Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 61

Morgunblaðið - 11.05.1985, Page 61
MORiGUNBLAÐIÐ>LAWQARPAQUR 1986 61 Yfirburðir ÍA í knattspyrnu eru ótvíræðir - hafa sigrað tvöfalt síðastliðin tvö ár AKRANES vann bæði bikar- og íslandsmótiö í knattspyrnu I meistaraflokki karla é síöasta óri, einnig unnu þeir tvöfalt áriö óAur. Akurnesingar hafa því án efa bor- iA höfuA og herAar yfir önnur liö hér á landi undanfarin ár. ÞaA var því vel viA hæfi aA heimsækja leikreyndustu menn liAsins, þá GuAjón ÞórAarson og Áma Sveinsson, í upphafi (a- landsmótsins, til aó spjalla um knattspyrnuferil þessara leik- manna og fleira. Þessa tvo leikmenn íslands og bikarmeistara Akraness ætti aö vera óþarfi aö kynna, því báöir hafa þeir staöiö í eldlínunni hjá Skagamönnum í knattspyrnunni í langan tíma og eiga mjög gifturík- an feril aö baki. Þegar Akurnesingar uröu fs- landsmeistarar í knattspyrnu 1974, undir stjórn George Kirby, voru þeir Árni og Guöjón aö leika sína fyrstu leiki enda yngstu leikmenn liösins. Núna rúmum áratug síöar hefur uppskera þessara leikmanna veriö einstök. Báöir hafa þeir nú leikiö á fjóröa hundraö leiki meö liöi sínu og eru því meö leikjahæstu leik- mönnum landsins. Fimm sinnum hafa þeir oröiö Islandsmeistarar, fjórum sinnum bikarmeistarar, sjö sinnum Litlu bikarmeistarar, einu sinni hafa þeir unniö meistara- keppni KSÍ, tvö silfur hafa þeir hlotiö í 1. deild og þrjú silfur í bikarkeppni KSf. I dag eru þeir lykilmenn í meist- araflokksliöi Skagamanna. Morgunblaðlð/Jón Gunnlaugsson • HörAur Helgason þjálfari ÍA meA bikarana eftirsóttu, fslandsmeiatarabikarinn til hægri og bikarinn fyrir bikarkeppni KSÍ til vinstri. Glæsilegir gripir báðir tveir. Auk allra þessara meistaratitla, sem hér hafa verið taldir upp, hafa þeir komiö viö sögu landsliösins. Árni er í dag annar leikjahæsti landsliösmaöur Islands, meö 47 A-landsleiki, auk þess sem hann lék sjö U-18 landsleiki. Guöjón hefur ekki ieikiö meö A-landsliö- inu, en lék sjö U-18 ára landsleiki á sama tíma og Árni. Guöjón var einnig valinn í U-21 árs liöiö sem lék gegn Hollandi 1983 og var jafn- framt fyrirliöi liösins. Þá má einnig geta þess aö þeir Árni og Guöjón eru leikjahæstu leikmenn islands í Evrópukeppn- um. Árni meö 18 leiki og Guöjón meö 17. Enn er aö hefjast nýtt keppnis- tímabil og stefna þeir félagar enn aö því aö bæta skrautfjöörum í hatt sinn. Þeir ásamt félögum sín- um stefna nú aö því aö vinna deild og bikar þriöja og fjóröa áriö í röö. Er að hefja sitt 14. keppnistímabil með ÍA „Ég byrjaói meö meistaraflokki 1972 og töpuóum viA þá 0—3 í mínum fyrsta leik á móti Fram. Ég hef spilaó 340 leiki meA meist- araflokki þessi 13 ár sem ág hef spilaA meA liAinu,“ sagAi GuAjón ÞórAarson, leikreyndasti leik- maAur Akurnesinga og er jafn- framt aö hefja sitt 14. tímbil í deildarkeppninni. „Undanfarin þrjú ár hefur ekki veriö mikil spenna í islandsmótinu í 1. deild. Viö höfum ávallt veriö búnir aö tryggja okkur titilinn án þess aö kæmi til nokkurs uppgjörs milli tveggja liöa. Spennan hefur veriö meiri í kringum bikarúrslitaleikina. Alltaf veriö skemmtilegir og spennandi leikir. Úrslitaleikirnir eru búnir aö vera nokkrir, alveg frá því aö viö vorum aö tapa 1974, '75 og '76 og frá því aö vinna þetta allavega." Pierre Littbarski lók sinn fyrsta leik gegn okkur — Hverjir eru eftirminnilegustu leikirnir á ferlinum? „Þeir eru nú margir, erfitt aö nefna einn leik. Evrópuleikirnir eru alltaf minnisstæöir, viö spiluöum t.d. viö Evrópumeistarana 1975. Höfum spilaö viö liö eins og Köln og Barcelona. Margir frægir leik- menn hafa leikiö gegn okkur eins og t.d. Ole Blokin sem 1975 var kosinn knattspyrnumaöur Evrópu Allan Simonsen, sem einnig var nýlega búinn aö hljóta útnefningu sem besti knattspyrnumaöur Evr- ópu, áður en hann lék gegn okkur. Hans Krankl, sem lék meö Barcel- ona og var nýkominn úr heims- meistarakeppninni sem stjarna. Til gamans má geta þess að Litt- barski lék sinn fyrsta leik með Köln, er viö spiluöum viö þá í Evr- ópukeppninni 1978. Hann er nú ein stærsta stjarnan í þýskri knatt- spyrnu. Indónesíuferöin var alveg frá- bær. Þar komst maöur í nýjan heim og allt var svo framandi. Viö þurftum aö ganga gegnum vopn- aöa veröi er viö gengum inn á leikvanginn, þar sem áhorfendur voru oftast um 40.000. Viö spiluö- um þarna í móti sem viö töpuöum síðan í á vítaspyrnukeppni eftir úr- slitaleik." Naumur sigur 1977 „Skemmtilegasta baráttan í deildinni var 1977. Þá voru Vals- menn meö fjögurra stiga forskot á okkur þegar fjórar umferöir voru eftir og búiö aö afskrifa okkur. Valsmenn fóru þá aö slaka á en viö unnum hvern leikinn á fætur öör- um og unnum siöan mótiö meö einu stigi. Ég man aö viö sátum allir uppi í stúku á Laugardalsvell- inum og horföum á Val gera jafn- tefli 3—3 viö Víking og þaö dugöi okkur og var fögnuöurinn mikill. Daginn áöur spiluöum viö í Vest- mannaeyjum, mjög erfiöan leik, sem viö uröum aö vinna til aö eiga möguleika. Vestmanneyingarnir voru alltaf mjög erfiöir heim aö sækja og skemmtilegt aö spila viö þá. Þaö er mikill sjónarsviptir aö þeim í 1. deild. Þar voru menn eins og örn Óskarsson, Óskar Valtýs- son og Þóröur Hallgrímsson sem voru miklu líkari skriödrekum en nokkru ööru. öll þessi ár höfum viö tekiö þátt í Evrópukeppni og er þaö geysileg- ur hvati fyrir okkur sem stöndum í þessu aö spila þá. Ég verö aö segja eins og er, aö ég vorkenni þeim strákum sem eru búnir aö standa í þessu í 10 ár og hafa aldr- • GuAjón ÞórAarson ei náö því aö leika í Evrópukeppni, þaö er sérstakt upplifelsi." Jafnt mót í ár — Hvernig lýst þér á islands- mótiö sem nú er aö hefjast? „Mór lýst mjög vel á þaö, þetta á örugglega eftir aö vera skemmti- legt mót. Ég býst viö aö þaö veröi jafnari keppni nú en undanfarin ár. Viö veröum ekki meö veikara liö en áöur, heldur veröum viö með skemmtilegra liö en í fyrra. Viö er- um með marga unga og efnilega leikmenn og svo höfum viö leik- menn sem geta „keyrt upp“ og unniö leik upp á eigin spýtur. Viö höfum framherja eins og Sveinbjörn, Hörð, Árna og Karl, þetta eru leikmenn sem eru and- stæöingunum mjög erfiöir. Viö reynum alltaf aö spila skemmtilega knattspyrnu og þaö veröur engin breyting á þvi. Ég hef þá trú aö þaö veröi Valur, Fram og Akranes sem berjist um titilinn í ár, Þróttur og FH gætu komiö á óvart. Þaö er ekkert þvi til fyrirstööu aö vinna þetta allt aft- ur.“ Ungir leikmenn veröa aö sanna getu sína — Nú hefur þú staöiö i eldlín- unni í 13 ár. Tetur þú þig eiga mörg ár eftir sem leikmaöur meistara- flokks? „Já, ég hef svo gaman af þessu og á meöan ég þarf ekki aö hafa meira fyrir því aö koma mér í æf- ingu, þá verö óg meö næstu ár. Ég held bara aö ég hafi aldrei veriö í betri æfingu en nú. Sumir vilja meina aö viö þessir gömlu ættum aö gefa þeim yngri möguleika og hætta. En ég er nú ekki nema 30 ára svo óg á töluvert eftir enn. Ég er á þeirri skoöun, aö ungu leik- mennirnir eigi aö sanna getu sína og slá okkur þessa eldri út.“ Ragnar erfiöastur — Hverjir eru eftirminnilegustu mótherjarnir? „Þeir eru margir, eins og t.d. Hermann Gunnarsson, Ingi Björn, Jón Pótursson, Fram, Elmar Geirsson, Kári Arnason, IBA, hann var oft erfiöur. Ragnar Margeirs- son er sá erfíöasti aö eiga viö í dag. I Skagaliöinu eru eftirminni- legastir, Jón Gunnlaugsson, Jón Alfreösson, Benedikt Valtýsson, Teitur Þóröarson og margir fleiri. Mikill missir var í þeim Siguröh* Jónssyni og Bjarna Sigurössyni, báöir mjög góöir leikmenn." Höröur góöur þjálfari — Hverju þakkar þú velgengni ykkar í Skagaliöinu? „Viö höfum haft mjög góöa þjálfara öll þessi ár. Höröur Helga- son þjálfari er mjög fær. Hann leggur mikiö upp úr samskiptum þjálfara og leikmanna. Æfingar hans eru mjög vel útfæröar og maöur veröur aldrei leiöur á æf- ingu. Hann er maöur sem leikur ekki neinn hershöföingja, heldur lætur verkin tala. Hann reynir aö rækta þaö besta í hverjum leik- manni. Til marks um manngeröina. „ þá hefur hann aldrei rifist viö leik- mann í liöinu þessi tvö ár sem hann hefur þjálfaö liöiö." Boröaöi ánamaök — Eftir þessi 13 ár hljóta aö hafa komiö upp einhverjir skemmtilegir atburöir? „Já, þaö hafa komiö upp margir skemmtilegir atburöir. Ég man t.d. eftir því, aö þegar viö vorum á leiö til Akureyrar 1983, til aö spila viö KA, aö viö veðjuðum við einn leik- mann (ónefndan) um aö hann gæti ekki étiö ánamaök. Jú hann hélt þaö nú, og þegar stoppaö var á leiöinni var fariö út og viö fundum stærsta maökinn sem viö sáum og réttum honum. Jú, hann lét sig hafa þaö og gleypti hann eins og ekkert væri og fékk aö launum góöan pening. Honum varö ekki meint af þessu, þvi hann stóö sig vel í leiknum á Akureyri og skoraöi mark. Eftir þetta uppátæki hans var hann spuröur fyrir hvern leik, hvort hann væri ekki búinn aö snæöa maökinn. Annaö skondiö atvik var er viö spiluðum viö Dynamo Kiev. Þá fengum viö vítaspyrnu er staöan var 1 — 1. Björn Lárusson tók vítiö og brenndi af. Eftir leikinn spuró- *4 um viö hann hvaö hafðl skeö, því hann var ekki vanur aö brenna af. „Ég horföi í augun á markveröinum og vorkenndi honum svo aö ég gat ekki fengið mig til aö skora hjá honum," sagöi Björn.“ — VBJ

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.