðleifssonar og vilji barna og skólayfirvalda að styðja hann í starfi. Undirritaður vill leggja áherslu á starf kórstjórans, því góður kór syngur illa undir slakri stjórn og slakur kór batnar mikið við góða stjórn. Það er sú krafa er söngstjórinn gerir til söngfólks og sjálfs sín sem skapar kórnum það rikti að gott söngfólk sækist eftir þátt- töku á sama hátt og það fælist slakan söngstjóra. Kór er og verður það sem kórstjórinn kann og getur og í söngþjálfun barna hefur Egill Friðleifsson náð frábærum árangri. Einn fallegasti þáttur tónleikanna sem haldnir voru sl. laugardag var söngur litla kórsins og þar mátti merkja ljúflegt og nær- gætið handtak Egils, er hann leiddi sönginn hjá þessum litlu krílum, af þeirri ástúð sem þeim einum er lagið að gefa sem elskar starf sitt og fólkið sem hann vinnur með. Þarna mátti sjá, að Egill sáir í frjóa jörð og fyrir gamlan kennara var þetta helgistund. Tónleikarnir hófust á söng meginkórs öldutúnsskólans með flutningi á Keðjukveðju eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Keðjukveðja þessi er afmæl- iskveðja til kórsins, skemmti- lega gerður keðjusöngur, sem ekki er alls kostar auðvelt að syngja. Tvö næstu lög voru ís- lensk, það fyrra tvísöngslagið Nú er hann kominn og það síð- ara Maístjarnan, við texta eftir Halldór Laxness. Næst á efnisskránni var lag eftir Beethoven, við fallegan texta eftir samkennara Egils vð öldutúnsskólann, Sigríði Þor- Niels Björndal LYFIABÓKIN ISAFOLD m Tm LYFJABÓKIN er nauðsynleg hand- bókáhverju heimili. ÍSAFOLD Kórínn á ferðalögum erlendis Hópurinn sem fór til Túnis, 1972 Á tónleikum í Bandaríkjunum 1978 AA loknum tónleikum I Kanton I Klna, 1982 geirsdóttur. Lagið nefnist Nótt og er það upphafsstef annars þáttar sjöundu sinfóníu Beet- hovens. Undirritaður saknaði stefsins fræga er Beethoven bætir við upphafið í 27. takti. Væri hægt að fella textann að þessu stefi yrði lagið enn áhrifameira. Næstu tvö lög voru eftir Kodály, Ave Maria og Ladybird. Þessum þætti tón- leikanna lauk með því að kór- inn söng Þú hýri Hafnarfjörð- ur, eftir Friðrik Bjarnason og Guðlaugu Pétursdóttur. Kór öldutúnsskóla söng mjög vel og auðheyranlega í mjög góðu formi. Næsta atriðið var svo Litli kórinn en hann söng þrjú lög, fyrst ís og snær, þá Kom- um öll til Afríku, við skemmti- legan texta eftir Hildigunni Halldórsdóttur, og síðast Úti um mó, við texta eftir Friðrik Guðna Þorleifsson. Tveir eldri nemendur komu fram, en það voru Margrét Pálmadottir söngkona og Valgerður Andr- ésdóttir, sem nú þessar vikurn- ar stendur í ströngu að taka einleikarapróf frá Tónlistar- skólanum í Reykjavík. Valgerð- ur lék As-dúr-ballöðuna eftir Chopin, sem er erfitt verk, af smekkvísi og músíkalskri til- finningu og auðheyrt að hún nýtur góðs veganestis kenn- ara sinna. Margrét Pálmadóttir er í söngnámi við Söngskólann í Reykjavík. Hún hefur mikla og fallega rödd, er músíkölsk og ætti er fram líða stundir að geta náð góðum tökum á rödd sinni. Þá er þarna von í góðri söngkonu. Undirleikari var Jór- unn Viðar tónskáld og var sam- vinna þeirra með ágætum. Síð- asta atriðið var Elite-hópurinn, sem fyrst söng tvo negrasálma og síðan lag Guðrúnar Böðv- arsdóttur, Á föstudaginn langa, við texta Davíðs Stefánssonar. Þriðja lagið var Dúfa á brún, skemmtilegt lag eftir Þorkel Sigurbjörnsson og því næst það fræga lag Aglepta eftir Mell- nás. í tveimur síðastnefndu lög- unum er unnið með alls konar tónmyndunaraðferðir, og kall- ast lögin „nútímatónlist", sem margir nota sem skammaryrði, en það sem merkilegt má kalla er að fólk gleymir þessari af- mörkun er það hlýðir á lög eins og Dúfa á brún og Aglepta og það ríkti alger kyrrð í Hafnarfjarðarkirkju er þessi lög voru flutt, sem réttilega þarf að taka fram, því yngri kynslóðin var mjög fjölmenn á þessum afmælistónleikum. Tónleikunum lauk með Kvöld- Ijóði eftir Kodály og sem auka- lag söng Elite-hópurinn Kveðjukeðjuna eftir Þorkel Sigurbjörnsson. Elite-hópurinn er frábær söngflokkur og var flutningur hans t.d. á Aglepta glæsilegur svo og kvöldljóðinu eftir Kodály. Allir sem unna góðri tónlist óska Hafnfirðing- um til hamingju með Kór öldu- túnsskóla og starf Egils Frið- leifssonar í tuttugu ár. Kórnum og Agli þakkar undirritaður fyrir margar góðar stundir og þar með fylgja óskir um áfram- haldandi gott gengi á komandi árum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.