Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 46

Morgunblaðið - 11.05.1985, Síða 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 Framtíð Íandbúnaðar/Eftir Stefán Adalsteinsson Dæmi um viðfangsefni á íslandi 3. grein í tveimur fyrstu greinunum í þessum flokki var fjallað um vandamál landbúnaðarins og þær leiðir, sem helst hefur verið rætt um til úrbóta. Þar ber loðdýra- rækt hæst, en ástæða er til að huga líka að öðrum lausnum. Hér verður drepið á ýmis við- fangsefni, sem gætu skapað ný stðrf í sveitum og stuðlað að því að treysta byggð. Umbætur á ull og gærum Fyrst má staldra við innan hefðbundna búskaparins. Þar má benda á, að fjárbændur á Nýja Sjálandi fá um helming tekna sinna af kjöti og helminginn af ull. Hér á landi eru margir bændur, sem fá harla lítinn hluta tekna sinna af ull og treysta á að fá næg- ar tekjur af kjötinu. Það er hægt að sýna fram á, að með því að eiga uliargott fé og hirða vel um ullina af því, gætu fjárbændur haft svo skiptir tugum milljóna króna meira upp úr ullinni en nú er. Þá myndu þeir um leið styðja ullar- iðnaðinn með betra hráefni. Eins og nú horfir, virðist ullar- iðnaðurinn stefna meira og meira að því að kaupa ull til vinnslu sinnar erlendis frá, vegna þess að ullin, sem þeir fá frá bændum í dag, er svo misjöfn. Mikið af henni er þar að auki svo lélegt, að hún er ónothæf i þann iðnað, sem þarf mest á góðri ull að halda. Ef bændur ykju og bættu ullar- framleiðsluna, myndi sú aukning öll verða seljanleg og ætti að geta orðið varanleg tekjubót. Því miður hefur mikið skort á, að þessum möguleika væri nægur gaumur gefinn. Á það er ástæða til að benda, að með bættum eðlisgæðum á ullinni batna gærurnar líka og verða eft- irsóknarverðara hráefni til iðnað- ar. Báðum þessum atriðum hefur verið mætt með þeim rökum, að iðnaðurinn greiddi ekki nógu mik- ið fyrir þessi hráefni til þess að bændur gætu lagt neitt á sig til að bæta þau. Svarið við þessum rök- um er það, að ef iðnaðurinn fær ekki nógu gott hráefni til starf- semi sinnar frá íslenskum land- búnaði leitar hann annað um hrá- efniskaup. Sérstæðir litir Hér á landi er til mikil fjöl- breytni i sauðalitum, eins og allir vita. Sumt af þessum iitum hefur verið til I landinu frá upphafi vega, eins og t.d. grái liturinn. Hann var verðmætur um 30 ára skeið, og á því tímabili voru gráar gærur seldar til Svíþjóðar og saumaðar úr þeim tískuflíkur. Hér á landi hefur þessum lit verið lítið sinnt. Dropótti stofninn á Hólum Nýtt litarafbrigði, sem margir kannast við af afspurn, er dropótti liturinn, sem framleiddur hefur verið með úrvali á bændaskólan- um á Hólum. Þessi litur er að því leyti athygl- isverður, að hann er hvergi til annars staðar í heiminum en hér á landi. Ég hef sýnt Ný-Sjálending- um gærur með þessum lit og flík úr þeim gærum. Þeir telja þarna um merkilegt fyrirbæri að ræða, sem við ættum að þróa sjálfir og láta enga aðra þjóð eignast. Eins og stendur eru engin áform uppi um það að nýta dropótta stofninn á Holum til feldfram- Ieiðslu, en því ber að fagna, að dropóttar gærur frá haustinu 1984 verða teknar til pelsasútunar hjá Sútunarverksmiðju SfS á Akur- eyri nú í vetur. Þess má jafnframt geta, að ég hef verið spurður að því í fullri alvöru úti í Skotlandi nýverið, hvaða möguleikar séu á að fá dropótta stofninn á Hólum þangað til að nýta hann í viðleitni ráða- manna þar til að styrkja hinar dreifðu byggðir í hálöndum og ey- lendum Skotlands. Sauðaostar Sveinn Hallgrímsson, fyrrver- andi sauðfjárræktarráðunautur Þjóðarhúsbóndinn — eftir Kolbein á Auðnum Rikisstjórn íslands, það er stórt orð, þar er hvorki meira né minna en húsbóndi á þjóðarheimilinu. Húsbændur hafa löngum verið umdeildir (eins og ríkisstjórnin). Talað var um hjúasæla húsbænd- ur, þangað sóttu hjúin og voru lengi viðvarandi, sérstaklega ef húsmóðirin þótti góð matmóðir, sem kallað var. Góður húsbóndi þurfti að vera viðmótsþýður, stjórnsamur, sanngjarn og ábyggilegur, strangur en þó mild- ur. Aðrir húsbændur voru harðir, hrokafullir, þjösnalegir með illa matarvist og til voru þeir, sem sátu við annað borð með sínu skylduliði, með betri kost en hjúin, það var illa séð. En hverjum þessara nefndu húsbænda líkist nú sá stóri hús- bóndi þjóðarinnar. Spurningin er hvort hann líkist nokkrum hús- bónda. Er hann ekki algjört ráð- laust og stefnulaust viðrini; svo munu margir álíta. Svo sem lýst er seinni húsbændum þá vildu margir hafa vistaskifti, það var alltaf spenna og tilbreyting í vistaskiftum, svo var einnig um síðustu vistaskifti, en þjóðarhús- bóndinn, sem lofaði heldur verri matarvist framundan og frestun vfsitölu um einn mánuð og lýsti jafnvel yfir neyðarástandi. Og nú skyldi fá nýjan húsbónda og hann var þá þegar til staðar. Verðbólgu- draugurinn — það var ljóti draug- urinn, hann var verri en allar skottur og mórar til samans. (Þar -vantaði pennastrikið.) Allir kannast við leiftursóknina og niðurtalninguna, en nú skyldu allar skottur og mórar kveðnir niður, verðbólga lækkuð um hundrað og þrjátíu prósent, vísi- tala tekin úr sambandi, laun lækk- uð um tuttugu og fimm til þrjátín prósení. Já svona geta vistaskiftia •brugðiú tij beggja vona. Margic voru þeirrar skoðunar aö einhvers staðar væru nú breiðari bök til að mæta leiftursóknini en láglauna- fólk. En það reyndist ekki vera að dómi nýja húsbóndans. Sverrir Hermannsson spurði í umræðum um sjóefnavinnsluna á Reykjanesi, sem hann sendi eina þrjá fræðinga til, hvað þeir hefðu unnið fyrir ellefu — tólf hundruð þúsund, var vísitölufrádráttur þar? Lyfsalar, tannlæknar, var vísitölufrádráttur þar? Ég vil nefna eitt dæmi frá sjálf- um mér, ég fékk verkfræðing til að mæla út lóð, sem ég var að selja undir sumarbústað. Hann kom hér eftir hádegi og var hér fjóra, fimm tíma, nú skal ég vera rausnarlegur og segja átta tíma, einn dag. Reikningurinn sem ég fékk var níu þúsund og fimm hundruð krónur. Á sama tima hafði ég í mánaðar- laun tíu þúsund og níu krónur. Var skert vísitala þessa verkfræð- ings? Voru húsbændur sanngjarn- ir í þessu máli? Ekki þætti nú öllum þessi hús- bóndi vera strangur, en þó mildur, þar af leiddi að óvildin óx svo að opinberir starfsmenn tóku hús- bóndavaldið sér í hönd í mánaðar- tíma, vegna þess að fjármálaráð- herra sagði að fimm til tíu prósent væri hámark þess, sem þjóðarbúið gæti borið. Annars ætti húsbónd- inn að fara af heimilinu og annar að taka við. Eftir mánuð lauk verkfalli Tolla. Tuttugu og fimm til þrjátiu prósent kauphækkun, þá fékk fjarverandi húsbóndi að taka við. Og nú skeði það, sem menn hefði sist grunað. Kaup þingmanna og ráðherra fóru fyrir kjaradóm. Þar var alveg horfið frá fimm til tíu prósent og raunin var þrjátíu og fimm til fjörutiu pró- sent. Já, þeim gaf sem þurfti. — Þetta var eins og að hella olíu á eld til að slökkva. Tolli var kjafta- gleiður eins og vant er, hugsaði húsbóndanum þegjandi þörfina, þegar hægt væri að borga hæst- launamönnum svona hátt kaup, þá benti það til að ekk; væri skortur á peningum. ' Ég skrifaði smágrein i Morgun- blaðið þann 17. des. 1980. Þá var mikið til umræðu leiftursókn sjálfstæðis og niðurtalning fram- sóknar. Þar segir svo. „Það vil ég segja við rikisstjórnina hvort sem hún hefur nú tiu eða tuttugu ráð- herra, að byrja ekki niðurtalningu verðbólgu með þvi að skerða mjólkurpeninga fátæklingsins, það er alveg vonlaust verk, það verður að byrja ofan frá, ef nokk- ur von á að vera til að hinir komi á eftir." Þessi orð standa i fullu gildi enn, eins og reynslan hefur nú fyllilega sýnt, það var nefnilega byrjað á öfugum enda. Eftir mán- aðar verkfall BSRB þá er mér sýnt í blaðaskrifum, að lægst laun séu fjórtán þúsund og fimm hundruð krónur á mánuði. Á sama tíma kveður kjaradómur upp þann úr- skurð að laun alþingismanna og ráðherra, sem er frá fimmtiu til áttatiu þúsund á mánuði, skuli hækka um þrjátíu og fimm til fjörutíu prósent á mánuði. Árangurinn af þessum verknaði var heldur ekki lengi að segja til sín. Siðan hefur þjóðarhúsbóndinn verið með buxurnar niður um sig allt niður til hæla. Uppsagnir, verkföll til sjós og lands, ásamt skæruhernaði og lagabrotum upp á milljónir, já tugmilljónir króna, og að lokum sæst á öll lagabrot og allan skaða. Nú er enda svo komið að hjúin eru farin að stjórna hús- bændunum. Þó skal nú hver húsbóndi njóta sannmælis, hann ræður eða að minnsta kosti þykist vilja ráða yf- ir ómögum (hundum líkingamál). Ég vil nefna eitt dæmi, ég á eftir eitt ár í áttrætt, ég á smátrillu, sem ég ræ á að gamni mínu. Auð- vitað er ég enginn maður til að drepa síðasta þorskinn, nema ég átti rauðmaganet og nú langaði mig til að leggja þau fyrir þorsk og fá mér í soðið. Eg hringdi því í Þórð Eyþórsson, lýsti þessu fyrir honuin, hanr svarar já þá verður þú að fá leyfi. Ég fæ svo leyfiö 25. marz. Það kostaði 630 krónur, 27. Kolbeinn Guðmundsson „Það má kannski segja að það muni ekki um einn kepp í sláturtíð- inni, hvort ráðherrar og þingmenn hafí sextíu eða hundrað þúsund á mánuði. Það eru ekki krónurnar, sem um er að ræða, heldur mórall- • _ « mn... marz má ég svo ekki nota leyfið fyrr en 9. apríl. Mér datt í hug saga, sem ég las þegar ég var unglingur og þótti hún svo ljót að hún kemur mér í hug, þegar ég sé eða heyri hlið- stæður. Það var drengur, sem rétti hundi bein, en þegar hundurinn vildi grípa beinið, þá sló hann á trýnið á honum með beininu, ég græt ekki skaða minn, heldur verknaðinn, hanr er ljótur. Ég á marga góða vini, sem eflaust gefa mér í soðið. Búnaðarfélags íslands, átti frum- kvæðið að þvi að hér var gerð ri! raun með að framleiða o?' sauöamjólk. Ég átti tal við Sigurð Jónsson, bónda á Kastalabrekku í Landeyj- um, sem gerði þessa tilraun, og hann lét fremur vel af þessari nýju búgrein. Hann var með mjaltavélar á ærnar. Alls voru framleid um 100 kg af osti sl. sumar. Osturinn var kynntur á búvöru- sýningunni sl. haust og fékk til- tölulega mjög góða dóma. Þarna virðist vera um að ræða nýjung, sem gæti átt einhverja framtíð fyrir sér, því að bæði virðist geta orðið um nokkurn markað að ræða innanlands og eins er að sjá, að um markað gæti orðið að ræða fyrir sauðaost í Bandaríkjunum. Iðnaður í smáum stfl úti um land Það varð bylting úti um land, þegar settar voru á stofn prjóna- stofur og saumastofur til að vinna ullarvörur á erlenda markaði. Flest þessi fyrirtæki eru stað- sett í þorpum eða kaupstöðum, en þess eru líka dæmi, að þau séu úti I sveitum og starfsliðið sé sveita- fólk, sem sækir vinnu heimanað daglega. Slík fyrirtæki geta vafalaust stutt verulega við tekjuöflun sveitafólks, ef þau eru vel rekin og framleiða varning, sem góður markaður er fyrir. Saumur á mokkafííkum Þórarinn Sveinsson, ráðunaut- ur, sem býr í Hólum í Reykhóla- sveit í Austur-Barðastrandar- sýslu, setti á stofn fyrirtæki fyrir nokkrum árum, þar sem hafist var handa um að sauma flíkur úr Eða hrokinn, sem kemur fram hjá sjávarútvegsráðherra vegna aðgerða, sem smábátaútvegsmenn í Vestmannaeyjum, sem ekki vilja né geta vegna lífsafkomu sinnar hlýða hinni áður umgetnu reglu- gerð, þá skal senda varðskip á vettvang, gera afla upptækan. Þarna eru ekki Kristjánar Thor- lacíusar, nei þarna eru karlar, sem húsbóndinn ræður við. Þar var mikið deilt um það á þingi og víðar að sjávarútvegsráðherra væru veitt of mikil völd. Hann sagði brosandi sakleysið uppmálað að það þyrfti enginn að óttast það, að hann misnotaði sin völd, en reynslan sýnir annað að minu mati, hann veitir einstaka mönnum einkaleyfi til að veiða með dragnót á viðkvæmustu upp- eldisstöðum allt i kring um landið. Þó allar trillur undir tiu tonnum mættu fiska eins og þær geta og róa þegar gefur væri það eins og dropi í hafið móti einkaleyfi ráð- herrans. Það má nú kannski segja að það muni ekki um einn kepp i slátur- tíðinni, hvort ráðherrar og þing- menn hafi sextiu eða hundrað þús- und á mánuði. Það eru ekki krón- urnar, sem um er að ræða, heldur mórallinn, sem þetta skapar og má furðulegt heita, að ráðherrar og fleiri skyldu hafa geð i sér til að þiggja svona gjafir vitandi það, sem á eftir mundi koma, sem í reynd hefur skapað vandræði, sem ekki er séð fyrir endann á. Ég verð að lofa þessum húsbónda mínum að heyra visu, sem verkamenn hjá Reykjavikurborg kváðu um einn verkstjóra sinn. Hann var að látast hrinda i lag hann var að fáta og leita hann var á máta heilan dag hann var að játa og neita. Sverrir Hermannsson, ekki krónu meira á sjóefnavinnslu á Reykjanesi. Albert Guðmundsson, ég læt fimmtán milljónir í sjó- efnavinnsluna á Reykjanesi sam- kvæmt lögum. Nei, nú hætti ég. Höfundur er ellilífeyrisþegi og býr i: Auðnum í Vatnsleysuströnd.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.