Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 43

Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 43
MORGUNBLADIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 43 100 ára minning: Pétur J. Hraun- fjörð sjómaður Fsddur 12. mai 1885 Dáinn 5. mars 1957 Heil öld — hvað er það, í huga manns, gæti sköpun heimsins hafa átt sér stað fyrir hundrað árum. Svo ör hefur þróunin verið. Faðir minn fæddist á Vala- björgum í Helgafellssveit, heiðar- býli langt frá byggðu bóli, og ekk- ert til að vefja hvítvoðunginn i annað en línskyrta af móðurinni, sem var svo lasburða af langvar- andi næringarskorti að hún mjólkaði drengnum ekki og kýrin geld. Það var því horfið að því ráði að næra hann á kaplamjólk. Foreldrar Péturs voru Jón Jó- Kaffidrykkja aldraðra í Fríkirkju- söfnuðinum KVENFÉLAG Fríkirkjunnar hefur ákveðið að helga um sinn 5. sunnu- dag eftir páska öldruðu safnaðar- fólki. í framhaldi af þvi býður Kven- félagið öldruðu fríkirkjufólki til kafHdrykkju í Oddfellowhúsinu við Vonarstræti, óðara að lokinni messu í Fríkirkjunni á morgun, sunnudag. Guðþjónustan hefst kl. 14 og mun Fríkirkjukórinn syngja undir stjórn organista kirkjunnar, Pav- els Smíd. (flr frétutilkrnninpi) hannesson f. 1844 á Berserkseyri i Eyrarsveit og Guðlaug Bjarna- dóttir f. 1853 í Hraunholtum í Kolbeinsstaðahreppi. Árið eftir eru þau komin að Horni i sömu sveit. En flytja fljótlega þaðan og eru komin í Hraunsfjörð árið 1888. Þar bjuggu þau næstu 20 árin eða til ársins 1908, að þau flytja að Hallbjarnareyri í Eyrarsveit. Snemma var Pétur lánaður í smalamennsku og hjásetu, sem matvinningur. Honum féll ekki vistin og þótti betra að vera svangur heima í Hraunsfirði en á öðrum bæjum. Á ellefta ári var hann settur til sjós á opnum seglbát, var það harður skóli. Til að byrja með skyldi hann vera kokkur. Eldamennskan var fá- brotin, en þó of flókin fyrir 10 ára dreng, því hver vildi fá þann fisk upp úr pottinum, sem hann hafði lagt sér. Þetta var upphafið á sjó- mennsku Péturs J. Hraunfjörð, sem átti eftir að vera næstu 30 árin og verða harðsótt með köfl- um, því hann var þrekmaður mik- ill og kappsamur, að hverju sem hann gekk. Hann var bráðvel gef- inn og lauk „meira fiskimanna- prófi“, og var skipstjóri eftir það á þilskipum við Breiðafjörð og víð- ar, eftir því sem ástæður leyfðu. Kona hans var Ásta Kristjáns- dóttir f. 6/6 1891, d. 27/7 1980 (f. í Stekkjartröð í Eyrarsveit), hún var vel gefin, dugnaðarkona og manni sínum góður lífsförunaut- ur. Af níu börnum þeirra hjóna komust 7 til fullorðins ára, 6 eru á Hfí. Þau bjuggu víða og alltaf í þurrabúð. Þegar Pétur var um fer- tugt urðu miklar breytingar á högum hans. Heilsan bilaði og nýr þáttur hófst í lífi hans. Hann flyt- ur til Reykjavíkur, en verka- mannavinna var lítil og stopul. Hann hafði verið í Sjómannafé- laginu, en gerist nú félagi í Verka- mannafélaginu Dagsbrún, og var brátt í hópi þeirra er harðast börðust og beittu sér fyrir því að fá kjör verkamanna bætt á sem flestum sviðum. Pétur taldi Dagsbrún sérstakt kjörbarn sem á allan hátt væri skylt að standa saman um. Fljót- lega komst hann því í trúnaðarráð félagsins. Hann var í senn alvar- legur, fastur fyrir og sérstæður, sem og léttur i lund, kíminn og félagslyndur, því sjaldan var svo þröngt í búi um hag hans og heil- brigði að hann væri ekki logandi af ýmiss konar áhuga fyrir hinum margbreytilegu velferðarmálum sínum og samfélagsins. í stjórnmálabaráttunni stóð hann ævinlega yst til vinstri og átti létt með að tala á fundum og flytja mál sitt. Áhugamál sín ræddi hann í ljósi sterkrar trúar á hið góða i manninum, þrátt fyrir það, að honum dyldist ekki sú var- mennska sem viða kemur fram i sambýli mannanna. Réttlætiskennd hans og jafn- réttishugsjón var afar rík, var þvi mjög auðskilið að hann var vinur og baráttumaður smælingjanna, skilyrðislaust, hvernig sem á stóð. f eðli sínu var Pétur trúhneigð- ur og elskur að ljóðum, orti fjölda Ijóða og visna, sem mörg bera vitni um trúhneigð og mannvin- áttu. Eftirfarandi ljóð hans er í Snæ- fellingaljóðum: TOGARINN GYLLIR Gyllir hrannir klýfur kaldar knúinn sterku vélarafli. Ört þó hvæsi froðufaldar, fram hann þýtur móti skafli, stefni þungu í stingur hroða, stafna á milli glymja sköllin, af sér hrindir báruboða, byltast um hann ránarföllin. Á honum sigla drengir djarfir, draga gull úr Ægis haugum, öðrum fremur þykja þarfir, þroskans búnir sterkum taugum. Þegar gjálp á brýtur borðum brotsjóa í heiftaræði, hægt, en föstum, ýtt er orðum: Áfram, drengir, hrönn þó flæði. Opið hús verður í (Jtkoti á Kjal- arnesi í dag sunnudag milli kl. 15.00 og 17.00, ættarmót, og fyrir þá sem vilja heiðra minningu hans. Hulda Pétursdóttir Keflavíkurkirkja: Vortónleikar MÁNUDAGINN 13. maí verða vor- tónleikar Tónlistarskólans í Kefla- vík og Tónlistarfélagsins haldnir I Keflavíkurkirkju og hefjast þeir klukkan 20.30. Nemendur skólans munu leika á flest hljóðfæri sem kennt er á í skólanum. Jónas Þórir Þórisson organisti í Kirkju óháða safnaðarins mun leika Tokkötu og fúgu í d-moll eft- ir J.S. Bach. Skólaslit Tónlistarskólans verða í sal skólans miðvikudaginn 15. maí klukkan 17. Kransai; kistuskreytingar BORGARBLOMÍÐ SKÍPHOLTÍ 35 SÍMh 32213 Hinn almenni bænadagur DÓMKIRKJAN: Bænadagsguös- þjónusta kl. 11.00. Sr. Þórir Stephensen prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Hjalta Guö- mundssyni. Sr. Þórir Stephen- sen. Barnaguösþjónusta kl. 14.00. Kirkjuskólanum slitiö. Börn úr skólanum aöstoöa. Sr. Agnes M. Sigurðardóttir. ÁRBÆJARPRESTAKALL: Bænaguösþjónusta í Safnaöar- heimili Árbæjarsóknar kl. 11.00 árd. Organleikari Jón Mýrdal. Sr. Guömundur Þorsteinsson. ÁSPRESTAKALL: Sameiginleg guösþjónusta Ás- og Laugarnes- skóla í Laugarneskirkju kl. 14.00. Báöir kirkjukórarnir syngja. Sr. Jón Dalbú Hróbjartsson þjónar fyrir altari. sr. Árni Bergur Sigur- björnsson prédikar. Sóknar- nefndin. BREIOHOLTSPREST AK ALL: Messa í Breiöholtsskóla kl. 14.00. Sr. Lárus Halldórsson. BÚST AÐAKIRK JA: Messa kl. 14.00. Prestur sr. Jón Bjarman. Organieikari Guöni Þ. Guö- mundsson. A uppstigningardag veröur messa kl. 14.00. Handa- vinnusýning eftir vetrarstarf aldr- aöra verður eftir messuna svo og kaffiveitingar. Sóknarnefndin. DIGRANESPREST AKALL: Guösþjónusta í Kópavogskirkju kl. 14.00. Minnst 30 ára afmælis kaupstaöarins. Sr. Árni Pálsson prédikar. Sr. Þorbergur Krist- jánsson þjónar fyrir altari. Bæj- arfulltrúar lesa ritingarorö. Sókn- arnefndin. ELLIHEIMILIÐ GRUND: Guös- þjónusta kl. 10.00. Sr. Lárus Halldórsson. FELLA- OG HÓLAKIRKJA: Guösþjónusta kl. 11.00. (Ath. breyttan tíma.) Sr. Hreinn HJart- arson. FRÍKIRKJAN í REYKJAVÍK: Guösþjónusta kl. 14.00. Sr. Þorsteinn Björnsson, fyrrv. frí- kirkjuprestur, þjónar fyrir altari. Fríkirkjukórinn syngur undir stjórn organleikarans Pavel Smid. Eftir messu er kaffi fyrir aldraöa í Oddfellowhúsinu í boöi Kvenfélags Fríkirkjunnar. Föstu- daginn 17. maí er biblíulestur f kirkjunni kl. 20.30. Allir velkomn- ir. Bænastund í kirkjunni þriöju- d„ miövikud., fimmtud. og föstud. kl. 18.00 og stendur í stundarfjóröung. Sr. Gunnar Björnsson. Guðspjall dagsins: Jóh. 16.: Biðjið í Jesú nafni. GRENSÁSKIRKJA: Messa kl. 11.00. (Ath. breyttan messu- tíma.) Kaffisala Kvenfélagsins kl. 15.00. Biblíulestur þriöjudag 14. maí kl. 20.30. A uppstigingardag veröur kvöldvaka meö helgi- stund fyrir aldraöa kl. 20.00. Sr. Halldór S. Gröndal. HALLGRÍMSKIRKJA: Laugar- dag: Félagsvist í safnaöarsai kl. 15.00. Sunnudag: Messa kl. 11.00. Sr. Karl Sigurbjörnsson. Kirkja heyrnarlausra: Guösþjón- usta kl. 14.00 í Hallgrímskirkju. Sr. Miyako Þóröarson. Þriöju- dag, fyrirbænaguösþjónusta kl. 10.30, beöiö fyrir sjúkum. Á upp- stigningardag veröur messa kl. 11.00. LANÐSPÍTALINN: Guösþjónusta kl. 10.00. Sr. Ragnar Fjalar Lár- usson. HÁTEIGSKIRKJA: Messa kl. 11.00. Sr. Arngrímur Jónsson. KÁRSNESPRESTAKALL: Guös- þjónusta kl. 14.00 í Kópavogs- kirkju. Minnst 30 ára afmælis kaupstaöarins. Sr. Þorbergur Kristjánsson þjónar fyrir altari, sr. Árni Pálsson prédikar. Bæj- arfulltrúar lesa ritingarorö. Sókn- arnefndin. LANGHOLTSKIRKJA: Kirkjureið. Á hinum almenna bænadegi munu hestamenn koma á gæö- ingum sínum til guösþjónustunn- ar í Langholtskirkju kl. 11. Lista- menn úr rööum þeirra, ingibjörg Lárusdóttir, Lárus Sveinsson, Gunnar Eyjólfsson, Klemens Jónsson, Jón Sigurbjðrnsson og Garöar Cortes munu aöstoöa kór, organista og prest safnaöar- ins viö helgihaldiö. Aöhald er fyrir hestana og þeirra gætt. Safnaöarstjórn. LAUGARNESKIRKJA: Laugar- dag: Guösþjónusta Hátúni 10B, 9. hæð kl. 11.00. Sunnudag: Sameiginleg guösþjónusta As- og Laugarnessókna í Laugarnes- kirkju kl. 14.00. Sr. Árni Bergur Sigurbjörnsson prédikar. Báöir sóknarprestarnir þjóna fyrir alt- ari, báöir kórar safnaöanna syngja undir stjórn organistanna Sigríöar Jónsdóttur og Kistjáns Sigtrygssonar. Þriöjudag 14. maí bænaguösþjónusta kl. 18.00 og orgeltónleikar kl. 20.30 á vegum Tónskóla þjóökirkjunnar. Friörik Stefánsson, Gunnar Gunnarsson og Sigríöur Jónsdóttir leika á orgel kirkjunnar. Sóknarprestur. NESKIRKJA: Messa kl. 14.00. Sr. Frank M. Halldórsson. Miö- vikudag, fyrirbænamessa kl. 18.20. Sr. Frank M. Halldórsson. Opið hús fyrir aldraöa þriöjudag kl. 12—17 og verður þennan mánuö á þríöjudögum. SELJASÓKN. Guösþjónusta kl. 11.00 í ölduselsskóla. Fundur í æskulýösfélaginu Sela þriöju- dagskvöld 14. maí kl. 20.00 í Tindaseli 3. Fyrirbænasamvera Tindaseli 3 aö kvöldi uppstign- ingardags kl. 20.30. Sóknar- prestur. SELTJARNARNESSÓKN: GuöS- þjónusta kl. 11.00. Sr. Frank M. Halldórsson. DÓMKIRKJA Krists konungs Landakoti: Lágmessa kl. 8.30. Hámessa kl. 10.30. Lágmessa kl. 14. Rúmhelga daga er lágmessa kl. 18 nema á laugardögum, þá kl. 14. í maímánuöi er lesin Rósa- kransbæn eftir lágmessuna kl. 18 nema á fimmtudögum, þá verður bænahald á þeim tíma. MARÍUKIRKJA Breiöholti: Há- messa kl. 11. Lágmessa mánu- daga til föstudaga kl. 18. HVlT ASUNNUKIRK JAN Ffla- delfía: Almenn guösþjónusta kl. 20. KFUM og KFUK, Amtmanns- stig:: Samkoma kl. 20.30. Ræöu- maöur Helgi Elíasson, útibús- stjóri. HJÁLPRÆDISHERINN: Sunnu- dagaskóli kl. 14.00. Útisamkoma Lækjartorgi (ef veöur leyfir) kl. 16. Almenn samkoma kl. 20.30. Anne Marie Reinholdtsen talar. KAPELLA St. Jósefssystra Garöabæ: Hámessa kl. 14. VÍÐIST AÐASÓKN: Guösþjón- usta kl. 11. Sr. Siguröur Helgi Guömundsson. HAFNARFJARÐARKIRKJA: Ferö sunnudagaskólans veröur á sunnudag og lagt af staö frá kirkjunni kl. 10.30. Guösþjóni'sta kl. 14. Sr. Gunnþór Ingason. FRÍKIRKJAN Hafnarfiröi: Vor- ferö barnastarfsins verður farln í dag, laugardag. Lagt af staö frá kirkjunni kl. 13.30. Sunnudags- guösþjónusta kl. 11. Ath. breytt- an messutíma. Guörún Tómas- dóttir syngur einsöng. Sr. Einar Eyjólfsson. KAPELLAN St. Jósefsspftala: Hámessa kl. 10. KARMELKLAUSTUR: Hámessa kl. 8.30. Rúmhelga daga messa kl. 8. INNRI-NJARDVÍKURKIRKJA: Kirkjudagur Keflavíkursafnaöar. Guösþjónusta kl. 14. Systra- og bræöafélagiö annast kaffiveit- ingar aö messu lokinni í Kirkju- lundi. Rætt verður um israels- ferðina. Fer nú hver aö veröa síö- astur til aö tilk. þátttöku. Sókn- arprestur. GRINDAVÍKURKIRKJA: Ferm- ingarguösþjónusta kl. 14. Sókn- arprestur. EYRARBAKKAKIRKJA: Ferm- ingarmessa kl. 13.30. Sr. Úlfar Guömundsson. STRANDARKIRKJA: Messa kl. 14. Barnakór Þorlákshafnar syngur undir stjórn organistans Hilmars Arnars Agnarssonar. Sr. Tómas Guömundsson. HEILSUHÆLI NLFÍ, Hverageröi: Messa kl. 11. Sr. Tómas Guö- mundsson. AKRANESKIRKJA: Messa kl. 10.30. Ath. breyttan messutíma. Lagt veröur af staö í vorferö sunnudagaskólans kl. 13 frá kirkjunni. Sr. Björn Jónsson. BORGARNESKIRKJA: Messa kl. 11. Sóknarpestur.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.