Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 52
52 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 Tuttugu þúsund á klukkustund — eftir Kristófer Magnússon Staða Bæjarútgerðar Hafnar- fjarðar er nú þannig, að greiðslu- þrot bæjarsjóðs blasir við, ef ekki fást bráðlega framlög úr ríkis- sjóði. Þetta er nákvæmlega sams konar staða, er varð þess valdandi að kratarnir hröktust frá völdum upp úr 1960 og Sjálfstæðisflokkur- inn tók forustu í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Miðað við stöðuna í dag geta svo kjósendur Sjálf- stæðisflokksins velt fyrir sér, hvaða erindi Sjálfstæðisflokkur- inn á í meirihlutasamstarf í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar, þar sem fylgt er fast eftir stefnu minni- hlutans i veigamesta málaflokki bæjarfélagsins, sem er hinn raun- verulegi meirihluti, eins og nú er komið málum. Það hefur verið mín trú lengi, að ef Sjálfstæðisflokkurinn hefði neitað frá öndverðu að taka þátt í meirihlutasamstarfi, með rekstur BÚH yfir höfði sér, væri flokkur- inn fyrir löngu kominn einn í meirihlutaaðstöðu hér eins og í flestum bæjarféiögum á höfuð- borgarsvæðinu. í nafni meirihlutaaðstöðu hefur Sjálfstæðisflokkurinn látið bjóða sér svo gott sem hvað sem er, og tekið þátt í oft ótrúlegum skrípa- leik. Þessu til áréttingar leyfi ég mér að benda á, að í þau fáu skipti sem flokkurinn hefur reynt að vera stefnu sinni trúr, samanber 1982, hefur flokkurinn látið svín- beygja sig, að mér virðist ein- göngu til að halda ímyndaðri meirihlutaaðstöðu sinni og titlum. Ráðið hafa þeir ekki fengið í veigamesta málefni bæjarins. T.d. fékk Árni Gunnlaugsson, þá í meirihlutasamstarfi við Sjálf- stæðisflokkinn, samþykkta sér- staka traustsyfirlýsingu á stjórn BÚH þar sem lýst var yfir, að bæj- arstjórnin væri mjög ánægð með góða stöðu BÚH. En takið eftir, ég endurtek, takið mjög vel eftir, og kynnið ykkur málin sjálf ef þið trúið mér ekki. Á sama fundi fékk Árni Gunnlaugsson einnig sam- þykkta tillögu sína um milljóna framlag til BÚH, samkvæmt nú- verandi verðlagi, vegna fyrirsjá- anlegs greiðsluþrots Bæjarútgerð- ar Hafnarfjarðar! Það hlýtur að vera slæmt að missa slíkan af- burðamann úr bæjarstjóm, og hefðu fáir, nema Árni, haldið and- litinu undir slíkum kringumstæð- um, og um leið fengið aðra til að dansa með i allri vitleysunni. Ginkaframtakid og SjálfstæÖisflokkurinn Ef stefnir sem horfir, hverfa allir skattpeningar bæjarbúa i rekstur BÚH árið 1986. Það hlýtur að verða gott kosningaár. Er Sjálfstæðisflokkurinn búinn að ganga svo frá einkaframtakinu í landinu að fulltrúum flokksins dettur ekki lengur í hug að ein- staklingar gætu haft áhuga á að kaupa eða reka BÚH. Hefur bæj- arfulltrúum aldrei dottið i hug að það sé ekkert skilyrði eða sjálf- gert, að rekstur BÚH hætti, ef bærinn hætti að skipta sér af rekstrinum, samanber Lýsi og mjöl. Hvað hafa núverandi eig- endur Lýsis og mjöls farið fram á háa styrki síðan þeir keyptu fyrir- tækið og hvað voru fyrrverandi stjórnendur búnir að fara fram á háar upphæðir áður en fyrirtækið var selt? Ég man ekki að hafa heyrt að rekin væri útgerð af opinberri hálfu í Vestmannaeyjum, Grinda- vík, ísafirði eða Bolungarvík og allt gengur þetta án þess að seilst sé i vasa bæjarbú?. Meira að segja minnir mig a& það hefði veric fyrir dug og hugrekki margra ágætra einstaklinga sem fólks- flótti var stöðvaður frá fsafirði, eftir margra ára dauða hönd krat- anna. Væri það ef til vill rann- sóknarefni út af fyrir sig af hverju útgerð er að leggjast niður í Hafn- arfirði undir forsjá hins opinbera og vernd Sjálfstæðisflokksins, á sama tíma og einkaframtakið í út- gerð hefur stuðlað að aukinni hag- sæld í öllum ofangreindum byggð- arlögum. Tap Bæjarútgerðar- innar í dag Tap BÚH er nú á annan tug milljóna á mánuði, og væri það í sjálfu sér kraftaverk út af fyrir sig ef bæjarsjóður slyppi við að greiða á annað hundrað milljónir úr bæjarkassanum, ef fyrirtækið yrði selt í dag. Ég tala nú ekki um ef flokkur verslunarfrelsisins léti sér detta það í hug einhver næstu árin að losa lítið eitt um hömlur á innflutningi fiskiskipa og þar með verða valdur að því að flestir tog- arar landsmanna féllu i verði um ca. 50%. Þetta eitt myndi þýða gíf- urlega yfirtöku bæjarsjóðs á veðskuldum BÚH. Hvernig verði á mörgum úreltum togurum lands- manna er haldið uppi af viðskipta- hömlum, til þess að hægt sé að veðsetja flotann langt yfir sann- virði, væri eflaust efni í heilan greinaflokk, en þetta atriði veldur eflaust engum áhyggjum hjá út- vegsmönnum, ríkisstjórn eða al- menningi í dag. Það hefur ekki einkennt fslendinga, eða ríkis- stjórnir á íslandi, þegar það þarf að redda málunum fyrir horn, að hafa áhyggjur af afborgunum og skuldum sem ekki eru fallnar í gjalddaga. HvaÖ er aðhafst í bæj- arstjórn Hafnarfjarðar? Ekki veit ég hvað lengi Árni Grétar Finnsson og Einar Mathie- sen sem lengst hafa staðið í bar- áttunni endast lengi að láta óháða og kratana draga sig út í skulda- fenið. Það getur varla verið eftir- sóknarverð staða fyrir Árna Grét- ar og Einar og um leið Sjálfstæð- isflokkinn, að þegar minnst verður á afskipti þeirra og flokksins af málefnum BÚH er nóg að benda á Sögu Hafnarfjarðar 1. bindi neðst á bls. 338 og bls. 339, þar sem tí- undaður var rekstur kratanna á BÚH, en þar segir t.d.: „Mikill halli varð á rekstri fyrirtækisins 1960 og nam hann jafnhárri upp- hæð og öll útsvör bæjarbúa." Seg- ið svo að sagan endurtaki sig ekki. Hafnarfjarðarbær er nú eitt skuldugasta bæjarfélag landsins, og er nú svo komið að ef ekkert verður að gert, hefur bæjarfélagið enga möguleika að rísa undir skuldum. Því miður hefur þetta gerst undir forustu Sjálfstæðis- flokksins, og það sem mér finnst raunverulega verst við þetta allt er að það lítur út fyrir að það taki marga mánuði ennþá fyrir bæj- arfulltrúa að átta sig á staðreynd- um, staðreyndum sem svo auð- veldlega er hægt að lesa um i Sögu Hafnarfjarðar. Eina ráðið til að losa bæjarsjóð úr rekstri BÚH er að selja fyrirtækið. Allar aðrar lausnir eru gervilausnir. Ef ekki er meirihluti í bæjarstjórninni til að selja BÚH á að láta þá flokka, sem vilja reka útgerðina út á bæjarkass- ann, bera ábyrgð þar á. Það yrði varla löng barátta, svo vonlaust er dæmið. Stofnun Útgerðarfélags Hafnarfjaröar Ein8 og ég spáði, stendur þaö eitthvaö í bæjarstjórninni aö stofna hlutafélag um rekstuc Kristófer Magnússon „Þessum rekstri hafa borgararnir hvaö best kynnst í mynd bæjarút- gerðar. Hann hefur eig- ið óafmáanlegt vöru- merki: tapreksturinn, skattpeningana, sí- rennslið úr bæjarsjóði, óháð öllum hagsveifl- um. Þarna hefir allt reynst óstöðvandi, nema helst ræöuhöld forstjór- anna: „Já, en á næsta ári ... “ Dr. Benjamín Eiríksson í bók sinni „Ég er“ bls. 96. BÚH, enda breytir það raunveru- lega engu í stöðunni, þar sem haldbærar forsendur lágu aldrei fyrir, fyrir utan að bærinn ætlaði sér ennþá að eiga meirihluta, er þýðir að bæjarsjóður ætti erfitt með eða gæti alls ekki, sóma sins vegna, hlaupið frá fjárhagslegum skuldbindingum hlutafélags sem það ætti meirihluta i, eins og dæmin sýna með rekstur Júni, Stá og jafnvel Lýsi og mjöl á sínum tíma. Stofnun hlutafélags um rekstur BÚH var hálmstrá, er flestir bæj- arfulltrúar gripu í, til að reyna að fela hlutdeild sfna í tapi BÚH, og um leið aö forðast að raunveruleg staða BÚH kæmi upp á yfirborðið og yrði lýðum ljós. Eins og ég hef sagt áður get ég varla ímyndað mér að Vilhjálmur Skúlason og Hörður Zophaniasson eigi þá töfrauppskrift eða búi yfir ein- hverri þeirri snilligáfu að þeir geti breytt hundruð milljóna króna tapi í hagnað. Mikið hlýtur Har- aldur Sigurðsson aö hafa veriö í vondum og skilningslausum fé- lagsskaj, í útgerðarráði, ef hann býr nú yfir tillögum til að koma rekstri BÚH á réttan kjöl. Hvar á að afla peninganna? Samkvæmt þeim upplýsingum er komu fram á síðasta bæjar- stjórnarfundi er nú verið að leita eftir frekari skuldbreytingum hjá Seðlabankanum, fram yfir þær ca. 100 milljónir sem þegar er búið að fá afgreitt. Mér kæmi ekki á óvart að farið verði fram á aðrar 100 milljónir og að þingmaðurinn okk- ar og núverandi bankamálaráð- herra, Matthías Á. Mathiesen, að- stoðaði ráðamenn bæjarfélagsins til að ná fram slíkum skuldbreyt- ingum, enda blasir ekki annað við en greiðsluþrot bæjarfélagsins, sem Sjálfstæðisflokkurinn veitir forustu að nafninu til. Eftir skuld- breytinguna, ef til kæmi, yrði hlutur BÚH um 200 milljónir af því ráðstöfunarfé sem ríkisstjórn- in ætlar, til að bjarga útvegnum. Svona til skýringar fyrir lesendur, eru skuldbreytingar ekkert annað en lán sem verður að borga og setja veð fyrir, þó í mörgum til- fellum þau séu vafasöm eru þau það ekki hjá BÚH þar sem bærinn stendur ábyrgur. Þá væri hér að mati ráðamanna verið að leggja að jöfnu gjaldþrot þúsunda heim- ila vegna skulda einstaklinga á íbúðarhúsnæði og framlag ríkis- valdsins í botnlausa óráðsiu í von- laust fyrirtæki eins bæjarfélags. Sannast það hér eins og oft áður, að heill hins pólitíska samtrygg- ingarkerfis er ofar hagsmunum fólksins, sem er ein höfuðástæða fyrir að ekki er hægt að borga hærri laun í þjóðfélaginu, eða hvaðan halda pólitíkusarnir og al- menningur að peningarnir komi, sem notaðir eru í taprekstur BÚH. Framlag ríkisins til að bjarga fólki frá gjaldþroti vegna íbúðar- kaupa er einmitt um 200 milljónir, en um þá upphæð hefur verið var- ið ómældum tima til skoðana- skipta í fréttum útvarps, sjó- nvarps og í blöðum að ég tali nú ekki um alþingi. Matthías, Sjálfstæöis- flokkurinn og einka- framtakiö Ég efast um að það verði einfalt fyrir Matthías og aðra þingmenn Sjálfstæðisflokksins að þurfa að skýra út fyrir rótgrónum alvöru útgerðarmönnum á Suðurnesjum, sem nú er verið að knésetja, þörf- ina fyrir að úthlutað sé til Bæjar- útgerðarinnar um 200 milljónum. Á Suðurnesjum hafa verið dygg- ustu stuðningsmenn einkafram- taksins í landinu og fjölmennasti kjósendahópur Sjálfstæðisflokks- ins utan Reykjavíkur. Þetta fólk vill eflaust fá að vita og skýringar þar á, af hverju er verið að hætta rekstri útgerðar á Suðurnesjum, á sama tima og þeir eru skattlagðir til að halda uppi opinberum rekstri í útgerð í Hafnarfirði, er kostar þjóðfélagið hundruð millj- óna. Yfirveösetningin Undirmaður Útvegsbanka ís- lands varð fyrir þeirri óheppni að kalla yfirveðsetninguna hjá Bæj- arútgerð Hafnarfjarðar réttu nafni á kvittun frá bankanum og samkvæmt þeirri íslensku hefð að öll mistök í opinberum rekstri sé sendisveininum að kenna verður hann eflaust látinn bera sína ábyrgð. Auðvitað áttu veðsvik sér stað hjá BÚH. Hvaða ástæðu höfðu stjórnendur BÚH að vísa endur- skoðanda bæjarins frá, er hann kom til að telja vörubirgðirnar, samkvæmt skipun bæjarstjórnar, aðra en þá, að eitthvað var að fela. Að ætlast til að orðið birgðarýrn- un sé notað af starfsmanni um tug milljóna króna umframveðsetn- ingu birgða (veðsvik) finnst mér með ólíkindum og lítt samboðið virðulegri bankastofnun sem fólk á að bera fullt traust til. Mér hef- ur t.d. veriö sagt að sá fiskur, sem væri uppgefinn í skýrslum sem eign í geymslunr, BÚH, komist ekki fyrir í geymslum fyrirtækis- ins. Stjórn Útvegsbankans er hér að mínu viti að reyna að hylma yfir mistök, og um leið að reyna að verja aðhalds- og eftirlitsleysi sitt, er hafa orðiö þess valdandi að Útvegsbankinn hefur, eflaust ómeðvitað í upphafi, útvegað BÚH ólöglega rekstrarfé gegnum af- urðalánakerfi Seðlabankans, sem hefur nú þegar kostað bæjarfélag- ið tug eða jafnvel hundruð millj- óna. Einnig væri fróðlegt fyrir bæj- arstjórnina að fá upplýst af Seðla- bankanum i hvað peningar þeir, sem Seðlabankinn móttók sam- kvæmt meðfylgjandi kvittun upp á 8,2 milljónir, hafa verið notaðir. Það skyldu þó ekki fleiri samsvar- andi kvittanir finnast i vörslu BÚH og bankanna? Þrátt fyrir að mér hafi ítrekað verið neitað um upplýsingar hjá Útvegsbankanum og borið við bankaleynd, og Útvegsbankinn svarað fyrirspurn bæjarstjórnar- innar, sem er æðsta stjórn BÚH, með útúrsnúningi, er spurt var um viðskipti bankans við BÚH, stóð ekki á bankastjórum Útvegsbank- ans þann 21. mars sl. að gefa fyrrverandi útgerðarráðsmönnum BÚH upplýsingar um ákveðinn þátt viðskipta Útvegsbankans og BÚH. Ég spyr, hvaða rétt hafa fyrrverandi útgerðarráðsmenn, sem leystir höfðu verið frá störf- um fyrir mörgum vikum, á að fá að vita afurðalánastöðu Útvegs- bankans við BÚH 21. mars sl. og gera hana opinbera án alls sam- ráðs við stjórn BÚH? Hér eru all- ar reglur um bankaleynd þver- brotnar sem hlýtur að vekja at- hygli bankamálaráðherrans. Hér er verið að gera fyrrverandi starfsmönnum BÚH hærra undir höfði en sjálfum alþingismönnum landsins, eða var ekki alþingis- mönnum í vetur neitað um ákveðnar upplýsingar I nafni bankaleyndar, sem síðan ráðherr- ann hafði ekkert við að athuga. Ég get ekki séð hvernig bæjarstjórnin kemst hjá að krefjast skýringa af hendi bankaráðs Útvegsbankans, ef bankaleynd er einhvers virði og jafn mikilvæg og bankastjórar Út- vegsbankans hafa verið að skýra út fyrir mér að undanförnu. Er önnur afsökun á röngu orðavali á leiðinni frá bankanum? Til að losa sig frá frekari óþæg- indum væri bankaráði Útvegs- bankans í lófa lagið að verða að ósk bæjarstjórnar Hafnarfjarðar og senda henni t.d. skýrslu og álitsgerð þess manns sem bankinn sendi til að annast birgöatalningu hjá BÚH. Ekki mundi saka að álit Seðlabankans um niðurstöður skýrslunnar fylgdi með og jafnvel skýrslur frá Sölumiðstöð hrað- frystihúsanna til samanburðar á uppgefinni afurðaeign BÚH til SH annars vegar og bankans hins veg- ar. Endurskoðendur Bæjar- útgerðar Hafnarfjarðar Svo að síðustu, til að fullnægja hinni pólitísku samtryggingu flokkanna og bankanna, gæti bæj- arstjórn Hafnarfjarðar fengið fjórða endurskoðandann til að fara yfir rekstur BÚH og komast að enn einni niðurstöðunni varð- andi hinn fáránlega rekstur. Það gæfi flokkunum tækifæri til að rífast um niðurstöðurnar framyfir næstu kosningar, sem mundi kosta bæjarfélagið hundruð millj- óna. En hvaða pólitíkus varðar um svoleiðis smámuni. Er ekki sagt að það komi tfmar og komi ráð? Að sjálfsögðu kemst bæjar- stjórnin ekki hjá, undir slíkum kringumstæðum, að losa sig við eða taka „til greina" afsögn endur- skoðandans hjá bænum, sem hefur verið svo ósvífinn, in alls pólitísks samráðs, að leyfa sér að benda á hundruð milljóna kr. tap, misferli, meint veðsvik og sukk í rekstri BÚH. Slíkur maður þjónar varla hagsmunum fólksins og bæjar- stjórnar, og getur varla verið „traustsins" verður, sem kemur eflaust best fram í að meirihluti bæjarstjórnar hefur tvisvar séð ástæðu til að leita til endurskoð- enda fró höfuðborginni, til aö reyna í\ sannleiksgildi bæjarend-' urskoðandans. Ab sjálfsögðu vai*
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.