Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ L985 Harðorð ályktun verkalýðsmálaráðs Alþýðubandalagsins: „Samningar verði knúðir fram með öllu afli verka- lýðshreyfmgariimar< Forseti ASÍ sat hjá við atkvæðagreiðslu um tillöguna ASMUNDUR Stefánsson, forseti Alþýðusambands íslands, sat hjá við atkvæðagreiðslu um harðorða ályktun á fundi verkalýðsmála- ráðs Alþýðubandalagsins sl. laug- ardag. I ályktuninni er skorað á „öll stéttarfélög í landinu að und- irbúa það, að komandi samningar verði knúðir fram með öllu afli verkalýðshreyfingarinnar“. Til- lagan var samþykkt mótatkvæöa- laust í henni segir ennfremur að brýna nauðsyn beri til „að ná víð- tækri samstöðu innan verkalýðs- hreyfingarinnar um að brjóta niður launastefnu ríkisstjórnar- innar. Fundur í verkalýðsmálaráði Alþýðubandalagsins heitir á verkalýðshreyfinguna í landinu að tygja sig til baráttu fyrir því, að endurheimta að fullu kaup- mátt launa sem var 1983 áður en núverandi ríkisstjórn tók við völdum og að fullar verðbætur á laun komi til.“ Þessi tillaga, sem borin var fram af Bjarnfríði Leósdóttur, formanni ráðsins, var efnislega samhljóða tillögu, sem Kolbeinn Friðbjarnarson, formaður Vöku á Siglufirði, bar fram á sam- bandsstjórnarfundi í Verka- mannasambandinu nýlega, að því er Bjarnfríður sagði í samtali við blaðamann Mbl. „Tillagan er einnig í beinu framhaldi af vilja- yfirlýsingu ASÍ-þingsins í haust", sagði hún. „Nú trúi ég ekki öðru en að verkalýðshreyf- ingin sýni af sér rögg og taki al- varlega á þessum málum. Það er löngu ljóst, að það er óbærilegt að lifa af þessum launum — og það er jafn ljóst, að hvorki ríkis- Samningar leiðsögumanna: Viðræður í strand ENGIN hreyfing hefur orðið í samningaviðræðum Félags leið- sögumanna og viðsemjenda þeirra, sem eru Félag ferðaskrif- stofa, Ferðaskrifstofa ríkisins og Kynnisferðir sf. Sl. þriðjudag slitnaði upp úr viðræðum aðila og hefur nýr fundur ekki verið boðað- ur. Félag leiðsögumanna hefur boð- að til félagsfundar í kvöld, þar sem ákvörðun verður tekin um framhald viðræðnanna eða hugs- anlegar aðgerðir, að því er Friðrik Haraldsson, formaður samninga- nefndar félagsins, sagði i samtali við blm. Morgunblaðsins. Samningar leiðsögumanna, sem eru í ASÍ, voru lausir 15. apríl sl. Nú gera þeir kröfu um að fá laun, sem séu sambærileg við kennara. Á það hafa viðsemjendur þeirra ekki viljað fallast, að sögn Frið- riks. í Félagi leiðsögumanna eru nærri 300 félagar. Lægstu laun þeirra fyrir dagvinnu eru nú um 15.800 krónur, hæstu laun rúm- lega 17.000 krónur. valdið né atvinnurekendur munu færa verkafólki kjarabætur á silfurfati. Eftir þvi verður að meta stöðuna." Tillaga Bjarnfríðar var upp- haflega bæði lengri og afdrátt- arlausari um tímasetningar, skv. upplýsingum Mbl. Urðu um hana talsverðar umræður og kom fram eindreginn vilji fundarmanna til að ná samstöðu í ráðinu og jafn- framt að verkalýðshreyfingin (ASf) legði sem fyrst fram ákveðnar kröfur fyrir samning- ana í haust og að baráttuaðferðir yrðu mótaðar. Niðurstaðan varð þó sú, að fundurinn samþykkti tillöguna almennt orðaða eins og hún er hér að framan. „Það urðu engar ýfingar á fundi verkalýðs- málaráðsins," sagði Bjarnfríður, „og hugmyndir manna náðu talsvert saman." Samkvæmt upplýsingum Mbl. mun heldur vera farið að draga saman með fulltrúum í verka- lýðsmálaráðinu, þar sem mikil úlfúð kom upp á yfirborðið eftir að Bjarnfríður var kosin formað- ur á liðnum vetri. Hótel Húsavík leigt til haustsins 1986 llisaTÍk, 13. nul. HÓTEL Húsavík hefur verið leigt Samvinnuferðum—Landsýn og Flugleiðum frá 1. júní næstkomandi til 30. september 1986 með for- gangsleigurétti. Umræður um þetta mál hafa staðið undanfarna mánuði og hef- ur nú verið gengið frá samningi þannig að hlutdeild Samvinnu- ferða—Landsýnar er 70% og Flugleiða 30%. Starfslið verður að mestu það sama og áður. Vonir heimamanna eru að leigjendur geti stuðlað að auknu streymi ferðamanna til Húsavíkur og þar með bætt rekstraraðstöðu hótels- ins, sem verið hefur erfið undan- farið. Segja má að gestir hafi að- eins verið á hótelinu þrjá til fjóra mánuði á ári, þó opið sé allt árið. Fréttaritari. MorgunbUAid/Júlíus Steinar Garðarsson, afgreiðslumaður Skeljungs á stöðinni við Vestur- landsveg sýnir notkun nýja sjálfsalans. Bensín úr sjálfsölum FRÁ OG með síðustu helgi gátu ökumenn á höfuðborgarsvæðinu fengið bensín keypt úr sjálfsölum. Skeljungur hefur sett upp slíka sjálfsala á tveimur bensínstöðv- um, við Vesturlandsveg og syðri stöð á Miklubraut og Olíufélagið, Esso, hefur einnig sett upp siálfsala á tveimur stöðum, á Ártúnshöfða og miðborgarstöð. Sjálfsalarnir eru opnir eftir að stöðvarnar loka. ökumennirnir setja eitt hundrað króna seðla í sjálfsalana og síðan kemur það magn sem greitt er fyrir brun- andi úr slöngu með gamla lag- Krabbinn er veiddur í gildrur, egndar með sti. Þegar hann verður ætisins var skrfður hann að körfúnni og bér kemur hann eftir tóginu. Til þess að komast að agninu þarf hann að fara upp á gildruna og niður um gat ofan á henni. Eftir það dúsir H»nn f prfsundinni. LÍFIÐ A HAFSBOTNI Myndir úr leiðangri Hafrannsókna- stofnunar í ísafjarðardjúpi í lok apríl NOTKUN neðansjávarmyndavéla er enn sem komið er fremur fátíð við hafrannsóknir hér við land. Slík myndavél í eigu Netagerðar Vestfjarða hefur hins vegar verið notuð nokkuð við veiðarfærarann- sóknir að undanförnu. í lok aprílmánaðar notfærði Hafrannsóknastofnun sér þessa tækni í fyrsta sinn með aðstoð Rækjuverksmiðjunnar í Hnífs- dal og Netagerðar Vestfjarða. Leiðangursstjóri var Sólmundur Einarsson, fiskifræðingur, og hefur hann sagt í samtaii við Morgunblaðið, að neðansjávar- myndavélin hafi komið að svo góðum notum, að aðrar rann- sóknir á skeldýrum virðist á hreinlega hafa verið unnar með handarbökunum til þessa. Rann- sóknarsvæðið var ísafjarðardjúp og aðallega lögð áherzla í trjónukrabba og önnur skeldýr Myndavélin var þá dregin um leitarsvæðin í Djúpinu og einnig var kannað hvernig krabbinn lendir í sérstökum gildrum, sem notaðar eru við veiðarnar. Myndavélin tekur það sem gerist upp á myndband, sem síðan er skoðað á sjónvarpsskjá. Einar Hreinsson frá Netagerð Vest- fjarða sá um myndavélina í leið- angrinum og hefur hann í til- raunaskyni tekið nokkrar mynd- ir af sjónvarpsskjánum af því, sem gerðist í undirdjúpunum í þessum leiðangri. Þaó eru fleirí en krabbarnir sem „renna“ á agnið. Krossfiskar og beitu- kóngar koma lika að gildrunni, en þeir eru svo „heppnir" að komast eklti upp eftir henni og ofan I. Gildran er á 16 faðma dýpi á myndunum. Fyrrí myndirnar eru frá botninum við Vogaskar á ísafirði, en síðasta myndin er undan Bæjarhlíðinni, rétt utan Kaldalóns.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.