Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 20

Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAl 1985 spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hafliði Jónsson, garðyrkjustjóri Reykjavíkurborgar, hefur tekið að sér að svara spurningum lesenda Morgunblaðsins um garðyrkju. Þau verða síðan birt eftir því sem spurn- ingar berast. Lesendur geta lagt spurningar fyrir Hafliða, jafnt um ræktun matjurta sem trjárækt og blómarækt. Tekið er á móti spurningum lesenda á ritstjórn Morgun- kl. 11 og 12 árdegis, mánu- blaösins í síma 10100 á milli daga til föstudaga. Enn á ný er ég sestur við að svara fyrirspurnum frá lesend- um Morgunblaðsins um vanda- mál sem upp koma við garðrækt. Eins og við er að búast verða svör mín oftast styttri en ástæða væri til þvi stundum hefði ég kosið að hafa meiri tíma til að svara og oft gefa spurningar til- efni til meiri umfjöllunar en rúm leyfir í spurningaþætti sem þessum. Ég hef þó orðið þess margsinnis var, að svör mín hafa komið mörgu fólki að góðu gagni og það hefur verið mér mikil ánægja, hvað margt fólk hefur gefið sig á tal við mig á förnum vegi og þakkað mér fyrir tilsvörin, eða jafnvel sent mér bréf. Þá hef ég eignast fjölda kunningja um land allt vegna þessara skrifa í Morgunblaðið á liðnum áratugum. Margir hafa óskað eftir því að ég skrifaði dálítinn formála áður en ég tæki til við að svara fyrir- spurnum. Vissulega er oft tilefni til að vekja athygli þeirra sem rækta garðinn sinn á ýmsu, um- fram það sem fyrirspurnir gefa tilefni til og vel má vera að ég breyti stöku sinnum til og skrifi dálítið meira en svör við þeim spurningum sem mér berast. Þetta vor gefur tilefni til marg- víslegra hugleiðinga fyrir allt áhugafólk um garðrækt. Margir eru þeirrar skoðunar að elstu menn muni ekki aðra eins bless- aða árgæsku og við höfum átt við að búa á liðnum vetri og það sem af er vori. Og víst er það að við höfum ekki undan neinu að kvarta varðandi veðurfarið að þessu sinni. Fáu erum við þó fljótari að gleyma en veðrinu frá degi til dags. Þvi er ekki úr vegi að rifja lítillega upp hvernig veðráttan var þrjú undangengin vor. Vorið 1982 Marsmánuður var umhleyp- ingasamur, en engin stórviðri og sólar naut af og til milli dumb- ungs og élja og festi ekki snjó á láglendi. Suðvestlæg átt ríkti mestailan apríl og oftast súld eða skúra- veður. Hitastig oftast 3—7°C, en síðasta dag mánaðarins var kominn norðankaldi og 4°C frost. Þetta norðan kuldakast hélst fyrstu vikuna í maí og snjóaði þá víða í fjöll og tepptust fjallvegir. Þann 5. maí komst frost í Reykjavík í 7,7°C og samkvæmt skýrslum Veðurstofunnar hafði ekki jafn mikið frost mælst hér í maímánuði frá því árið 1892. Þetta vorkuldakast gekk niður með austanátt og regnúða þann 7. maí og þann 10. maí fór hitinn í 13°C og jörð að grænka. Jarð- vinnsla garðlanda hófst þann 16. maí og var lokið 24. maí. Jörð var víðast klakalaus og sæmi- lega þurr og gekk því venju fremur vel að vinna öll vorverk. Voriö 1983 Sífelldir umhleypingar voru allan marsmánuð, en aldrei gerði verulegt stórviðri. Hins vegar voru stórhríðarveður á norðanverðu landinu og Vest- fjörðum seinustu daga mánaðar- ins. Nokkuð var um hrakninga hjá ferðalöngum í því áhlaupi, en engin stórslys urðu þó. Fyrsta apríl, sem var föstu- dagurinn langi, og fólk víða á flakki vegna páskahelgarinnar, gerði enn eitt illviðrahretið sem kostaði það að björgunarsveitir höfðu nóg að gera við hjálpar- störf á þjóðvegum landsins. Franskur fjalla- og ævintýra- maður lagði einn síns liðs í gönguför yfir Vatnajökul og var óttast um afdrif hans, þar sem hann kom ekki fram eftir áætl- aðan tíma. Maðurinn skilaði sér seint og um síðir og var illa leik- inn eftir veður á jöklinum og ráðlagði það eindregið, að eng- inn legði upp í slíka ferð einn síns liðs eftirleiðis. Allan aprílmánuð var veðrátta mjög óstöðug og oftlega mikil hálka á þjóðvegum og kostaði það líf tveggja ungmenna frá Þorlákshöfn þann 14. apríl og stórhríðarveður kvaldi fólk frá Hrútafirði að Langanesi. Snjóföl féll á götur Reykjavíkur 19. dag mánaðarins og var vaxandi norðankaldi og komst frost víða í 10°C. Heiðríka var um mest allt landið þegar kosið var til Al- þingis 23.-25. apríl. Eftir kosn- ingahelgina gekk norðanáttin niður og menn fögnuðu mildri sunnanátt, þótt hiti næði ekki nema 2°C. Þann dag skyggði þó á gleði manna að lítil flugvél frá Stóra-Kroppi í Borgarfirði fórst yfir Hvalfirði og með henni tveir menn. Þessi aprílmánuður var sam- kvæmt upplýsingum Veðurstofu íslands sá kaldasti sem komið hefur á þessari öld. 1. maí bar nú upp á sunnudag og var norðaustan hægviðri og þurrt, hiti um 5—6°C og mátti heita að það veður væri ríkjandi allan mánuðinn, en hiti fór þó upp í 10°C 21. og 25. maí og 12°C 28. maí. Þann 29. maí komst hiti upp í 17°C og var mikið blíðviðri með sólskini og reyndist sá dag- ur hinn hlýjasti á sumrinu. Jarðvinnsla hófst 18. maí og var lokið 24. maí. Muldist mold óvenjulega vel vegna þess hve hún var þurr og gekk plæging mjög vel að þessu sinni. Mikillar bjartáyni gætti hjá fólki við niðursetningu, því sjaldan eða aldrei í áraraðir hefur jörð verið þægilegri I meðförum og engan óraði fyrir því að sumarið sem í hönd fór yrði það kaldasta á þessari öld. Á haustdögum sætti fólk sig furðu vel við örlögin, þótt uppskera yrði sama og eng- in hjá flestum, en þolanleg hins vegar hjá fólki, sem ræktaði undir plastdúk. Vorið 1984 Hið versta veður gekk yfir Reykjanesskagann með ofanhríð og skafrenningi þann fyrsta mars en það veður sneiddi hjá höfuðborgarsvæðinu. Að morgni næsta dags var komið ljúflings- veður með sunnanþey og tveggja gráðu hita. Hélst það veður með sávegis tilbrigðum til 22. mars, en þá fór að kula úr norðri og var þó frostlaust um daga, en undir frostmarki um nætur. Svo kom sunnan gola með farfuglun- um 1. apríl og allir snjóruðn- ingar og klakabingir frá vetrin- um leystust upp og hurfu I lok- ræsi eða klakalausa jörð. Stöku sinnum minnti þó veturinn á sig með slydduéljum og næturfrost- um, en á pálmasunnudag, 15. apríl, var vorilmur í lofti og björkin að klæðast í sumar- skrúða. Sumardaginn fyrsta bar upp á skírdag og eftir langan og þung- færan vetur var mikil vorgleði í fólki með hækkandi sól að hag- nýta páskahelgina til ferðalaga og útiveru. Mátti heita að borgin tæmdist af fólki og farartækj- um. Allir skiluðu sér þó heilir heim og fegursta veður hélst alla dagana. Engin óhöpp urðu, sem sögur fóru af. Á annan í páskum var komin hæg sunnanátt og súld. Hiti var 8°—11°C. Þann 25. apríl var 17 stiga hiti á Akureyri og þótti að vonum fréttnæmt, enda voru bændur á Suðurlandi farnir að plægja akra og sá korni, en öll tún í Reykjavík og á öllu höfuð- borgarsvæðinu orðin fagurgræn, þótt einstöku sinnum yrði vor- regnið að snjóéljum til fjalla. Það gaf vel til útihátíðahalda á frídegi verkamanna, 1. maí, enda notaði fólk daginn til úti- vistar, bæði undir merki verka- lýðsins og til að huga að görðum. Állir gæðingar Fáksmanna fengu að spretta úr spori daginn þann og Snarfaramenn fleyttu kerlingar um Sundin á bátunum sínum. Jarðvinnsla í garðlöndum borgarinnar hófst 9. maí og dag- inn eftir hófst grassláttur í skrúðgörðum borgarinnar. Að loknum þessum upprifjun- um er rétt að snúa sér að fyrstu fyrirspurnunum sem fyrir mig hafa verið lagðar. Mosi í grasflöt Birna Bjarnadóttir, Arnarhrauni 1, Grindavík spyr: Hvað er til ráða við miklum mosa í grasflöt og í trjábeðum? Svar: Mosinn er jafnan fyrsta vandamálið sem flestir garðeig- endur þurfa að kljást við á hverju vori. Oft eru það vetr- arhlýindi og úrkoma sem orsaka þá mosaþembu sem við okkur blasir á fyrstu vordögum, en strax og sól hækkar á lofti ná grösin yfirhendinni. Oftar er þó hætt á að mosinn nái yfirhönd- inni, einkum ef sumarið er kalt og vætusamt. Víðar hefur það gleymst í upp- hafi ræktunar að sjá fyrir nægi- legri framræslu. Þegar mikið er af trjám í görðum varpa þau skugga, líkt og hús eða önnur mannvirki gera stundum, og þá hefur mosinn betri vaxtarskil- yrði en grasið. Mörgum leiðist einnig að slá grasflötina og spara því áburð til að draga úr grassprettu. Með því er mosan- um hins vegar hjálpað. Besta ráðið er að bera vel á grasflötina, t.d. 25 kg af garð- áburði sem dreift er þrisvar eða fjórum sinnum í hæfilegum skömmtum á 100 m! grasflöt frá maí til júlíloka. Súr jarðvegur Halla Hallgrímsdóttir, Mosfells- sveit, spyr: Sáð var i grasflöt eina fyrir sex árum og þar sem flötin var slétt var hún ekki tætt upp. Þrátt fyrir áburðargjöf undan- farin ár er mikill mosi og órækt í flötinni og jarðvegur súr. Eru einhver ráð til að laga flötina, önnur en að tæta hana upp og byrja aftur frá grunni? Svan Sennilega hefur ekki ver- ið nægilega vel vandað til rækt- unar í upphafi. Mikilvægt er að jarðvinnsla sé góð og vatnshalli nægur á grasflötinni. Það verður erfitt að bæta úr slíkum göllum síðar. Helst er til ráða að búa til áburðarlög úr mykju eða sauða- taði og hella yfir grasflötina, eft- ir að skipulega hefur verið geng- ið yfir hana með stungugaffli og með honum gerðar loftrásir niður í jarðveginn. Slíka með- höndlun mætti gjarnan endur- taka tvisvar eða þrisvar sinnum yfir sumarið. Auk þess er sjálf- sagt að dreifa tilbúnum, blönd- uðum áburði yfir flötina eftir hvern slátt fram í miðjan júlí. Miða skal þá áburðarskammtinn við 5—7 kg á 100 m! hverju sinni. Aðalsteinn Helgason, Stórholti 47, spyr: Hvernig getur staðið á því að nýjar greinar, sem vaxa á brekkuvíði yfir sumartímann, drepast að jafnaði næsta vetur? Getur orsökin verið skortur á áburði? Svan Heldur er það ólíklegt að um áburðarskort sé að ræða enda brekkuvíðir afar nægju- samur þótt hann launi vel góðan viðurgjörning eins og annar gróður. Brekkuviðir er einnig sérlega vindþolinn og stendur betur af sér vetrarvinda en ann- ar trjákenndur gróður. Ég hef því ekki skýringu á reiðum hönd- um á því hvað veldur þeim skaða er fyrirspyrjandi greinir frá. Ingibjörg Þorgrímsdóttir spyr: Ég er með nokkur reynitré i garðinum hjá mér og virðist eitt þeirra vera sjúkt þar sem börk- urinn verður rauður og flagnar af. Greip ég til þess ráðs að gróð- ursetja mispilrunna meðfram sjúka trénu sem skjólvegg. Get- ur reynitréð sýkt runnann og ef svo er, er annað að gera en fjar- lægja sýkta tréð? Svar: Allt bendir til þess að rotsveppir séu komnir í reynivið- inn og ef bðrkurinn hefur losnað eða flagnað af hringinn í kring- um trjábolinn, er ekki eftir neinu að bíða með að fella það. Heldur ólíklegt er hinsvegar að rotsveppir séu farnir að herja á mispilinn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.