Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985
45
Gloria
Erlendar bækur
Jóhanna Kristjónsdóttir
Gloria Steinem: Outrageous AcLs
and Everday Rebellions.
Útg. Fontana 1983.
Gloriu Steinem þarf ekki að
kynna mörgum orðum vænti ég.
Hún hefur síðustu tvo áratugina
verið í fylkinarbrjósti bandarískra
kvenréttindasinna og fram á síð-
ustu ár og kannski enn afar um-
töluð og mjög umdeild. Skoðanir
hennar á jafnréttismálum þóttu
firna róttækar þegar hún birti
þær í kringum 1960. Síðan hefur
hún verið atkvæðamikill málsvari
kvenréttinda, starfað auk þess
sem blaðamaður og ritstjóri og
ferðast um og haldið erindi um
kynjamisrétti í hinum ýmsu
myndum. Eftir því sem árin hafa
liðið og jafnréttisbaráttunni hefur
vaxið fiskur um hrygg, hvort sem
er í Bandaríkjunum eða víðar, hef-
ur líka smám saman kyrrst í
kringum Gloriu Steinem. Nú orðið
er hún litin öðrum og jákvæðari
augum en fyrir tuttugu árum, virt
af mörgum þeim sem hatrammast
réðust gegn henni á árum áður.
í þessari bók er safnað saman
ýmsum þeim greinum hennar sem
hvað mesta athygli hafa vakið á
þessum rúmlega tveimur áratug-
um. Það er enn hægt að gera sér í
hugarlund og skilja að sumar
greinanna komu mönnum f hið
mesta uppnám þá, en þær verka
nú málefnalegar og hófsamar. í
bókinni er meðal annars birt ein
umtalaðsta grein hennar „I Was a
Playboy Bunny“, sem var skrifuð
árið 1963. Afskaplega skemmtileg
grein aflestrar og þó nöturleg í
bland vegna þess sem þar kemur
fram um afstöðuna til konunnar
og lítilsvirðingar sem hún mátti
sæta.
„Campaigning“ er sömuleiðis
upplýsandi og læsileg, ekki
„kvenréttindagrein" í hefðbundn-
um skilningi. Sama er um flestar
greinarnar og höfundur kemur
fyrir sjónir lesenda sem hlý og vit-
ur manneskja og afar ritfær.
Wterkurog
kJ hagkvæmur
auglýsingamiðill!
HIKO
í áratugi hefur HurOaiOjan í Kópavogi framleitt gaeOa-útihuróir fyrir kröfuharða
fslenska kaupendur, hurSir sem staSist hafa með miklum sóma hið erfíOa islenska
veOurfar. Markmið fyrirtaekisins var frá upphafi að framleiða fyrsta f/okks
útihurOir úr fyrsta flokks hráefni, þar sem megin áhersla væri lögð á smekklega.
raunhaefa hönnun. góOa endingu og vandaOan frágang. Frá þessu markmiði hefur
aldrei verið hvikað, heldur hafa gaeOa-kröfur stöðugt verið hertar. HurOaiOjan f
Kópavogi framleiðir fjölbreytt úrval útihurOa. sem allar eiga það
sameiginlegt að hafa fengið gaeOa-stimpil HIKO.
po
m
1 1 JJU ] n 3 n 1 □
n
Þetta er aðeins brot af þeim gerðum og útfærsiumöguleikum HIKO-GÆÐA-útihurða sem HurOaiOJan í
Kópavogi framleiðir úr fyrsta flokks Burma-tekki fyrir hið fjölbreytta íslenska veðurfar. ViUir þú fá meira að
sjá komdu þá í sýningarsal HurOaiðjunnar að Kársnesbraut 98. Kópavogi. Þar getur þú í ró og næði skoðað
allar gerðir HIKO-GÆÐA-útihurða og fengið faglegar ráðleggingar sölumanna Hurðaiðjunnar um hvernig
hurð hentar þér best.
Áratugareynsla í framleiðslu útihurða tryggir gæðin.
VERIÐ VELKOMIN.
HYGGINN VELUR
HIKO-HURÐ
HURÐAIÐJAN
KÁRSNESBRAUT 98 - SÍMI43411
200 KÓPAVOGUR
K.
msEttsnm
imnmmmsm
NOTAÐUR VOIVO
o.MANADA
ABYRGD
Það er ekki deilt um hve ðruggur og áreiðanlegur
Volvo er, Volvo er draumabíll fjölskyldufólks um allan
heim, þeirra sem láta sig mestu varða öryggi, þægindi
og heill allrar fjölskyldunnar. Volvo-skiptibíll með 6
mánaða ábyrgð hlýtur að freista margra.
SUÐURLANDSBRAUT 16 - SlMI 35200