Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 49

Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 49
MftRfiWQlAQip. kAVQAWAQUB 1QMAU985 48 Réttlir dagsins Margrét Þorvaldsdóttir Uppskrift sú er hér fylgir hefur verid vinsæl í 180 ár. Sagan segir að matreiðslumeistarar fri héruðum Suður-Frakklands hafi útbúið hann fyrst í tilefni sigurs Napelons við Marengo yfir ítölum. Kappinn krýndi sig síðan konung ftalíu í dómkirkjunni í Mflanó árið 1804. Við fögnum persónulegum sigrum með viðeigandi „krýningu**, er þá við hæfi að á borðum sé Marengo-kjúklingur 1 kjúklingur (1200—1500 gr) 3 matsk. matarolía 1 lítil púrra 1 hvítlauksrif 1 bolli kjötkraftur 1 lítil dós tómatkraftur Vt tsk. tímian 1 bolli sveppir niðurskornir (1 matsk. steinselja) 1. Kjúklingurinn er hreinsaður vel, skolaður og þerraður. Hann er síðan skorinn í 8 hluta. Matarolí- an er hituð á góðri pönnu og eru kjúklingabitarnir brúnaðir vel í feitinni. Þeir eru síðan settir í heitan pott og er salti og möluðum pipar stráð yfir. 2. Laukurinn niðurskorinn og pressað hvítlauksrif er síðan sett á pönnuna og látið krauma í feit- inni smástund (brúnið ekki). Því næst er kjötsoðinu (vatni og kjötkrafti), tómatkrafti og tímian bætt á pönnuna og er salti bætt við ef þurfa þykir. Suðan er látin koma upp og er soðinu hellt yfir kjúklingabitana. Þeir eru síðan soðnir við vægan hita í u.þ.b. 30 mín. 3. Ef notaðir eru nýir sveppir þá eru þeir hreinsaðir og sneiddir niður, síðan steiktir í feiti á pönnu og settir með kjúklingnum í lok suðutíma. Það má auðvitað nota niðursoðna sveppi. Ef ekki næst í sveppi — hafið ekki áhyggjur, Marengo-kjúklingur er ágætur án sveppa. 4. Kjúklingabitarnir eru settir á fat, sósunni er hellt yfir og að síð- ustu er niðurskorinni steinselju stráð yfir. Sem meðlæti má hafa soðin grjón, stappaðar kartöflur eða núðlur (noodles). Allt eftir smekk hvers og eins. Einfaldur ábætisréttur á hátíð- legum stundum kemur oft þægi- lega á óvart. Hér er einn slíkur. Kókoseplakaka 5 epli græn bragðmikil Vt bolli sykur 100 gr smjörlíki 100 gr sykur 3 stk. egg 100 gr hveiti 100 gr kókosmjöl 'h tsk. lyftiduft 1. Eplin eru afhýdd og skorin í bita. Þau eru síðan soðin í litlu vatni þar til þau eru lin orðin. Hellið mestum vökvanum af epl- unum, kremjið þau gróft með kartöflupressu og hrærið Vt bolla sykri saman við. Setjið í botn á eldföstu móti (20x30 cm) 2. Deigið er útbúið á venjulegan hátt og hrært á meðan eplin eru að sjóða. Hrærið sarnan smjörlíki og sykur, þeytið vel á eftir hverju eggi. Blandið lyftidufti, hveiti og kókosmjöli og hrærið saman við. Deiginu er smurt yfir eplamaukið og bakað í heitum ofni við 200 gráður í u.þ.b. 40 mín. Eplakakan er látin kólna í 'h tíma áður en hún er sett á borð. Hún er bragðbest volg og ættu þeir sem ekki telja „kaloríurnar" af of mikilli nákvæmni að bera fram með henni þeyttan rjóma. Verð á hráefni 1200 gr kjúklingur (SS) kr. 254.00 1 lit.il púrra kr. 15.00 1 dós tómatkraftur 6.60 100 gr.sveppir kr. 39.00 Að loknu 18v landsþingi LÍF Frímerki Jón Aðalsteinn Jónsson í síðasta þætti var sagt frá því, að þing Landssambands ís- lenzkra frímerkjasafnara stæði fyrir dyrum. Það fór svo fram í nýju húsnæði í Síðumúla 17, svo sem nánar var lýst í þættinum, og er engin ástæða til að endur- taka það. Ég hygg það sé al- mannarómur þeirra, sem séð hafa staðinn, að hér hafi tekizt frábærlega vel til um innrétt- ingar og frágang allan, en vita- skuld er enn mörgu ólokið. Ekki er ég í vafa um, að þetta framtak á eftir að efla samtök og sam- vinnu frímerkjasafnara. Hér er auðvelt að búa vel í haginn i sambandi við félagsfundi og eins skiptifundi, svo sem verið hefur alla laugardaga að vetri til og fram á vor hjá Félagi frímerkja- safnara. Þá má koma upp minni háttar frímerkjasýningum. Ein slík var líka haldin i sambandi við opnun þessa félagsheimilis, eins og er réttnefni á hinum nýju heimkynnum frimerkja- safnara. Lítillega var sagt frá henni fyrir viku. Hún nefndist FRÍ- MERKI 85 og var opin allan sið- astliðinn sunnudag. Því miður er hætt við, að hún hafí farið fram hjá mörgum, þar sem hún stóð svo stutt og var ekki mjög mikið auglýst. Nýi sýningarsalur L.Í.F. býður upp á margvíslega hluti. Ekki þætti mér ólíklegt, að nú yrði oftar en verið hefur komið upp sýningum á ákveðnu efni. Mótífsöfnun er mjög vinsæl, enda tiltölulega ódýr söfnun. Ég varð t.d. var við það, að eina safnið á FRÍMERKI85, sem kom úr þessari tegund safna, fuglar, vakti athygli gesta. Þá mætti einnig taka frímerki Norður- landa á eina sýningu, en hér eru glettilega góð söfn til frá þeim löndum. Þetta verður vafalaust rætt rækilega hjá næstu stjórn Landssambandsins, sem fær ör- ugglega margt að hugsa í sam- bandi við hina nýju eign þess. Þessa stjórn skipa nú eftirtaldir menn: Jón Aðalsteinn Jónsson formaður, Finnur Kolbeinsson varaformaður, óskar Jónatans- son ritari, Sigtryggur R. Eyþórs- son gjaldkeri og Páll H. Ásgeirs- son blaðafulltrúi. Meðstjórnend- ur eru svo: Eiður Árnason, Jón Egilsson, Sigurður R. Pétursson og Sverrir Einarsson. 1 vara- stjórn sitja Gunnar R. Einars- son og Sigurður P. Gestsson. Frímerkjasafnarar eiga að sjálfsögðu mörg áhugamál innan sinnar söfnunar. Hjá okkur hér á landi er Dagur frímerkisins þar ofarlega á blaði og sú spurn- ing, hvernig megi efla hann. Fé- lag frímerkjasafnara hefur eitt séð um hann í rúman aldarfjórð- ung, en því miður vill fara svo, að framkvæmdin lendir á of fáum, og þá er ekki nema von, að þreytu geti gætt. Enginn efi er á því, að L.Í.F. og F.F. geta í sam- einingu lyft að nýju undir þenn- an dag. Þá er ekki ósennilegt, að íslenzka póststjórnin komi meira inn í þetta samstarf en verið hefur. Allt skýrist þetta síðar. Enn um útgáfumál íslenzku póststjórnarinnar I þætti 27. f.m. var birt leið- rétting frá póststjórninni vegna ónákvæmni við samanburð milli frímerkjasölu hennar annars vegar og færeysku póststjórnar- innar hins vegar. Fregnir um umræður um málið á Alþingi í nóvember sl. hafa borizt viða og m.a. verið rædd í blaðinu News from Iceland og eins í Frétta- bréfi (Rapport) Islandssamlarna í Svíþjóð. Er eðlilegt, að hér komi stutt greinargerð um það, sem Svíarnir segja, enda er það ágætt framlag til málsins. í Fréttabréfinu er bent á, að mannfjöldi á íslandi hafi verið 240 þús. í lok síðasta árs og sé fjöldi Færeyinga um lh af þeirri tölu. Bæði löndin gefa út frí- merki í svipaðri upplagsstærð, enda þótt auðsætt sé, að notkun- in er miklu meiri á íslandi en í Færeyjum. Ástæðuna telja Sví- arnir þá, að Færeyingum hafi tekizt miklu betur að koma frí- merkjum sínum á erlendan markað en okkur. Það kemur t.d. alveg á óvart, að sala færeysku póststjórnarinnar á nýjum frí- merkjum (með fyrstadagsum- slögum) er þrisvar til sjö sinnum meiri en íslenzku póststjórnar- innar (þó er þetta breytilegt milli ára). Þá er í Fréttabréfinu bent á, að í umræðum á Alþingi hafi komið fram, að upplag fyrsta- dagsumslaga hjá okkur sé um 25 þús. en samkvæmt Facit-verð- lista leikur upplag Færey- inganna milli 200—400 þúsund. Er það svipað og samanlögð tala fyrstadagsumslaga í Svíþjóð og Danmörku! Loks er bent á, að erlendir áskrifendur að hverri útgáfu íslenzkri hjá Frímerkja- sölunni séu um 11 þús., en aftur 70 þús. hjá frændum okkar — og mest erlendis frá. Fréttabréfið hefur svo frá News from Iceland, að tvær skýringar séu á þessum mikla mun: í fyrsta lagi gætir færeyska póststjórnin þess miklu betur en hin íslenzka að auglýsa merki sín í umburðarbréfum. Við það bætist svo, að umburðarbréfin koma nægilega snemma út fyrir hverja útgáfu, svo að fólk hefur tíma til að senda pantanir sínar í tæka tíð. Á sama tíma hefur það jafnvel komið fyrir, að ís- lendingar hafi fengið sínar til- kynningar tæpri viku fyrir út- gáfudag. 1 öðru lagi eru Færeyjar „nýtt“ frímerkjaland, ef talið er frá 1975. Safnarar líta þess vegna á Færeyjar sem land, þar sem unnt er að ná „komplettu" safni án mikils kostnaðar. Þetta laðar ekki sízt unga safnara að Færeyjum. Safnarar geta komið sér upp svipuðu safni frá íslandi, ef miðað er við upphaf lýðveldis 1944, en engu að síður verður það mun meira og dýrara fyrirtæki fyrir þá en söfnun færeyskra frí- merkja. Svíarnir bæta svo þriðju ástæðunni við, sem skýrir þenn- an mikla mun milli okkar og Færeyinga. Mikil eftirspurn kemur frá Danmörku og eins Danmerkursöfnurum annars staðar, en þeir líta á Færeyjar sem sjálfsagðan hluta af Dan- merkursafni sínu. Fréttabréfið endar svo með nokkrum íhugunarverðum at- hugasemdum, sem sjálfsagt er að koma hér á framfæri til leið- beiningar fyrir lesendur þessa þáttar. Af framansögðu má draga þá ályktun, að mjög mikill fjöldi „komplettra" eða heilla Færeyjasafna sé til frá fyrsta áratug færeysku póststjórnar- innar og að auki miklar birgðir { fórum spákaupmanna. Eru sölu- tölur þá hafðar í huga. Allt þetta hlýtur mjög að þrýsta verðinu niður, þegar selja á þriðja aðilja síðar. Niðurlagsorðin eru þessi: Safnið gjarnan hinum fallegu, áhugaverðu og fræðandi Fær- eyja-frímerkjum, en gerið það ekki í þeirri trú, að það sé heims- ins bezta fjárfesting (og alls ekki fyrstadagsumslögin). Svíarnir hnýta svo þessu við í lokin: Svo að enginn skyldi ætla, að sala íslenzkra frímerkja fari minnk- andi, er bezt að bæta við, að tekj- ur íslenzku póststjórnarinnar af sölu frímerkja til útlanda hafa aukizt frá ári til árs (ekki ein- ungis mælt í íslenzkum krónum, heldur í stöðugu peningagildi). Ég áleit, að framanskráð um- mæli yrðu að koma fyrir augu lesenda þáttarins og þá ekki sízt síðustu varnaðarorðin, enda þótt sumt hafi áður komið fram hjá mér í þætti 24. marz sl. Þar sem umsjónarmaður þátt- arins heldur senn af landi brott, verður hlé á um einhvern tíma, e.t.v. fram á haustið. Þó er engan veginn óhugsandi, að ég sendi pistil til birtingar erlendis frá, ef tilefni verður til, en loforð er það ekki. Ég óska svo lesendum blaðsins gleðilegs sumars. ’norpurianda ’ fcXoÍo^oVcilc^; hOSIÐ í F0ROYUM mmmmmmm 900 i . FOWft VR Færeysk frímerki ársins 1983. Norræni Fjárfestingabankinn Norræni Fjárfestingabankinn er i eigu fimm Norðurlandaþjóða og veitir lán til að fjármagna samvinnu Norðurlandaþjóð- anna og sérstök verkefni m.a. i þróunarlöndum. Lánsfé bank- ans nemur nú u.þ.b. 12.000 milljónum sænskra króna. Á skrifstofu bankans í Helsingfors starfa nú 60 manns og þar er jöfnum höndum töluð sænska, norska og danska. Lögfræóingur Norræni Fjárfestingabankinn óskar eftir aö ráöa lögfræðing en nú starfa þrír lögfræöingar á vegum bankans. Verkefni lögfræöingsins veröa: Umsjón meö samningum varöandi útlán og fjármögnun bankans. Umsjón meö samningum varöandi lánakjör og gerö skjala þar aö lútandi. Eftirlit meö lánaskuldbindingum. Mótun lánskjarastefnu bankans. Viökomandi þarf aö hafa a.m.k. eins árs starfsreynslu. Reynsla af alþjóð- legum bankaviöskiptum eöa samningagerö kæmi sér vel. Auk þess er krafist ritfærni og góörar enskukunnáttu. Góö laun og starfsaöstaöa eru í boði. Þeir sem flytja til Finnlands njóta skattfríöinda samkvæmt sérstakri reglugerö. Bankinn aðstoöar viö aö útvega húsnæöi. Ráöning: eftir samkomulagi. Nánari upplýsingar veita: Siv Hellen, lögfræðingur og Christer Boije, skrifstofustjóri, í Helsingfors. Sími: +358-0 18001. I Svíþjóð: Sven Bergh, Copmass Rekrytering och Utvekling AB. Sími: Stokkhólmur +46-8 249160. Umsóknir verða að hafa borist fyrir 22. maí. Þær skal merkja „ Jurist" og senda Compass Rekrytering och Utvekling AB, Sturegatan 6, S-11435 Stockholm. rOMFASS REKRVTERiMG OCH UTVBCKUNGAB Kr. 314.60 Compass Rekrytering och Utvekling AB er sjálfstætt ráönlngar- og ráögjafarfyrirtæki.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.