Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 71
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985
71
Málaferli vegna gallaðs einingahúss:
Krefst 2,6 milljóna
króna í skaðabætur
NÝLEGA var þingfest í Hafnarfírði skaðabótamál, sem hús-
eigandi í Mosfellssveit hefur höfðað gegn umboðsfyrirtæki
danskra einingahúsa, vegna meintra stórfelldra galla í hús-
inu, sem keypt var og sett upp sumarið 1982. Gerir húseigand-
inn, Sigurður Gíslason ökukennari, kröfu um að eigendur og
umboðsmenn Hosbyhúsa, Pálsson sf. á Akureyri, greiði sér
tæplega 2,6 milljónir króna í skaðabætur vegna galla og
afleidds tjóns auk hæstu vaxta eins og þeir hafa verið á
hverjum tíma síðan í ágúst 1982. Pálsson sf. hefur krafíst
nauöungaruppboðs á húsinu.
Af hálfu fyrirtækisins hefur
verið viðurkennt, að húsið sé gall-
að og að ekki sé rétt frá því geng-
ið. Samningar milli aðila hafa
ekki tekist, að því er fram kemur í
málsskjölum, og telur Sigurður sig
því eiga nauðugan einn kost að
höfða málið.
f stefnunni kemur m.a. fram, að
húsið var sett upp af starfs-
mönnum Pálsson sf. og starfs-
manni Hosbyhuse A/S. í Dan-
mörku. Fljótlega hafi komið í ljós
gallar á húsinu, „sem aðallega hafi
lýst sé í því að húsið var óþétt og
auk þess sem hreyfing virtist vera
á því“, eins og segir orðrétt. Gall-
amir fóru svo vaxandi í takt við
versnandi haust- og vetrarveður.
Athuganir sérfræðinga Rann-
sóknastofnunar byggingariðn-
aðarins leiddu í ljós að húsið var
óþétt og þakið á hreyfingu og at-
hugun fulltrúa framleiðanda og
umboðsmanna hússins leiddu hið
sama í ljós. Segir í stefnunni að
fyrirtækið hafi sagt gallana vera
„vegna ófyrirsjánlegra orsaka eða
ófullnægjandi vinnubragða við
uppsetningu hússins“. Tilboði um
lagfæringar hafnaði Sigurður
Gíslason hinsvegar, taldi því veru-
lega ábótavant og tillögurnar
óraunhæfar.
Haustið 1983 fékk Sigurður svo
dómkvadda matsmenn til að gera
úttekt á húsinu. Samkvæmt henni
voru gallar á húsinu jafnvel enn
fleiri en áður var talið. Segir þar
m.a. að verulega skorti á að upp-
setning og frágangur hússins hafi
verið með fullnægjandi hætti: stíf-
leika hússins sé verulega ábóta-
vant, gluggar óþéttir, hurðir
skakkar og óþéttar og fleira.
Matsmennirnir töldu í febrúar
1984 að viðgerðarkostnaður væri
um 700 þúsund krónur.
Pálsson sf. hefur boðist til að
kaupa húsið til baka fyrir liðlega
3,5 milljónir en Sigurður hafði áð-
ur boðið fyrirtækinu að leysa til
sín húsið fyrir 4,2 milljónir.
Samningar þar um hafa ekki tek-
ist, eins og fyrr segir.
Kostnaður af málarekstrinum,
athugunum og vinnutapi Sigurðar
vegna þessa er orðinn mikill, skv.
því sem fram kemur í skjölum
málsins, og hefur hann því lent í
verulegum vanskilum með eftir-
stöðvar af kaupverði hússins. Af
hálfu Pálsson sf. hafa eftirstöðv-
arnar verið gjaldfelldar og krafist
nauðungaruppboðs á húsinu. Upp-
boð fór fram í nóvember sl. en því
var áfrýjað til Hæstaréttar.
ALLT TIL
MÚRFESTINGA
B.B. BYGGINGAVÖRUR HF
Nethyl 2, Ártúnsholti, Sími 687447 og Suðurleindsbraut 4, Sími 33331
KSSKU SUMARHUSIN
Oberallgau býður upp á matsölu-
$tað, bar, ölstofu, spilastofur (keilu-
spil), saunabað, sólbaðslampa,
heilsunudd tvisvar í viku, tennisvöll,
innisundlaug, barnaleikvöll, reið-
hjólaleigu, hljómleika, grillveislur,
skoðunarferðir, kvikmyndasýningar,
barnagæslu, dans og margt fleira.
Á svæðinu er verslun, sem selur
allar nauðsynjar. Mjólk, rúnnstykki
og morgunblöðin fær maður á dyra-
pallinum alla morgna. örstutt er í
smáborgina Missen-Wilhams, en
þar er banki, fjölbreyttar verslanir,
pósthús, hestaleiga og margt fleira.
Kynnist Oberallgau og Suöur-
Þýskalandi. Njótið þess að „rúnta“
um sveitirnar eða yfir til Sviss, Liech-
tenstein og Austurríkis.
Flug, bílaleigubíll og gisting fyrir
fjóra i íbúð:
Verð í viku kr. 16.636 pr. mann
í tvær vikur kr. 20.310 pr. mann
Hringið í síma 28133 og fáið enn
nánari upplýsingar.
Herzlich willkommen in Bayern! -
segja Gerlinde og Horzt Roth, þýsku
hjónin í sumarhúsunum í Oberall-
gau. Einstök gestrisni og hlýtt viðmót
þýsku gestgjafanna skapar heimilis-
legt andrúmsloft á þessum frábæra
orlofsstað, og þeim til aðstoðar í
sumar verður íslensk stúlka, Rut
Gylfadóttir.
Oberallgau er í bæjersku sveit-
inni með skógi vöxnum hlíðum, gam-
aldags þorpi, værðarlegum kúm á
beit og sumarblíðu. í boði eru 131
íbúð, eins til fjögurra herbergja,
þ.e.a.s. 2-6 manns í íbúð. í þeim
eru öll heimilisþægindi fyrir kröfu-
harðasta fólk, eldhús með eldavél,
ísskáp og borðbúnaði, baðherbergi
eða sturtubaði, rúmfatnaður og sími.
Einnig er hægt að fá hálft eða heilt
fæði og fullkomna hótelþjónustu.
1FERÐAMIDSTÖDIN S?8 I
l