Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 AF ERLENDUM VETTVANGI eftir ÁGÚST ÁSGEIRSSON Norska þinghúsið. Kosið verður til Stórþingsins í september nk., og benda skoðanakannanir til að stjórn borgaralegu flokkanna haldi velli. Kosningar í Noregi f haust: Borgaraleg stjórn heldur líklega velli NORÐMENN ganga til þingkosninga í september. Nýjustu skoðana- kannanir benda eindregið til þess að borgaraleg stjóm verði áfram við völd eftir kosningar. Niðurstöður landsfunda stjórnmálaflokkanna í vor ýta undir þá skoðun. En minnugir úrslita tveggja síðustu þingkosninga veigra flokksleiðtogar sér við því að lýsa sigurlíkum fyrirfram. Avorfundum borgaralegu flokkanna kom greinilega í ljós að stjórnarflokkarnir eru nær hver öðrum nú en fyrir fjór- um árum, og að stjórnarsam- starfið mun halda áfram haldi flokkarnir meirihluta sínum. Ekki eru lengur fyrir hendi ágreiningsefni, sem m.a. ollu erfiðleikum við stjórnarmyndun fyrir fjórum árum. Þá deildu flokkarnir um stefnu í olíumál- um, afstöðu til fóstureyðinga, stefnu í öryggismálum og skattamálum. Skoðanakannanir að undan- förnu gefa ótvírætt til kynna hvert stefnir. Samkvæmt þeim á Miðflokkurinn fylgisaukningu að fagna, og Kristilegi þjóðarflokk- urinn mun halda sínu. Staða Hægri, stærsta stjórnarflokks- ins, er traust. Framfaraflokkur- inn, sem er lengst til hægri í norskum stjórnmálum, hefur misst þá fótfestu, sem hann hafði. f síðustu kosningum hlaut flokkurinn 4 þingsæti með því að berjast fyrir stóreflingu land- varna, afnámi skatta og félags- legrar þjónustu. Samkvæmt könnununum hef- ur Verkamannaflokkurinn aukið fylgi sitt frá síðustu kosningum, en hins vegar hefur dregið úr fylgi flokksins miðað við skoð- anakannanir frá i fyrrahaust. í september 1981 hlaut flokkurinn 37,6% atkvæða, en nú virðist fyígi flokksins í kringum 40%. Vantar talsvert á 43% fylgi, sem færði flokknum þingmeirihluta. Kosningabandalag Það er einkum athyglisvert við nýjustu kannanir á fylgi norsku flokkanna, að þær eru mjög sam- hljóða könnunum, sem gerðar voru á sama tíma fyrir fjórum árum, hálfu ári fyrir kosn- ingarnar 1981. Kannanirnar staðfesta að tveir flokkar eru af- gerandi pólar í segulsviði norskra stjórnmála, Hægri og Verkamannaflokkurinn. Eftir mikla hægribylgju hafa borg- aralegu flokkarnir treyst sig í sessi. í kosningunum í haust er von á því að einstakir flokkar myndi með sér kosningabandalag, þar sem ekki hefur náðst samstaða um breytingar á kosningafyrir- komulaginu. Einkum er talið að bandalag kynni að styrkja mið- flokkana, Kristilega þjóðar- flokkinn og Miðflokkinn. Hvorki Hægri né vinstriflokkarnir eru yfir sig hrifnir af stofnun kosn- ingabandalaga. Hins vegar eru líkur á samstarfi stjórnarflokk- anna í sumum kjördæmanna. Ekki er búist við kosninga- bandalagi Verkamannaflokksins og Vinstriflokksins, m.a. vegna ágreinings flokkanna í grund- vallarmálum. Einnig óttast for- ysta Verkamannaflokksins að þeir sem eru hægra megin í flokknum kynnu að segja skilið við flokkinn ef blásið yrði til bandalags við Vinstriflokkinn. Kosningafyrirkomulagið er mjög hagstætt stóru flokkunum. Sú staðreynd að Verkamanna- flokkurinn hlyti þingmeirihluta með aðeins 43% kjörfylgi ergir einkum fylgismenn borgaralegu flokkanna. Reynt var að ná sam- stöðu allra flokka um breytingar á kosningafyrirkomulaginu er leiða mundi til meiri jöfnuðar milli fylgis og sætafjölda, en án árangurs. Varð ofan á að heimil- að var að stofna kosningabanda- lag fleiri flokka við kosningarn- ar í haust. Verkamannaflokkur- inn setti síg þó á móti frumvarpi þar að lútandi, sagði kosninga- bandalög valda ruglingi og kjós- endur myndu ekki vita hverjum þeir væru að greiða atkvæði sitt. Niðurstaðan varð sú að kjósandi getur krafizt þess að atkvæði hans nýtist aðeins þeim flokki sem viðkomandi kaus. Búist er við að kosningabar- áttan komi til með að snúast um efnahagsmál. Talsmenn Hægri leggja áherzlu á að uppgangur og efnahagsframfarir verði not- aðar til að tryggja frekari vöxt. Jafnaðarmannaflokkarnir í stjórnarandstöðu telja að fyrst og fremst verði kosið um hvort og hvernig hið opinbera skuli tryggja vöxt og viðgang velferð- arþjóðfélagsins. Einnig verður tekist á um atriði sem styttingu vinnuvikunnar, lækkun eftir- launaaldurs, og stöðu sýslna- og sveitarstjórna. Barátta litlu flokkanna mun líklega snúast um byggðastefnu, umhverfis- og menningarmál. Uppgangur Erik Norvik leiðtogi Hægri er bjartsýnn. Hann segir meðul stjórnarinnar tekin að virka og þó ekki séu Norðmenn lausir við öll efnahagsvandamál, þá sé hagvöxtur nú meiri en nokkru sinni frá 1977. Iðnaður sé á upp- leið og atvinnuleysi fari minnk- andi. Verðbólga sé komin niður fyrir meðaltal OECD-ríkjanna, sé 4,9%, miðað við 5,5% meðal- tal. Árið 1981 hafi verið ókyrrð á vinnumarkaði og samskiptaörð- ugleikar við alþýðusamtökin (LO). Ástandið sé öðru vísi í dag, verkföll fátíðari og í fyrra hafi í fyrsta sinn í sjö ár náðst kaup- máttaraukning launa. Norvik gagnrýnir kröfur Verkamanna- flokksins um stóraukin umsvif hins opinbera á ýmsum sviðum. Hefði það í för með sér gífurleg- ar skattahækkanir, að hans sögn. Gro Harlem Brundtland leið- togi Verkamannaflokksins kveð- ur efnahagsbata hafa hjálpað stjórninni. Hún segir þó að þær framfarir hafi ekki orðið, sem stjórnarflokkarnir hrósa sér af. Helzta hálmstrá hennar er að ekki hafi orðið sú fjölgun á sjúkrarými sem og meðan hún var við völd. Verkamannaflokk- urinn mun gera styttingu vinnu- vikunnar að kosningamáli og krefjast m.a. 6 stunda vinnu- dags. Einnig að eftirlaunaaldur verði lækkaður. Norvik telur óhjákvæmilegt að vinnuvika styttist, en það verði að gerast í áföngum, svo röskun verði sem minnst. Er hann á móti lækkun eftirlaunaaldurs og skyndilegrar vinnustyttingar, slíkt kefðist launalækkunar. Að þessu sinni munu varnar- mál tæpast verða jafn ofarlega á baugi og áður. Hafa stjórnar- flokkarnir nálgast hver annann í þeim efnum og samstaða um öll grundvallaratriði stefnunnar. Kosningabaráttan fer senn í hönd og kemur þá betur í ljós hvaða farveg flokkarnir kjósa sér til að vinna traust kjósenda, en kosið er í september. Hcimild: Hurudstadsbladet Dorchester-hótel í Lundúnum: Soldáninn situr uppi með Regent- fyrirtækið Lundúnum, 10. maf. AP. ÁFRÝJUNARRÉTTUR í Lundúnum synjaði í dag beiðni soldánsins í Brunei, að fá að svipta fyrirtækið Regent International Hotels rétti til að reka hið virðulega Dorchester- hótel í borginni, sem hann keypti í janúar fyrir 43 milljónir sterlings- punda (jafnvirði um 2,2 milljarða ísl. króna). Þegar soldáninn keypti hótelið gerði hann samning við Regent- fyrirtækið um, að það tæki að sér reksturinn til fimmtán ára. Starfsfólkið er mjög óánægt með þennan samning og telur að virð- ing hótelsins hafi orðið fyrir hnekki. Starfsfólkið bendir á, að þau hótel sem Regent rekur í Asíu séu ekki í sama gæðaflokki og Dorchester, og margs konar stjórnunarleg mistök hafi verið gerð á undanförnum vikum. Penny Jolly, sem er talsmaður soldánsins, segir að hann taki mark á kvörtunum starfsfólksins og hafi þess vegna óskað eftir því, að nýir aðilar taki við rekstrinum. Regent-fyrirtækið hefur hins veg- ar ekki fallist á það. Tískulínur kynntar AP/Símamynd Tískuhúsin í Evrópu og Bandarfkjunum eru sem óóast aó sýna nýju línuna hvert fyrír sig og þá er ekki verið að tala um vor- og sumarti.sk- una. Nei, fólk er þegar farið að draga þcr spjarir á sig. Nú er það haust- og vetrartískan sem gildir og þeir sem enn eru að sýna þykja meira að segja seinir til. Þessar myndir eru frá tískusýningu „Scaasi“ í New York og við látum þcr tala sínu máli. Næy-smátölva sem þýðir 5000 orð á klukkustund Tókýó, 10. nuí. AP. JAPANSKA raftckjafyrirtckið Toshiba hefur hannað nýja tegund sem er sérhcfð í þýðingum. Snarar tölva þessi enskri tungu yfir á jap- önsku með rúmlega 90 prósent nákvcmni. Hér er um smátölvu að rcða, hina fyrstu sem nota má til þýðinga svo fljótt og vel. Kenichi Nori, talsmaður Tosh- iba sagði fréttamönnum, að tölva þessi gæti þýtt 5000 orð á hverri klukkustund, sem væri að jafnaði þriðjungur af þeim tíma sem van- ur maður þyrfti til að þýða sama orðafjölda. Sagði Nori að tölva þessi myndi fyrst og fremst njóta sín til að þýða tæknilega og vís- indalega texta sem mikið nostur þarf við. Tölvu þessari fylgir allt, inn- skriftarborð, skermur og útskrift- artæki. Á skerminum má bæði sjá enska textann og hina japönsku þýðingu hlið við hlið. í heila tölv- unnar er 130.000 orða minni og 30.000 orðatiltæki til reiðu fyrir hinar ýmsu greinar. Þeir sem nota tölvuna geta auk þess notað 50.000 orð til viðbótar án þess að rugla gripinn í ríminu. Nokkur önnur japönsk fyrirtæki hafa hannað slíkar þýðingartölv- ur, en allar eru þær miklu stærri en Toshiba-tölvan. Aðeins er hægt sem stendur að fá þýðingar úr ensku, en verið er að hanna nýjar með öðrum tungumálum. Umrædd tölva kemur á markaðinn i des- ember. England: Fleiri deyja úr hermannaveikinni London, 10. maí. AP. KONA á áttrcðisaldri lést í dag úr hermannaveikinni svokölluðu og eru þá 32 látnir úr þessari veiki í borg- inni Stafford í Mið-Englandi. Er far- aldurinn sá versti, sem um getur hvað þennan sjúkdóm áhrcrir. Raunar hefur það aðeins verið staðfest með sex hinna látnu, að þeir hafi dáið af völdum her- mannaveikinnar en talið er nærri fullvíst, að hinir 26 hafi einnig orðið henni að bráð enda einkenn- in öll þau sömu. Mikil leit hefur verið gerð að upptökum veikinnar og leikur mönnum nú helst grunur á, að veiran kunni að leynast í kæliturnum orkuvers í borginni og berast þaðan með loftinu um ná- grennið, m.a. inn í sjúkrahúsið skammt frá þar sem margir hafa veikst. í Stafford hafa 148 manns veikst en veikinnar hefur einnig orðið vart annars staðar. Um 200 manns fá hermannaveikina í Bretlandi ár hvert og að jafnaði verða um 20 að lúta í lægra haldi fyrir henni.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.