Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985
55
Stefánsson á Jukku frá Meðalfelli, þá Eysteinn Steingrímsson á Lithi-Flugu frá Sauðárkróki, Jón M. Jónsson á
Stefni frá Reykjum og lengst til vinstri er Elín Sigurjónsdóttir á Stjörnu frá Laufhóli.
Skeifudagar bændaskólanna:
Vel hirt og tamin hross
Morgunbladid/Valdimar
Sigurður Sigmundsson afhendir hér Benedikt Benediktssyni frá Stóra-Vatnsskarði Eiðfaxabikarinn fyrir bestu
hirðinguna.
_________Hestar_____________
Valdimar Kristinsson
Síðasta vetrardag og sumardag-
inn fyrsta fóru fram á bændaskól-
unum Skeifukeppnin sem segja
má að sé hápunktur á hesta-
mennsku bændskælingja. Það
voru Hólasveinar og stúlkur sem
héldu keppnina fyrri daginn og
var veður hið besta þvert ofan í
spár veðurfræðinga sem höfðu
spáð þriggja daga éljagangi. Alls
voru þátttakendur fimmtán í
skeifukeppninni á Hólum og voru
þrír þeirra með hesta frá
Kynbótabúi staðarins. Er keppni
þessi einnig hluti af prófi í hesta-
mennsku og hrossarækt sem er
valgrein í búfræðináminu á Hól-
um.
Sigurvegari I keppninni um
Morgunblaðsskeifuna að þessu
sinni varð Guðjón Sigurgeirsson
frá Heydalsá í Strandasýslu en
auk þess hlaut hann viðurkenn-
ingu Félags tamningamanna fyrir
góða ásetu. Guðjón keppti á fjög-
urra vetra fola heiman frá sér og
heitir sá Reykur og mun vera und-
an ófeigi 818 frá Hvannevri og
Tátu 4937 frá Heydalsá. I öðru
sæti varð Benedikt Benediktsson
sem keppti á Alheimsþrá frá
Syðra-Sköðugili og í þriðja sæti
var Anna Dóra Markúsdóttir sem
keppti á Skuggabaldri frá Vestur-
holti. Tímaritið Eiðfaxi veitir
verðlaun fyrir bestu hirðingu á
tamningatrippunum og er sigur-
vegarinn í þeirri keppni kosinn í
leynilegri kosningu þeirra sem
hestamennsku stunda auk starfs-
manna hesthússins. Hlut-
skarpastur nú varð áðurnefndur
Benedikt Benediktsson. Ekki var
annað að sjá en hirðing trippanna
væri almennt til fyrirmyndar
bæði hvað varðar umhirðu og
fóðrun. Virðist sem vel gefist að
fóðra hross á votheyi eins og
þarna er gert.
Auk skeifukeppninnar var haldin
gæðingakeppni með þátttöku
starfsfólks og með nokkuð frjáls-
legu sniði, var ekki ósvipað form á
keppninni og tíðkast með firma-
keppnir hestamannafélaganna.
Sigurvegari varð Glæta frá
Stóra-Hofi sem Benedikt Bene-
diktsson sat og í öðru sæti varð
Gusa frá Keldulandi en hana sat
Ingimar Ingimarsson tamninga-
maður Hólabúsins.
Síðast á dagskránni var svo boö-
sund tveggja liða sem fram fór í
tjörn sem eitthvað tengist fiskeld-
isstöðinni sem þarna er rekin. Var
þar mikill buslugangur og læti og
skiptust liðin á um aö hafa foryst-
una og var síðasti sundspretturinn
æsispennandi. Þegar hér var kom-
ið hafði kólnað verulega og vatnið
ískalt svo það voru blánefjaðar,
hríðskjálfandi mannverur sem
skriðu upp úr pollinum í lokin. Að
síðustu voru verðlaun afhent
framan við kirkjuna sem segja má
að sé andlit Hólastaðar.
Skeifukeppnin nú var gott dæmi
um fjölgun stúlkna á bændaskól-
unum því af þeim fimmtán kepp-
endum voru átta stúlkur og árang-
ur þeirra með miklum ágætum.
Ekki voru Hvanneyringar eins
heppnir með veðrið á sínum
skeifudegi þó ekki væri beint hægt
að kvarta undan slæmu veðri, smá
skúraleiðingar en frekar lygnt.
Sá einstæði viðburður átti sér
nú stað að öll verðlaun Skeifu-
keppninnar á Hvanneyri féllu í
skaut einum og sama keppandan-
um Þór Guðnasyni frá Selfossi.
Sigur hans í skeifukeppninni kom
nokkuð á óvart hjá þeim sem
fylgst höfðu með tamningu tripp-
anna í vetur, því hryssa sú sem
hann keppti á, Snælda frá Sel-
fossi, sprakk út eins og rós á
sumardegi síðustu dagana fyrir
keppnina og kom hún sérlega vel
fyrir á skeifudeginum. Þór fékk
einnig viðurkenningu Félags
tamningamanna fyrir góða ásetu
og Eiðfaxa bikarinn fyrir bestu
hirðingu á hrossi sínu yfir vetur-
inn. Er þetta í fyrsta skipti síðan
farið var að veita þessi þrenn
verðlaun að sami maðurinn hirði
þau öll. Er þetta óneitanlega góð-
ur árangur hjá Þór og gott vega-
nesti hyggist hann stunda tamn-
ingar að loknu búfræðinámi sem
hann væntanlega lýkur í maí nk.
í þessu sambandi má geta þess
að yfirleitt vekja úrslit í skeifu-
keppninni mikla athygli meðal
hestamanna víða um land og gott
gengi manna í þessari keppni
hjálpar til í vinnuleit þegar róið er
á þessi mið. Þess er og að geta að
margir af bestu hestamönnum
landsins eru skeifuhafar frá öðr-
um hvorum bændaskólanum.
{ öðru sæti í skeifukeppninni
urðu jafnir þeir Ómar Stefánsson
sem keppti á Jukku frá Meðalfelli
og Eysteinn Steingrímsson sem
keppti á Litlu-Flugu frá Sauðár-
króki.
Úrslit í gæðingakeppni sem
haldin var á Skeifudaginn urðu
þau að í A-flokki sigraði Skrúður
frá Mið-Fossum, eigandi og knapi
Jón Gíslason, önnur varð Gerpla
frá Báreksstöðum eigandi Guð-
mundur Ólafsson en knapi Sigurð-
ur Haukur Jónsson og í þriðja til
fjórða sæti urðu Jörð frá Reykj-
um, eigandi Jón Guðmundsson en
knapi Jón Magnús Jónsson og
Vending frá Báreksstöðum, eig-
andi Sigurborg Jónsdóttir, knapi
Sigurður Haukur Jónsson. í
B-flokki sigraði Blakkur frá Jaðri,
eigandi Ásmundur Þórisson, knapi
Jón Finnur Hansson, í öðru sæti
Nasi frá Hofsstöðum eigandi Jón
Sigurðsson, knapi Stefán G. Ár-
mannsson og í þriðja sæti Fótur
frá Innri-Skeljabrekku. Einnig
var keppt í gæðingaskeiði og sigr-
aði þar Gróa Jóhannesdóttir á
Loga frá Höfn, annar varð Sigurð-
ur Haukur Jónsson á Gerplu frá
Báreksstöðum og í þriðja sæti Jón
Finnur Hansson á Blakk frá Jaðri.
Hér er allt eins og það á að vera, áaeta og taumhald, góður höfuð- og
taglburður, reiðtygi og hestur vel hirt, klæðnaður knapans, Jóhönnu F.
Kristjánsdóttur, til fvrirmyndar og hesturinn er Losti frá Dalsmynni.