Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. MAÍ 1985 Taka frumkvæðið í stefnumótun fiskeldis: „Óánægðir með sinnuleysi stjórnvaldaa — Segir Jón Kr. Sveinsson, formaður Lands- sambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva „VIÐ ERUM mjög óánægðir með sinnuleysi stjórnvalda í garð þessarar atvinnugreinar. Landssambandið ætlar því að taka frumkvæðið í stefnu- mótun í fiskeldis- og hafbeitarmálum," sagði Jón Kr. Sveinsson, for- maður Landssambands fiskeldis- og hafbeitarstöðva, í samtali við Mbl. en aðalfundur samtakanna var haldinn fyrir skömmu. Stjórn sambandsins er nú aö undirbúa álitsgerð um skipan fisk- eldismála í framtíðinni og verður haldinn framhaldsaðalfundur í sumar til að móta til fullnustu stefnu landssambandsins, sem sið- an verður lögð fyrir stjórnvöld. Jón nefndi sem dæmi um sinnu- leysi stjórnvalda að tvisvar hefðu verið samin á vegum stjórnvalda drög að lögum fyrir atvinnugrein- ina en aldrei tekist að fá þau lög- fest. Nú hefði þriðja nefndin verið stofnuð og væri enginn fiskeldis- maður í þeirri nefnd. Jón sagði að fiskeldismenn legðu áherslu á fyrirbyggjandi fisksjúkdómarannsóknir. Þeir vildu fá stutt en skýr lög, en að síðan yrði stjórnað með ítarlegum reglugerðum. „Við leggjum ríka áherslu á að fá lánafyrirgreiðslu til jafns við aðrar atvinnugreinar í landinu. Þá viljum við hafa at- vinnugreinina sjálfstæða innan stjórnkerfisins, og viljum því draga okkur út úr skaðlegri tog- streitu ráðuneytanna. Við þurfum að hafa gott samstarf við a.m.k. þrjú ráðuneyti, landbúnaðar-, sjávarútvegs- og orkuráðuneyti", ði Jón. ályktun aðalfundarins segir svo: „Landssambandið hyggst vera virkur þátttakandi í stefnumörk- un fiskeldis á íslandi. Flest öll fiskeldisfyrirtæki landsins hafa því sameinast með þátttöku í landssambandinu. Landssam- bandið krefst þess að fullt samráð verði haft við það við ákvarðana- töku hins opinbera sem snertir hagsmuni fiskeldis í landinu. Landssambandið bendir á hæga- gang stjórnvalda við úrlausn brýnna hagsmunamála er tafið hefur uppbyggingu fiskeldis sem atvinnugreinar. Landssambandið leggur þunga áherslu á aö fiskeldi verði sköpuð sjálfstæð staða innan íslenska stjórnkerfisins sem skapi atvinnugreininni þann jarðveg, sem henni er nauðsynlegur til að þróast og dafna." f stjórn Landssambands fiskeld- is- og hafbeitarstöðva voru kosnir: Jón Kr. Sveinsson (Lárós), for- maður; Róbert Pétursson (Pólar- lax, Fiskeldi hf. á Húsavík); Sigur- jón Davíðsson (Lax hf. á Tálkna- firði); Gunnar Helgi Hálfdánar- son (Hafbeitarstöðin Vogum) og Jón Þórðarson (íslandslax). I varastjórn voru kosnir: ólafur Skúlason (Laxalón, Fiskalón); Jón G. Gunnlaugsson (Sjóeldi) og Jón- as Matthíasson (Fiskeldi Grinda- víkur). 5 stofnendur Lionsklúbbs Dahlknr sem beióraðir roru af nmdæmisstjóra Lf.v.: Jón Karlsson, umdæmisstjóri, Stefán Snævarr, Árni Arngrimsson, Helgi Þorsteinsson, Baldvin Magnússon og Gylfi Björnsson. Lionsklúbbur Dalvíkur 25 ára LAUGARDAGINN 27. aprfl sl. béll afmæli sitL f tilefni af afmælinu Svarfdæla myndbandstæki að gjöf. Lionsklúbbur Dalvíkur var stofnaður á vordögum árið 1960 og voru stofnendur 18 talsins. Sr. Stefán V. Snævarr þáverandi sóknarprestur beitti sér mest fyrir undirbúningi og framgangi að stofnun klúbbsins, og stýrði hann fyrsta fundi. Lionsklúbbur Dalvikur var 20. klúbbur Lions- hreyfingarinnar á íslandi. Fyrstu stjórn klúbbsins skipuðu: Sr. Stefán Snævarr, formaður, Egill Júlíusson, varaformaður, Valdi- mar óskarsson, ritari, og Tryggvi Jónsson, gjaldkeri. Fyrsti stallari klúbbsins var Árni Arngrímsson. Afmælisfagnaður Lionsklúbbs- ins hófst með sameiginlegu borðhaldi í Víkurröst. Formaður afmælisnefndar, Helgi Þorsteins- son, setti hófið. Frá Lions- hreyfingunni var mættur um- dæmisstjóri, Jón Karlsson frá Sauðárkróki, auk svæðisstjóra, Harðar Þórleifssonar á Akureyri, og Þórodds Þóroddssonar frá „föðurklúbbi" Lionsklúbbs Dal- víkur. Umdæmisstjóri heiðraði 5 virka stofnfélaga en auk þess voru fleiri af stofnendum mættir. Klúbbnum bárust gjafir og heillaskeyti frá öðrum klúbbum. Stefán Jón Bjarnason rakti sögu ; Lionsklúbbur Dalvíkur upp á 25 ára afhent klúbburinn Héraðsskjalasafni Lionsklúbbs Dalvíkur i saman- tekt Tryggva Jónssonar og kom þar fram i allítarlegu yfirliti starfsemi klúbbsins í þessi 25 ár. Lionsklúbbur Dalvíkur hefur unnið að ýmsum menningar- og líknarmálum i héraðinu og hafa félagar lagt á sig mikla vinnu tii fjáröflunar þessum málum við- komandi. Hátíðardagskrá klúbbsins var tekin upp á myndband það, sem klúbburinn afhenti Héraðsskjala- safni Svarfdæla að gjöf í tilefni af 25 ára afmæli klúbbsins. Myndbandstæki þessi eru af „Canon“-gerð og samanstanda af myndavél, myndbandi, þrífæti, spennubreyti og töskum. Formað- ur klúbbsins, óskar Pálmason, afhenti tækin en Júlíus Krist- jánsson, formaður safnsstjórnar, veitti þeim móttöku. í gjafabréfi segir „að þess sé vænst að tæki þetta komi að sem bestum notum og verði nýtt eins og frekast er kostur i byggðarlaginu öllu“. Núverandi stjórn Lionsklúbbs Dalvíkur skipa: óskar Pálmason, formaður, Árni óskarsson, vara- formaður, Baldvin Magnússon, ritari, og Jón Finnsson, gjaldkeri. Fréttaritarar. Frú afhendingu myndbandstækjanna Lf.v.: Július Kristjánsson, Ólafur B. Thoroddsen, myndatökumaður, og Óskar Pálmason, form. Lionsklúbbs Dalvíkur. Tjamargata 2—4 Keflavík: Framkvæmdir hafnar að nýju Morgunblaftiö/E.G. Hinar umdeildu byggingarframkvæmdir á Tjarnargötu 2—4 í Keflavík, Voem. 22. Ifrfl. FRAMKVÆMDIR hófust að nýju við byggingu verslunarhúss á Tjarnargötu 2—4 í Kefiavík á mið- vikudag í sl. viku, eftir að bæjar- stjórn Kefiavikur hafði samþykkt nýtt byggingarleyfi, en eldra bygg- ingarleyfið var fellt úr gildi með úrskurði félagsmálaráðherra 22. október 1984. Það var 21. desember 1982 að fyrirtækið Bústoð hf. fékk leyfi til þess að byggja 3ja hæða hús á lóðunum Tjarnargata 2—4. Sýndi teikning að byggt yrði á lóðarmörkum Hafnargötu 28. Það var síðan eftir að gerðar höfðu verið breytingar á teikn- ingu hússins, að framkvæmdir hófust með grunngreftri 10. apr- íl 1984. Þá er það þann 25. júní 1984 að lögmaður ritar bygg- inganefnd Keflavfkur og fyrir- tækinu Bústoð hf. bréf og mót- mælir fyrir hönd eigenda Hafn- argötu 28 byggingu hússins. Bendir lögmaðurinn á að ekki hafi verið gætt grenndarsjón- armiða byggingareglugerðar og fyrirhuguð bygging valdi um- bjóðendum hans verulegum eignaspjöllum, að ekkert deili- skipulag heimili slíka randbygg- ingu ofan Hafnargötu og loks að nýtingarhlutfall sé óeðlilegt. Bygginganefnd heldur 24. júli fund með eigendum Hafnargötu 28 og lögmanni þeirra án þess að nokkur niðurstaða fáist. 16. ág- úst kærir lögmaðurinn bygg- ingarleyfið til félagsmála- ráðuneytisins og krefst þess að byggingarleyfið verði fellt úr gildi. óskar hann jafnframt eftir og Hafnargata 28. að frestað verði úrskurði vegna samningaumleitana um málið. Þann 23. ágúst kærir lögmaður- inn til skipulagsstjórnar ríkisins og krefst úrskurðar hennar um afturköllun leyfisins. Skipulags- stjórn skrifar byggingarnefnd 28. ágúst, þar sem þess er óskað að hægt verði á framkvæmdum. 21. september kærir lögmaður- inn til félagsmálaráðuneytisins. Bæjarstjóranum í Keflavík barst bréf frá ráðuneytinu 4. október um kæruna. Með úrskurði félagsmálaráðu- neytisins 22. október 1984 var byggingarleyfið fellt úr gildi að svo stöddu og lagt fyrir skipu- lagsstjórn að eiga nú þegar frumkvæði að gerð deiliskipu- lags fyrir miðbæ Keflavíkur { samráði við bæjarstjórn Kefla- víkur. Þann 27. nóvember sam- þykktu bæjarstjórn Keflavíkur og skipulagsstjórn randbyggingu húsanna Tjarnargötu 2—4 og Hafnargötu 28. Byggingarfull- trúi sendi eigendum Hafnargötu 28 nýja byggingarleyfisumsókn Bústoðar hf., til umsagnar sam- anber byggingareglugerð 3.1.1. þann 6. desember. Bygginga- nefnd barst 8. febrúar svar með bréfi Iögmanns. Inní málið flétt- ast mótmæli lögmanns Guðnýj- ar Ásberg sem leigulóðarhafa og eiganda bílastæðisins Hafnar- götu 28. Þetta ágreiningsefni leystist 27. febrúar með kaup- samningi bæjarsjóðs og Guðnýj- ar um greinda lóð. í greinargerð er bæjarlögmað- ur og byggingarfulltrúi Kefla- víkur lögðu fyrir byggingar- nefnd 6. mars segir: „Margir fundir hafa verið haldnir með aðilum um mál þetta, m.a. með þátttöku bæjarráðs, bygginga- nefndar, byggingafulltrúa, eig- endum beggja húseignanna, lög- mönnum aðila og bæjarlög- manni, án þess að friðsamleg lausn fengist." Þá segir i fundar- gerð bygginganefndar Keflavík- ur frá 6. mars að: „Með fyrr- greindum viðræðum hafa bæjar- yfirvöld með margvíslegum hætti gert rækilegar tilraunir til að sætta deiluaðila. Meðal ann- ars boðið eigendum Hafnargötu 28 að kosta hönnun og gerð þeirra breytinga sem nauðsyn- legar yrðu á þaki, einnig að kosta byggingu yfir svalir húss- ins. Meira að segja var boðið að bæjarsjóður kaupi eignina, efri hæð eða alla, án þess að þvi væri svarað. Nefndin samþykkir að leyfa byggingu hússins með þeirri breytingu að austurstafn verði dreginn inn frá lóðarmörkum um 60—80 sm ofan fyrstu hæð- ar, aftan stigahúss, í þvi skyni einu að ekki verði hróflað við þakskeggi Hafnargötu 28.“ Það var svo þriðjudaginn 16. apríl sl. að bæjarstjórn Kefla- víkur samþykti nýtt byggingar- leyfi fyrir Tjarnargötu 2—4, eft- ir að bygginganefnd hafði sam- þykkt breytta teikningu, þar sem ofan fyrstu hæðar er austur- stafn dreginn inn um 80 sm. Daginn eftir hófust fram- kvæmdir við bygginguna. E.G. 3. tbl. Æsk- unnar komið út ÞRIÐJA tölublað Æskunnar 1985 er komið ÚL f blaðinu kennir ýmissa grasa. Opnuviðtalið er að þessu sinni við Jón Pál Sigmarason, „sterkasta mann heims“ og fylgir veggmynd af honum. Séra Ólafur Jóhannsson tal- ar við börnin um bænirnar þeirra og bendir þeim á bænarefni. Valgerður 11 ára og Sólveig 15 ára Franklíns- dætur spjalla við ömmu sína, Hall- dóru Kristínu Eyjólfsdóttur, um það sem á daga hennar hefur drifið um ævina. Þrjár 14 ára stelpur úr Garða- skóla skrifa um Simon Le Bon, söngvara hljómsveitarinnar Dur- an Duran, og Jens Guðmundsson rekur sögu dúettsins Wham! Þá er fjöldinn allur af sögum i blaðinu eftir börn og unglinga. Ritstjórar Æskunnar eru þeir Eðvarð Ingólfsson og Karl Helga- son. Útgefandi er Stórstúka Is- lands. (FrétUtilkynning) JNoröunblnMft MetícHubladá hverjum degi!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.