Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 07.05.1985, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 7. MAl 1985 Flóttamenn neyddir burt og búöir brenndar í Eþíópíu: Jansson ræðir við Mengistu Addn Ababa, 6. mu'. AP. KURT Jansson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, flaug i sunnudag til norðurhéraða Eþíópíu, til þess að kynnast því fri fyrstu hendi hvort flóttamenn voru neyddir til að yfirgefa Ibnet-búðirn- ar og þær síðan brenndar til grunna, eins og fregnir hermdu. Ibnet-búðirnar var stærsta hjálparstöðin í Eþíópíu. Óvænt og skyndilega yfirgáfu 56.000 manns búðirnar, og áreiðanlegar heimild- ir herma að þeir hafi verið neydd- ir til að yfirgefa þær. Hermenn hafi neytt fólkið á brott og brennt síðan búðirnar. Yfirvöld neita þessu harðlega. Belgískir flugmenn, sem vinna við hjálparstörf, sögðust hafa séð á laugardag þúsundir flóttamanna ganga fylktu liði áleiðis til Aux- am-flóttamannabúðanna. Myndir, sem teknar voru i aðgerð hersins 28.—30. apríl, sýna brunabletti, þar sem kofar og hýbýli flótta- fólksins stóðu. óttast er að stór hluti flótta- fólksins, sem neytt var úr búðun- um, lifi ekki gönguna til Auxam af og beri bein sín á sléttunum. Her- stjórnin í Addis segir fólkið hafa yfirgefið búðirnar af fúsum og frjálsum vilja og snúið til fyrri heimkynna sinna til að erja jörð- ina, þar sem regntSmi er genginn í garð. Jansson mun eiga viðræður við Mengistu Haile Mariam er hann kemur til baka frá Ibnet. 17 sjóliðar fórust með bandarískri herþyrlu Tókýó, 6. maí. AP. BANDARfSK herþyrla með 17 manns innanborðs hrapaði í sjó úti fyrir Suður-Japan í dag. Japönskum og bandarískum björgunarsveitum, sem komu á slysstað á skipura og flugvélum, tókst ekki að bjarga neinum þeirra, sem um borð voru. Dan Trout höfuðsmaður, tals- maður bandarísku flugstöðvarinn- ar í Kanada i Okinawa, sagði, að haldið væri, að allir 17 mennirnir, sem verið hefðu með þyrlunni, hefðu verið bandarískir sjóliðar á ferð milli flotastöðva í Japan. Trout sagði ennfremur, að þyrl- an hefði hrapað í sjóinn um 24 km suður af japönsku smáeyjunni Yakushima. Eyja þessi er u.þ.b. 130 km fyrir sunnan borgina Kagoshima, sem er syðst á eyj- unni Kyushu. Talið er, að slysið hafi átt sér stað um eittleytið f nótt (um fjög- urleytið að ísl. tíma). Engin lík hafa fundist. Bastarður hvals og höfrungs dauður Tókýó, 6. mtm{ AP. „KURÍ“ lést J sædýrasafninu í Kanagawa, skammt fyrir sunnan Tókýó um helgina. Kuri var eina af- kvæmi hvals og höfrungs sem til var í heiminum og náði 6 ára aldri og 7 mánuóum betur, aem einnig er hæsti aldur sem hvalur hefur náð I jap- önsku sædýrasafnL Kuri missti matarlyst í janúar síðastliðnum, en virtist ná sér smám saman, eða þar til I síðustu viku, þá geröist það sama og að þessu sinni dró það dýrið til dauða. Krufning leiddi í ljós, að Kuri hafi dáið úr lungnabólgu. Bobbysocks, sigurvegarar f Eurovision-söngvakeppninni 1985, ásamt lagasmiðnum Rolf Lövland. Norðmenn í sæluvímu eftir söngvakeppnissigurinn Willoch bauð Bobbysocks í diplómataveizlu í gærkvöldi Skálað í kampavfnL að fá Bobbysocks til að koma fram. Hollenzkar og þýskar stöðvar urðu fyrstar til og munu stúlkurnar koma fram þar f þessari viku og síðan kemur röð- in að Spáni og Englandi. Hanne Krogh og Elisabeth Andreasson eru velþekktir lista- menn á þessu sviði. Hanne Krogh tók þátt f söngvakeppn- inni þegar hún var fimmtán ára og hafnaði f neðsta sæti. Elísa- beth hefur lengst af búið í Sví- þjóð, en er fædd í Noregi. Hún söng áður með Kikki Danielsson sem varð að þessu sinni í þriðja sæti með lagið „Bra vibrasjoner" Elisabeth og Kikki tóku þátt f söngvakeppninni fyrir nokkrum árum og kölluðu sig Chips. Eins og nefnt var að framan höfðu flestir spáð Þýzkalandi sigri áður en keppnin fór fram. Sigurstrangleg þóttu og lögin frá Svíþjóð, írlandi og Bretlandi og síðustu dagana fyrir keppnina var farið aö nefna norska lagið sem hugsanlegt vinningslag. „Við höfum sannað að norsk tónlist er góð“ — sögðu Bobbysocks-stúlkurnar eftir sigurinn í söngvakeppninni Vrá frétUritwa MorgonbUteiiu i Ósló f |«. „ÞETTA er stórkostlegt. Við sigruöum. Við böfum sannað að norsk tónlLst er góð. Við höfum lagt Evrópu að fótum okkar.“ Þetta sögðu Hanne Krogh og Elisabeth Andreasson, kampakátar og sigri hrósandi, eftir sigur Bobbysocks-söngflokksins í Eurovision-dægurlagasöngva- keppninni um helgina. Osló 6. mnL Frá Jnn Erilt Lrare, frétUríUra MbL EKKI er ofmælt, að segja að Norð- menn séu í sæluvímu eftir sigur Bobbysocks í söngvakeppni sjón- varpsstoðva á laugardaginn. Sigur- inn mun færa stúlkunum tveimur, Hanne Krog og Elisabeth And- reasson, milljónatekjur á næst- unni, svo og plötuútgáfufyrirtækj- um þeirra. Til merkis um þá gleði og það stolt sem fer um Norðmenn má nefna að K&re Willoch, forsæt- isráðherra, varð svo frá sér num- inn, að hann bauð söngkonunum og höfundi lagsins, Rolf Lövland, I diplómataveizlu í kvöld. Þar munu Bobbysocks troða upp og syngja verðlaunalagið. Fyrir keppnina hefði ýmsum þótt ótrúlegt að Noregur færi með sigur af hólmi. Mörg síð- astliðin ár hefur norski full- trúinn i þessari keppni riðið heldur mögrum hesti frá keppn- inni og um tíma var haft á orði að Norðmenn gætu náð þeim árangri einum að fá ekkert stig. Stúlkurnar sem fluttu lagið, Hanne Krogh og Elisabeth And- reasson, sem er sænsk að upp- runa, eru hylltar sem þjóðhetjur þessa daga. Þær óku með pomp og prakt frá Gautaborg til Osló og við landamærin biðu norskir lögreglubílar og fylgdu þeim inn í miðborg Osló. A Karls Jó- hannsgötu beið múgur og marg- menni sem hyllti stúlkurnar innilega og þær urðu að flytja verðlaunalagið mörgum sinnum. Keppnin var mjög spennandi. Framan af gekk Noregi ekki sér- lega vel, og útlit fyrir að þau tvö lög sem fyrirfram hafði verið spáð beztu gengi, það þýzka og sænska, myndu berjast um efsta sætið. Síðan seig Noregur á og fékk langflest hástigin — tólf — allra laganna. Um gervalla Evrópu er nú spurt um verðlaunalagið og fyrir keppnina hafði plata með laginu verið send á markað í 30 þúsund eintaka upplagi. f dag voru lögð drög að því að 40 þúsund til við- bótar kæmust á markað hið allra fyrsta. Erlendar útvarps- og sjón- varpsstöðvar standa í biðröð um „Við viljum þakka norsku þjóðinni fyrir að trúa á okkur og að veita okkur þetta tækifæri. Við höfum fengið stórkostlegan stuðning frá norskum og sænsk- um blöðum," sögðu þær. Stúlkurnar sögðu að það sem nú tæki við væri að koma Bobby- socks á framfæri og spáðu því að það yrði auðvelt. Flokkurinn hefur eina hæggenga hljóðplötu tilbúna og margar mynd- bandspólur eru til með „La det Swinge" og fleiri lögum. Nú þeg- ar hafa selzt rúmlega 20.000 plötur i Evrópu. „Við trúðum því ekki að við myndum sigra," sagði Elisabeth Andreasson. Hún kemur fram í skemmti- dagskrá I Gautaborg ásamt sænska listamanninum Lasse Berghagen og sagði að hún hefði útvegað sér staðgengil, ef hún hefði vitað að hún mundi sigra. Hún sagði að hún yrði að halda áfram með skemmtiatrið- ið í Gautaborg og fór þangað eft- ir sigurinn I söngvakeppninni. Ekki hefur verið ákveðið hvar söngvakeppnin fer fram á næsta ári, þótt margar borgir hafi látið í Ijós áhuga. En venjan er að keppnin fari fram í því landi sem sigrar og það mun kosta norska sjónvarpið minnst 23 millj. isl kr. að halda keppnina á næsta ári, ef af verður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.