Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 64

Morgunblaðið - 11.05.1985, Qupperneq 64
LAUGARDAGUR 11. MAÍ 1985 VERÐ í LAUSASÖLU 25 KR. Gátu ekki greitt fyrir veitta aðstoð ÍSAFOLD, útgerð togarans Skjaldar •3“>iglufirði, setti fram kröfu á hendur útgerð sovéska flutningaskipsins Konstantin OLsman.sk iv um greiðslu fyrir veitta aðstoð við að ná sovéska skipinu af strandstað við höfnina á Siglufirði. Erlingur óskarsson, bæjarfógeti á Siglufirði, fór um borð í sovéska skipið í gær og skýrði skipstjóra frá kröfunni. Samkomulag varð um, að heimila skipinu að sigla til ísafjarðar, þar sem landa á rækju meðan beðið er staðfestingar frá réttum aðilum í Sovétríkjunum um greiðslu fjárins. Skipið fór frá Siglufirði áleiðis til ísafjarðar klukkan sex í gær. Rætt hefur verið um 700 þúsund króna greiðslu til - Mafoldar. Skipstjóri Konstantin náði ekki sambandi við útgerð skipsins í Murmansk né til Moskvu. Sovéska sendiráðiö í Reykjavík treysti sér ekki til að tryggja greiðsluna. Verði ekki sett fram trygging greiðslu á Isafirði verður málið tekið fyrir í fógetarétti. Raunar er önnur krafa á hendur Sovétmönn- unum væntanleg, því smábáturinn Dröfn skemmdist við björgunarað- gerðir. Hin fengsæla áhöfn Suðureyjarinnar. Sigurður Georgsson skipstjóri er lengst til vinstri. Horgunbla&ið/Sigurgeir Wsunan nat vjum, 10. mai. Að fornri hefð er lokadag- ur vetrarvertíðar á morgun, 11. maí, en í seinni tíð hafa sjómenn miðað vertíðarlokin við 15. maí. Ljóst er orðiö að Suðurey VE 500 verður með mestan afla á þessari vertíð við hvorn lokadaginn, sem miöað verður. Siguröur á Suðurey aflakóngur Sigurður Georgsson og skips- höfn hans á Suðurey lönduðu í fyrradag 48 tonnum og var þá afli Suðureyjar frá áramótum orðinn 1.319 tonn. Um 300 tonn- um meira en næsti bátur er með. Þeir á Suðurey munu síðan landa á morgun, á sjálfan gamla lokadaginn, eftir tveggja daga túr austur í Bugtir. Megnið af afla Suðureyjar í vetur hefur verið góður þorskur. Er afla- verðmæti þessara 1.319 tonna tæplega 20 milljónir króna. Þessi upphæð margfaldast við vinnslu og útflutning þannig að það er ekki svo lítið sem sjómennirnir leggja til þjóðarframleiðslunnar og afkomu landsmanna. Sigurður Georgsson, skipstjori á Suðurey, er 44 ára gamall Vestmanneyingur og hefur að baki langan og farsælan skip- stjórnarferil. Hann varð meðal annars aflakóngur á síðustu vertíð. Þá aflaði Sigurður á Suð- ureyna sína 1.435 tonna til 15. maí. hkj Sjómannafélag Reykjavíkur: Boðar tíl verkfalls 17. maí %véska skipið Konstantin Oismanski á strandstao a Siglufirói. SJÓMANNAFÉLAG Reykjavíkur boðaði í gær til verkfalls á bátum og minni togurum frá og með klukkan 18.00 >7. ma næstkomandi. Nær verkfallsboðumr ti* un> 300 sjó- mann> » xkipum þa> a> 0 togur um, Sjomem u ston: togumnun innan félagsins sambvkMi nint yeg- ar samningí, í mar/ Forystumenii Sjómannaféiagsint íara «ran á sömi: samninga og náðus> á Vestfjerðum Litlar líkui eru taldar á pví ao samn ingar náist Kristjár Kagnarsson framkvæmdastjóri LfÚ, segir ekkí I komi til greina að semja við Sjó- I mannafélagið í þriðja sinn. Guðmundur Hallvarðsson for- maður Sjómannaféiagt; Reykja- víkur. sagði í samtai; v i Morgui biaðið. ar meginmái’ó vær ai ne, Vanr krrtfunui un* iaunahækkanu1 ; eí'tii' atartsaidri. Au öorr. Jeyti : i'aeri íélagiii íram á samo konar j samníngr. og náðsu heföu ú. Veaí- l fjörðum. Einnig ceíáiz þeíi’ rétí, aó i við söiu á ísfísfeií gámum eriendie : kæmi emíanieg verö til Skipía. Þetta væri erfitr og viökvæmv. mál, en félagar í Sjómannafélag- inu hefðu fyrir sér sérsamninga um allt, iant og þeir ætluðu sér ekk m’nna er aðriv Rristiái Ragnarssor sagði aé vtui.Mibröge Sjoniannaiétagsnífi i /ær; meii ondemimi. Fni væv? | komiii iram meo kröfui1, seni okki | heföw séafc áöur í þessum viöræö- | snm og æfclazfc íii þess, aö aamiö L yröi viö þú í þriöja siot, eftir ae | þeir hefði- fcwlvegÍE felft gerða samninga. Þeim hefði verið svaraij því, aö LÍÚ íreysfci sév ekki cxl aö ganga að kröfum þeirra og koma þannig aftan að þeim, sem áður hefðu samþykkt gerða samninga í þeirri trú, að þeir væru endanteg- ir. Ríkisstjórnin hefð> beit.t; sér fyrir vermegunr 'irbotun t,i( i handa sjómönnun, r,i; ad greiði', iyrir (ausií kjaradeihiaima, en ailfc kæmi iyriv ekki. j , Sjómannaféiag Reykjavíkui' ♦olldi slðustu geröa samninga írá marzbyrjun, met 2C atkvæðun í gegi 16. Vætusamt sunnanlands Erlendir ferðamenn hafa verið óvenju margir hérlendis í vetur og síðustu daga hefur þeim enn fjölgað á götunum. Ferðamaðurinn á myndinni hefur gripið til þess ráðs að setja yfirbreiðslu ofan á bakpok- ann. Um helgina gæti orðið nauð- syn á slíkum búnaði fyrir ferða- menn í Reykjavík. Spáð er suðvest- an- og sunnanátt á suðvesturhluta landsins með úrkomu. Norðanlands og austan má hins vegar búast við mun betra veðri. 30 tilfelli hermannayeiki greind hér — 5 dauðsföll Bakteríunnar leitað f sumar, einkum í heitu vatni HERMANNAVEIKI greindist í tæp- lega 30 sjúklingum á Borgarspítalan- um og Landspítalanum á tímabilinu október 1983 til sama mánaðar á síð- asta ári. Talið er að 5 manns hafi látizt af völdum veikinnar á þessu tímabili. Veikin greindist í sérstakri rannsókn á lungnaveikisjúklingum, en hermannaveiki er afbrigði af hingnabólgu. f rannsókninni komu í Ijós dæmi um sýkingu innan Land- spítalans. Bakteríur, sem valda her- mannaveiki, eru aðallega í vatni og beitu og talið er að í hitaveituvatn- inu hér á landi geti þessar bakteríur dafnað betur en annars staðar. Sigurður B. Þorsteinsson, læknir við Landspítalann, sagði í samtali við Morgunblaðið, að þessi tilfelli hefðu komið upp í rannsókn á orsökum lungnabólgu á Landspít- alanum á eins árs tímabili. Allir, sem inn hefðu komið með lungna- bólgu og þeir, sem sýkzt hefðu á spítalanum, hefðu verið rannsak- aðir mjög vel. Svipuð rannsókn ^»fði einnig verið gerð á svipuðum tíma á Borgarspítalanum. Á Land- spítalanum hefði orðið vart 18 til- fella hermannaveiki hjá um 100 sjúklingum, en 9 tilfella á Borg- arspítalanum hjá sama fjölda sjúklinga. Blóðvatnssýni hefðu ver- ið tekin hjá þessum sjúklingum og þau send til Danmerkur og mæld þar með tilliti til mótefna gegn þeim bakteríum, sem yllu her- mannaveikinni og hefðu niðurstöð- ur verið að berast fram á þennan dag. Það hefði komið læknum mjög á óvart, að hermannaveikin virtist önnur eða þriðja algengasta tegund lungnabólgu á fslandi og ljóst væri, að sjúklingar úr þeim hópi, sem með veikina hefðu verið, hefðu lát- izt. Ennfremur virtust einhverjir hafa tekið veikina inni á Landspít- alanum, sem vissulega væri mikið úhyggjuefni. Sigurður sagði, að hér væri að- eins um mótefnamælingar að ræða, en þær væru ekki eins örugg leið til að greina sjúkdóminn og bakteríu- ræktun. Hún hefði aðeins tekizt i einu tilviki hérlendis. Þar væri um að ræða sjúkling, sem sýkzt hefði erlendis. Baktería af völdum inn- lendrar sýkingar hefði aldrei rækt- azt. f sumar yrði síðan hafin um- fangsmikil leit af bakteríunni í um- hverfinu, en þess mætti geta að þessi baktería lifði fyrst og fremst í vatni og kannski sérstaklega í heitu vatni. Því gæti verið að í hitaveitulandi eins og íslandi væri meira af þessar bakteríu en gengur og gerist í öðrum löndum. Þessi baktería væri talsvert út- breidd í umhverfinu og þeir, sem líklegastir væru til þess að sýkjast væru þeir, sem væru með eitthvað veiklaðar varnir. Til dæmis fólk með langvinna lungnasjúkdóma, stórreykingafólk eða fólk liggjandi inni á sjúkrahúsum með lítinn við- námskraft af völdum veikinda. f flestum tilfellum væri þó um ein- stök dæmi veikinnar að ræða, ails ekki væri hægt að tala um faraldur hér á landi og því ekki mikil ástæða til að örvænta, en alltaf annað slagið kæmu upp stórir faraldrar erlendis, sem sýktu fleiri en þá, sem væru veikir fyrir. Þeir stöfuðu þá <if einhverjum óvenjulegum að- stæðum á viðkomandi stöðum, hvort sem það væri hótel í Phila- delphiu eða sjúkrahús í Englandi. Fyrir heilbrigt fólk virtist sýk- ingarhættan vera tiltölulega lítil. Hermannaveiki kom fyrst upp í Philadelphiu fyrir nokkrum árum á fundi uppgjafa hermanna á hóteli þar og létust allmargir þeirra. Bakterían var þá talin hafa verið í loftræstikerfi, en veikin hefur síð- an verið kölluð hermannaveiki. Fyrir skömmu kom upp faraldur á sjúkrahúsi í Englandi.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.