Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ1985
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson.
Aðstoóarritstjóri Björn Bjarnason.
Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen.
Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson.
Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Að-
alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift-
argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 25 kr. eintakið.
„Húsnæðis-
hneykslið“
IfeOsi
Umsjónarmaöur Gísli Jónsson
Margt og mikið hefur ver-
ið skrifað um húsnæð-
ismálin bæði hér í blaðnu og
annars staðar að undanförnu.
Sýnist þar sitt hverjum en
flestir munu þó vera á einu
máli um að í hið mesta óefni
stefni og fólki sé að verða
ofraun að koma sér þaki yfir
höfuðið. í þætti sem nýlega
birtist í sjónvarpinu þar sem
rætt var um afkomu ellílífeyr-
isþega vakti það mesta athygli
að gamla fólkið sem átti íbúð
eða húseign var mun betur
sett en þeir sem þurfa að
leigja, þrátt fyrir fasteigna-
gjöld og aðrar kvaðir sem hús-
eigendur þurfa að inna af
hendi. Það er meginatriði eins
og sést bezt á þessari stað-
reynd, að fólk hér á landi geti
búið í eigin húsnæði enda er
það einhver mesta trygging
þegar ellin færist yfir. Þeir
sem ekki hafa gert sér grein
fyrir þessu ættu að íhuga mál-
ið frá sjónarmiði gamla fólks-
ins sem nú á undir högg að
sækja eins og kunnugt er. Það
er sorglegt að heyra hvernig
litlir fjármunir þess geta lent í
húsaleiguhítinni ef ellilífeyris-
þegar eru dæmdir til að leigja
og greiða húsaleigu af þeim
litla lífeyri og þeirri takmörk-
uðu tekjutryggingu sem þeir
búa við. Við eigum að stefna
að því að sem flestir komi sér
þaki yfir höfuðið, vinna á að
því að veita mönnum hag-
kvæm Ián í því skyni, það er
þjóðhagslega mikilvægt. Allt
tuðið um húsnæðismálin er til
lítils meðan fólk er að kikna
undan byrðinni. Það er þjóð-
félagslega hagkvæmt að koma
húsbyggjendum til aðstoðar.
Það mun skila góðum arði þótt
síðar verði. Hér á Alþingi að
hafa forystu og í þessum efn-
um eiga ráðherrar ekki sízt að
þekkja sinn vitjunartíma.
Þórarinn Eldjárn rithöfund-
ur skrifaði athyglisverða grein
sem hann nefnir Húsnæðis-
hneykslið í Morgunblaðið 7.
maí sl. og reifar þessi mál á
opinskáan hátt. Hann telur að
umræðurnar um lausn hús-
næðisvandans undanfarið séu
merkingarlausar með öllu og
að aðferð stjórnvalda nú hafi
verið hin sama og oft áður, þ.e.
„að bíða, draga á langinn, taka
öllu vinsamlega, skipa nefndir,
kalla nefndirnar svo sam-
starfshópa þegar þær fara að
verða hlægilega margar. Þykj-
ast vera að vinna að einhverju
stórmerkilegu, lýsa yfir skiln-
ingi og aftur skilningi, enda-
lausum, alltumfaðmandi
skilningi og vona svo í laumi
að hreyfing fólksins koðni
niður á meðan, að él eitt muni
vera, að baráttuþrekið verði
búið þegar fólk áttar sig loks á
því að ekkert hefur gerzt og
ekkert á að gerast og að það
stóð aldrei til að neitt ætti að
gerast," eins og skáldið kemst
að orði. Þessi upptalning er
raunar of skemmtileg til þess
að þingmenn geti látið hana
sem vind um eyru þjóta.
Og Þórarinn Eldjárn bætir
þessum athyglisverðu orðum
(við sem vert er að koma ræki-
lega á framfæri: „Ráðgjöf,
viðbótarlán, greiðslujöfnun,
eða hvaða nöfnum öðrum sem
ríkisstjórnin hefur kosið að
kalla dúsur sínar, allar hafa
þær reynst næringarlausar
með öllu þegar á reyndi, enda
gírugur sá móðurmunnur sem
í þær átti að tyggja.
Eilíft argaþvarg og karp
stjórnvalda og verkalýðs-
hreyfingar um krónur og aura
til og frá hefur staðið meira og
minna í allan vetur, þær
kjarabætur sem þar hafa verið
til umræðu hafa allar verið
sem algjör tittlingaskítur í
samanburði við þá kjarabót
sem fælist í því fyrir almenn-
ing ef húsnæðismál væru hér
með svipuðu sniði og tíðkast
með siðmenntuðum þjóðum.
En það hefur réttilega verið á
það bent að mál eins og þetta á
ekki að vera nein skiptimynt í
samningamakki út í bæ. Það
hlýtur að vera skylda Alþingis
að koma þessum málum í
mannsæmandi horf.
Það var eftirtektarvert á
baráttufundi húsnæðishreyf-
ingarinnar í Háskólabíó ný-
lega að þar talaði aðeins einn
alþingismaður, Steingrímur
Sigfússon. Hann var alveg
stikkfrí og allur hans flokkur
af því þeir voru svo óheppnir
að vera ekki tilbúnir með til-
lögur sínar fyrr en þeir voru
ekki lengur í ríkisstjórn. Eft-
irtektarverðust varð þó ræða
hans, þegar hann tók að segja
hvað eftir annað við fundar-
menn, þið verðið að gera þetta
og þið verðið að gera hitt. Víst
er frumkvæði almennings
mikilvægt, en Alþingi má ekki
vera og getur ekki verið
stikkfrí í stórkostlegum hags-
muna- og réttlætismálum eins
og þessu. Gott ef stjórnarskrá-
in hefur ekki eitthvað að segja
um skyldur Alþingismanna
varðandi lagasetningu um
þjóðþrifamál."
Ef við erum viss um að
eitthvað gerist bráðlega, segj-
um við stundum að það sé ekki
spurning um hvort heldur hve-
nær það verði: Með þessu akst-
urslagi er það ekki spurning
um hvort, heldur hvenær hann
verður fyrir stórslysi. Stund-
um notum við í þessu sam-
bandi hið danskættaða orð
tímaspursmál, en ekki þykir það
til fyrirmyndar: Það er aðeins
tímaspursmál hvenær þessi
óþverri berst hingað. Gætum
við sagt tímaspurning í stað-
inn? Hvorugt orðið finn ég í
orðabókum. Auðvitað getum
við haft þrjú orð í stað eins:
spurning um tíma.
Þessar vangaveltur eru fram
komnar vegna bréfs frá Sel-
tirningi sem síður vill láta
nafns síns getið. Hann segir
meðal annars:
„Fyrir nokkru hraut úr
penna mínum setningin: „það
er aðeins tímaspursmál hve-
nær þetta gerist." Þetta var
ekki gott mál og hugðist ég því
bæta úr því, en þá lenti ég í
strandi. Eg fann satt að segja
ekkert orð sem ég gat notað
fyrir „tímaspursmál", þannig
að hugsunin brenglaðist ekki.
Mig langar því að biðja þig að
fjalla um þetta í Mogga."
*
Enn segir sami Seltirningur:
„Þegar ég var í skóla var rík
áhersla lögð á það, að sagnirn-
ar að þroskast og þróast væru
eingöngu til í miðmynd. Þroski
og þróun kæmi „innanfrá" og
enginn þroskaði annan né þró-
aði annað. Nú er hins vegar
farið að „þróa“ hitt og þetta,
t.d. hugmyndir. Er þetta hægt,
Gísli!"
Að svo stöddu ætla ég ekki
að svara spurningunni beint,
en hið sama var mér kennt í
skóla sem bréfritara um þess-
ar sagnir. Sjálfur hef ég mjög
mismunandi tilfinningu að
þessu leyti eftir því hvor sögn-
in er. Mér finnst ekkert at-
hugavert við það að einhver
þroski annan, sem sé að sögnin
að þroska sé notuð sem
áhrifssögn í germynd. Fyrir
löngu iærðist mér að nota lýs-
ingarháttinn þroskandi sem
lýsingarorð = þroskavænlegur,
og þá hlýtur sögnin að geta
stýrt falli. Mér finnst reyndar
að sumt hafi þroskað mig. Þá
finnst mér sögnin að þroska
ein höfð um persónur.
Sögnina að þróa hef ég hins
vegar ekki notað sjálfur sem
áhrifssögn í germynd, og mér
finnst hún aðeins höfð um
eitthvað annað en persónur,
þegar menn eru teknir að nota
hana svo, sbr. að þróa hug-
myndir í bréfi Seltirnings. En
litum í orðabækur. Þær eiga að
kenna okkur hvernig málið
hafi verið fyrr og síðar.
★
í orðabók yfir skáldamáiið
forna, Lexicon poeticum, er að-
eins önnur sögnin, að þróast;
öll dæmin eru í miðmynd. Hún
er talin merkja: skjóta rótum,
þrífast, vaxa. í Hávamálum
segir um óvitran mann, að hon-
um þróist metnaður, ef hann
eignast fjármuni eða konuást.
í drápu um Guðmund byskup
Arason segir, að hamingja þró-
aðist honum, og í bardagalýs-
ingum segir að sárin þróuðust.
I orðabók Johans Fritzners
eru báðar sagnirnar og aðeins
í miðmynd. Þroskast er þýtt:
„udvikle sig til Mands Mod-
enhed", en þróast: „tiltage i
Omfang eller Störrelse". Úr
Fornmannasögum er tilfært:
„Mun hón solgit hafa yrmling
nökkurn lítinn ok mun sá hafa
þróazt í kviði hennar." í Heil-
agra manna sögum koma báð-
ar sagnirnar fyrir í nábýli:
„.. .svá sem hann tók at þrosk-
ast, svá tók hann at þróast í
háttum heilags siðferðis."
í Blöndalsorðabók er þróast
þýtt: „vokse, tiltage, udvikle
sig, blomstre, florere", og svo
kemur athyglisvert: þroska
(ekki þroskast) er = þróa, þýtt á
dönsku: Modne, udvikle sig.
Þetta eru fyrstu orðabókar-
dæmin sem ég finn um sagn-
irnar í germynd. En dæmi eru
ekki tilfærð, þar sem þær
kæmu fyrir sem áhrifssagnir.
í Orðabók Menningarsjóðs,
nýjustu útgáfu, eru báðar
sagnirnar gefnar í germynd og
sem áhrifssagnir, athuga-
semdalaust. Þróa er = þroska,
efla, láta vaxa, auka og þroska
= þróa, veita þroska. Þar er
orðið þróun skilgreint: „fram-
vinda, atburðarás; framför,
ferli frá lægra stigi til æðra“.
Eftir allt þetta verð ég víst
að segja að „þetta sé hægt“,
enda þótt ég noti ekki sjálfur
sögnina að þróa sem áhrifs-
sögn fremur en ég nota sögn-
ina að stöðva án þess að láta
hana stýra falli. Niðurstaða:
Sagnirnar, sem bréfritari
spurði um, voru áhrifslausar
miðmyndarsagnir í fornu máli,
en nú eru menn teknir að hafa
báðar í germynd og láta þær
stýra falli, þroska um persón-
ur, en þróa um annað en per-
sónur. Má vera ég fjalli betur
um þetta innan skamms, en
mig langar til að koma að bréfi
frá Svend-Aage Malmberg í
Hafnarfirði:
★
„Hin nýja ensk-íslenska
orðabók Arnar og Örlygs eftir
Sören Sörenson er í takt við
tímann og segir m.a. frá AIDS
(Aquired Immunodeficiency
Syndrome), sem er þýtt áunnin
ónæmisbæklun. Eg felli mig
ekki við þessa löngu þýðingu
með sínum jákvæðu og nei-
kvæðu forskeytum og orðliðum
á víxl. Reyndi ég því að finna
einhverja íslenska skamm-
stöfun sambærilega við AIDS,
en öll sérhljóðin í áunnin
Kostnaður við heilbrigðisþ.
— eftirÓlafÖrn
Arnarson
Undanfarið hafa farið fram í
Morgunblaðinu umræður um heil-
brigðisþjónustuna í landinu. Það
er athyglisvert að umræðan snýst
ekki um gæði þjónustunnar. Flest-
ir virðast sammála um, að sá
árangur sem náðst hefur á undan-
förnum árum og kemur fram t.d. í
langlífi, lágum ungbarnadauða og
útrýmingu landlægra sjúkdóma,
sé með þvi sem best gerist í heim-
inum. Að sjálfsögðu má ýmislegt
finna og margt getur farið betur
og að umbótum er stöðugt unnið.
Augljóst er einnig, að almenning-
ur í landinu gerir miklar kröfur til
þessarar þjónustu og vill hafa
hana svo sem best gerist meðal
nálægra þjóða. Um slíkt vitna
viðbrögð almennings, þegar til
hans er leitað með stuðning við
ákveðin verkefni, sbr. söfnun
Krabbameinsfélags íslands til
húsakaupa fyrir starfsemi sína og
nú nýverið söfnun Lionsmanna til
kaupa á línuhraðli. Við sem störf-
um á sjúkrahúsum verðum einnig
áþreifanlega varir við mikinn
áhuga og velvilja, sem kemur
fram í ómetanlegum stuðningi
ótal einstaklinga og félaga við
þessar stofnanir.
Auðvitað er þessi þjónusta dýr.
Hún krefst fjölda vel menntaðs
starfsfólks, sem eyðir drjúgum
hluta ævinnar til undirbúnings
starfi sínu. Algengt er að sérfræð-
ingur í læknisfræði sé orðinn
35—40 ára, þegar hann hefur lokið
námi sínu, oftast erlendis, og kem-
ur heim til starfa. Þjónustu til
dæmis a sjúkrahúsum þarf að
veita allan sólarhringinn alla
daga ársins. Styttingu vinnutíma
sem aðrar stofnanir hafa getað
mætt með styttri opnunartíma
hafa sjúkrahúsin orðið að mæta
með fjölgun starfsfólks. Kostnað-
ur þeirra hefur þvf aukist hraðar
og meira en ýmissa annarra stofn-
ana þjóðfélagsins. Nauðsynlegt er
að búa sjúkrahús góðum tækjum
til lækninga og rannsókna. Allur
slíkur búnaður er dýr en þar á
ofan hafa menn séð ástæðu til að
leggja háa tolla og skatta á margt
af því sem til þarf. Ofan á inn-
kaupsverð leggjast í dag í mörgum
tilvikum 30% tollur, 20% vöru-
gjald og loks 24% söluskattur eða
um 115% álögur á innkaupsverð.
Það er því ljóst að heilbrigðiskerf-
ið skilar til baka umtalsverðum
hluta þess sem til þess er veitt.
AUar nálægar þjóðir, sem hafa
komið sér upp velferðarkerfi, hafa
lent í samskonar vandamálum
vegna mikils kostnaðar. Ýmsar
„Rekstur heilbrigöis-
þjónustunnar verður
hins vegar aldrei byggð-
ur á hugmyndafræði-
legum grunni eingöngu
hvorki frjálshyggju eða
sósíalisma. Jafnvel
Bandaríkjamenn viður-
kenna nauðsyn sam-
hjálpar á mörgum svið-
um og má þar t.d. nefna
Medicare, sem er trygg-
ing á vegum ríkisins
fyrir hina öldruðu, sem
þurfa á sjúkrahúsvist að
halda.“
leiðir hafa verið reyndar en eng-
inn hefur enn fundið þá lausn að
tLVggja öllum jafnan aðgang að
heilbrigðiskerfinu án tillits til
efnahags.
í greinum sínum í Morgunblað-
inu í byrjun mars sl., sem komu
þessari umræðu af stað, leggur
Ingólfur Sveinsson læknir áherslu