Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 33

Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ1985 33 286. þáttur ónæmisbæklun, löng og stutt, valda erfiðleikum. Þá rakst ég í „íslenskri orðabók Menning- arsjóðs“ á sögnina að næma í merkingunni að taka, ræna, taka á sitt vald, svipta (skálda- mál, gamalt og nýtt). Sögnina ónæma er einnig að finna í bókinni í merkingunni að gera ónæman. Svo aftur sé vikið að sagn- orðinu að næma, þá getur það e.t.v. einnig þýtt að gera næm- an með neikvæðri merkingu sbr. að svipta ónæmi, þótt ekki sé þess getið í orðabók Menn- ingarsjóðs. Þá er stutt í sam- hljóða nafnorð, næma, fyrir veikina AIDS. Næma er þannig heiti fyrir veikina, sem felst í að vera sviptur ónæmi, eða með öðrum orðum áunninni ónæmisbæklun. Ef einhver efast um íslenska málvenju í þessu sambandi, má benda á fjölda orða í ís- lensku þar sem sagnorð og nafnorð eru eins og enda á a eins og t.d. vinna, kæra, fæla, gæla og elska. Eins bera ýmsir sjúkdómar heiti sem endar á a, eins og t.d. mýrarkalda og flensa. Til táknrænnar áminn- ingar má að lokum einnig minna á orðið heilsa. Legg ég svo þessa hugmynd í dóm þeirra sem betur vita.“ Það gerir umsjónarmaður líka um leið og hann þakkar bréfið og vísar til forystu- greinar hér í blaðinu þriðju- daginn 30. apríl sl. ★ Ekki þóknast mér sú þol- mynd sem heyra mátti í kvöld- fréttum ríkisútvarpsins 30. apríl: „... þar sem honum var lofuð pólitísk og efnahagsleg að- stoð.“ Sögnin að lofa í þessari merkingu stýrir þágufalli, og því finnst mér sem þetta ætti að vera: ... þar sem honum var lofað pólítískri og efnahagslegri aðstoð. Um kostnað við heilbrigðisþjónustu — eftirArsœl Jónsson Kostnaður við heilbrigðisþjón- ustu hefur farið ört vaxandi undan- farna þrjá áratugi meðal vestrænna þjóða. Heilbrigðisþjónusta allra Evrópuríkja er tryggð öllum þjóð- félagsþegnum af almannafé. í Hol- landi nær sú trygging einnig til hjúkrunarheimila, en 9—14% allra launa fara i þessar fjárveitingar og helmingur kemur á móti frá vinnu- veitanda. í öllum Evrópuríkjum ráða sveita- eða svæðisstjórnir yfir leiðum til rekstrar heilbrigðisþjón- ustunnar og tilhneiging undanfar- inna ára hefur verið að færa skipu- lagið út fyrir sjúkrahúsin yfir í allsherjar heilbrigðisþjónustu, líkt og við höfum hér á Islandi í dag. Mörgum verðum litið til Breta þegar fjallað er um kostnað við heilbrigðisþjónusta. Bretar eyða aðeins um 6,5% af vergum þjóðar- tekjum til heilbrigðismáia, á sama tíma og aðrar þjóðir eru á bilinu 8—12%. Breska heilbrigðisþjónust- an (National Health Service, NHS) hefur einnig orð á sér fyrir gæði og réttláta dreifingu til þegnanna. Ár- ið 1982 kostaði NHS tæpa 15 millj- arða £ eða sem svaraði 250 £ á hvern þjóðfélagsþegn. Af þessari upphæð fór 75% í að greiða laun (stærstu liðir hjúkrunarfræðingar og ljósmæður 36%, ræstitæknar 15% og læknar 8%), beinn kostnað- ur við sjúklinga 8% (stærstu liðir lyf 2,5%, lækningaáhöld 2,5% og hjálpartæki 1%) og annar rekstr- arkostnaður 17%. Til samans reyndust þetta 10% af útgjöldum ríkisins. NHS er stærsti vinnuveit- andinn í Bretlandi. Um % kven- fólks á vinnumarkaðnum og meiri- hluti fólks í hlutastörfum í landinu vinna þar. Við stofnun NHS var álitið að heilbrigðisþjónusta myndi kosta minna í framtíðinni, þ.e.a.s. þegar búið væri að lækna alla þyrftu færri á henni að halda. Sú varð þó ekki raunin á. Það var ekki séð fyrir þær miklu breytingar sem urðu í aldursdreifingu þjóðfélagsins og einkum hina miklu fjölgun aldr- aðra. Um 10 milljónir af 76 milljón- um Breta eru 65 ára og eldri í dag. Meðalkostnaður við meðferð aldr- aðs sjúklings er fimmfaldur á við þá sem yngri eru. Meðallegutimi á sjúkrahúsum í Bandaríkjunum eru 6 dagar, í Bretlandi 9 dagar og í Þýskalandi 15 dagar. Skurðaðgerðir eru þrefalt algengari í Bandaríkj- unum miðað við Bretland. Þetta vekur spurningar um réttmæti ákvarðana. Dánarosakir eru hins vegar þær sömu: 50% deyja úr blóð- rásarsjúkdómum, 20% úr krabba- meini, 5% úr slysum og aðrir úr öllu mögulegu. Fjármögnun heil- brigðisþjónustunnar Hvaða möguleikar eru að fá fjár- muni til heilbrigðisþjónustunnar? a) Láta neytandann borga á mark- aðsverði, b) með einkareknum tryggingar- félögum, c) félagstrygging eða trygging vegna atvinnu, d) bein skattheimta ríkisins. Ekkert kerfi er hreinræktað í heiminum i dag. Flest eru blanda af þessum fjórum. T.d. greiða trygg- ingafélög 20% kostnaðar sjúklings í Hollandi, en í Bandaríkjunum greiða einkatrygginafélög innan við 30%, stjórnvöld 42% en 28% kemur úr vasa neytandans. Ríkisreknu sjúkratryggingakerfi var fyrst komið á í heiminum í Þýskalandi árið 1883 með keisara- legri tilskipun. Eftir síðari heims- styrjöldina var komið á skyldu- tryggingu launþega. I dag greiðir launþegi í Þýskalandi 6% af laun- um sínum í sjúkratryggingasjóði, sem svo aftur er greitt út til heil- brigðisþjónustunnar. Skattheimta af launum getur einnig orðið á launaskrá og borgar þess vegna ekki til heilbrigðisþjónustunnar, sem aðrir njóta. Við stofnun NHS í Bretlandi árið 1948 var bein skatt- heimta á breiðustu bökin en um 10% þess fjármagns er talið að tap- ist áður en það næst í það (kostnað- ur við gjaldheimtuna). Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu Ríkisstjórn Margaret Thatchers hefur lagt mikla áherslu á eflingu einkareksturs f heilbrigðisþjónustu en þrátt fyrir umtalsverða aukn- ingu er þýðing hans lítil þegar litið er á heildina. Árið 1982 var velta einkareksturs í breskri heilbrigðis- þjónustu aðeins 250 milljónir punda, sem er aðeins 1,7% af 15 milljörðum sem NHS kostaði það árið. Ljóst er að einkarekstur nær ekki að anna langvinnum veikind- um af neinu tagi og helstu verksvið hans eru á sviði skurðlækninga, sem þurfa lítinn mannafla, tækja- kost og stuttan legutíma. Þegar einkarekin tryggingafélög þurfa að sjá um fjármögnun heilbrigðisþjón- ustunnar fara 8—12% kostnaðarins í aukaskrifstofukostnað við fjár- heimtu. Það fé glatast neytandanum. Ólikt öðrum löndum er allur einkarekstur innan heilbrigðisþjón- ustu á íslandi greiddur af almanna- fé. Einkarekstur á íslandi sparar þvi ekki heildarútgjöld til heil- Ársæll Jónsson „Ókostir einkarekst- urs á íslandi eru því að- allega þeir að draga fé frá annarri og brýnni þjónustu við sjúklinga. Með öðrum orðum á meðan sjúkrahúsunum er fyrir lagt að skera niður 2,5 % af rekstri og 5 % af launum starfs- fólks síns, þá fá einka- reknar lækningastöðvar opna ávísun til Trygg- ingastofnunar ríkisins.“ brigðismála en kemur sem viðbót- arþjónusta við þá sem fyrir er. Kostir hennar eru augljósir þar sem fjölbreytni í læknisþjónustu er aukin og biðlistar sjúkrahúsanna geta náð að styttast. Okostir einka- reksturs á fslandi eru því aðallega þeir að draga fé frá annarri og brýnni þjónustu við sjúklinga. Með öðrum orðum á meðan sjúkrahús- unum er fyrir lagt að skera niður 2,5% af rekstri og 5% af launum starfsfólks síns fá einkareknar lækningastöðvar opna ávisun til Tryggingastofnunar ríkisins. Bresk stjórnvöld hafa lagt mikla áherslu á sparnað i rekstri heil- brigðisþjónustunnar. Eitt af þeim atriðum sem núverandi ríkisstjórn leit á var skattur á þá sjúklinga sem lögðust inn á sjúkrahús. Rök- rétt er að álykta að sjúklingar, sem hafa fullar tekjur og leggjast inn á sjúkrahús, geti greitt sem svarar fæði og uppihaldi þá daga sem þeir liggja á sjúkrahúsinu, enda sparast það frá eigin heimilishaldi. í ljós kom hins vegar að það fjármagn sem fór í að innheimta þennan „sjúklingaskatt" fór all i að greiða fyrir þann aukna innheimtu- og skrifstofukostnað, sem til þurfti til að ná því fé inn. Árið 1982 voru samþykkt lög í V-Þýskalandi þess efnis að allir sjúklingar skyldu greiða 5 mörk á dag fyrir fyrstu 14 dagana á sjúkrahúsi. Þessi laga- setning hafði valdið miklum óvin- sældum á sjúkrahúsum einkum vegna hins mikla kostnaðar við að innheimta þau. Símon Steingríms- son, forstjóri ríkisspítalanna, hefur í nýlegri grein í Morgunblaðinu áætlað að ef sjúklingur á vinnu- færum aldri greiddi 10% af kostn- aði við dvöl sína á ríkisspítölum væri það undir 1% af kostnaði rík- isspítala og þá er ekki gert ráð fyrir sérstökum innheimkostnaði. Hvað er framundan? Það er ákvörðun stjórnvalda á ís- landi hversu miklu fé er varið til heilbrigðisþjónustunnar. Hvernig því fé er varið er erfiðara að ná samkomulagi um. Ljóst er þó að ef kakan er ein verður stór sneið ekki skorin frá nema með því að minnka aðra. Hvað fæst fyrir þetta fjármagn er einnig erfitt að meta en „harðar tðL ur“ eins og ungbarnadauði, ævilíkúr við fæðingu og staðlaðar manns- látatölur og e.t.v. einnig lífsgæða- kannanir meðal almennings gefa íslendingum hæstu einkunn í heim- inum í dag. Flestir íslendingar horfa í dag fram á að lifa fram á mjög háan aldur. Á meðan íslensku þjóðinni fjölgaði um helming á þessari öld fjölgaði þeim sem voru níræðir og eldri meira en sexfalt. Þessi breyt- ing á aldurshlutföllum í þjóðfélag- inu veldur því að kostnaður yið heilbrigðisþjónustuna hlýtur að aukast og ef fjármagnið helst óbreytt verður að skera niður, en hvar og hvernig? lleimildir: Þessi grein er úrdráttur úr skýrslu frá námskeiði sem undirritaður átti kost á að sækja: „NHS Manage- ment Seminar for Consultants and Senior Registars in Geriatric Medi- cine* sem haldið var i Manchester Buisiness School, Manchester i nóv- ember 1983 og birtist i öldrun, frétta- bréfi öldrunarfræðafélags tslands 3. tbl. 2. árg. 1984. Höfundur er sérfræóingur í a/- mennum lyflækningum og öldrun- arlækningum og starfar við lyf- lækningadeild Borgarspítalans. Hann er formaður Öldrunarfræð* félags íslands. jónustu á verðskyn bæði neytenda og veit- enda þjónustunnar. Ég er sam- mála Ingólfi í því að hér sé grundvöllur þess að einhver árangur náist í því að halda kostn- aðinum í skefjum. Hins vegar virðist það vera mikið viðkvæmn- is- og feimnismál í augum margra að neytandinn fái nokkra hug- mynd um kostnað. Það er ekki ver- ið að tala um að neytandinn taki meiri þátt í kostnaðinum beint heldur aðeins að hann fái upplýs- ingar þar um. Hann er að sjálf- sögðu búinn að greiða fyrir þetta allt saman í sköttum sínum. Á sama hátt er að sjálfsögðu nauðsynlegt að veitendur þjónust- unnar viti hvað hlutirnir kosta. Á það skortir talsvert í dag en í þeim efnum þarf að gera verulegt átak. Það er grundvallaratriði að þekk- ing og rannsóknir á rekstri heil- brigðisþjónustunnar séu fyrir hendi og þannig hægt að taka ákvarðanir sem byggðar eru á sæmilega traustum grunni. í Reykjavíkurbréfi Morugnblaðsins sunnudaginn 5. maí sl. kemur fram að til íslenskra heilbrigðismála sé varið um 8 milljörðum króna. Við vitum í raun allt of lítið um hvernig þetta fé nýtist eða hvort mikið fer í súg- inn. Þetta verður til þess að of oft eru settar fram fullyrðingar og Ólafur Örn Arnarson ýmsum kenningum haldið á loft sem ekki eiga sér stoð í veruleik- anum. Dæmi um þetta er einmitt að finna í áðurnefndu Reykjavík- urbréfi þar sem höfundur reiknar út „ráðstöfunarfé" íslenskra lækna miðað við tölur um laun lækna í Bandaríkjunum. Ekki veit ég hvað höfundur þekkir til launa- kjara lækna þar vestra en það get ég fullyrt eftir 6 ára dvöl þar í landi við sérnám, að svo mikill munur er á kjörum lækna í Bandaríkjunum og á íslandi, að slíkur útreikningur og þær álykt- anir, sem af honum eru dregnar. eru algerlega út í hött. Ánnað dæmi er deilur sem spruttu út af samanburði á rekstri sjúkrahúsa, sem rekin eru á daggjaldakerfi eða á föstum fjárlögum. Þar komu fram fullyrðingar um að annað kerfið væri mun betra en hitt og umtalsverður sparnaður hefði náðst með því einu að breyta um kerfi við útdeilingu fjármagns til reksturs sjúkrahúsa. Þá voru teknar ákvarðanir á mjög hæpn- um forsendum og nú er svo komið, að um helmingur þess fjár sem ætlað er til reksturs sjúkrahúsa er deilt út eftir kerfi fastra fjárlaga en hinum helmingnum eftir daggjaldakerfi. Bæði kerfin eru meingölluð og við sitjum uppi með það versta sem hægt var að hugsa sér í þessum efnum. Á landsfundi Sjálfstæðisflokks- ins komu þessi mál til umræðu í sambandi við tillögu málefna- nefndar að ályktun um heilbrigð- is- og tryggingamál. Þar segir „Fundurinn telur nauðsynlegt, að stöðugt verði unnið að langtíma- áætlunum í heilbrigðisþjónust- unni með það markmið í huga að sem bestur árangur náist með þeim mannafla, tækjum og fjár- magni sem til er á hverjum tíma. í því skyni verði fjárfestingar og rekstrarþættir teknir til sérstakr- ar skoðunar." Þar var ennfremur samþykkt að mæla með því, að sett yrði á stofn upplýsinga- og ráðgjafarþjónusta fyrir heilbrigð- isþjónustuna. Um þetta er búið að ræða árum saman án þess að nokkuð hafi orðið úr framkvæmd- um. Hugmyndin er sú að hér sé um að ræða nokkurs konar hag- deild, sem framkvæmi athuganir, kanni rekstur einstakra stofnana og safni saman upplýsingum, sem komið geti stjórnendum að gagni við töku ákvarðana. Áugljóslega er mikil þörf á slíkri þjónustu og sá kostnaður sem af hlýst kemur til með að skila sér margfalt til baka. Liggi slíkar upplýsingar fyrir verður auðveldara að skoða öll mál út frá staðreyndum í stað þess að oft er verið að deila um hverjar þær eru. I landsfundarályktun er einnig Iýst yfir stuðningi við einkarekst- ur á vissum sviðum til aðhalds hinum opinbera rekstri. Jafn- framt er ítrekað að rétt sé að færa verkefni á sviði heilsugæslu til sveitarfélaga og er þar fyrst og fremst haft í huga þéttbýlið hér á Reykjavíkursvæðinu. Sjálfstæðis- flokkurinn hefur þá aðstöðu nú að stjórna Reykjavík og mörgum bæjarfélögum í nágrenninu auk þess að ráða heilbrigðis- og fjár- málaráðuneytum. Það ættu því að vera hæg heimatökin en eitthvað vefst það samt fyrir ráðamönnum að framkvæma þessa stefnu flokksins. Inn í umræðuna um þessi mál hefur verið blandað hugtökum eins og frjálshyggju og fasisma. Meiri andstæður er náttúrulega ekki hægt að hugsa sér nema ef til vill svart og hvftt. Morgunblaðið tók myndarlega á slíkum hug- myndafræðilegum ruglingi og mætti raunar gera það oftar, þeg- ar menn afflytja frjálshyggjuna og ætla henni allt annað en hún er. Rekstur heilbrigðisþjónust- unnar verður hins vegar aldrei byggður á hugmyndafræðilegum grunni eingöngu hvorki frjáls- hyggju eða sósíalisma. Jafnvel Bandaríkjamenn viðurkenna nauðsyn samhjálpar á mörgum sviðum og má þar t.d. nefna Medi- care, sem er trygging á veg'um ríkisins fyrir hina öldruðu, sem þurfa á sjúkrahúsvist að halda. Segja má að tímabil mikillar uppbyggingar í heilbrigðisþjón- ustunni hafi staðið undanfarin ár. Að henni hefur verið staðið af miklu kappi en stundum af minni forsjá. Nú þarf hins vegar að huga að undirstöðum rekstrarins og sníða agnúana af. Við þurfum enga byltingu á þessu sviði heldur sveigja reksturinn til þess að sem bestur árangur náist og komið verði í veg fyrir hvers kyns sóun. Og fyrir alla muni hefjumst nú handa um grundvallarrannsóknir á rekstri heilbrigðisþjónustunnar þannig að ákvarðanir okkar í framtíðinni verði teknaf af sæmi- legu viti. Höfundur er yfirlæknir Landa- kotsspítala og formaður Heilbrigð- is- og trygginganefndar Sjilfsísti- isflokksins.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.