Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 29

Morgunblaðið - 14.05.1985, Page 29
MORGUNBLADID. ÞRIDJL'DAGUR Í4. MÁI1985 29 Við fengum soðin hrísgrjón og súrsað grenmeti. sýndi okkur myndir af sér og manni sínum og bað okkur vin- samlega að taka af sér myndir og senda sér síðan. Eftir myndatök- una var okkur boðið upp á soðin hrísgrjón og súrsað grænmeti og á meðan við borðuðum stóð krakkaskari í dyrunum og fylgd- ist grannt með. Nú voru þau ekki lengur hrædd við okkur og vildu ólm láta taka af sér myndir. Við mynduðum þorpsbúa í bak og fyrir, og er við yfirgáfum þorpið fylgdu börnin okkur á leið. Shanghai Þegar við höfum notið náttúru- nnar í Yangshou héldum við til Shanghai. þar eyddum við drjúg- um tíma. Bæði vegna þess að okkur líkaði borgin mjög vel og ekki síður því þar bjó vinur okkar Ni Fengue, en hann er mörgum kunnur fyrir störf sín í þágu blaks á íslandi. Á gönguferðum okkar um Shanghai bar ýmislegt fyrir augu. Gamli bærinn, Old Shanghai, var skemmtilegasti hluti borgarinnar, þar voru þröngar götur og lág hús. Þvotta- vélar voru víst heldur fátíðar því hvarvetna mátti sjá fólk þvo þvott í höndunum og snúrur voru strengdar á öllum mögulegum og ómögulegum stöðum, milli húsa, ljósastaura, glugga, já, hvar sem var og alltaf voru Kínverjarnir að þvo og viðra. Götusalar voru alls staðar og hjá þeim mátti fá ótrúlegustu hluti, stropuð egg soðin í soja- sósu, teygjur, skó, íþróttagalla, innlegg, ávexti, hnetur og margt fleira. Á götunum mátti líka finna rakara sem handléku forn skærin af mikilli list og skósmiði sem sátu á gangstéttum máð saumavélarnar sínar og gerðu við meðan beðið var. Fólkið var mjög vinalegt, það heilsaði okkur og reyndi að kenna krökkunum að segja nhalió“ og „bæ bæ“. Yngsta kynslóðin notar ekki bleyju heldur er í buxum sem er með rifu á rassinum þann- ig að þau geta gert þarfir sínar hvar og hvenær sem er. En það voru ekki bara börnin sem voru klædd öðruvísi en við höfðum áður átt að venjast. Konur í Shanghai sem og annars staðar i Kína gengu ekki í pilsum heldur klæddust yfirleitt grænum eða bláum Mao-fötum rétt eins og karlmennirnir. Þó mátti sjá fólk í vestrænum fötum og fer því lík- lega fjölgandi því oft var mikið um að vera þar sem hálsbindi voru seld. Dvöl okkar í Kína endaði í Shanghai og þar tókum við bát aftur til Hong Kong. ÞAÐ ER HVORKI ÞjOÐERNI KOKKSINS, MATSEÐILL Á FRAMANDI TUNGU NÉ INNFLUTTUR OSTUR, SEM GERIR ELDHÚSIÐ OKKAR FRANSKT! Franskt eldhús er stefna í matargerðarlist, sem leggur alla áfierslu á að nýta besta fáanlegt hráefni hverju sinni, matbúa f>að sérstaklega fyrir hvern gest og láta alla rétti njóta sín jafnt. Pess vegna eru allir réttir búnir til eftir að gesturinn hefur pantað, f?ess vegna eru niðursuðudósir og örbylgjuofnar ekki til í okkar eldhúsi, þess vegna er maturinn okkar hóflega kryddaður, þess vegna notum við smjör, hafsalt og jurtakrydd en hvorki hveiti né smjörlíki og þess vegna er ekkert staðlað meðlæti. Franskt eldhús er okkar aðferð til þess að gera úrvals íslenskt hráefni að frábærum mat. Víð SjáuaRsíðuna HAMARSHÚSINU TRYGGVAGÖTU 4-6, S 15520

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.