Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 19
MORGÚNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 19 starfsmenn Sambandsins, einkum í höfuðstöðvum Sambandsins við Sölvhólsgötu. Þeir hinir sömu leggja þó áherslu á það i máli sínu, að báðir mennirnir séu hæfir til starfans, og að hvorum sem er verði tekið vel af starfsmönnum. Þeir segja jafnframt að það sé borðleggjandi að verulegar skipu- lagsbreytingar þurfi að gera á Sambandinu, með tilkomu nýs for- stjóra. Hafa þeir meiri trú á að raunverulegar breytingar geti átt sér stað með tilkomu þess sem þeir nefna „nýtt blóð“ en það segjast þeir sjá i Guðjóni. Guðjón mun einnig hafa ákveðnar hugmyndir um skipulagsbreytingar Sam- bandsins, sem hann myndi hrinda í framkvæmd, ef hann yrði forstjóri. Ekki liggur alveg ljóst fyrir hvern topparnir hjá Sambandinu vildu helst sjá í forstjórastólnum. Hafa þeir flestir verið afar varkár- ir og ekki gefið upp afstöðu sfna. Þó ber á það að líta að þeir sem starf- að hafa hvað nánast með Erlendi og unnið sig upp f áhrifastöður hjá Sambandinu að undanförnu, hljóta að vera uggandi um framtfð sfna, ef Valur verður forstjóri. Fáum dylst að lítið hefur verið um kær- leika á milli þeirra Erlendar og Vals. Því er talið lfklegt að Valur myndi ráðast f ákveðnar „hreinsan- ir“ ef hann yrði forstjóri. Nú má ekki skilja það sem svo, að þeir f stjórn Sambandsins sem hér eru sagðir fylgja Vali að máli, séu þar með andstæðingar Guð- jóns. Ef Valur kýs að óska eftir því að Guðjón verði ráðinn sem for- stjóri, þá munu þessir fimm menn styðja Guðjón í forstjórastól. Þar með fengi Guðjón öll nfu atkvæðin sem greidd verða. Þar með hefði náðst „breið samstaða um nýjan forstjóra“, eins og Valur Arnþórs- son orðaði það f samtali við Morg- unblaðið snemma i aprflmánuði, en þá sagði hann að allt stefndi i það að breið samstaða næðist innan stjórnarinnar um ráðningu nýs forstjóra. En slfkt getur aðeins orð- ið að því tilskyldu að Valur lýsi því yfir að hann vilji ekki stólinn. Geri hann það ákveður hann jafnframt hver verður forstjóri, og sýnir enn og sannar hversu sterkur hann er sem formaður Sambandsins. Telja heimildarmenn Morgunblaðsins að útilokað sé að „breið samstaða" ná- ist um Val f forstjórastól, þar sem hann eigi sér ákveðna andstæðinga f áhrifastöðum innan Sambands- ins, en það eigi Guðjón hins vegar ekki. Finnur hefur ekki fyrirgefíð Val Stuðningsmenn Guðjóns f stjórn- inni eru aftur á móti andstæðingar Vals, a.m.k. þeir Finnur Kristjáns- son og Ingólfur ólafsson. Finnur hefur ekki fyrirgefið Val að hann hrifsaði til sfn formennskuna á sfn- um tfma, og enn síður það að Valur hefur verið stjórnarformaður með glæsibrag f formennskutfð sinni. Guðjónsmenn segja þetta ekki rétt og benda á að Finnur sé einn fárra stjórnarmanna Sambandsins sem geti litið til sögu Sambandsins sl. 17 ár eða svo, og metið hvers konar lyftistöng Guðjón hafi verið Sambandinu. Þeir benda í þvf sam- bandi á að Guðjón tók við Sjávar- afurðadeild Sambandsins f algjör- um molum árið 1968 og byggði upp á mjög skömmum tfma og að sagan hafi endurtekið sig þegar hann fór vestur um haf árið 1975. Þeir segja þvf aö Guðjón hafi sýnt fram á, svo ekki verði um villst, að hann sé f raun hæfasti starfskraftur sem Sambandið hefur á að skipa, þegar nýr forstjóri verður valinn. Litið til annarra fylgismanna Guðjóns f stjórninni, þá má álykta að Ingólf- ur f KRON sé einfaldlega andvígur Val, vegna þess að Erlendur Ein- VALUR ARNÞÓRSSON stjórnarformaður Sambands- ins. Velur hann „hina breiðu samstöðu" og mælir með því að Guðjón B. Ólafsson verði ráðinn forstjóri SlS? arsson er það. Þórarinn Sigur- jónsson er ekki andstæðingur Vals, en hann styður Guðjón og sömu sögu er að segja af Herði Zóphanf- assyni. Hjá tveimur af fjórum fylg- ismönnum Guðjóns f stjórninni, þeim Finni og Ingólfi er það þvi ekki endilega sjónarmiðið, að ágæti Guðjóns ráði þvf að þeir vilja hann fremur en Val í forstjórastólinn, heldur miklu fremur það að þeir vilja hvern sem er frekar en Val Arnþórsson. Þó er rétt að árétta sjónarmið Finns og Ingólfs, sem líklega ræðst af þvf tvennu að þeir telja Guðjón hæfasta manninn inn- an Sambandsins til þess að setjast f forstjórastólinn og að Finnur hef- ur af persónulegum ástæðum tals- vert megna andúð á Val. Guðjón á sér aðdáendur i röðum beggja fylkinga. Til að mynda sagði einn stuðningsmanna Vals f sam- tali við blm. Mbl.: „Guðjón hefur i raun og veru aldrei sóst eftir neinu starfi. Hann hefur verið beðinn um að taka að sér þetta og hitt og hann hefur gert það og gert það vel. Ég hygg að sömu sögu sé að segja nú. Hann hefur ekki sóst eftir þvf að verða forstjóri Sambandsins, held- ur hefur verið leitað eftir því við hann, hvort hann væri reiðubúinn til slfks starfs þegar og ef hann væri beðinn um það.“ Valur sækir stuðning í kaupfélögin Stuðningsmenn Vals segja aftur að mikill áhugi sé á þvi viða f Sam- bandinu, og þá sérstaklega úti f kaupfélögunum að Valur taki starfið að sér. Þeir segja að Valur sé heilshugar f starfi kaupfélags- stjóra KEA, hvað sjáist best af góðri afkomu liðins árs sem hljóti jú að vera afrakstur góðrar stjórn- unar og skynsamlegrar. Valur sé ekki að leita eftir öðru starfi, en hann geti vart skorast undan að taka starfið að sér, ef niðurstaðan verður sú að meirihluti stjórnar- innar fer þess á leit við hann. Hann hafi þvi hugleitt að taka að sér starfið, f ljósi þess að svo margir vildu að hann tæki það að sér. Telja þessir menn að Valur væri sam- vinnuhreyfingunni ómetanleg lyftistöng, og að honum tækist að glæða hana nýju lffi. Hann sé og verði fyrst og fremst fulltrúi hins almenna félagsmanns, og muni halda á lofti merkjum samvinnu og félagshyggju. Þeir hafa þvf lagt talsvert hart að Vali að taka að sér starfið, en enn sem komið er hefur hann ekki viljað kveða upp úr með það hvort hann vilji starfið. Telja stuðningsmenn hans að það sé vfs- bending um að hann hafi tak- markaðan áhuga á forstjórastóln- um, en vilji þó ekki gefa hugmynd- ina með öllu ffa sér. Guðjónsmenn GUÐJÓN B. ÓLAFSSON forstjóri Iceland Seafood Ck)rporation hefur sannað hæfni sína í starfi, svo ekki verður um villst. Hann er því talinn verðugur arftaki Er- lendar á forstjórastóli. lfta hinsvegar talsvert öðrum aug- um það háttalag Vals að liggja svona lengi undir feld. Þeir segja að hann sé að kanna hvort ein- hverjum fjögurra stuðningsmanna Guðjóns í stjórninni verði ekki snú- ið. Hann sé afskaplega stoltur maður og lfti stórt á sig, og geti vart hugsað sér að taka við for- stjórastarfinu með aðeins eins at- kvæðis forskoti, raunar eigin at- kvæði. Hann vilji hljóta einróma stuðningsyfirlýsingu stjórnarinn- ar, svo hann geti sagt að hann hafi aldrei sóst eftir starfinu, en hins vegar geti hann sem samvinnu- maður ekki skorast undan þeirri ábyrgð sem hann sé beðinn að axla. Valur og hans stuðningsmenn eru sagðir hafa reynt að koma þeirri hugmynd inn hjá fólki að Guðjón, sem allir vita að hefur staðið sig frábærlega sem forstjóri Iceland Seafood, hafi rekið fyrir- tækið sem gallharður „bfsnessmað- ur“ sem Valsmenn segja að sam- ræmist ekki beinlinis samvinnu- hugsjóninni. Segja þeir að það geti orðið skaðlegt imynd samvinnu- hreyfingarinnar, ef svo harður viðskiptalffsmaður sem Guðjón taki við stjórnvölnum. Hann hafi einfaldlega ekki nógu félagslegt samvinnuyfirbragð. Segja þeir að um leið og menn beri mikla virð- ingu fyrir dugnaði Guðjóns, þá óttist þeir þann „harðsvfraða bfsn- issblæ sem muni koma á hreyfing- una með hann sem forstjóra". Guðjón mikill samvinnumaður Guðjónsmenn eru hins vegar ekki sáttir við þessa mynd af þeirra manni. Þeir segja það satt og rétt að Guðjón sé mjög harður og dug- andi kaupsýslumaður, en hann sé engu að siður mikill samvinnumað- ur, sem muni á forstjórastóli gagn- ast samvinnuhreyfingunni mjög. Auk þess sé hann frábær skipu- leggjandi, sem sjáist hvað best af þvf orði sem fer af honum í Banda- ríkjunum á viðskiptasviðinu. Þar fullyrði stórbísnessmenn í röðum að Guðjón sé sá færasti f sinni grein. Guðjón hafi fjórfaldað við- skipti Iceland Seafood á þeim 10 árum sem hann hefur stýrt fyrir- tækinu og aukið við höfuðstól fyrirtækisins og enn sé fy rirtækið f sókn. Valsmenn segjast aftur horfa til þess að fá mann eins og Val f for- stjórastól, sem geti sameinað rekstur og félagslegan þátt sam- vinnuhreyfingarinnar. Hann hafi sýnt og sannað, svo ekki verði um villst að hann sé hæfur á báðum þessum sviðum. Auk þess hafi Val- ur stýrt kaupfélagi, KEA, sem í raun spanni mjög marga rekstrar- þætti Sambandsins, og það sé ekki lítið dýrmætt, þegar horft sé til reynslu. Guðjónsmenn spyrja aftur óbangnir með öllu: „Hvers vegna hefur fjarað svona undan Sam- bandinu f stjórnarformannstfð Vals? Ef hann er sá félagslegi sam- vinnuleiðtogi, sem Valsmenn vilja meina að hann sé, ætti það ekki einmitt að sýna sig f starfi sam- vinnuhreyfingarinnar f dag?“ Báðir eru mennirnir svipaðir að aldri, Guðjón er 49 ára gamall, en Valur 50 ára. Þeir eru skólabræður og þekkjast mætavel. Er þeim að sögn ágætlega til kunningja, þó að of djúpt f árinni væri tekið að segja þá vini. Kunnugir segja þó að þeir muni ugglaust geta starfað vel saman, og eru hinir sömu þá að hugsa um Guðjón sem forstjóra og Val sem stjórnarformann Sam- bandsins. Valur hefur sjálfur sagt um Guðjón að hann sé afbragðs- maður, heiðarlegur, duglegur og einarður, sem eigi ekki nema allt gott skilið bæði af Sambandinu og samvinnuhreyfingunni f heild. Að visu telja stuðningsmenn Vals að Guðjón muni ekki sætta sig við að Valur ráði jafnmiklu sem stjórn- arformaður og hann gerir í dag, ef Guðjón verður forstjóri. Segjast þeir hafa nokkra vissu fyrir því að Guðjón vilji ráða meiru en Erlend- ur gerir í dag, og Guðjónsmenn hafa í sjálfu sér ekki mótmælt þvf. Valur vildi ekki stólinn í upphafi Það er ekki svo ýkja langt sfðan að Valur sýndi forstjórastólnum lftinn sem engan áhuga. Hann tók sér ferð á hendur vestur til Banda- ríkjanna snemma á sl. ári, þar sem hann ræddi við Guðjón og greindi honum frá þvf að Guðjón væri sá maður sem hann vildi helst sjá sem arftaka Erlendar. Eftir að Valur gerði það, tóku hans menn hinsvegar rækilega við sér, og hófu markvissar fortölur, sem allar miðuðu að þvf að gera Val grein fyrir því að hann einn gæti tekið við forstjórastólnum. Fortölurnar gengu út á það að Val- ur væri samvinnuímynd Sam- bandsins, hann hefði sýnt það og sannað með rekstri KEA að hann væri fær um rekstur stórfyrirtæk- is, þannig að það skilaði hagnaði. Auk þess væri hann félagshyggju- ímynd Sambandsins, sem ekki mætti fórna á altari gróðahyggju og viðskiptasjónarmiða. Þessar fortölur eru enn i gangi, og þær lffiegar. í dag er talið að Valur muni ekki sækjast eftir forstjórastólnum. Hann hafi ákveðið að starfa áfram um hrið sem stjórnarformaður Sambandsins og mæla með þvi að Guðjón B. ólafsson verði ráðinn forstjóri Sambandsins. Það þýðir, ef rétt er, að Valur hefur valið „hina breiðu samstöðu” hver svo sem ástæðan er fyrir þvf vali hans. Hér skal enginn dómur lagður á það hverjar ástæður Valur hafði fyrir ákvörðun sinni, en hitt liggur ljóst fyrir að Sambandið mun á næstunni fá nýjan forstjóra. Eins og málin standa þegar þetta er skrifað, mánudaginn 13. maí, bend- ir fiest til þess að sá maður verði Guðjón B. ólafsson, sem menn telja að muni hleypa nýjum krafti í þetta geysilega stóra fyrirtæki. Rétt er þó að árétta að heil vika er þar til stjórnarfundurinn verður haldinn, og ýmislegt gæti breyst á þeim tfma, svo sem það að stjórnin frestaði afgreiðslu málsins fram yfir aðalfund Sambandsins sem haldinn verður f júnf. Gerist það hins vegar ekki, þá eiga þeir Guð- jón og Valur eftir að starfa mjög náið saman, en tfminn einn mun leiða í ljós hvernig tekst til um það samstarf. Laugameskirkja: Tónskóli Þjóðkirkj- unnar með tónleika í kvöld, 14. maí, fara fram 3. vor- tónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunn- ar, orgeltónleikar í Laugarnes- kirkju. Flutt verða orgelverk eftir Tunder, Buxtehude, Bach og Mendelssohn þ.á m. „Faðir vor“ sónatan eftir Mendelssohn. Flytjendur eru Gunnar Gunn- arsson, Friðrik Stefánsson, Sig- ríður Jónsdóttir og allir nem- endur Harðar Áskelssonar organista í Hallgrímskirkju. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30. Hafnarfjarðarkirkja: Öldruð- um boðið til guðs- þjónustu Á FIMMTUDAGINN (uppstign- ingardag) bjóða safnaðarstjórn og sóknarprestur Hafnarfjarðar- kirkju öldruðum í guðsþjónustu klukkan 14.00. Við athöfnina mun Guðmund- ur Sigurðsson tenór syngja ein- söng og einnig í kirkjukaffinu sem verður á eftir í Fjarðarseli, félagsheimilisálmu íþróttahúss- ins við Strandgötu. Undirleikari hans verður organisti kirkjunn- ar, Helgi Bragason. Þá mun Árni Grétar Finnsson forseti bæjarstjórnar lesa frumsamin ljóð. Rúta verður til að flytja fólk til og frá kirkju. Þeir sem óska eftir slíkri þjónustu vinsamlega hafi samband við Bjarna Linnet varaformann sóknarnefndar eða við sóknarprest. (Úr fréttatilkynningu) Leiðrétting VEGNA fréttar frá aðalfundi Sambands ísl. hitaveitna skal tek- ið fram að hitaveitustjórinn á Ak- ureyri og formaður sambandsins, Wilhelm V. Steindórsson, er raforkuverkfræðingur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.