Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 29

Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAt 1985 »» Baráttusveitir kommúnista“: Hryðjuverk eru fullboðlegt vopn AP/Símamynd Aðkoman var ömurleg eftir slysið, og þótti strax Iftil von um að finna nokkurn á lífi undir brakinu. Það reyndist líka vera svo en þeir 12, sem voru í lauginni eða á bakkanum þegar þakið hrundi, létust allir. Hörmulegt slys í Sviss: Þakið féll í heilu lagi yfir laugina Uster, SyfaB, 1«. m»í. ap. hefðu skoðunarmenn sagt, að Sundlaugarbyggingin er aðeins 13 ÞAÐ HÖRMULEGA slys varð í einu hann væri eðlilegur og hættulaus. ára gömul. úthverfa Ziirichborgar í Sviss í gær, _ _ Brtiatel, Belgíu, 10. mmí. AP. SKRIFSTOFUM erlendra og inn- lendra fréttamiðla í Belgíu bárust í dag þrjú bréf frá hryðjuverkasam- tökum, sem kalla sig „Baráttusveit- ir kommúnista" og var þar greint í ítarlegu máli frá markmiðum sam- takanna, hugsjónum þeirra og starfsaðferðum. Segjast samtökin bera ábyrgð á tíu sprengjuárásum síðan í október sl., sem aðallega hafa beinst gegn Atlantshafsbanda- laginu og kostað tvo slökkviliðs- menn lífið. í bréfunum er mikið vitnað til Trotskys, Lenins og Marx og þeir kallaðir til vitnis um illsku Atl- antshafsbandalagsins og hins kapítalíska kerfis. Belgiskir sósí- alistar fá sinn skammt einnig vel útilátinn og þeir sagðir engir eft- irbátar annarra við að arðræna hinar vinnandi stéttir. í einu bréfanna segir, að hryðjuverk séu fullboðlegt vopn í baráttunni gegn „endurskoðunar- sinnum og svikurum" og er hvatt til „langvarandi borgarastríðs" til að koma á þeim þjóðfélags- breytingum, sem kommúnista dreymir um. Skorað var einnig á aðra vinstrisinnaða hópa í Belgíu að koma til liðs við „Baráttusveit- ir kommúnista" því að „málstað- ur öreiganna" væri í húfi. Shultz í Israel Tel Am, 10. maí. AP. GEORGE P. Shultz, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, kom til ísraels í dag. Hann ræðir við ríkisstjórn ísraels um möguleika á því, að koma á friðarviðræðum um deilumál ríkj- anna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þá mun hann ræða um efnahagsstuðn- ing Bandaríkjanna við ísrael. Shultz kemur frá Portúgal þar sem hann var í för með Reagan Bandaríkjaforseta, sem nú er snú- inn heim úr Evrópuför sinni. Hann dvelst í tvo daga í Israel, en heldur síðan til viðræðna við ráða- menn i Egyptalandi og Jórdaníu. að stál- og steypubitar f sundlaugar- þaki brotnuðu með þeim afleiðing- um, að þakið féll eins og lok yfir laugina. Biðu 12 manns bana, krömdust ýmist til dauða eða drukknuðu í lauginni, þ.ám. fimm unglingar. Meðal hinna látnu er 12 ára gömul stúlka yngst en hún drukknaði í lauginni ásamt móður sinni og 13 ára gömlum bróður. Ein hjón á fertugsaldri létust líka en að sögn lögreglunnar voru það átta konur og fjórir karlar, sem biðu bana undir þakinu. Margt manna dreif að strax eft- ir að þakið hrundi og var aðkoman vægast sagt ömurleg. Vissu menn í fyrstu ekkert hve margir kynnu að leynast undir þakinu og unnu björgunarmenn að því í alla nótt að leita að lifandi eða látnum. Um það bil 40 manns voru í sundlaug- inni þegar þakið féll en að undan- skildum þeim, sem létust, slösuð- ust aðeins tvær konur lítillega. Verkfræðingur nokkur, sem ekki vildi láta nafns sins getið, kvaðst hafa skoðað bygginguna fyrir nokkrum árum og grunaði hann, að stálbitarnir f loftinu hefðu ryðgað í sundur. Það kom einnig fram hjá fyrrum bæjar- stjórnarmanni, að fyrir fimm ár- um hefði komi f ljós mikill saggi í Ioftinu yfir sundlauginni en þá Æ meiri ólgu verður vart í hinu stríðshrjáða íran New Yorfc, 10. maí. AP. TALSMENN stjórnarandstæðinga og aðrir að- ílar hafa greint frá því að undanförnu að vax- andi óánægju og þreytu gæti meðal almennings í íran, einkum vegna hinnar langvinnu styrj- aldar við íraka, þar sem íranir hafa heldur farið halloka ef eitthvað er, og einnig vegna ömurlegs efnahagsástands sem engin von er til að rætist úr meðan stríðið geisar. Heilsuleysi leiðtogans Ayatollah Khomeini eykur svo óviss- una um allan helming. Vestrænir fréttamenn fá ekki að koma til íran, og öll tfðindi af þessu tagi berast eftir neðanjarðarleiðum, með stjórnarandstæð- ingum sem hafa miðstöðvar bæði f íran og annars staðar. Helsti hópurinn heitir „Mujahedeen khalq“ og leiðtogar hans segj- ast hafa skipulagt margar mótmælagöngur i helstu borgum Irans að undanförnu. Segja þeir að þátttaka hafi verið miklu betri en þeir áttu von á, sérstaklega f ljósi þess að vitað var að byltingarverðir myndu berja allar aðgerðir niður með blóðsúthellingum. Það hefur einnig orðið raunin, margir hafa dáið og særst, enn fleiri verið handteknir. Enginn utanaðkomandi veit hve margir, en ólgan vex. Shaul Bakash, landflótta írani sem telst sérfræðingur í málefnum heimalands sfns, sagði við fréttamenn f vikunni, að hann hefði vaxandi áhyggjur af gangi mála i tran. „Fyrst hugsaði ég með mér, að ef Khomeini félli frá, myndu taka við stjórnvelinum yngri og víðsýnni klerkar sem slökuðu á harðlínustefnunni, reyndu að leiða strfðið til lykta og reisa við efnahagslifið. En Khom- eini tórir enn og ef hann fellur frá meðan ólgan er jafnmikil í landinu og nú er, er engin leið að geta sér til um hvað verður ofan á. Massoud Rajavi, leiðtogi stærsta and- spyrnuhópsins, sagði í símaviðtali við AP í dag, að vígorðin nú væru: „Við viljum frið og frelsi" og þau orð ómuðu nú æ meir í Teher- an og víðar í landinu. Rajavi sagði að Muja- hedeen Khalq myndi halda áfram aðgerðum sínum og færast heldur f aukana en hitt. Sagði hann að hreyfingin hefði náð um tíma völdum af byltingarvörðum í einu héraði og síðustu fjóra dagana hefðu verið harðar skærur milli andspyrnumanna og bylt- ingarvarða. „Við höfum verið með aðgerðir í 74 borgum síðustu vikurnar. Margir hafa verið skotnir til bana, særst og svo hafa um 1.000 manns verið handteknir. Margir vitum við af reynslu að við munum ekki eiga aft- urkvæmt úr fangelsunum. Samt erum við alltaf að færa út kvíarnar," sagði Rajavi. Ýmsir sem fylgjast með málefnum írans telja að andspyrnuhópur Rajavis geri sér góða máltíð úr ástandinu og vilji að það liti svo út sem Mujahedeen Khalq standi fyrir allri andspyrnu. Þeir sem þessu trúa telja margar mótmælagöngurnar sem farnar hafa verið hafa verið óplanlagðar aðgerðir, fólkið hafi hreinlega verið búið að fá sig fullsatt af ástandinu, striðinu, efnahagnum, leiðtoganum. Hvor skýringin sem rétt er breytir kannski ekki öllu, heldur sú stað- reynd öllu heldur, að vaxandi ólga er f íran og þar kann að draga til tíðinda. I Höfum fyrirliggjandi BUICK REGAL, tveggja og fjögurra dyra, árgerÖ1984 á sérstöku afsiáttarverði. I BiLVANGUR sf HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.