Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐID, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1985 „Stórt skref sem Borgar- spítalinn stígur með ráðn- ingu sjúkrahúsprests“ — segir séra Ólafur Skúlason, dómprófastur AUGLÝST hefur verið staða sjúkra- húsprests við Borgarspítalann en í 14 ir hefur ekki verið starfandi sjúkrahúsprestur i Reykjavík, enda þótt gert sé ráð fyrir því embætti í lögum. Skriður komst á málið þegar að tillaga séra ólafs Skúlasonar vígslubiskups um ráðningu sjúkrahúspresta var samþykkt á Kirkjuþingi síðasta haust. Blm. tók séra Olaf tali á dögunum og innti hann fyrst eftir því í hverju tillaga hans hafi verið fólgin. „Samvæmt lögum er gert ráð fyrir sjúkrahúspresti í Reykjavík en árið 1971, er séra Magnús Guð- mundsson lét af störfum, var fjár- veitingin færð til fangaprests,* sagði séra Ólafur. „í 14 ár hefur verið talað um að ráða sjúkra- húsprest á ný en ekkert verið gert i málinu fyrr en síðasta haust. í tillögu minni lagði ég til að i stað þess að leita enn á ný ein- göngu eftir fjárframlagi frá Al- þingi væri rætt beint við stjórnir sjúkrahúsanna um ráðningu sjúkrahúsprests til hvers einstaks spítala. Með samþykkt Kirkju- þings var ákveðið að kirkjuráð og samstarfsnefnd Reykjavíkurborg- Borgarspftalinn 7-18 MA/ 1985 * HAGKAUP Skeifunni DAG5KRÁ: ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ h7 15.00 [/ÖRUKYm/nOAR: ís/ensH matvæ/i: 5í/darréttir H5Þ: Fransmann Hartöfiur MjóiHursamiag h5Þ: FiúsavíHur jógúrt ViiHó: 5úpur Kl 17.50 5MFMMT/A TF/Ði: Ó/í priH MIÐVIKUDAGUR 15. MAÍ Ki 15.00 VÖRUK Yf/fl/MOAR: OfíA: Murtusa/at, sí/d o.fi 5[/epparæHtin: 5úpa og sveppir M5-brauðgerðin: Brauð og meistaraHöHur Oóa: 5æ/gæti Kl 16.00 5KEMMTÍA TBiÐi: Magnús Þór Kí 17.00: 5KEMMTIA TBiÐi: F/ötuHynning: FiauHur fleiðar, Ómar Bagnarsson og Björgvin Flalldórsson Kl 17.50: 5KEMMT/A TBiÐi: Kardimommubærinn HAGKAUP GE/IGUR í LIÐ MEÐ Í5LEM5KUM IÐHAÐI ar og prófastsdæmisins tækju málið upp og könnuðu um fram- gang þess. I samstarfsnefndinni eiga sæti tveir borgarfulltrúar, Ragnar Júlíusson og Sigurður E. Guðmundsson, og tveir kosnir af prófastsdæminu, séra Ólafur Jónsson og Baldur Jónsson. Páll Gíslason, formaður stjórn- ar Borgarspítalans, og Jóhannes Pálmason, framkvæmdastjóri spítalans, komu á fund samstarfs- nefndarinnar og tóku strax vel í þetta mál. Kvað Páll það slíka nauösyn að ekki mætti draga það lengi að ganga frá ráðningu. Og nú hefur heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið heimilað að sjúkrahúsprestur verði ráðinn við Borgarspítalann frá og með 1. júli nk., en til reynslu i eitt og hálft ár“. — Ertu ánægður með þessi málalok? „Já, það er ég svo sannarlega. Þetta er stórt og merkilegt skref sem Borgarspítalinn stígur með þessu. Það hefur lengi verið Ijóst að full þörf er fyrir þennan starfsmann og það er ánægjuleg þróun að starfsfólk spítalanna er alltaf að sjá betur og betur nauð- syn þess að hafa prest innan sinna vébanda. Ég hef alltaf haft mínar efasemdir um að ráða einn sjúkra- húsprest, sem bæri ábyrgð á öllum slíkum stofnunum hér i borginni og vonandi fylgja fleiri spitalar fordæmi Borgarspítalans. Erlend- is þykir það alveg sjálfsagt að prestur sé í starfsliði hvers spit- ala, og þá fleiri en einn á hinum stærri." — Hafa þá engir prestar þjónað á spítulum fram að þessu? „Jú, vissulega. Allir prestar eru reiðubúnir til að vitja sjúklinga þegar þeir eru beðnir um það. Auk þess hafa margir prestar sem þjóna söfnuðum, þar sem eru sjúkrahús eða aðrar slíkar stofn- anir, messað reglulega og verið til viðtals í það minnsta eina klukku- stund á viku hverri til viðbótar messunum. Þannig hafa sex prest- ar skipt með sér þjónustunni við Borgarspítalann og hinar ýmsu stofnanir hans. Ég vona þó að sú þjónusta falli ekki niður með tilkomu sjúkra- húsprests. Bæði er nauðsynlegt að sjúkrahúsin séu í sambandi við sóknarprestana og auk þess kemst sjúkrahúspresturinn ekki einn yf- ir alla þjónustuna þar sem hann mun ganga til margra annarra verka en þeirra, sem prestar hafa sinnt fram að þessu." — I hverju verður starf sjúkra- húsprests þá aðallega fólgið? „Hann mun fyrst og fremst ann- ast sálgæslu sjúkra og aðstand- enda þeirra. Þá mun hann jafn- framt veita starfsfólki spftalanna alhliða aðstoð. Starfið sem það innir af hendi er gífurlega erfitt og hefur það ekki síður þörf fyrir skilning og reynslu prests en hinir sjúku og aðstandendur þeirra." — Hafa margir sótt um starf- ið? Síðast þegar ég vissi hafði að- eins einn prestur sótt um. Rétt er að taka fram að til þess er ætlast að viðkomandi prestur hafi sér- staklega kynnt sér starf súkra- húspresta erlendis og hafi stað- góða reynslu á því sviði," sagði séra Ólaifur Skúlason, dómprófast- ur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.