Morgunblaðið - 11.05.1985, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985
19
ala á. Hin fyrsta er sú, að vextir
hafi einhliða verðbólguáhrif. Hag-
fræðin hefur frá upphafi byggt á
þeirri meginstaðreynd, að verð-
myndun sé jöfnun höndum háð
framboði og eftirspurn. Sumir
fremur einsýnir hagfræðingar
hafa haldið því fram, að veigamik-
il svið séu undanþegin þessu lög-
máli, einkum verðlagning iðnvara
svo og vinnuaflsins, þ.e. ákvörðun
kaupgjaldsins. Þarna ráði kostn-
aður og geðþótti um afkomuna.
Þessar hugmyndir eru nú mjög úr
sér gengnar. Samkeppni reynist
staðreynd, þótt í nokkru breyttri
mynd sé. Verð og laun eru ákveðin
með hliðsjón af markaði og að-
haldi eftirspurnar og hrávöruverð
breytist mjög með eftirspurn og er
grundvöllur undir öðru verðlagi.
Þannig reynist heildareftirspurn í
þjóðarbúinu þrátt fyrir allt mestu
ráðandi um verðlagsþróun. í
frjálsu markaðshagkerfi ráða
vextirnir hins vegar mestu um
myndun virkrar heildareftir-
spurnar, eða eru til marks um
þenslu eða aðhald af öðrum rótum,
svo sem frá ríkisfjármálum. Þetta
kemur fram af ýmsum hagrann-
sóknum, en skýrast þó af hinni al-
mennu reynslu. Þannig komst
verðbólga OECD-svæðisins niður í
4,9% á síðasta ári, hið lægsta frá
1972, þrátt fyrir einharða beitingu
vaxta um árabil og raunvexti víð-
ast um 6—8%. Það eru einmitt
engilsaxnesku þjóðirnar, sem hafa
haft forystu um þessa vaxtaþróun,
þær sem Magni segir „kunnar
fyrir gætna fjármálastjórn". Hins
vegar hefur V-Þýzkaland haldið
staðfastlega við stefnu hæfilegra
raunvaxta um langt árabil, og hef-
ur það eflt heilbrigða þróun pen-
inga- og lánamála.
Þessar þjóðir og flestar aðrar
munu staðráðnar i því að snúa
ekki aftur til neikvæðra raun-
vaxta, hvað sem Magni segir, og
munu hér eftir sem hingað til
beita vöxtum til aðhalds þenslu og
verðbólgu. Að nokkru er árangur-
inn af þeirri stefnu ástæðan fyrir
því, að ekki hefur þótt taka því að
koma á formlegri verðtrggingu,
enda þótt vöntun hennar hafi
kostað óhóflega greiðslubyrði
langra lána á tímum hárra nafn-
vaxta. Þetta varð til þess að mark-
aður langtímalána einkaaðila var
í mikilli lægð, meðan vextir voru
hæstir. Þörfin var þó viðurkennd,
svo að Bretar hafa tekið upp til-
raunir með verðtryggð skuldabréf,
en þau hafa tíðkast mjög í Frakk-
landi. Skýring þess, að ekki var
lengra gengið, er einkum sú, að
breytilegir vextir, eftir markaði
nýlána hverju sinni, voru teknir
upp, og á þeim opna markaði má
endurfjármagna lán, sem rýrna
við of háar vaxtagreiðslur.
Verðfesta eða
verðtrygging
Þetta svarar að mestu annarri
staðhæfingu Magna, að valið
standi milli þess að stöðva verð-
bólguna eða verðtryggja sparifé
og lánsfé. Menn höguðu sér ára-
tugum saman eins og svo væri, og
gáfu eftir vexti og hluta höfuð-
stóls. Menn færðu þessar fórnir á
altari verðbólgunnar og töldu sig
með því kaupa sér frið. Heimurinn
er bara ekki þannig, Magni minn,
að hægt sé einfaldlega að kaupa
menn til að vera góðu börnin.
Menn verða að sæta ábyrgð. Eftir
iþetta áratuga stríð varð mönnum
lloks ljóst, að besta vonin um stöð-
ugt verðlag fælist i því að nema
brott hagsmuni öflugustu þjóðfé-
lagsaðilanna af verðbólgunni. Það
er gert með verðtryggingu fjár-
magns. Á þetta hafa ýmsir útlend-
ingar bent í umtali um verðtrygg-
inguna. Með því er einnig endur-
reistur máttur vaxtatækisins til
þess að hafa hemil á eftirspurn og
þar með verðbólgu af þeirri rót.
Eðlismunur launa
og lána
Að endingu skal vikið að megin-
hugmynd Magna, að verðtrygging
láne. og launa verði að haldast i
helduv, annaö sé „óverjandi fé-
lagslegt misrétti". Margir eru
„Vinur minn
Kristófer“???
sama sinnis, einkum launþegar,
sem telja sig skulda umfram fjár-
eignir. En hér villir formið sýn um
þann veruleika sem að baki liggur.
Lífskjör launþega sem heildar
geta engan veginn farið eftir því,
hvort laun eru verðtryggð að
forminu til, heldur eftir fram-
leiðsluafköstunum annars vegar
og ýmsum skilyrðum verðmynd-
unar að kaupgjaldinu gefnu hins
vegar. Verðtrygging launa fær því
aðeins staðist, að samið sé með
náinni hliðsjón af þessum mörk-
um, svo að verðbótaákvæðin verði
ekki virk. Vísitölubæturnar geta í
reynd ekki tryggt kaupmáttinn,
heldur fela í sér þeim mun tíðari
kauphækkanir. Verðlagið á hins
vegar ætíð eftirleikinn á þeim
tíma, þegar tekjunum á að ráð-
stafa. Niðurstaðan er þannig fyrst
og fremst hröðun verðbólgunnar,
nema látið sé líðast, að þjóðin éti
upp auð sinn, hvað alls ekki má
verða.
Launin eru í öllu falli tekjur,
misháar að raungildi eftir atvik-
um. Sparifé er hins vegar þegar
áunninn fjárstofn. Verðtrygging
hans færir eigandanum því engar
tekjur til samanburðar við laun.
Það er fyrst með raunvöxtum, að
tekjur falla til. Það þarf því
ósveigjanlega kröfu um óskerta
raunvexti til þess að jafnast við
svokallaða verðtryggingu launa.
Hagsmunalega séð er verðtrygg-
ing lána algerlega hliðstæð breyti-
legum vöxtum á frjálsum mark-
aði, að viðbættu því greiðsluhag-
ræði fyrir lánþegann, að verðbótin
fellur á höfuðstól og endurgreiðsl-
ur haldast jafnar að raungildi, svo
sem til var ætlast. Siðferðilega og
réttarlega er slíkur samningur
eðlilegur, þar sem eigandinn af-
hendir fé sitt til langs tíma við
ótryggar aðstæður og á allt sitt
undir raungildi endurgreiðslunn-
ar. Um kaupgjald er hins vegar
stöðugt verið að endursemja með
hliðsjón af breyttum aðstæðum.
Því er haldið að launþegum, að
þeir hafi skuldarahagsmuni. Á
heildina litið er þetta rangt, og að
mig grunar stundum haldið fram f
vísvitandi blekkingarskyni. Að
meðtalinni lifseyrissjóðaeign
sinni eru launþegar verulegir
nettólánveitendur, en atvinnurek-
endur nettólánþegar. Launþegar
hafa þannig ekki aðeins hagsmuni
af hæsta kaupmætti launa, sem
unnt er að tryggja, heldur og af
þvi að geta sparað i peningalegu
formi og varðveitt og ávaxtað það
sparifé, sem þannig er til orðið.
Höfundur er aöstoðarbankastjóri
Seðlabanka íslands.
— eftir Kristófer Má
Kristinsson
Formaður Alþýðuflokksins, Jón
Baldvin Hannibalsson, vinsælasti
maður landsins, ég sé enga ástæðu
til að þakka þér tilskrifið vegna
þess að þú svarar ekki þeim spurn-
ingum sem ég beindi til þín. Ég
vissi að það yrði þér létt verk að
snúa út úr og ónýta umræðuna
alla. Málið snýst bara ekki um
það. Málið snýst um grundvallar
atriði í pólitík tveggja stjórnmála-
afla. Þegar þú segir að á Banda-
lagi jafnaðarmanna og Alþýðu-
flokki sé einungis blæbrigðamun-
ur og gefur siðan i skyn að hann
felist í því að ég hafi misskilið
þingræðið og fatti ekki að þú sért
maður dagsins þá er það útúr-
snúningur. Ég hlýt að játa að „al-
þýðuforingi" og „fjöldaleiðtogi",
sem lætur eftir sér að tala niður
til „væntanlegra skjólstæðinga*.
sinna á þann hátt sem þú gerir,
verður, að minu mati, aldrei lang-
lífur sem slíkur. Ég nenni ekki að
fara út i þá málefnalegu hrakn-
inga að deila við þig um tittl-
ingaskít en mig langar að gera ör-
fáar athugasemdir.
í Alþýðublaðinu ávarpar þú mig
„vinur minn Kristófer“. Ég vissi
ekki að á milli okkar væri vin-
skapur af einu eða neinu tagi og
mér er alsendis óljóst hvaðan
hugmyndir þínar um „vináttu"
okkar eru sprottnar. í Morgun-
blaðinu erum við hins vegar orðnir
bræður. Mér er ókunnugt um
nokkur þess háttar vensl. Eg veit
ekki til þess að við eigum bræðra-
lag, huglægt eða hlutlægt, um
nokkurn skapaðan hlut. Mér
finnst að áður en fólk tengist
venslaböndum af þessu tagi, hvort
heldur er vinátta eða bræðralag,
þá eigi að vera samkomulag um að
það sé gagnkvæmt. Ég er ekki
endilega að frábiðja mig þess
háttar venslum við þig. Ég vissi
bara ekki að þeim hefði verið kom-
ið á.
Þú segir, réttilega, að það sem
sameini menn í stjórnmálaflokk-
um séu „grundvallarsjónarmið —
lífsskoðanir". Þannig er því og
varið með BJ. Okkur er bara eng-
an veginn ljóst hvers vegna okkar
grundvallarsjónarmið og lífsskoð-
„Ég veit ekki til þess að
við eigum bræðralag,
huglægt eða hlutlægt,
um nokkurn skapaðan
hlut. Mér fínnst að áður
en fólk tengist vensla-
böndum af þessu tagi,
hvort heldur er vinátta
eða bræðralag, þá eigi
að vera samkomulag um
að það sé gagnkvæmt.“
anir þurfa endilega að „útkljást í
umræðu — eftir lýðræðislegum
reglum' innan Alþýðuflokksins.
Nú veist þú jafnvel og hver annar
að það sem þú kallar að „útkljá í
umræðu — eftir lýðræðislegum
reglum" þýðir að skjóta ágreiningi
undir atkvæði. Það er ekki okkr
framtíðarsýn að stefnumál
Bandalags jafnaðarmanna verði
„svæfð" með „lýðræðislegum að-
ferðum" á fundum hjá Alþýðu-
flokknum.
Reyndu nú að átta þig á því að
Bandalag jafnaðarmanna er að-
eins tveggja ára og við erum
ÁKVEÐIÐ hefur verið að breyta
skuttogaranum Arinbirni RE 54 í
frystitogara og verður hafist handa
við verkið í Stálvík í Garðabæ í lok
júnímánaðar. Áætlað er að verkið
taki 10—12 vikur og verður kostnað-
ur á bilinu 23—25 milljónir króna
eða 510—530 þúsund dollarar.
Skipið verður gert út á karfa,
rækju og grálúðu að loknum
breytingum og aflinn seldur heil-
frystur til Japans, að smárækju
undanskilinni. Samið hefur verið
við útflytjanda til þriggja ára og
aflinn seldur FOB í dollurum.
Magnús Gestsson, fram-
kvæmdastjóri Sæfinns, sagði að
við núverandi aðstæður væri úti-
Kristófer Már Kristinsson
sannfærð um að framtíðin sé
okkar. Framtíð Alþýðuflokksins
er hins vegar í þínum höndum og
þar viljum við ekki vera vegna
þess að þangað eigum við ekkert
erindi.
Bandalag jafnaðarmanna er til
vegna þess að skoðanir okkar eru
ekki „misskilningur“ heldur
sannfæring og við viljum ekki
ganga í björg, hvorki Alþýðu-
flokksins né annarra.
Aðeins að lokum. Sé það rétt hjá
þér að þú hafir í þrjár vikur talað
fyrir vinnustaðasamningum á
námskeiðum Norðanlands, skrifað
„ítarleg erindi um þetta í Sam-
vinnuna á sinum tíma og ekki
færri en 20—30 leiðara um þetta í
Alþýðublaðinu" hljóta þá ekki að
læðast að þér óþægilegar efasemd-
ir um hæfni þína til að vinna fólk
til fylgis, ekki við þig, heldur skoð-
anir þínar?
Höfundur er formaður landsnefnd-
ar Bandalags jafnaðarmanna.
lokað að reka skip á viðunandi
hátt með því að landa ísfiski hér
heima. Því væri farið út í þessar
breytingar og áætlanir sýndu að
með því að frysta aflann um borð
mætti allt að þrefalda aflaverð-
mæti, sem aftur skapaði skipinu
rekstrargrundvöll.
Arinbjörn RE 54 er smíðaður í
Stálvík og lauk smíðinni árið 1978.
Nú þegar eru fjórir frystitogarar
gerðir út hérlendis, örvar, Akur-
eyrin, Hólmadrangur, Siglfirðing-
ur og Stakfell.
Verið er að breyta Merkúr,
Frera á Akureyri og Bjarna Bene-
diktssyni í Þýzkalandi og búist er
við að fleiri skip fylgi í kjölfarið.
Arinbimi breytt í
ftystiskip í Stálvík
BILL SEM
HÆFIR ÖLL
Hann hetux sannad kostí sína vid islenskar adstœdur sem.-
/ kjörinn íjölskyldubíll
/ duglegui atvinnubíll
/ vinsæll bílaleigubíll
/ skemmtilegui spoitbíll
Verö frá kr. 394.000
6 áia rydvamaiábyrgd
50 óra reynsla
í bílainnílutningi og þjónustu
IHIHEKLAHF
Laugaveg. 170 172 Stm; 21240
VOLKSWAGEN
GOLF
PÝSKUR KOSTAGRIPUR