Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 16

Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 16
1MORGUNBL AÐIÐ, BMIOMlDírtlTJR 11' MAÍ 1985 16 Kópavogskaupstaður 30 ára — eftir Axel Jónsson í dag eru 30 ár síðan Kópavogur fékk kaupstaðarréttindi. Eg ætla því að geta nokkurra atriða úr sögu byggðarinnar. Á styrjaldar- árunum og árunum þar á eftir jókst mjög eftirspurn eftir bygg- ingalóðum í Kópavogi. Lönd jarð- anna Digranes og Kópavogs, sem voru ríkisjarðir höfðu þá að mestu verið skipulögð, sem nýbýla- og ræktunarlönd eða undir sumar- bústaði en ekki þéttbýli með fastri búsetu. Aukin byggð kallaði á meiri þjónustu við íbúana en þá var hún nánast engin. Kópavogur var þá hluti Seltjarnarneshrepps, sem í raun var mjög landfræðilega óhagstætt, því íbúar Kópavogs þurfu að sækja alla þjónustu til Seltjarnarness. Með stofnun Framfarafélagsins Kópavogur þann 12. maí 1945 má segja að fyrstu sporin hafi verið stigin að uppbyggingu Kópavogs nútímans. 30 ára sögu Kópavogskaupstaðar verður með engum hætti gerð nein skil án þess að geta þess, sem gert var á áratugnum þar áður. Eftir stofnun Framfarafélagsins hófust skipulegar aðgerðir til að bæta þjónustuna og huga að framtíð- inni. Framfarafélagið bauð fram lista við hreppsnefndarkosn- ingarnar 1946 og fékk 3 fulltrúa kjörna og þar með meirihluta í hreppsnefndinni. Þessir fulltrúar Kópavogs voru, Guðmundur Egg- ertsson, Guðmundur Gestsson og Finnbogi Rútur Valdimarsson, en hann átti, ásamt konu sinni Huldu Jakobsdóttur, eftir að hafa mest áhrif á gang mála i Kópavogi næstu 16 ár. Guðmundur Gestsson var kjörinn oddviti og Finnbogi Rútur varaoddviti og sýslunefnd- armaður. Fulltrúar Framfarafélagsins hófust þegar handa um að hrinda í framkvæmd brýnustu nauð- synjamálum byggðarinnar í Kópa- vogi. Viðræður voru hafnar við borgaryfirvöld Reykjavíkur um að þjónustustofnanir borgarinnar létu í té þjónustu við byggðina í Kópavogi, má þar nefna m.a. vatnsveitumál, rafmagnsmál og símamál. Fræðslumál voru þá vægast sagt á frumstigi í byggðinni. Það var fyrst veturinn 1945—46 að takmörkuð kennsla var í húsnæði við Hlíðarveg, sem síðar var nr. 9 við þá götu. Veturinn eftir var skólinn að Digranesvegi 2 og síðan í húsi við Kársnesbraut þar sem nú er fyrirtækið Málning hf. Þá var þegar farið að huga að bygg- ingu barnaskóla og stax haft í huga svæðið austan Hafnarfjarð- arvegar þar, sem Kópavogsskóli stendur nú. Erfitt reyndist að fá lóð undir skólann, en mikið af landi fyrrgreindra rikisjarða var þá í erfðafestu. Þá reyndist einnig þungt fyrir fæti hjá fjárhagsráði, en svo fór að þetta náðist fram og bygging skólans hófst 1947 og í ársbyrjun 1949 var fyrsti áfanginn tekinn i notkun. Skólinn var mjög haganlega byggður, að því leyti að hægt var að opna vel á milli kennslustofa, þannig aö úr varð samkomusalur, er þjónaði sem slíkur þar til Félagsheimilið var tekið í notkun. Þá fóru þar og fram guðsþjónustur þar til Kópa- vogskirkja var vigð 1962. Þegar 1946 var farið fram á það að klettaborgin þar sem kirkjan stendur nú og næsta umhverfi, væri tekið úr erfðafestu. Þetta svæði er nú friðlýst. Ég get þess- Axel Jónsson „Þegar litiö er yfir sögu sídustu áratuga, þá tel ég að Kópavogsbúar geti horft björtum aug- um til framtíðarinnar. Kópavogur er orðið öfl- ugt sveitarfélag með dugmikla íbúa eins og jafnan hefur verið.“ Meltungu. Listi Framfarafélags- ins hlaut 4 menn kjörna, þá Guð- mund Eggertsson, Guðmund Gestsson, Finnboga Rút og Ingj- ald Isaksson. Hinn listinn fékk 1 mann kjörinn, Þórð Þorsteinsson. Finnbogi Rútur var kjörinn oddviti og sýslunefndarmaður og gegndi hann þeim störfum þar til hreppurinn fékk kaupstaðarrétt- indi. Guðmundur Eggertsson and- aðist í júli 1949 og tók Þorsteinn Pálsson sæti hans í hreppsnefnd- inni. Þórður Þorsteinsson var skipaður hreppstjóri og gegndi því starfi þar til hreppurinn fékk kaupstaðarrétti ndi. Við skiptingu Seltjarnarnes- hrepps forna var ákveðið að Sel- tjarnameshreppur næði yfir Seltjarnarnes, Engey og Viðey, en Kópavogshreppur tæki yfir svæðið sunnan og austan Reykjavíkur. Hreppsnefndin hófst þegar handa. Fundir nefndarinnar voru flestir haldnir á heimili þeirra Mar- bakkahjóna og þar var hrepps- skrifstofan fyrst, en síðan í hús- næði barnaskólans við Kársnes- braut. Verkefnin sem blöstu við voru ærin, áður hefur verið drepið á skólamálin. Vatnsveita í byggð- ina var brýnasta verkefnið og eftir miklar viðræður við fulltrúa Reykjavíkur um að fá leyfi til að tengjast vatnsveitu Reykjavíkur, var 21. október 1949 undirritaður samningur þar að lútandi, og fékk vatnsveita Kópavogs heimild til 10 ára að tengjast vatnsveitu Reykja- víkur við gatnamót Klifsvegar og Fossvogsvegar, en að þeim tíma liðnum gátu Reykvíkingar krafist austur að Bröttubrekku, síðan var hafin skipulagning Kársnessins. 1954 samþykkti hreppsnefndin að efna til verðlaunasamkeppni um miðstöð fyrir byggðina á því svæði, sem miðbærinn er nú í upp- byggingu. Tillagan markaði tima- mót í skipulagsmálum, þó svo færi að því verki yrði ekki lokið fyrr en eftir að hreppurinn fékk kaup- staðarréttindi. Hreppsnefndin samþykkti 1949 að sækja um leyfi fyrir byggingu félagsheimilis, en erfitt reyndist að fá það og dróst allt til ársins 1956 en þá hófust framkvæmdir við bygginguna, sem í dag hýsir m.a. stóran hluta af skrifstofum bæjarins. Þá leitaði hreppsnefnd- in eftir samningum við ríkið um ráðstöfum landsins til byggingar. Ég hef getið hér nokkurra mála, sem hreppsnefndin hófst, strax eða síðar, handa um að hrinda í framkvæmd, hér er langt frá því að um tæmandi upptalningu sé að ræða. Kópavogur fær kaup- staðarréttindi Eftir hreppsnefndarkosn- ingarnar 1954 kom fljótt upp hugmynd um að Kópavogur fengi kaupstaðarréttindi, allmiklar deil- ur urðu um það mál, bæði heima í héraði og á Alþingi, en lög um kaupstaðarréttindi fyrir Kópavog hlutu staðfestingu 11. maí 1955. í fyrstu bæjarstjórn voru kjörn- ir. Finnbogi Rútur, ólafur Jóns- son, Þormóður Pálsson og Eyjólf- Heiðursborgarar Kópavogs. Finnbogi Rútur Valdemars- son fyrrum alþingismaöur og bankastjóri var fyrsti bæjar- stjóri Kópavogs. Kona hans, Hulda Jakobsdóttir, fyrrver- andi bæjarstjóri, fyrsta kon- an, sem gegndi slíku starfi á íslandi. ara tveggja atriða sérstaklega af því sem fulltrúar Framfarafélags- ins beittu sér strax fyrir þ.e. lóðar undir barnaskólann og kirkjuna, sem dæmi um framsýni er þá þeg- ar gætti hjá þessum fulltrúum, þó svo að varla sé von til þess að nokkurn óraði fyrir þeirri öru uppbyggingu, sem síðar varð í Kópavogi. Á árinu 1947 komu upp raddir á Seltjarnarnesi um að sveitarfélaginu yrði skipt. Kópavogur sjálf- stæður hreppur Eftir miklar viðræður varð það svo úr að þetta náði fram að ganga og í desember 1947 gaf félags- málaráðuneytið út bréf þessu til staðfestingar og ákveðið að hreppsnefndarkosningar i hinum nýja Kópavogshreppi færu fram 18. janúar 1948. í þeim kosningum koma fram 2 listar, annar borinn fram af Framfarafélaginu og hinn af þeim Þórði Þorsteinssyni á Sæ- bóli og Gesti Gunnlaugssyni í þess að tengingin yrði færð inn í Blesugróf. Þá vðar og samkomulag um að endurgjald fyrir vatnið yrði fyrstu 10 árin metið af ákveðinni matsnefnd. Lagning vatnsveitu um byggðina eins og þá var háttað er að mínu mati tvímælalaust stærsta framkvæmd, sem sveitar- félagið hefur ráðist í. Hafa ber í huga að byggðin þá var dreifð allt frá Blesugróf og vestur á Kársnes. Jarðvegur erfiður, tregða í fjár- hagsráði og erfitt með alla efnis- útvegun. Þetta var og mjög kostn- aðarsöm framkvæmd fyrir fátækt sveitarfélag. Gefin voru út skulda- bréf til fjáröflunar og seldust þau vel, sem sýndi áhuga íbúanna fyrir þessu mikla nauðsynjamáli. Þá kom gatnagerð og siðar hol- ræsalögn, sem voru bæði erfiðar og fjárfrekar framkvæmdir, sem við í dag höfum ekki enn lokið. Skipulagsmál voru og aðkallandi. Fyrsta svæðið, sem skipulagt var og staðfest af þar til kjömum yfir- völdum, var áður ánefnt svæði austan Hafnarfjarðarvegar, milli Álfhólsvegar og Digranesvegar ur Kristjánsson af lista óháðra kjósenda. Jósafat J. Líndal og Sveinn Einarsson af lista Sjálf- stæðisflokksins og Hannes Jóns- son af lista Framsóknarflokksins. Eyjólfur Kristjánsson var kjörinn forseti og Finnbogi Rútur bæjar- stjóri, hann lét af störfum 1957 og var þá Hulda Jakobsdóttir kjörin bæjarstjóri og gegndi því starfi til 1962. Hulda varð því fyrst ís- lenskra kvenna bæjarstjóri. Finnbogi Rútur og félagar hans höfðu því meirihluta í sveitar- stjórn Kópavogs frá 1948 til 1962, síðan hefur meirihluti f bæjar- stjórn samanstaðið af 2 eða 3 ‘ flokkum. Eins og þarna kemur fram voru bæjarfulltrúar fyrst 7. 1962 var þeim fjölgað í 8 og aftur 1974 í 11. Finnbogi Rútur og Hulda drógu sig í hlé frá sveitar- stjórnarmálum við kosningarnar 1962. Hulda sat svo í bæjarstjórn 1970—74 og starfaði ég þá með henni þar og fann einlægan áhuga hennar fyrir velferð Kópavogs. Það var því við hæfi að bæjar- stjórnin gerði þau hjón að heið- ursborgurum Kópavogs 1976. Nýlega spyrði ég Finnboga Rút hvaða verkefni hann teldi að erfið- ast hefði verið að vinna að. Svar hans var að erfiðast hefði að hans dómi verið að fá land undir fyrsta barnaskólann og leyfi fjárfest- ingaryfirvalda til framkvæmd- anna. Þá spurði ég hann einnig hvaða verkefni honum hafi þótt ánægju- legast að vinna að. Svarið var vatnsveituframkvæmdirnar, hann taldi það hafa verið brýnasta mál- efni íbúanna á þeim tíma. 1962 tók Hjálmar Ólafsson við starfi bæjarstjóra og gegndi því til 1970, þá var Björgvin Sæ- mundsson kjörinn bæjarstjóri og gegndi því til dauðadags 1980. Þá tók Bjarni Þór Jónsson við starf- inu. Eftir kosningarnar 1982 hefur Kristján Guðmundsson verið bæj- arstjóri. Eftir að Kópavogur varð kaup- staður hélt áfram uppbygg- ingarstarfið. Ný hverfi voru tekin til bygginga og íbúatala bæjarins jókst ört. 1957 kaupir Kópavogur lönd jarðanna Digraness og Kópavogs að undanskildum nýbýlunum og þess lands, sem Kópavogshælið þurfti til sinna nota. 1967 kaupir bærinn síðan ný- býlalöndin og aukið land frá Kópavogshælinu. Kjörin sem bær- inn fékk hjá ríkinu í þessum kaup- um voru mjög góð, en bærinn þurfti að greiða fyrir allar fast- eignir og ræktun. Kópavogsbær hefur þurft að greiða mikið fé fyrir erfðafesturéttindi og er því ekki að öllu lokið. Þá hefur bærinn keypt jörðina Fífuhvamm og hluta af landi Smárahvamms. Mörkum Kópa- vogs og Reykjavíkur svo og Kópa- vogs og Garðabæjar hefur verið breytt til hagsbóta fyrir alla aðila. Gatnagerð hefur verið mikil í bænum. 1966 var hafin varanleg gatnagerð og hefur mikið verið gert þar þó svo all nokkuð sé eftir. Holræsalagnir hafa og verið stór- framkvæmdir. Merkum áfanga var náð þegar Fossvogsræsið var lagt en Kópavogur var þar aðili að með Reykjavík, við það ræsi er stór hluti byggðarinnar í bænum tengdur. Kópavogsræsi er á dagskrá svo og að tryggja að klóak renni hvergi í fjörur. Þetta er fjár- frek framkvæmd og nágranna- sveitarfélögin þurfa að sameinast um að hindra mengun voganna. Stærsta verkefni þessar ára hefur þó lengst af verið skólabygg- ingar vegna mikillar fjölgunar nemenda hafðist um tíma ekki undan. Nokkur ár var það þannig að fleiri 7 ára börn hófu skóla- göngu í Kópavogi á haustin en í Reykjavík. Lokið var við Kópavogsskóla og þar byggt íþróttahús. Kársnes- skóli byggður í vesturbæ og íþróttahús við hann. Víghólaskóli sem nú hýsir MK en menntaskól- inn var fyrst til húsa í nýbyggingu Kópavogsskóla. Þinghólsskóli í vesturbæ. Digranesskóli austur á hálsi og þar hefur verið byggt íþróttahús með löglegum velli fyrir handknattleik. Mikið er þó eftir til að fullgera það stórhýsi. Snælandsskóli er í byggingu neð- an Nýbýlavegar, þar hefur verið kennt í 10 ár, fyrst eingöngu í bráðabirgðakennslustofum, en þær hafa mikið verið notaðar til að leysa mestan vanda og verið fluttar frá einum skóla til annars eftir því sem aðstæður leyfðu. (Hjallaskóli er í byggingu, hann

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.