Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985
Enn um vexti,
verðbólgu og
verðtryggingu
— eftir Bjarna
Braga Jónsson
Nokkurt áframhald hefur orðið
á þeirri umræðu um vaxtamál,
sem dr. Magni Guðmundsson hóf
með erindi sínu um daginn og veg-
inn 25. febrúar. Svargrein mín
hinn 8. mars og önnur eftir dr.
Benjamín Eiríksson hinn 16.
mars, hafa kallað fram viðbrögð
dr. Gunnars Tómassonar: „Brag-
a(r)bót 3. apríl og fyrir nokkru
hefur Magni svarað okkur Benja-
mín (Mbl. 13. og 17. april). Ég finn
mig knúinn til þess að víkja
nokkrum orðum að þessum við-
brögðum þeirra, en það skal vera
lokasvar mitt í þessari þrætu.
Neyðarþörf eða arðsemi
Dr. Gunnar Tómasson ber fram
ýmsar athyglisverðar fræðilegar
ábendingar. Þau atriði, sem hann
bendir á, eru hagfræðingum þó
engin nýlunda og snerta deiluefnið
lítt, og þegar betur er að gáð frem-
ur til stuðnings málstað raun-
vaxtamanna. Gunnar víkur fyrst
að greinarmun lánsfjáreftirspurn-
ar af neyðarástandi annars vegar
og hagnaðarvon eða arðsemi fjár-
festingar hins vegar. Þessi að-
greining hefur komið fram í rök-
ræðum um orsakir og áhrif aukn-
ingar útlána og peningamagns,
t.d. i deilum Keynesista og mónet-
arista á Bretlandi. Gripið hefur
verið til beggja þessara skýringa á
peningaþenslu hélendis síðustu
árin. Sumar atvinnugreinar taka
lán í nauðvörn i rekstrar- og fjár-
hagsvandkvæðum, meðan aðrir
njóta nýrra vaxtar- og hagnaðar-
færa, sem meðfram eru sprottin af
efnahagsaðgerðum til að bæta úr
vanda hinna fyrrgreindu. Ég er
fyllilega samdóma Gunnari um, að
arðsemin í jákvæðu samhengi er
hinn almenni viðmiðunargrund-
völlur vaxtamyndunar og vaxta-
stjórnar, en neyðarskilyrðin heyra
fremur til undantekninga og kalla
á sérstakar ráðstafanir, skuld-
breytingar, pennastrik o.þ.h., ef þá
nokkrar.
Það er hins vegar fráleitt, að
arðsemi atvinnurekstrar myndi
einhverja stöðuga og óhagganlega
viðmiðun opinberrar vaxtastjóm-
ar. I fyrsta lagi er hún háð tekju-
skiptingunni milli meginfram-
leiðsluþáttanna, þannig að kröfu-
þrýstingur frá kaupgjaldshlið sem
rekst á festu gengis og annarra
hagstjómarþátta, getur rýrt arð-
semina og valdið almennri nauð-
ung af því tagi, sem þeir Marshall
og Gunnar víkja að. Hlutverk
vaxtastjórnar er ekki síst að
ákvarða skammtíma jafnvægis-
stöðu þjóðarbúsins með tillit til
atvinnustigs og viðskiptajafnaðar,
svo og að veita umræddum efna-
hags- og þjóðfélagsöflun aðhald og
aga. Ekki er rúm á þessum vett-
vangi til þess að fjalla ýtarlegar
um þessi atriði, enda óþarft, þar
sem ég hef gert þeim fyllri skil í
grein minni: „Eðli vaxta og hlut-
verk þeirra í efnahagslífinu" { ný-
lega útkomnu 1. hefti Fjármála-
tíðinda þessa árs.
Vextir og endurmat
fjármuna
Önnur meginhugmynd, sem
Gunnar ber fram, er hin aíkunna,
að virði áður myndaðra fram-
leiðslufjármuna ræðst af hreinum
afrakstri þeirra og sambærilegri
arðgjöf á fjármagnsmarkaði á
hverjum tíma. Raunkostnaður af
notkun þeirra, sem taka verður
tillit til í verðlagningu, getur því
ekki farið eftir reiknuðum vöxtum
af framreiknuðum upphaflegum
kostnaði, né heldur af vaxtaút-
gjöldum framleiðandans, enda
þótt hann sé skuldbundinn að
greiða þau. Þetta grundvallarat-
riði í hagfræði markaðsskipulags-
ins vefst fyrir þeim, sem telja
beint og órofa samband rfkja milli
vaxtagjalda og verðlagningar. Inn
í þetta blandast svo pólitíkin.
Stjórnmálamenn, sem meta at-
vinnurekendur sem slíka meira en
þjóðhagsieg markmið atvinnu-
rekstrar, hneigjast til að tryggja
þeim tekjur fyrir öllum áföllnum
kostnaði, hvað sem liður skyn-
samlegri fjárfestingu og rekstri að
tiltölu við markaðsþarfir. Vaxta-
krafan verður verðkrafa í þvi
kerfi, sem þeir vilja viðhalda, en
snýst að öðrum kosti í kröfu um
eftirgjöf vaxtagjalda. Reynist þá
„Að meðtalinni lífeyr-
issjóðaeign sinni eru
launþegar verulegir
nettólánveitendur, en
atvinnurekendur nettó-
lánþegar. Launþegar
hafa þannig ekki aðeins
hagsmuni af hæsta
kaupmætti launa, sem
unnt er að tryggja, held-
ur og af því að geta
sparað í peninglegu
formi og varðveitt og
ávaxtað það sparifé,
sem þannig er til orðið.“
verðþáttur þessa leiks auðveldur
sökum þenslu af völdum ófull-
nægjandi raunvaxta, og bætist
verðbólgugróði af lánum þá gjarn-
an við annars viðunandi verðút-
komu.
Þakkarverðar eru þær ábend-
ingar Gunnars, sem hér hafa gefið
tilefni til fyllri útlistana. Hitt
missir marks, að Marshall og
Keynes hafi talið aðgreiningu
nafnvaxta og raunvaxta „algjört
aukaatriði". Að því er Marshall
varðar, stangast það á við afdrátt-
arlaus orð hans sjálfs, sem ég hef
áður vitnað til. Alkunna er, að i
reikningslegu uppgjöri um fortíð-
ina er leiðrétt fyrir verðbólgu og
fundiiin raunarður og raunvextir.
í mati arðgjafar fram á við ein-
falda menn dæmið, miða við fast
almennt verðlag og láta sem
nafnvextir séu sama og raunvext-
ir. Mergurinn málsins er þá, að
raunvextir eða raunvaxtakrafa er
talin hafa reynslugildi, sem reist
sé á raunsönnum grundvallarat-
riðum, hvað sem verðlagi líður.
Nafnvextir eru hins vegar svo
háðir verðbólgu, að þeir hafa ekk-
ert sjálfstætt reynslugildi til for-
sagnar.
Vextir sem verð-
bólguhvati
Gunnar klykkir út með athygl-
isverðri tilraun til þess að skýra,
hvenær vextir séu verðbólguhvati:
„Vextir eru verðbólguhvati, ef
upphæð þeirra er umfram upphæð
hagnaðar án vaxta, þvi að þá verð-
ur að fjármagna mismuninn á
lánamarkaði". Minni spámenn
myndu einfaldlega segja: Þvi að
þá verður að hækka verð vörunn-
ar, en Gunnar vísar vandanum yf-
ir á vettvang lánamarkaðar, vænt-
anlega með tillit til jafnvægis þar
og eftirspurnaráhrifa á verðlag.
Jafnvel í því samhengi vekur þetta
fleiri spurningar en það svarar og
sýnir, hve ótryggt er að koma með
grófar alhæfingar reistar á teg-
undaheitum fyrirbæranna. Hvað
um upphafsstöðuna: hefðu eftir-
spurn og stjórnvöld þegar leyft
næga verðhækkun, kæmi þetta
verðbólgutilefni ekki sýnilega
fram. Hvað um vægið milli fyrir-
tækja, sem ná ekki þessu tekju-
máli, og hinna sem hafa umfram?
Hver yrðu viðbrögð lánamarkaðar
við slíkum lánabeiðnum, að teknu
tillit til vaxtakröfu og samkeppni
á lánamarkaði? Og loks, hvað ræð-
ur jafnvægi á lánamarkaðnum,
sem leitað er til; gætu ekki sömu
vextirnir og valda vandanum leyst
úr honum með varðveizlu fjár-
magns og hvatningu til sparnað-
ar?
Magna þáttur
Hjá dr. Magna er allt með öðr-
um róm og varla efnislega bita-
stætt í neinu. Aðferð hans er ný-
lunda i samskiptum hagfræðinga.
Hún felst i því að ata viðmæland-
ann persónulegum óhróðri og telja
fólki trú um, að hann sé of lítil-
mótlegur til þess að við hann verði
skipt orðum. Enda flýtir hann sér
að bæta viö, að hið mikla annriki
hans, fremur nýtilkomið að mér
skilst, meini honum þá iðju. Hún
hefur þó hingað til ekki tafið hann
frá þeim þokkalega samsetningi,
sem hann hefur dælt út um dag og
veg. Mér má nokkuð á sama
standa, ég hef þegar bréf upp á
það, að ég hafi ekki menntun til að
eiga orðastað við Magna. Og ég get
verið ánægður með þakkir fjöl-
margra mætra manna, leikra sem
lærðra í þessum efnum, fyrir það
löngu tímabæra verkefni að reyna
að hreinsa til í fræðilegri rusla-
kistu Magna. Hitt er ljótara,
hvernig hann reynir að níða af dr.
Benjamín lífsstarfið til þess að
hafa betur í heldur ómerkilegri
ritdeilu. Auðvitað eru hann og
Framkvæmdabankinn ekki hafnir
yfir gagnrýni, ef málefnaleg er og
í einhverju samhengi við það sem
um er fjallað. Er í því sambandi
vert að vísa til vitnisburðar Ey-
steins Jónssonar í bókinni „Ey-
steinn í baráttu og starfi" (bls.
270). Þar segir, að bankinn „gerði
stórmikið gagn í þá veru, sem ætl-
að var,“ og síðan vísað sérstaklega
til vélvæðingar frystihúsanna.
Margt fleira mætti nefna: iðnað-
arfyrirtæki, landbúnaðarfram-
kvæmdir skv. 10 ára áætluninni og
í hagdeild bankans þróun þjóð-
hagsreikninga, sem búið pr að enn
í dag. í þessu sambandi skiptir þó
meira máli, að skrif dr. Benjamíns
hin siöari ár um efnahagsmál hafa
einkennst af skarpskyggni og
komist nær kjarna málsins en titt
er.
Magni heldur áfram að berja
höfðinu við stein vaxtaskilgrein-
ingarinnar, enda þótt nánast
hvert mannsbarn skilji, að raun-
vextir eru það hugtak, sem stenst
prófstein lífs og starfs. Það sann-
ar það eitt, að maðurinn er aldeilis
rökheldur. Hann talar um okur-
vexti hérlendis, þrátt fyrir það að
raunvextir voru neikvæðir um
2,4% á almennum spariinnlánum
á síðasta ári og jákvæðir um að-
eins 1,3% á spariinnlánum i heild
og t.d. um 3,4% á skuldabréfalán-
um eftir langt árabil með mest-
megnis neikvæða raunvexti. Hann
kennir verðtryggingunni um
„skuldafen utanlands", enda þótt
margsýnt og sannað sé, að hún
hefur leitt til endurbata innlána
úr 21,5% af þjóðarframleiðslu
1978 í 33% 1984, og svipuðu máli
gegnir um fjárstofn lífeyrissjóða
og fjárfestingarlánasjóða. Þá seg-
ir hann, að lánskjaravísitalan
hækki skuldir í verðbólgu, en
lækki þær ekki í verðfalli. Hvílík
firra, auðvitað verkar vísitalan
sem slíkt á báða vegu. Hitt er rétt,
að vanafastir lögfræðingar hafa
haldið sig við þá gömlu klausu, að
skuldabréf lækki ekki niður úr
upphaflegu nafnvirði. Þetta mætti
kallast einhliða verðtrygging, og
gæti komið sér illa, ef einhvern
tíma yrði gripið til beinnar verð-
hjöðnunar. Slíka einhliða eða ein-
átta vísitölubindingu ætti að lög-
banna. Að þessu leyti þakka ég
ábendinguna.
Verðbólguáhrifin enn
Raunar er aðeins vert að elta
ólar við þrjár meginhugmyndir,
sem skjóta upp kollinum hjá
Magna og túlka nokkuð algengan
misskilning, sem hann reynir að
Garðabær:
Kiwanisklúbburinn
Setberg 10 ára
KIWANISKLÚBBURINN Setberg í
Garðabæ er tíu ára um þessar mund-
ir. Klúbburinn bauð í tilefni afmæl-
isins öldruðum Garðbæingum á
Hryllingsbúðina og fór 50 manna
hópur á sýninguna í siðustu viku.
Meginverkefni klúbbsins, sem ann-
arra Kiwanisklúbba landsins, er að
stuðia að og styrkja félagastarfsemi
og vinna að bættu samfélagi i bæjar-
félagi sínu.
Setberg hefur aðallega styrkt
æskulýðsstarfsemi í sínum heima-
bæ á starfsferli sínum. Kiwanis-
menn hafa m.a. unnið mikið í
skátaheimili bæjarins. Þá hafa
þeir gefið sjö og átta ára börnum í
grunnskólum bæjarins endur-
skinsmerki á hverju hausti. Sigl-
ingaklúbburinn Vogur hefur hlot-
ið fjárhagsstyrk, þá hefur Skák-
klúbbur Garðabæjar fengið að
gjöf skákklukkur o.fl. Setberg hef-
ur ennfremur staðið að söfnunum
og gjöfum i samvinnu við aðra
Kiwanisklúbba landsins. í ár
styrkir klúbburinn m.a. unga
Garðbæinga til þátttöku í heims-
meistaramóti fatlaðra.
Kiwanisklúbburinn Setberg
fékk til afnota fyrir nokkrum ár-
um gamlan leikskóla við Faxatún.
Félagar hafa lagt mikla vinnu í
stækkun og endurbætur á hús-
næðinu en þar fer öll starfsemi
klúbbsins fram. Núverandi forseti
Setbergs í Garðabæ er Þórir
Björnsson.
Morgunblaðið/Matthlas G. Pétursson
Frá spilakvöldi sem Kiwanismenn í Kiwanisklúbbnum Setberg Garðbæ önnuðust með öldruðum Garðbæingum á
Garðaholti nýverið.