Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 35
M0RGUN3LAPIÐ, ÞRIDJUDAGUR 7, MAÍ 1985 35 ^endur hf. nær orð, sem einhver eða ein- hverjir heyrast nota, sé orðin ís- lenzka o.s.frv. Þarna getur auðvitað verið úr vöndu að ráða; aldrei hef ég gert minna úr því en vert er. En um það tjóar ekki að sakast, og þarf- laust er að ýkja þann vanda eða gera hann að einhverju skeri, sem öll málvernd hljóti að stranda á. Um málbreytingar held ég því fram, að þar sé eigi að síður vor- kunnarlaust og afar brýnt að stinga við fótum hér og nú. Þær litlu breytingar, sem íslenzkt mál hefur tekið til þessa, eru stað- reynd; en við frekari breytingum, öðrum en vexti málsins, skyldi framvegis spornað af fremsta megni. Þar hef ég bent á, að traustasta haldreipið sé í viður- kenndum orðabókum, og að svo eigi að vera. Ekki veit ég betur en aðrar menningarþjóðir líti á orða- bækur sínar sem eitthvert bezta vopnið til varnar tungu sinni, jafnt í skólum sem á öðrum vett- vangi. Og naumast verður sagt, að vér íslendingar stöndum þar svo illa að vígi, að allar bjargir séu bannaðar, þó vissulega sé margs að óska. Eiríkur hefur það réttilega eftir mér, að engin orðabók sé galla- laus. Og orðaforðinn þykir honum næsta rýr í bókum þeirra Sigfúsar Blöndals og Árna Böðvarssonar. Ég skal játa, að mér þætti dapur- legt að eiga ekki fleiri íslenzkar orðabækur en þessar tvær, og skortir þó að sjálfsögðu meira en lítið, þegar horft er til allrar auð- legðar málsins. Þó held ég að ég kæmist af með þær til minna litlu nota, og ég hygg að flestir íslend- ingar gætu sagt hið sama. Ég yrði að vísu enn verri plága á starfs- mönnum Orðabókar Háskólans og íslenskrar málstöðvar en ella; en ekki myndi ég setja það fyrir mig, fyrst við búum svo vel að eiga að- gang að þessum stofnunum. Víst er um það, í hverri orðabók er sitthvað sem orkar tvímælis, og seint verður með öllu fyrir það girt. Ég hef áður kvartað undan því meðal annars, hvað Sigfús Blöndal er ótrúlega frakkur aö merkja orð úrelt, jafnvel orð sem eiga sér kjörið hlutverk í nútíma- máli. Nærri má geta, að æði margt kemur til álita, hvenær sem ný út- gáfa orðabókar er á döfinni. Þá teldi ég æskilegt að ábyrg sér- fræðistofnun greiddi þar úr. I slík- um efnum þætti mér ekki óeðlilegt aö ætla íslenskri málnefnd mikinn hlut, og kæmi þó ekki til hugar að kalla hana Félag íslenzkra máleig- enda. í umræðum að undanförnu hef- ur það ekki leynt sér, að nokkuð misjafn skilningur er lagður í orð- ið „málvernd". Eiríkur Rögnvalds- son kveður mestu máli skipta, að varðveita málið „sem lifandi og frjótt tjáningartæki". Ekki má þó gleyma því, að málið gæti haldið áfram að vera lifandi og frjótt tjáningartæki, þó að það væri fyrir löngu hætt að vera íslenzka. Þrátt fyrir þann mikla ágrein- ing okkar Eiríks, sem ég hef rætt um, get ég ekki leynt því, að mér þykir grein hans 1. maí miklu betri en Skímu-greinin. Og það sem mér þykir bezt í henni vil ég nú í lokin gera að mínum orðum: „Að ætlast til að nemendur nú á tímum læri sömu íslensku og afar þeirra og ömmur töluðu án meiri kennslu er óraunhæf krafa og ósanngjörn bæði gagnvart kenn- urum og nemendum. Við þurfum að gera okkur þetta ljóst, og gera síðan upp við okkur hvort við er- um reiðubúin til að veita íslensku- kennslunni þennan aukna tíma, eða hvort við ætlum að slá af kröf- um gullaldarmálsins. Þarna verð- ur ekki bæði sleppt og haldið, og þörf á ákveðinni stefnumótun í þessum málum verður sífellt brýnni.“ Svo þakka ég Eiríki Rögnvalds- syni fyrir opinskáa og skilmerki- lega grein. Guðmundur Magnússon háskóla- rektor í ræóustól. samkvæmt áætlaðri lágmarks- þörf. Hinir áfangarnir þrír eru hús fyrir Verk- og raunvísinda- deild vestan Suðurgötu, Náttúru- fræðihús og viðbót við Odda. Framkvæmdir við Odda hófust seint á árinu 1979 og er húsið full- nýtt á þessu misseri. Dr. Maggi Jónsson teiknaði húsið, verkfræði- lega ráðgjöf sá Verkfræðistofa Sigurðar Thoroddsen um, en Raf- hönnum lagði rafmagn. Eftirlit á byggingartímanum annaðist Inn- kaupastofnun ríkisins. Nokkuð brosulega gekk við bygginguna f upphafi vegna erfið- leika verktaka. Fyrsti verktakinn hóf tæpast verk sitt áður en hann hvarf frá því. Guðmundur Ein- arsson í Aðalbraut var þá fenginn til þess að ganga frá grunni húss- ins og kjallara. Að því loknu hvarf næsti verktaki frá verki en hann átti að sjá um uppsteypu hússins og frágang. Því var Guðni Sigfús- son, byggingameistari, fenginn til að ljúka byggingunni. Húsið skipt- ist í nokkra hluta, en í því eru meðal annars kennaraherbergi, kennslustofur, málver og fyrir- lestrasalir, lessalur, afgreiðsla bókasafns Háskólans, kaffistofa og viðverurými fyrir nemendur. Þá er fyrirhugað að setja upp á efstu hæð hússins 10 til 15 her- bergi til rannsókna af ýmsu tagi. Fyrst í stað þjónar húsið Félags- vísindadeild og Viðskiptadeild, en hugsanlega fær Heimspekideild þar innhlaup eftir stækkun húss- ins, sem fyrirhuguð er siðar. Húsið er þrjár hæðir og kjallari, að hálfu út grafinn, alls tæplega 3.700 fermetrar að stærð. Bygg- ingarkostnaður með ýmsum inn- anstokksmunum svo sem tölvum er um 118 milljónir króna eða ná- lægt 32.000 krónum á fermetra. Vegna þess hve margir þættir þessa áfanga byggingarinnar munu koma að sameiginlegum notum við síðari áfangann, er end- anlegur byggingarkostnaður áætl- aður um 29.000 krónur á fermetra, þegar síðari áfanginn verður full- gerður. Miðast þessir útreikningar við verðlag ársins 1984. Sam- kvæmt því er byggingarkostnaður á fermetra svipaður og við bygg- ingu Lögbergs og húss Verk- og Raunvísindadeildar, en nokkru lægri en við byggingu húss Tann- læknadeildarinnar. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐMUND HALLDÓRSSON Kinverskir hermenn á æfingu. Aukin hernaðartengsl Kínverja og Japana KÍNVERJAR og Japanir vinna að því að taka upp hernaðarsamvinnu til að vega upp á móti auknum áhrifum Rússa í Asíu. Mikil leynd hefur hvílt yfir viðræðum þjóðanna um slíka samvinnu. Þær reyna að vekja ekki ugg Rússa og vilja afstýra að Pekingstjórnin sæti gagnrýni vinstrisinna, sem eru óánægðir með stuðning kínverskra kommún- ista við japanska „hernaðarstefnu". Japanir reyna m.a. að fá Kín- verja til að leyfa japönskum herskipum að koma til kínverskra hafna. Japanskir liðsforingjar hafa farið til Kína á laun og feng- ið að fylgjast með þjálfun her- manna og skoða hernaðarmann- virki. Kínverskir liðsforingjar hafa farið í svipaðar kynnisferðir til Japans. Sambúð Kínverja og Japana hefur batnað stöðugt síðan þjóð- irnar gerðu með sér vináttusamn- ing 1978. Japanir eru helztu lána- drottnar Kínverja, selja þeim fullkominn iðnaðarvarning og hafa veitt þeim mikilvæga aðstoð við að koma á breytingum í nú- tímahorf. Japanir hafa fengið mikið af olíu og kolum frá Kína, sem hefur verið ört vaxandi markaður fyrir japanska vöru. Kínverjar fengu fyrst lán frá Japönum fljótlega eftir gerð vináttusamningsins og þegar Yasuhiro Nakasone forsæt- isráðherra var í Kína í fyrra bauð hann þeim ián til langs tíma að upphæð 2 milljarðar dala. Rússar brugðust hart við undir- ritun samningsins og sögðu hann „fjandsamlegan Sovétríkjunum og ógnþrunginn". Það veldur Rússum vitaskuld áhyggjum að Japanir skuli hjálpa Kínverjum, en þeim gramdist mest ein grein samningsins, þar sem sagði að samningsaðilar mundu hamla gegn „tilraunum annars lands eða ríkjahópa til að verða allsráðandi á Asíu-Kyrrahafssvæðinu“. Rússar töldu þessu beint gegn sér. Ekki bætti úr skák að Kín- verjar lýstu yfir að þeir mundu segja upp gömlum samningi við Sovétríkin, þar sem sagði að Jap- an væri sameiginlegur óvinur. Varnarsamstarf Kínverja og Japana hefur verið á dagskrá síð- an landvarnaráðherra Kína, Zhang Aiping, fór til Japans í júlí í fyrra. Síðan áttu hermálafulltrúi jap- anska sendiráðsins í Peking og annar sendiráðsmaður leynifundi með starfsmönnum kínversku leyniþjónustunnar um eflingu sovézka herliðsins i Aasturlönd- um fjær og uppsetningu sovézkra SS-20-eldflauga, sem eru bein ógnun við Kína og Japan. Japanir telja að efling sovézka heraflans í Síberíu hafi verið beint svar við samningnum 1978. Einnig var rætt um viðbúnað Rússa í Cam Ranh-flóa og eflingu sovézku flotadeildarinnar þar, Ví- etnam og innrás Víetnama í Kam- bódíu og valdajafnvægið í Kóreu. f apríl var þetta samband eflt þegar Wu Xiuquan, áður annar æðsti maður kínverska hersins og nú forstöðumaður herfræðistofn- unarinnar í Peking, fór til Japans og ræddi m.a. við Nakasone. Wu hefur hvatt Japani eindregið til að efla varnir sínar. I þessum mánuði fer annar æðsti maður japönsku varnar- málastofnunarinnar, Haruo Nat- sume, til Kína og ræðir við Zhang Aiping landvarnaráðherra og yf- irmenn úr kínverska hernum um hernaðarstöðuna í Asíu og við- búnað Rússa í fjarlægari Austur- löndum. Vestrænir stjórnarerindrekar hafa lagt á það áherzlu að ekki megi gera of mikið úr þessum við- ræðum og bent á að Japanir séu uggandi um að þær geti magnað sovézkan ofsóknarótta. Eitt helzta markmið Japana í utanríkismálum er að eiga nánari samskipti við Kínverja og stía þeim og Rússum í sundur. Sættir milli Kínverja og Rússa mundu valda Japönum alvarlegum erfið- leikum. Bæði Japanir og Bandaríkja- menn sjá sér hag í því að veita Kínverjum tækniaðstoð og útvega þeim fjármagn. Bæði Japanir og Bandaríkjamenn vilja koma á laggirnar eins öflugum samtökum gegn Sovétríkjunum og kostur er. Rússar hafa 52 herfylki (um 470.000 menn) í Austur-Asíu og mestallt það herlið er meðfram kínversku landamærunum. Að- eins einu sovézku herfylki (um 10.000 mönnum) hefur verið stillt upp gegn Japan, á eyjunum sem Rússar ráða fyrir norðan Hokka- ido. Ef Kínverjar og Rússar sættast verður ekki þörf fyrir eins mörg sovézk herfylki meðfram kín- versku landamærunum. Mörg herfylki yrðu send annað og fengju ný verkefni — e.t.v. að ógna Japan eða öðrum Asíuríkj- um. Suano Sunoda, fv. utanríkis- ráðherra Japans, sagði fyrir nokkrum árum: „Sættir milli Kínverja og Rússa yrðu martröð fyrir hinn vestræna heim. Til að koma í veg fyrir slíkt ættu Vest- urlönd að eiga jákvæða samvinnu með Kínverjum um uppbyggingu í efnahagsmálum þeirra og fella Kína inn í efnahagskerfi Vestur- landa. Japanir hafa á hendi for- ystu um það.“ Síðan Sunoda hélt ræðu sína hafa Japanir skuldbundið sig til að veita Kínverjum lán með lág- um vöxtum að upphæð 24 millj- arðar dala á árunum 1984—1992 og japönsk fyrirtæki hagnast vei á breytingum þeim í nútímahorf, sem Kínverjar standa fyrir. Kínverjar vilja ekki síður en Japanir og Bandaríkjamenn að Rússum verði haldið í skefjum. Þrátt fyrir nýlegar tilraunir Rússa til að friðmælast við Kfn- verja bendir flest til þess að Kín- verjar séu haldnir mikilli tor- tryggni í garð Rússa. Þegar Nak- asone var í Peking endurtók Zhao Ziyang forsætisráðherra ásakanir um að „Sovétríkin væru aðalógn- unin við öryggi Kína“. Kínverjar eru hlynntir því að hernaðarmáttur Japana verði aukinn, en aðeins að vissu marki. Þeir eru því mótfallnir að Japanir verði svo voldugir að þeir verði hernaðarstórveldi á ný. Banda- ríkjamenn beita sér af alefli fyrir eflingu hernaðarmáttar Japana, en ef hann verður of mikill að mati Kínverja getur sambúð Kínverja og Japana versnað. Kínverjar hafa ekki gleymt væringum sínum og Japana á fjórða og fimmta áratugnum. Nakasone viðurkenndi það í Kína í fyrra og neyddist til að fullvissa gestgjafa sína um að endurvakn- ing hernaðarstefnu yrði aldrei látin viðgangast í Japan. Hagur Kínverja af sambandinu við Japana er fyrst og fremst efnahagslegur. En þeir vilja líka jafnvægi í heimshlutanum og frá þeirra sjónarhóli er Japan heppi- legt mótvægi gegn áhrifum Rússa í Víetnam og á hafinu. Framtíð sambúðar þjóðanna er líklega að miklu leyti háð því hvernig Kínverjar meta fyrirætl- anir Rússa. Því meiri áhyggjur sem Kínverjar hafa af Rússum, þvj betri verður líklega sambúð Kínverja og Japana. Kínverjar vilja ekki að Banda- ríkjamenn hætti að vernda Japan með kjarnorkuvopnum. Ríkin i þessum heimshluta vilja ekki að Japanir losni undan eftirliti Bandaríkjamanna, því að þá gætu Japanir komið sér upp kjarnorku- vopnum af eigin rammleik. Fátt óttast ríkin í heimshlutanum eins mikið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.