Morgunblaðið - 11.05.1985, Side 42
42
MOBGUNBLAÐID) tiAPGARDAGUR ll.MAÍ 198«
Minning:
Veronika Narfadótt-
ir, Fáskrúðarbakka
Fsdd 1. janúar 1899
Dáin 30. apríl 1985
í dag er kvödd hinstu kveðju
elskuleg móðursystir okkar
Veronika Narfadóttir, lengst af
húsmóðir á Fáskrúðarbakka í
Miklaholtshreppi, en hún andaðist
í sjúkrahúsinu á Akranesi 30.
apríl sl.
Veronika fæddist á Hallkels-
stöðum í Hvítársíðu 1. jan. 1899 og
' voru foreldrar hennar þau Þuríður
Jónsdóttir fædd að Höll i Þver-
árhlfð og Narfi Jónsson frá Efra-
nesi í Stafholtstungum. Var hún
því Borgfirðingur í báðar ættir og
í föðurætt af Deildartunguætt.
Narfi og Þuríður eignuðust tvær
dætur og var sú eldri móðir okkar,
Halldóra, fædd 26. júní 1897, dáin
19. júlí 1982.
Veronika ólst upp með foreldr-
um sínum. Þau fara frá Hallkels-
stöðum, þegar hún er um það bil 1
árs gömul, að Elínarhöfða á Akra-
nesi.
Þaðan flyst fjölskyldan að
Grísatungu í Stafholtstungna-
hreppi. Þar dvelst Veronika hjá
“ ioreldrum sínum, þar til hún gift-
ist, á afmælisdegi sínum, 1920,
Kristjáni Guðmundssyni frá Kol-
viðarnesi í Eyjahreppi og hófu þau
sinn búskap í Grísatungu. Á slík-
um býlum sem Grísatungu, af-
skekktu fjallabýli, varð búskapur
ekki stór, enda undrast maður f
dag, að þar skuli hafa verið hægt
að rækta jörð og lifa af.
í Grfsatungu fæðast Veroniku
og Kristjáni tvö fyrstu börnin,
Kristín Halldóra og Guðmundur,
den alls varð þeim 10 barna auðið
og eru þau: Kristín, húsfrú í
Reykjavfk, gift Jónasi Sig. Jóns-
syni, Guðmundur, bóndi á Lýsu-
hóli, kvæntur Margréti Hallsdótt-
ur, Narfi, bóndi að Hoftungum,
kvæntur Jónfrfði Sigurðardóttur,
Þuríður, húsfrú í ólafsfirði, gift
Jóhannesi Jóhannessyni, Guð-
bjartur, áður bóndi á Lækjarmóti,
kvæntur Jóhönnu Þ. Emilsdóttur,
Oddný, húsfrú að Rauðanesi i
Borgarhreppi, gift Guðjóni Vigg-
óssyni, Gunnar, bóndi á Fáskrúð-
arbakka, Sigurvin, bóndi á Fá-
skrúðarbakka, kona hans er Stein-
unn Hrólfsdóttir, Jóhanna Sigríð-
ATHYGLI skal vakin á því, að
afmælis- og minnmgargreinar
verða að berast blaðinu með góð-
um fyrírvara. Þannig verður
grein, sem birtast á í miðviku-
dagsblaði, að berast í síðasta lagi
fyrir hádegi á mánudag og hlið-
stætt með greinar aðra daga. í
minningargreinum skal hinn
látni ekki ávarpaður. Þess skal
einnig getið, af marggefnu tiÞ
efni, að frumort Ijóð um hinn
látna eru ekki birt á minningar-
orðasíðum Morgunblaðsins.
Handrít þurfa að vera vélrituð og
með góðu línubili.
f
Blómmtofa
Friðfimts
Suðurtandsbraut 10
108 Reykjavík. Sími 31099
Opið ölikvöld
til kl. 22,- einnig um helgar.
Skreytíngar við öil tilefni.
Gjafavörur.
ur, lést liðlega 3ja ára gömul,
yngstur er Jóhann Sigurður, bú-
settur í Reykjavík, kvæntur Sig-
ríði Hjálmarsdóttur.
Minningar okkar um frænku
eru umvafðar birtu og hlýju, því
alltaf var hún geislandi glöð og
góðvildin skein úr andliti hennar,
þannig kynntumst við henni og
þannig munum við hana.
Best kynntumst við henni og
fjölskyldu hennar er hún tók á
móti okkur og móður okkar opnum
örmum, er við þurftum á húsa-
skjóli að halda í júní 1941, en þá
voru mörg hús í Skerjafirði flutt
vegna lagningar Reykjavíkurflug-
vallar. Fólk varð að yfirgefa hús
sín og þar á meðal okkar fjöl-
skylda.
Okkur var boðið að vera hjá
þeim Veroniku og Kristjáni eins
lengi og við þurftum á að halda
eða þar til í nóvember sama ár.
Innilegt samband var ávallt á
milli systranna, þótt fjarlægð
skildi þær að.
Þær skrifuðust alltaf á, þótt það
segi sig sjálft að húsmæður með
stóran barnahóp hafa ekki haft
mikinn tima aflögu.
Bðrn Veroniku og Kristjáns
dvöldu gjarnan á heimili foreldra
okkar og þótti móður okkar eins
og þau væri hennar eigin börn,
enda ekki svo fjarri, þar sem hún
ung að árum tók á móti tveimur
fyrstu börnum systur sinnar, því
oft var þá erfitt að ná til ljósmóð-
ur.
Þessa minningu rifjaði frænka
okkar upp, er við heimsóttum
hana á sjúkrahúsið á Akranesi,
nokkrum dögum áður en hún
kvaddi þennan heim, og bætti við
„það féll aldrei skuggi á vináttu
okkar systranna", enda kölluðu
þær hvor aðra aldrei með nafni,
heldur alltaf „systir" og segir það
sína sögu. En þær fengu ekki
tækifæri til að alast upp saman og
því fylgdi ávallt söknuður.
Móðir okkar var sett í fóstur 4
ára gömul að Fljótstungu í Hvít-
ársíðu og var þar fram yfir ferm-
ingu.
Veronika hafði sérstaklega létt
skap og var alltaf stutt i hláturinn
ef slegið var á létta strengi.
Oft var glatt á hjalla í Akur-
holti sumarið 1941, eða á sumrinu
okkar, eins og við systkinin höfum
oft nefnt það. Sumarið var ein-
staklega gott hvað veður snerti,
enda kom það sér vel með allan
barnahópinn, en þetta sumar voru
18 manns í heimilinu, þar af 13
börn.
Á svo stóru heimili sem þessu,
var vinnudagurinn oft langur, en
aldrei raunum við eftir að það
væri orðað. Verkin voru bara unn-
in. Fara varð t.d. langa leið með
þvottinn. Var farið með hann á
hestvagni að Smáragerði, þar var
heitt vatn og þótti það mikill mun-
ur, frá því að ná í allt vatn úr
brunni.
í Akurholti bjuggu þau Veron-
ika og Kristján í 20 ár eða til árs-
ins 1946 að fjölskyldan flytur að
Fáskrúðarbakka í Miklaholts-
hreppi og búa þar myndarbúi, þar
til 1961 að Kristján fellur frá 69
ára gamall. Eftir það taka yngstu
synirnir við búinu ásamt móður
sinni.
Fyrir mörgum árum fór að gera
vart við sig hjá Veroniku mikið
máttleysi í fótum. Var hún skorin
upp og var gerð á henni aðgerð á
hnjánum, en allt kom fyrir ekki og
þurfti hún að nota hækjur í fjölda
ára, en hún lét það ekki aftra sér
frá að komast áfram.
Veronika las mikið og hafði allt-
af einhverja handavinnu til að
grípa í og stytti það henni stundir,
því að hún hélt allgóðri sjón.
Þann 2. júlí 1982 var haldið ætt-
armót, hittust afkomendur systr-
anna og þeirra fjölskyldur. Móðir
okkar var þá orðin heilsutæp, en
þráði mikið að hitta systur sína.
mótið var haldið að Lýsuhóli í
Staðarsveit. Þarna voru mættir 85
manns. Var þetta einstaklega vel
heppnaður dagur í alla staði fyrir
einstakan myndarskap fjölskyldu
Veroniku og nutu systurnar sam-
verunnar mjög þennan dag. Eig-
um við systkinin engin orð til að
lýsa ánægju okkar yfir fram-
kvæmd þessa ættarmóts.
Að leiðarlokum skulu frænku
hér færðar hjartans þakkir, frá
okkur systurbörnum hennar og
fjölskyldum okkar, fyrir allt það
sem hún var okkur, hennar viðmót
og hjartahlýju. Biðjumn við góðan
guð að blessa minningu hennar og
vottum börnum hennar og fjöl-
skyldum þeirra samúð okkar.
Guðrún, Jón, Þuríður,
Leifur og Narfi.
Þegar hlýr vorblær leikur um
vanga, eftir veðurbliðan vetur,
vorið á næsta leiti, umhverfið allt
öðruvísi en mörg undanfarin vor,
blómin sem kulnuðu út í vægum
vindum þess vetrar, sem nýlega
hefur hvatt, erum við áþreifanlega
minnt á að líf okkar er háð sömu
lögmálum og blómin sem uxu í
varpanum í fyrra, þau komu og
þau fóru. Sá, sem hagsæld okkar
hefur í hendi sinni, kallar okkur
hvern og einn til sín, þó misjafn-
lega snemma, en enginn skal þí
undan þessu kalli komast. Alda-
mótabarnið og öðlingskonan Ver-
onika Narfadóttir, húsfrú á Fá-
skrúðarbakka, var kölluð burt úr
þessum heimi þann 30. apríl síð-
astliðinn. Andlát hennar kom
okkur, sem þekktum hana, ekki á
óvart, heilsan búin að vera mjög
tæp undanfarin ár. Veit ég fyrir
víst að Veronika var þessari hvíld
fegin. Hún var þannig manneskja
að hún sá ætíð bjartar hliðar á
tilverunni og hafði mikla ánægju
af að ræða um lífið og hin daglegu
störf. Hún var sjálf búin að vinna
langan vinnudag og vissi því vel
hvað trúmennska í starfi var mik-
ils virði fyrir þann, sem vildi lifa
lífinu á sem farsælastan hátt. Það
er ekki alltaf sem starf konunnar
er metið sem skyldi í umræðu, oft
vill starf þeirra gleymast og því
minna haldið á lofti en vera ber,
störf konunnar, sem eldinn fól að
kveldi og blés í glæðurnar að
morgni, sem breytti ull í fat og
mjólk í mat, sem ætíð var reiðubú-
in að rétta fram hjálparhönd ef á
þurfti að halda. Heimili hennar
var hennar arinn, þar sem hún
varði öllum sínum kröftum. Ef-
laust hafa lifsþægindi til heimil-
isstarfa verið frumstæð í þá daga
og sömuleiðis húsakynni, en með
farsæld og ráðdeild varð öllu
breytt til betri hátta, jafnframt og
nýjar kröfur um lífsþægindi
ruddu sér til rúms.
Veronika var Borgfirðingur að
ætt, fædd var hún að Hallkels-
stöðum í Hvítársíðu í Mýrasýslu.
Foreldrar hennar voru hjónin
Þuríður Jónsdóttir og Narfi Jóns-
son, þau bjuggu lengst af sínum
búskap í Grísatungu í Mýrasýslu.
Eina systur átti Veronika. Hún
hét Halldóra, var hún búsett í
Reykjavík og er látin fyrir nokkr-
um árum. Ekki mun Veronika
hafa hlotið neina skólamenntun
umfram það sem andi þess tíma
bauð upp á. En lífið var henni sá
skóli, sem dugði, og lífið gaf henni
þá reynslu, að hún mátti ánægð
vera þegar ævikvöldinu lýkur.
Veronika var ein þeirra kvenna,
sem leit mannlifið með ástúðlegu
þeli, móðurlegri viðkvæmni og
samúð, sem gerir engan greinar-
mun á stóru eða smáu. Hún var
heilshugar trúkona, sem áótti sálu
sinni ljós og yl í lindir trúarinnar,
Guðs orð og bænina. Kom það sér
vel fyrir hana er veikindi ásóttu
hana, að hún var sterk í stríði með
styrka trú. Hún lifði það að sjá
börn sín vaxa og verða nýtir þjóð-
félagsþegnar, barnabörn og
barnabarnabörn hennar er stór
hópur, sem veitti henni sanna
lífsfyllingu.
Hinn 1. janúar 1921 giftist Ver-
onika Kristjáni Guðmundssyni frá
Kolviðarnesi í Eyjahreppi, fór
brúðkaup þeirra fram í kirkjunni í
Stafholti, Mýrasýslu. Kristján var
mikill búsýslumaður og traustur
einstaklingur í bestu merkingu
þess orðs. Hann dó 1. febrúar 1961.
Þeim hjónunum varð 10 barna
auðið, þau eru: Kristín Halldóra,
húsfrú í Reykjavík, Guðmundur
bóndi Lýsuhóli, Staðarsveit, Narfi
Sigurður, bóndi Hoftúnum, Stað-
arsveit, Þuríður húsfrú í ólafsvík,
Guðbjartur bóndi Lækjarmótum,
Miklaholtshreppi, en hann er bú-
inn að dvelja mörg ár á sjúkrahúsi
illa farinn á heilsu, Sigurvin bóndi
á Fáskrúðarbakka, Gunnar bóndi
á Fáskrúðarbakka, Jóhanna Sig-
ríður, dó á fjórða ári og Jóhann
Sigurður verkamaður í Reykjavík.
Öll eru börn þeirra hjóna traust
og dugandi fólk. Fyrstu búskapar-
ár sín bjuggu þau í Grísatungu í
Mýrasýslu, síðan fluttu þau að
Akurholti I Eyjarhreppi og árið
1945 kaupa þau svo jörðina Fá- ‘
skrúðarbakka og búa þar uns syn-
ir þeirra tóku við búsforráðum
þar. Jörðin Fáskrúðarbakki er
góðbýli, þar áttu þau sæludaga og
nutu þess að bæta og prýða jörð
sína.
Ég hef tínt hér saman fátækleg
orð, sem á hugann leita við brott-
för Veroniku á Fáskrúðarbakka,
lífsbók hennar er lögð aftur, engin
blaðsíða er það auð, drengskapur,
hjartahlýja og góðvild standa þar.
Ég efa ekki að fjölmenni verður
við útför hennar, frændgarður
hennar er stór og vinsemd hennar
og viðmót var þess eðlis að þeir
sem kynntust henni fundu traust
hennar og góðvild. öllum vildu
hún svo vel. Eg minnist þess er ég
kom hér í sveit, alkominn til dval-
ar fyrir 36 árum, að ég kom fljót-
lega að Fáskrúðarbakka. Ég man
hlýja handtakið hennar og orðin
sem því fylgdi. Það var gott inn-
sigli á það góða nágrenni, sem
ætíð hefur verið milli bæja hér.
Þakka ég nú fyrir það af heilum
hug.
Ég og kona mín vottum að-
standendum hennar samúð. Guð
blessi minningu góðrar konu.
Páll Pálsson, Borg
Halldóra V. Jóhanns-
dóttir — Minning
Fædd 8. aprfl 1938
Dáin 4. febrúar 1985
Það hefur löngum verið talið að
sérstaklega náið samband sé milli
tvíbura og er það ekki orðum auk-
ið þegar talað er um tvíburasyst-
urnar Árný Jónu og Halldóru sem
alla tíð voru sérstaklega samrýnd-
ar.
Þó var mér brugðið er Árný
Jóna dó og Halldóra sagði mér að
nú væri hún að berjast við sama
sjúkdóminn og systir hennar og
hún byggist ekki við að það yrði
mjög langt á milli þeirra.
Gat verið að sambandið væri
svo sterkt að þegar önnur færi
væri ekki langt í það að hin kæmi
á eftir. En það er nú samt sem
áður orðið að veruleika.
Núna eru rúm 30 ár liðin síðan
við settumst allar á skólabekk í
Húsmæðraskóla Suðurlands að
Laugarvatni.
Við skólasysturnar hittumst til
að minnast þessa áfanga og rifja
upp gömul kynni. Þá var stórt
skarð höggvið í hópinn þar sem
vantaði tvær — tvíburasysturnar
á Selfossi. En þær voru alla tíð
ákaflega hugljúfar, brosmildar og
alltaf eins og hugur manns.
Með þessum orðum kveðjum við
Halldóru og Árnýju Jónu og þökk-
um gömul og góð kynni.
Við vottum aðstandendum
þeirra okkar dýpstu samúð og vit-
um að minningin lifir um góðar og
hjartahlýjar systur, sem alla tíð
voru eins og ein órofa heild.
Fyrir hönd 30 ára nemenda
Húsmæðraskólans á Laugarvatni,
Valborg Soffía Böðvarsdóttir
Legsteinar
granít — marmari
Útivistardagur fjöl-
skyldunnar á morgun
OpM aila tfaga,
— a-1— fc-.aWii
ttnnig Kvota
og holgar..
fianít j./.
Unnarforaut 19, Ssttjamanwsi,
símar 620609 og 72818.
ÚnVISTT efnir til sérstaks Útivistardags fjölskyldunnar á morgun sunnudag
inn 12. maí. og verður hann fyrsti af þremur slíkum á árinu
Farið verður í tvær ferðir, ann-
ars vegar í gönguferð um Marar-
dal á Hengil kl. 10.30 og hins vegar
um gömlu þjóðleiðina yfir Hellis-
heiði. Gengið verður um vörðuðu
leiðina að Hellukofanum og endað
við Draugatjörn sunnan Hengils.
Þar verður boðið upp á kakó og
kex í lok göngunnar.
Þessar ferðir eru jafnframt af-
mælisgöngur í tilefni 10 ára af-
mælis Útivistar og fá þátttakend-
ur afhent afmælisferðaspjald.
Brottför er frá Umferðarmið-
stöðinni, að vestanverðu.
(Úr fréttatilkynningu)