Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 29
MORGUNBLADID. ÞRIDJL'DAGUR Í4. MÁI1985 29 Við fengum soðin hrísgrjón og súrsað grenmeti. sýndi okkur myndir af sér og manni sínum og bað okkur vin- samlega að taka af sér myndir og senda sér síðan. Eftir myndatök- una var okkur boðið upp á soðin hrísgrjón og súrsað grænmeti og á meðan við borðuðum stóð krakkaskari í dyrunum og fylgd- ist grannt með. Nú voru þau ekki lengur hrædd við okkur og vildu ólm láta taka af sér myndir. Við mynduðum þorpsbúa í bak og fyrir, og er við yfirgáfum þorpið fylgdu börnin okkur á leið. Shanghai Þegar við höfum notið náttúru- nnar í Yangshou héldum við til Shanghai. þar eyddum við drjúg- um tíma. Bæði vegna þess að okkur líkaði borgin mjög vel og ekki síður því þar bjó vinur okkar Ni Fengue, en hann er mörgum kunnur fyrir störf sín í þágu blaks á íslandi. Á gönguferðum okkar um Shanghai bar ýmislegt fyrir augu. Gamli bærinn, Old Shanghai, var skemmtilegasti hluti borgarinnar, þar voru þröngar götur og lág hús. Þvotta- vélar voru víst heldur fátíðar því hvarvetna mátti sjá fólk þvo þvott í höndunum og snúrur voru strengdar á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, milli húsa, ljósastaura, glugga, já, hvar sem var og alltaf voru Kínverjarnir að þvo og viðra. Götusalar voru alls staðar og hjá þeim mátti fá ótrúlegustu hluti, stropuð egg soðin í soja- sósu, teygjur, skó, íþróttagalla, innlegg, ávexti, hnetur og margt fleira. Á götunum mátti líka finna rakara sem handléku forn skærin af mikilli list og skósmiði sem sátu á gangstéttum máð saumavélarnar sínar og gerðu við meðan beðið var. Fólkið var mjög vinalegt, það heilsaði okkur og reyndi að kenna krökkunum að segja nhalió“ og „bæ bæ“. Yngsta kynslóðin notar ekki bleyju heldur er í buxum sem er með rifu á rassinum þann- ig að þau geta gert þarfir sínar hvar og hvenær sem er. En það voru ekki bara börnin sem voru klædd öðruvísi en við höfðum áður átt að venjast. Konur í Shanghai sem og annars staðar i Kína gengu ekki í pilsum heldur klæddust yfirleitt grænum eða bláum Mao-fötum rétt eins og karlmennirnir. Þó mátti sjá fólk í vestrænum fötum og fer því lík- lega fjölgandi því oft var mikið um að vera þar sem hálsbindi voru seld. Dvöl okkar í Kína endaði í Shanghai og þar tókum við bát aftur til Hong Kong. ÞAÐ ER HVORKI ÞjOÐERNI KOKKSINS, MATSEÐILL Á FRAMANDI TUNGU NÉ INNFLUTTUR OSTUR, SEM GERIR ELDHÚSIÐ OKKAR FRANSKT! Franskt eldhús er stefna í matargerðarlist, sem leggur alla áfierslu á að nýta besta fáanlegt hráefni hverju sinni, matbúa f>að sérstaklega fyrir hvern gest og láta alla rétti njóta sín jafnt. Pess vegna eru allir réttir búnir til eftir að gesturinn hefur pantað, f?ess vegna eru niðursuðudósir og örbylgjuofnar ekki til í okkar eldhúsi, þess vegna er maturinn okkar hóflega kryddaður, þess vegna notum við smjör, hafsalt og jurtakrydd en hvorki hveiti né smjörlíki og þess vegna er ekkert staðlað meðlæti. Franskt eldhús er okkar aðferð til þess að gera úrvals íslenskt hráefni að frábærum mat. Víð SjáuaRsíðuna HAMARSHÚSINU TRYGGVAGÖTU 4-6, S 15520
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.