Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1085
31
'mSfr -i
1 >v
AP/Símamynd
Við „grænu Iínuna“ íBeirút
Stöðugir bardagar eru, að heita má, við hina svonefndu „grænu línu“,
sem skihir að austur- og vesturhluta Beirútborgar í Líbanon. Í austur-
hlutanum búa múhameðstrúarmenn, en kristnir menn i vesturhlutan-
um. Myndin sýnir tvo herskáa múhameðstrúarmenn austan megin
línunnar. Annar býr sig undir að skjóta úr sovéskri sprengjuvörpu, en
hinn úr ríffli af gerðinni G-3.
Rúmenar, sem reknir vora frá V-Þýskalandi:
Ætluðu að sprengja
upp útvarpsstöð
Bonn, 10. maí. AP.
ÞRÍR þeirra fimm rúmensku stjórnarerindreka, sem reknir voru frá Vestur-
Þýskalandi í nóvember á síðasta ári, höfðu áformað að sprengja upp höfuð-
stöðvar Útvarps frjálsrar Evrópu (Radio Free Europe) í Miinchen. Þetta
kemur fram í skýrslu, sem innanríkisráðuneytið í Bonn sendi frá sér i gær.
Upplýst er, að mennirnir,
Constantin Ciobanu, Dan Mihoc
og Ion Constantion, sem allir
störfuðu við sendiráð Rúmeníu í
Bonn, fengu skipanir um að koma
fyrir sprengju i útvarpsstöðinni
frá yfirboðurum sínum í Búkarest
sumarið 1983. Jafnframt fengu
þeir fyrirmæli um að ræna rúm-
enskum flóttamanni í Vestur-
Þýskalandi.
Innanrikisráðuneytið í Bonn
Sovétríkin:
Dregið skal úr skrifræðinu
innan kommúnistaflokksins
Bréfadeild miðstjórnarinnar lögð niður
MIKHAIL Gorbachev, leiðtogi Sovétríkjanna, hefúr nú látið loka einni
deildinni í hinu þunga og umfangsmikla bákni skrifræðisins, sem einkenn-
ir miðstjórn kommúnistaflokksins, og jafnframt er talið, að önnur deild til
viðbótar verði lögð niður.
að það eigi að losa þær við skrif-
finnskuna eftir föngum. Talið er,
að um 150 manns hafi starfað við
þessa deild, en eftirleiðis eiga um
10 starfsmenn almennu deildar-
Þeirri deild, sem þegar hefur
verið lögð niður, var komið á fót
1978 af Leonid Brezhnev i því
skyni að taka við og svara bréfum
bæði frá félögum í kommúnista-
flokknum og frá almenningi.
Konstantin Chernenko átti einnig
mikinn þátt í þeirri hugmynd að
koma þessari deild á laggirnar,
en hann var þá hægri hönd
Brezhnevs og yfirmaður hinnar
almennu deildar miðstjórnar
flokksins, sem hafði yfírumsjón
með starfsemi þessarar nýju
deildar.
Chernenko lagði mikla áherzlu
á — bæði áður en og eftir að hann
var kjörinn leiðtogi Sovétríkj-
anna — að bréf væru rétt samin.
Hélt hann því fram, að það skipti
miklu máli fyrir þá tegund af lýð-
ræði, sem fyrir hendi væri í Sov-
étríkjunum. En þessi skoðun fann
greinilega ekki mikinn hljóm-
grunn hjá nefnd einni, sem nú
hefur nýlokið að kanna starfsemi
þessarar deildar. Formaður þess-
arar nefndar var Yegor Ligachov,
skjólstæðingur Andropovs, sem i
síðasta mánuði fékk sæti i stjórn-
málaráðinu og er nú sennilega
næstvoldugasti maðurinn innan
flokksins.
Bæði Ligachov-nefndin og
Gorbachov virðast hafa talið, að
þessi deild hafi aðeins leitt af sér
ónauðsynlega skriffinnsku, ekki
sizt sökum þess að mikið af starfi
hennar fólst í þvi að senda bréf
til baka til þeirra stofnana, sem
sendu þau til hennar.
Niðurlagning þessarar deildar
er í samræmi við þá stefnu And-
ropovs og siðan Gorbachevs, að
ýmsar stofnanir flokksins eru
orðnar allt of umfangsmiklar og
Mikhail Gorbachev
innar að taka að sér störf þeirra.
Enda þótt breytingar á starfs-
háttum miðstjórnar flokksins séu
almennt ekki kunngerðar opin-
berlega, þá er víst, að skýrt verð-
ur frá þessari breytingu og að lit-
ið verður á hana sem mikilvægan
vott um viðhorf flokksforystunn-
ar á þessu sviði. Þetta á eftir að
vekja enn meiri eftirtekt, ef orð-
rómur um fyrirhugaða lokun
hinnar alþjóðlegu uppiýsinga-
deildar miðstjórnarinnar reynist
á rökum reistur, en það var einn-
ig Brezhnev, sem kom þeirri deild
áfót.
Yfirmaður þeirrar deildar,
Leonid Zamyatin, fyrrum sendi-
herra og yfirmaður TASS, kom
fram sem talsmaður Brezhnevs
og Chernenkos í utanrfkismálum.
Vitað er, að það starf að safna
saman erlendum upplýsingum og
flokka þær fyrir flokksforystuna,
var innt af hendi af TASS fram
til ársins 1978 og að sú stofnun
gæti auðveldlega framkvæmt
þetta starf á ný.
fékk fregnir af þessum ráðagerð-
um þegar háttsettur starfsmaður
rúmensku leyniþjónustunnar flúði
úr landi í fyrra. I framhaldi af því
var Rúmenunum vísað úr landi.
Talsmaður sendiráðs Rúmena í
Bonn sagði í dag, að hann vildi
ekkert segja um skýrsluna. „Við
höfum áður visað þessum ásökun-
um á bug,“ sagði hann við frétta-
mann AP.
Útvarp frjáls Evrópa sendir út
fréttir og fréttaskýringar á mörg-
um tungumálum til Austur-
Evrópu, og systurstöðin Útvarp
frelsi (Radio Liberty) sendir sams
konar efni til Sovétríkjanna.
Stjórnvöld i kommúnistarikjunum
hafa margsinnis fordæmt rekstur
þessara stöðva og hafa uppi búnað
til að trufla útsendingar þeirra.
Costa Rica
styður ekki
viðskipta-
bannið
Su Joaé, 10. nuf. AP.
COSTA Rica styður ekki viðskipta-
bann Bandarfkjanna á Nicaragua,
að því er utanríkisráðherra landsins
upplýsti í gær. í yfirlýsingu ráðherr-
ans segir, að slfkur stuðningur bryti
í bága við lög og truflaði tilraunir
Contadora-ríkjanna til að finna fríð-
samlega lausn á ágreiningsmálum í
Mið-Ameríku.
Ráðherrann bendir að auki á, að
Costa Rica eigi aðild Efnahags-
bandalagi Mið-Ameríku og hafi
gert friðar- og vináttusamning við
Nicaragua árið 1948, og þetta
tvennt komi í veg fyrir, að unnt sé
að styðja viðskiptabannið.
Costa Rica, sem er gróið lýðræð-
isríki, hefur lýst sig hlutlaust í
deilum ríkjanna i Mið-Ameríku.
Noregur:
Nýjar fiski-
mjölstöflur
lofa góðu
Osló, 10. mxi. Frá Jan Erik Laure, fréttar. MbL
NORÐMENN eru að hefja fram-
leiðslu á nýrri tegund fiskimjöls-
tafia sem nefnast „nutab“. Er
fyrirbærinu lýst sem „undralyfi"
og þá einkum fyrirbyggjandi gegn
ýmsum nútímasjúkdómum, eink-
um hjartveiki.
Það er fyrirtæki í Bergen sem
hefur hafið framleiðslu á
„nutab" og í fyrstu mun fyrir-
tækið setja 50 milljónir taflna á
Noregsmarkað og metta hann.
Þá er verið að athuga markað-
inn í Bandarikjunum, Japan og
víðar, en hann er sagður góður.
Tilraunir sem gerðar hafa
verið sýna hvursu gott heilsu-
fæði hér er á ferðinni, en efni
„nutab" er aðeins fiskimjöl,
bindiefni og svo „dill", sem er
einkum notað til að gefa hverri
töflu viðkunnanlega lykt. Fram-
leiðendurnir í Bergen hugsa sér
að framleiða 3 milljónir taflna í
viku hverri þegar framleiðslan
er komin í fullan gang.
MATSEÐILL
Tryggvagötu 22, sími 11556