Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 4

Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LATlGAROAGtTR 11 MAl 1985 Sjávarútvegsráðuneytið: Veiðar í þorskanet ekki háðar sérstökum leyfum Sjávarútvegsráðuneytið hefur nú ákveðið, að eftir 15. maí næstkom- andi verði veiðar í þorskanet ekki háðar sérstökum leyfum ráðuneytis- ins og öllum fiskiskipum heimilar, hafi þau ekki veitt upp úthlutaðan afla sinn. Veiðar í þorskanet hafa verið leyfisbundnar á fjórða ár. Jón B. Jónasson, skrifstofustjóri sjávarútvegsráðuneytisins, sagði í Islenzka lyfjabókin í útgáfu Vöku ÍSLENSKA lyfjabókin nefnist lyfja- handbók fyrir almenning sem Bóka- forlagið Vaka hefur nú gefíð ÚL Höf- undar bókarinnar eru læknarnir dr. Helgi Kristbjarnarson og dr. Magnús Jóhannsson og Bessi Gíslason lyfja- fræðingur. Meginuppistaða bókarinnar er skrá yfir öll lyf, sem hlotið hafa við- urkenningu heilbrigðisyfirvalda hér á landi. Er það miðað við 1. janúar 1985. Lyfin eru flokkuð í stafrófsröð. Getið er um framleiðanda þeirra, innihaldsefni, form og gerð, notkun, algengustu skammtastærðir og nefndar eru þekktar aukaverkanir sem lyfin gætu haft í för með sér. Þá eru gefin ráð varðandi geymslu lyfjanna svo og aðrar ábendingar og varnaðarorð eftir því sem nauðsyn krefur. Sérstaklega er í hverju tilviki getið um hvort lyfið hafi sérstök áhrif á konur meðan á meðgöngutíma stendur og hvort eitthvað beri að varast í sambandi við brjóstagjöf. íslenska lyfjabókin er 336 síður með teiknigum eftir Gunnar Bald- ursson, sem einnig hannaði kápu. Prentvinnsla bókarinnar fór fram hjá Prentstofu Guðmundar Bene- diktssonar en bókband annaðist Bókfell hf. Isafold gefur út Lyfjabókina ísafoldarprentsmiðja hf. hefur gefið út bókina Lyfjabókin eftir danska lækninn og lyfjafræðinginn Niels Björndal. Bókin hefur að geyma upp- lýsingar um algengustu lyf og lyfja- samsetningar á Islandi. Bókin er þann- ig uppbyggð að í upphafi eru almennar upplýsingar um lyf, notkun þeirra og geymslu, svo og reglur um afgreiðslu lylja. Síðan er öllum lyfjum gerð skil, hvað þau eru, til hvers þau eru notuð og hverjar hugsanlegar aukaverkan- ir eru. Þá er þess getið ef sömu lyf eru seld undir mismunandi heiti. Finnbogi Rútur Hálfdanarson og Guðrún Edda Guðmundsdóttir lyfja- fræðingar þýddu bókina úr dönsku. Bókin er 284 blaðsíður að stærð. samtali við Morgunblaðið, að þetta væri gert til að einfalda kerfið, þetta væri eiginlega fyrsta skrefið til einföldunar á því. Nokkuð hefði verið um það, að skip héldu til netaveiða án tilskil- inna leyfa, oft vegna misskilnings, en slík brot væru refsiverð. Þetta væri meðal annars gert til að koma í veg fyrir slíkt. Jón sagði ennfremur, að þetta þýddi ekki að hver sem er gæti farið á þorsknetaveiðar. Auðvitað yrðu viðkomandi skip að hafa fengið úthlutað aflamark og mættu ekki hafa lokið þvi. Auk þess giltu áfram um þessar veiðar sömu reglur og áður um möskva- stærðir, merkingar veiðarfæra og leyfilegan netafjölda. Þá væri ástæða til að benda á það, að veið- ar í þorskanet yrðu bannaðar frá og með 1. júlí til 15. ágúst næst- komandi eins og undanfarin ár. Veiðar á rækju, humri, síld, loðnu og skeldýrum verða áfram leyfisbundnar. o INNLENT 1ggg!§ ||| - *C ' ' \:>' r.,’i, Þráinn Elíasson við gjörónýta bifreið sína. Uorgunbiaiíð/Sigurðar Jimwon Vörubifreið brann í Grímsnesi: Ægilegt að horfa á bíl- inn brenna Seiroani, 10. nui. „ÞAÐ VAR ægilegt að horfa á bílinn brenna án þess að geta nokkuð aðhafst,“ sagði Þráinn Elíasson, vönibflstjóri, sem varð fyrir því í gær, að vörubifreið hans gjöreyðilagðist í eldi. Þráinn vann við að losa um efni í mal- argryfju í landi Miðengis í Gríms- nesi. Vörubifreiðin stóð skammt frá og var að hálfu í hvarfi við klett í gryfjunni. Þráinn varð var við að reyk lagði frá bflnum og þegar hann gætti að logaði eldur í húsi bflsins. Þegar hann opnaði bflinn til þess að ná slökkvitæki gaus eldur og reykur á móti hon- um, svo hann varð frá að hverfa. Skömmu síðar sprakk framrúðan úr og bfllinn varð alelda. Þráinn hljóp þá einn og hálf- an kílómetra leið að Miðengi og gerði slökkviliðinu á Selfossi viðvart og kom það snarlega á vettvang með slökkvibíl. Vöru- bíllinn, sem er Volvo, árgerð 1979, er gjörónýtur og tjón Þrá- ins tilfinnanlegt, einkum vegna þess að atvinna fyrir vörubíl- stjóra er heldur að glæðast nú með vorinu. Sig. Jens. Iðnaðarráðherra á aðalfundi Sambands íslenzkra hitaveitna: Eignaraðild ríkisins í orku- fyrirtækjum minnki verulega Á aðalfundi Sambands ísl. hitaveitna ávarpaði iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, fundarmenn og gat þess meðal annars að eignaraðild ríkisins í orkufyrirtækjum svo sem Orkubúi Vestfjarða og Hitaveitu Suðurnesja þyrfti að minnka verulega. Fyrirtækin ættu að kaupa hlut ríkisins og stjórna sér sjálf. í næstu viku næðist væntanlega að semja um eignir ríkisisns í raforkudreifingu Suður- nesja og mun hlutur ríkisins í fyrirtækinu þá minnka. Ráðherra gat þess að mikilvægt eru sameinuð þrjú jarðborunar- væri að ráða bót á þeim fjárhags- vanda, sem orkufyrirtækin ættu við að etja. Enn væri ekki séð fyrir endann á þvi vandamáli. Ennfremur sagði hann að ráðin yrði bót á fyrirkomulagi við greiðslu olíustyrkja og að þeim yrði til dæmis hætt innan hálfs árs til þeirra, sem ættu kost á öðr- um innlendum orkugjöfum. Jafn- hliða þyrfti að hætta niður- greiðslu raforku á hitaveitu svæð- um. Allar niðurgreiðslur væru honum á móti skapi og þyrfti að hætta þeim. Þá ræddi hann stofnun fyrir- tækisins Jarðborana hf., en þar fyrirtæki í eitt. Þarna væri verið að efla fyrirtækið og yrði lögð áhersla á að núverandi þekking héldist í nýja fyrirtækinu. Þessi ráðstöfun ætti að verða til bóta fyrir allar hitaveitur landsins, en áhersla yrði lögð á að fyrirtækið bæri sig. Að sögn Eggerts Ásgeirssonar, skrifstofustjóra Sambands ísl. hitaveitna, voru ýms vandamál hitaveitnanna rædd á aðalfundin- um. Wilhelm V. Steindórsson, raf- orkufræðingur, flutti erindi um hraðastýrðar vatnsdælur og leiddi hann að því rök að með bættri tækni mætti draga verulega úr kostnaði við raforku hitaveitna, en það er mjög stór hluti í rekstri þeirra. Yfirverkfræðingur Hitaveitu Suðurnesja, Albert Albertsson, skýrði frá viðbrögðum hitaveit- unnar vegna tæringar í ofanjarð- arlögnum vegna þess að vindur, regn og selta hefði komist inn í einangrun yfirborðslaga veitunn- ar. Lagði hann fram hugmyndir til úrbóta en lýsti jafnframt eftir reynslu annarrra því samsvarandi vandi hefur víða gert var við sig. Erindi Bernharðs Guðmunds- sonar vakti mikla athygli og um- hugsun fundarmanna en hann benti á að skipuleggja mætti starf fyrirtækjanna þannig að kaupend- ur og eigendur hitaveitnanna, sem eru fyrirtæki sveitarfélaganna, fái betri skilning á rekstri þeirra og vandamálum. Bætt almannatengsl leiddu af sér aukin skilning á rekstrarvanda veitnanna. Þá var fjallað um niðurstöður nefnda, sem fjallað hafa um rekstrarvanda hitaveitna, og átak í orkusparnaði. í ljós hefur komið að vandinn hrjáir fá fyrirtæki en er þeim mun tilfinnanlegri þar sem hann er fyrir hendi. Menn voru eindregið á þeirri skoðun að bregðast þyrfti hart við til að rétta hlut þessara fáu fyrirtækja. I lok fundarins fór fram stjórn- arkjör og var Wilhelm V. Stein- dórsson, raforkufræðingur hjá Hitaveitu Akureyrar, endurkjör- inn formaður sambandsins og með honum í stjórn voru kjörnir þeir Ingólfur Hrólfsson, Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar, og Ingvar Baldursson, Hitaveitu Rangæinga. í varastjórn voru kjörnir Jóhannes Zoega, Hitaveitu Reykjavíkur, Guðlaugur Sveins- son, Hitaveitu Þorlákshafnar, og Ingólfur Aðalsteinsson, Hitaveitu Suðurnesja. Hávaðareglur vegna flugvéla f Bandaríkjunum: Undanþágur afturkallaðar en búist er við endurnýjun KVEÐINN hefur veriö upp úr- skurður áfrýjunardómstóls í Wash- ington þar sem allar undanþágur, sem bandaríska fíugmálastjórnin befur veitt frá hávaðareglum, er gildi tóku í ársbyrjun 1985, eru þegar í stað afturkallaðar. Þeirra á meðal er undanþága sem veitt var Flugleiðum. Að mati bandarískra lögfræðinga Flugleiða er talið full- víst að undanþáguheimildin verði þó endurnýjuð óbreytt. Undanþág- an til Flugleiða var sú fyrsta, sem hlaut jákvæða afgreiðslu stjórn- valda í Bandaríkjunum. Hlutaðeigandi flugfélög hafa 30 daga frest til að endurnýja umsóknir sínar. Að honum lokn- um hefur bandaríska flugmála- stjórnin ótilgreindan umþóttun- artíma til afgreiðslu þessara mála og að lokum fá flugfélögin 10 daga frest til að verða við þeim niðurstöðum er felast í af- greiðslu flugmálastjórnar. Ofangreint tímabil er flugfélög- unum heimill óhindraður rekst- ur þeirra flugvéla, sem sótt hafði verið um undanþágu fyrir, svo framarlega sem fyrir liggi bind- andi kaupsamningur um hljóð- deyfa á þær flugvélar. I frétt frá Flugleiðum segir, að úrskurður áfrýjunardómstólsins hafi komið í framhaldi af ákæru nokkurra flugfélaga um meint handahófsleg vinnubrögð banda- rísku flugmálastjórnarinnar við afgreiðslu þeirra um 150 um- sókna, sem henni bárust, um undanþágur frá hávaðareglum. Kirkjuskóla Dómkirkjunnar slitið á morgun Á MORGUN, sunmidaginn 12. maí, verður Kirkjuskóla Dómkirkjunnar slitið við barnaguðsþjónustu, sem hefst kl. 14.00. Börn úr kirkjuskólanum munu að- stoða við messuna með því að flytja samtalsþátt, sem jafnframt er hluti af prédikuninni, sem sr. Agnes Sig- urðardóttir flytur að öðru leyti. Þá verða að sjálfsögðu sungnir fallegir barnasálmar, sem allir kunna. Konur úr kirkjunefnd kvenna Dómkirkjunnar lesa ritningarorð og dómkirkjuprestarnir þjóna fyrir alt- ari. Foreldrar eru eindregið hvattir til að koma með börnum sínum í Dómkirkjuna á morgun og eiga þar með þeim góða stund. (Fri Dómkirkjunni.)

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.