Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR Hi'MAl 1985 *’ 2jjfc
Fuglaskoðunarferð
siðferðislega og efnalega grunn,
sem til þarf, til þess að takast á
við hvern þann vanda sem skolast
inn á lífsbrautina. Við viljum
virkja allar þær þúsundir í land-
inu sem finna til þegar barni er
fórnað af mistökum. Við viljum
virkja alla þá sem ekki sætta sig
við að fleiri hundruð íslendinga
fái ekki tækifæri til að sjá dagsins
ljós á árinu 1985. Fóstureyðingum
fjölgar sífellt. Á árinu 1983 var
nær 700 íslendingum fórnað. Sam-
kvæmt skýrslum voru yfir 90%
þar af af félagslegum ástæðum,
sem hefði mátt leysa með sam-
stöðu og góðum vilja. Aðeins 5,2%
voru af læknisfræðilegum ástæð-
um. Lífsvon vill takast á við fóst-
ureyðingavandann á mannúðleg-
an, mannsæmandi og heilbrigðan
hátt, því við vitum að á bak við
hverja fóstureyðingu er vandamál,
stundum mörg, sum stór, sem þarf
að leysa i hinum mesta kærleik og
af djúpstæðum skilningi.
Við viljum virkja allar heil-
brigðisstéttir landsins, þar með
talda félagsfræðinga og ráðgjafa,
sálfræðinga, presta, lögfræðinga,
kennara og uppalendur alla, feður
og mæður þessa lands. Við viljum
virkja stjórnmálamenn þessa
lands, að þeir séu sjálfum sér sam-
kvæmir. Við viljum leita liðsinnis
hjá kvennasamtökum landsins,
sem hafa í gegnum tíðina lyft
ótrúlegu Grettistaki, unnið þrek-
virki fyrir sjúka og særða og fyrir
litilmagnann i landinu. Mörg og
glæst eru þau minnismerki sem
konur þessa lands hafa þannig
reist sér, bæði sýnileg og ósýnileg.
Það voru konur sem upphaflega
áttu frumkvæðið að öllu því starfi
sem unnið var fyrir verðandi
mæður og börn þessa lands. Allt
var það unnið í sjálfboðavinnu,
hinu opinbera að kostnaðarlausu.
Og enn eru konur að vinna, þótt
farvegurinn breytist með breytt-
um tima er makmiðið hið sama.
Að lokum vil ég vitna í orð
þekkts blaðamanns og rithöfund-
ar, Oriana Fallaci, í bókinni Bréf
til barns, sem aldrei fæddist. Þar
segir: „ ... Hvernig er hægt að
segja að menn séu slys náttúrunn-
ar ... “ og á öðrum stað: „... Að
vera móðir er ekki starf. Það er
ekki einu sinni skylda. Það eru að-
eins ein af mörgum réttindum
konunnar. Þú munt öskra þig hása
á að sannfæra aðra um það. Og
oft, næstum alltaf, muntu bíða
lægri hlut. En þú mátt ekki láta
hugfallast ... “
Þetta er rabb móður við barn
sitt í móðurkviði.
Við ætlum ekki að láta hugfall-
ast. Þess vegna varð Lífsvon til.
Við viljum ekki missa sjónar á
lifs- og manngildi. Við viljum ekki
verða andleg vélmenni. Við erum
af holdi og blóði og finnum til. Við
erum bræður og systur til að
styðja hvert við annað.
Verðugt verkefni á ári æskunnar.
PX Pósthólf Lífsvonar er 5003,
125 Reykjavík. Félagsgjald fyrir
árið 1985 er kr. 300,00. Það er
einnig hægt að gerast styrktarfé-
lagi eða ævifélagi eða á hvem
annan hátt sem hentar að aðstoða,
því okkur vantar allt nema vilj-
ann. Almennur kynningarfundur
verður haldinn 18. maí nk. í ís-
lensku óperunni.
Höfundur er forstöðumaður Fæð-
ingarheimilis Reykjaríkur og for-
maður Lífsronar.
FERÐAFÉLAG íslands fer sína ár-
legu fulgaskoðunarferð um Suður-
nes og víðar á morgun, sunnudaginn
12. maí. Farið verður frá Umferð-
armiðstöðinni, að austanverðu, kl.
10.00 árdegis.
Farið verður í Hafnaberg, en
það er eitt aðgengilegasta fugla-
bjarg fyrir íbúa höfuðborgarsvæð-
isins. Þar má sjá allar bjargfugla-
tegundir landsins, að haftyrðlin-
um undanskildum, sem aðeins er
að finna í Grímsey. Af bjargbrún-
inni sér til Eldeyjar. Á ströndinni
milli Sandgerðis og Garðskagavita
er einnig fjölbreytt fuglalíf.
Fuglar, sem sjást á þessum slóð-
um, hafa verið skrásettir frá því
árið 1970 og fá þátttakendur ljós-
ritaða skrá. Þar er hægt að
merkja við þær tegundir sem sjást
í ferðinni.
Æskilegt er að hafa sjónauka
meðferðis og fuglabók.
(tlr rrétutilkjnniiigu)
Hafnarfjarðarkirkja:
Sunnudagaskólinn
efnir til ökuferöar
FARIÐ verður í ferðalag frá Hafnarfjarðar-
kirkju á morgun, sunnudag, með þau börn sem
þá koma í sunnudagaskólann. Lagt verður af
stað kl. 10.30 og ekið með skólabílnum um ná-
grennið. Komið verður við í Garðakirkju og
Bessastaðakirkju. Með þessari ferð lýkur að
sinni sunnudauaskóla kirkiunnar. (FrétutilkTnnini)
Um helgina sýnum við RAPID sportarann sem hefur heldur betur
„smellt í gegn“ að undanförnu. Raunar engin furða því
þessi splunkunýi bíll er
HORKUTOL A HALFVIRÐI
JOFUR HF
NYBYLAVEG! 2 KÓPAVOGI
Nú koma allir að
Rapid smellinn
sunnudag kl. 13-17