Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR11. MAÍ 1985
15
Á ferð
um
Suður-Kóreu
IV
Norðaustur-Asíu í efnahagslegu
og hernaðarlegu tilliti. Hinn risa-
stóri kínverski markaður er að
opnast. Núverandi ráðamenn í
Kína hafa lagt allt sitt undir i
þessu efni. Til Kína streyma nú
framtakssamir menn hvaðanæva
úr heiminum. Kóreumenn eru I
einstaklega góðri aðstöðu til að
eiga viðskipti við Kínverja við
réttar pólitískar aðstæður. Efna-
hagstengsl Suður-Kóreumanna og
Japana eru náin. Risinn í norðri,
Sovétríkin, gerist hins vegar æ at-
hafnasamari á hernaðarsviðinu í
nágrenni Kóreu. Kyrrahafsfloti
Sovétmanna er jafnvel að verða
stærri en norðurflotinn hér í
nágrenni íslands.
Hér á okkar slóðum hafa þjóð-
irnar tengst í varnarbandalagi og
hvert aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins leggur sinn skerf af
mörkum til hins sameiginlega
varnarkerfis. í Norðaustur-Asíu
hefur engu sambærilegu kerfi ver-
ið komið á fót. Suður-Kóreumenn
eru uppteknir af eigin vörnum og
með allan hugann við Norður-
Kóreumenn. Bandarfski herinn í
Suður-Kóreu gegnir svipuðu hlut-
verki. Bandaríkjamenn vilja að
Japanir byggi upp svo öflugan
herflota, að hann geti haldið uppi
vörnum í allt að 1000 mílna fjar-
lægð frá japönsku eyjunum. Sov-
étmenn hafa reist stærstu flota-
ötöð utan eigin lands í Víetnam,
fyrir sunnan Japan, Kóreu og
Kína. Kínverjar hafa miklar
úhyggjur af þeirri stöð og stríði
Víetnama við suðurlandamæri
þeirra; þeir telja styrjöldina í Afg-
anistan einnig ógnun við öryggi
sitt. Ekki er fjarri lagi að álykta,
að Kínverjar líti svo á, að Sovét-
menn séu að umlykja sig á sjó og
landi. Kínverjar eru meginlands-
veldi en leggja nú æ meiri áherslu
á samstarf við aðra sem byggist á
öruggum siglingum. Hvorki Jap-
anir né Kóreumenn ráða yfir nátt-
úruauðlindum í löndum sínum,
efnahagslíf þeirra byggist á þvi að
siglingaleiðir verði varðar. Allir
nágrannar Japana minnast stríðs-
áranna og auðvelt er að hræða þá
með japönskum áformum um að
hervæðast að nýju á höfunum.
Ekki er ljóst hvernig brugðist
verður við útþenslu sovéska flot-
ans á þessum viðkvæmu slóðum.
Útlínur þessarar flóknu myndar
skulu ekki dregnar frekar. Þær
gefa vísbendingu um hvert stefnir
í heimshluta, sem er þegar mikil-
vægur fyrir framvindu efnahags-
starfseminnar i heiminum, en á
áreiðanlega eftir að vaxa að mik-
ilvægi þegar fram líða stundir.
Árbók bóndans 1984 komin út:
Greinar um nautgripa-
rækt aðalefni ritsins
— Ritstjórinn fjallar um möguleika feldfjárræktar í inngangi
„MEGINEFNI þessa fyrsta heftis eru þrjár ágætar greinar um nautgripa-
ræktina en í henni eru einnig fleiri greinar, til dæmis greinar sem ætlaðar
eru til að veita bændum innsýn í þær búgreinar þar sem helstu vaxtarsprota
í íslenskum landbúnaði er að flnna. í næsta hefti er ætlunin að hafa greinar
um sauðfjárrækt sem aðalefni,“ sagði Grétar M. Guðbergsson, jarðfræðing-
ur hjá Rannsóknastofnun landbúnaðarins og ritstjóri Arbókar bóndans, í
samtali við Mbl.
Fyrsta Árbókin (1984) kom út
fyrir nokkru. Bókin er gefin út af
útgáfufélaginu Fjölni hf., sem
einskonar fylgirit tímaritsins
Bóndans en blaðið hefur komið út
í rúm tvö ár. Framvegis er ætlun-
in að Árbókin komi út að hausti ár
hvert, og kemur Árbók bóndans
1985 út nú í haust eða snemma
vetrar.
í fréttatilkynningu frá Fjölni
hf. segir m.a. um útkomu Árbók-
arinnar:
„í Árbók bóndans verður lögð
áhersla á að birta lengri ritgerðir
og greinar, ritaðar af sérfræðing-
um og sérfróðum mönnum á
hverju sviði, um hin fjölbreyti-
legustu málefni landbúnaðarins.
Ritgerðirnar eru þá flestar það
langar og yfirgripsmiklar að erfitt
er að koma þeim fyrir í veniu-
legum tímaritum. Efni fyrstu Ar-
bókarinnar er mjög yfirgrips-
mikið, og er þar að finna eftirtald-
ar greinar: Laxeldi og laxarækt,
eftir Árna ísaksson. í greininni er
t.d. fjallað um umhverfisforsend-
ur, seiðaeldi, hafbeit, silungs- og
álaeldi, úthafsveiðar, markaðsmál
og nýtingarstjórnun. Mjaltavinna
í básafjósum, eftir Grétar Ein-
arsson og Ólaf Jóhannesson. í
þessari grein er m.a. rakin í stuttu
máli saga og þróun mjaltavéla á
íslandi, fjallað um mjólkurgæði og
vinnuumhverfi, vinnuþörf, hlut-
deild mjaltavinnu við kúahirðingu
o.m.fl. Loðdýraræktun eftir Grét-
ar Guðbergsson. í greininni fjallar
Grétar um mink og minkafóður,
um nokkrar tegundir eldisminka,
kaninur, hús og búr fyrir kaninur
og fleira. Útflutningur landbúnað-
arvara eftir Harald Einarsson.
Hér er fyrst og fremst ritað um
hrossaútflutning, jafnt kjöts sem
lifandi hrossa, fjallað er um verð-
myndun við útflutning, birt er
skrá yfir útflutta stóðhesta o.fl.
Nautgriparækt eftir Jón Viðar
Jónmundsson. Hér er ritað um
þróun nautgriparæktar og is-
lenska kúastofninn, mjólkur-
myndun, fóðurþarfir og átgetu
mjólkurkúa, fóður og fóður eftir
árstimum, kynbætur, frjósemi
o.fl. Um orsakir, afleiðingar og
meðhöndlun júgurbólgu, eftir ólaf
Oddgeirsson. Hér er t.d. ritað um
sýkla sem valda júgurbólgu, um
hvernig júgurbólga finnist, um
meðhöndlun hennar, lyf og fleira.
Ástand íslenskrar svinaræktar,
eftir Pétur Sigtryggsson. Hér er
birt mjög athyglisverð og ítarleg
skýrsla um ástand svinaræktar
hér á landi og leiðir til úrbóta og
framfara. Hrossarækt sem auka-
búgrein, eftir Sigurð Haraldsson,
Kirkjubæ. Hér ritar hinn kunni
hrossaræktarfrömuður um nokk-
ur þau atriði, sem hollt er að hafa
í huga, vilji menn fara út i hrossa-
rækt sem aukabúgrein á búum
sínum.
I formála Árbókarinnar fjallar
Grétar m.a. um möguleika fyrir
íslenska bændur i feldfjárræktun,
en til þess að stunda hana þarf að
flytja inn erlent feldfé. Telur
Grétar að þessi grein sauðfjár-
ræktar geti vel komið til greina
þar sem sauðfjárbændur geti
áfram stundað sinn búskap þó
breytt sé um afurðir. Telur hann
enga ástæðu til að hræðast inn-
flutning á sauðfé, þó illa hafi til
tekist áður með innflutning.
Nefnir Grétar að Norðurlanda-
þjóðir hafi hugað að ræktun
Buchara-fjár en slíkt ekki verið
talið borga sig. Hér á landi hátti
hins vegar þannig til að bændur
sem þurfa að hætta kindakjöts-
framleiðslu eigi öll nauðsynleg
mannvirki, hús og ræktun og féð
sé framur þurftalítið og það þurfi
ekki að reka á afrétt. Hann nefnir
einnig hugsanlega möguleika á
framleiðslu dýrustu skinna af
sauðfé sem nú eru á mörkuðum,
það er hin svonefndu Breitzwans-
skinn. Þau eru af Karakúl-fóstr-
um og er framkallað fósturlát
nokkru fyrir burð með lyfjameð-
ferð. Notuð eru hormónalyf til að
fá marglembinga og láta ærnar
bera tvisvar á ári. Nefnir Grétar
tölur um hugsanlegar tekjur af
Karakúl-fénu og segir þetta skoð-
unarvert.
iIÐIl
Opið
til kl. 16
í MJÓDDINNI
& STARMÝRI
en til kl. 13
í Austurstræti
'ÍK
Glæsilegt úrval
í matvöru -Gott verð
og þjónusta...
VIÐIR
AUSTURSTRÆT117- STARMÝRI 2
MJÖDDINNI