Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ1985
KÍNA
Bjargrettur barnanna bauð okkur í mat
f
Börnin voru feimin en forvitin... en ölhi má venjast
— eftir Önnu Bj.
Sveinsdóttur
Jóhönnu Bjömsdóttur
og Sigurð Bjömsson
Bitt af þeim löndum í Asíu sem
við höfðum mikinn áhuga á að
heimsækja var Kína, fjölmenn-
asta ríki heims. Áður en við yfir-
gáfum fsland ætluðum við að fá
vegabréfsáritun í kínverska
sendiráðinu sem því miður tókst
ekki þrátt fyrir ítrekaðar tilraun-
ir. í sendiráðinu var okkur sagt
að til að fá áritun yrðum við að
hafa skipulagt ferðina, bókað
hótel o.s.frv. eða að einhver vinur
tæki á móti okkur og útvegaði
okkur húsnæði. Sú skýring var
gefin að ómögulegt væri fyrir út-
lendinga að vera á eigin vegum í
Kína þvt enginn talaði ensku.
Auk þess var okkur sagt að nóv-
ember væri aðalferðamannatfm-
inn og því næstum ómögulegt að
fá hótelherbergi. Ekki leist okkur
á þessa skilmála og ákváðum að
athuga málið i Japan, því hug-
myndin var að fljúga þaðan til
Shanghai.
í Tokyo tók ekki betra við því
þar voru skilmálarnir allt aðrir
og erfiðari viðfangs. Með bros á
vör gengum við inn í sendiráð
Kína i Tokyo með bréf frá kín-
verskum vini upp á vasann, sem
var þess efnis að tekið yrði á móti
okkur þegar við kæmum til
Shanghai. Brosið varð að skeifu
við afgreiðsluborðið. Heimboð frá
einstaklingi var ekki nóg, það
þyrfti að vera frá stjórninni í
Shanghai svo mark væri á því
takandi. Þvi miður voru ráða-
menn Shanghai okkur ókunnugir
svo gripið var í síðasta hálm-
stráið og flugmiði keyptur til
Hong Kong.
í Hong Kong var eins auðvelt
að fá vegabréfsáritun og að
kaupa kók og Prince polo á ís-
landi. Vegabréfsáritun fengum
við á tveimur dögum og gilti hún
i 38 daga.
Áður en til Kína var haldið
fengum við þær upplýsingar frá
ferðalöngum nýkomnum þaðan
að nauðsynlegt væri að hafa kín-
verska/enska orðabók og gott
væri að hafa nemendaskírteini
frá Taiwan, sem auðvelt er að
komast yfir í Hong Kong. í Kína
er notaður tvenns konar gjald-
miðill, annars vegar peningar
sem almenningur notar, RMB, og
hins vegar FEC, peningar sem
ætlast er til að allir ferðamenn
noti, — nema þeir sem eru nem-
endur frá Taiwan. Á bakhlið
ferðamannapeninganna stendur
að þeir hafi sama verðgildi og
RMB, en raunin er önnur. Kín-
verjar vilja ólmir komast yfir
ferðamannapeningana því þeir
veita þeim aðgang að ýmsum
verslunum sem annars væru
þeim lokaðar. Hægt er að selja
100 FEC á götum úti fyrir allt að
170 RMB og því geta handhafar
nemendaskírteina lifað 70%
ódýrara en ella.
Guangshou
Þann 17. nóvember lögðum við
af stað til Kina og var fyrsti við-
komustaður Guangshou (Kant-
on). Er þangað var komið þurft-
um við að finna næturstað. Við
tókum strætisvagn í átt að hóteli
sem okkur hafði verið bent á og
vorum varla komin út úr vagnin-
um er til okkar kom ung kínversk
stúlka, Helen, sem talaði ágæta
ensku, og bauðst hún til að að-
stoða okkur. Við þáðum það og
höfðum ekki gengið lengi er við
rákumst á aðra ferðalanga sem
sögðu að öll hótel væru fullbókuð
og því eina ráðið að setjast í
gestamóttöku einhvers þeirra og
bíða. Af einhverri ástæðu er það
háttur Kínverja að segja hótelin
full þó svo sé ekki, og fær fólk
síðan oft inni er líða tekur á
kvöld. Helen fannst ómögulegt að
við biðum upp á von og óvon og
bauð okkur að gista heima hjá
sér.
Strax fyrir innan útidyrnar á
heimili Helenar var fremur fá-
brotin stofa. Þar mátti sjá tré-
Htiél
m<
í
Göturakarar handlélni forn skærin
af mikilli list.
bekk, þrjá stóla og borð sem
stóðu á beru steingólfinu. í einu
horninu var lítið sjónvarp og einu
veggskreytingarnar voru gömul
og ný dagatöl. Hátt var til lofts
og upp undir þaki voru bambus-
stangir sem á hékk þvottur og var
langt prik notað til að koma hon-
um fyrir. Við fengum okkur sæti
og ræddum við foreldra Helenar
á meðan hún tók til matinn.
Máltíðin samanstóð af soðnu
spaghettíi, sem var prýðilegt, og
reyktum þurrum smokkfiski með
soði, sem bragðaðist hinsvegar
hálfilla. Eftir matinn var okkur
boðið að fara í bað. Gengið var
eftir þröngum gangi og við enda
hans var baðherbergið sem einn-
ig var eldhús. Þar var hvorki bað-
ker né vaskur heldur var tekið
niður vaskafat af einum veggnum
og það hálf fyllt með köldu vatni.
Heitt vatn fengum við úr potti
sem stóð á hlóðum í einu horninu.
Meðfram tveimur veggjanna voru
borð og undir þeim gaggandi
hænur í búrum sem stungu út ha-
usnum öðru hvoru og fengu sér
soðin hrísgrjón á meðan við böð-
uðum okkur.
Um miðnætti var okkur vísað
til herbergis. Þar beið okkar upp-
búið tvíbreitt rúm sem við sváf-
um í um nóttina.
Næsta morgun vöknuðum við
klukkan fimm, eldsnemma að við
héldum, við ilminn af heitum
snúðum og kínversku tei. Kræs-
ingunum voru gerð góð skil áður
en við lögðum af stað niður á
bryggju til að taka bát sem
myndi færa okkur á næsta
áfangastað, Wuzhou. Á götunum
iðaði allt af lífi. Ungir jafnt sem
aldnir gerðu leikfimisæfingar af
lífi og sál. Var aðdáunarvert að
fylgjast með áttræðum ungling-
unum fara í splitt eins og ekkert
væri sjálfsagðara. Flestir voru þó
í almenningsgörðunum, þar sem
kennsla fór fram í fræðunum
undir leiðsögn kennara. Hann
virtist leggja mikla áherslu á
samvinnu hugar og handa og
mátti því sjá menn í hálfank-
annalegum stellingum hingað og
þangað til að ná sem mestri ein-
beitingu.
Þegar komið var niður á höfn
gengum við beint að bátnum og
að kojunum sem okkur hafði ver-
ið úthlutað. í bátnum voru þrír
svefnsalir á tveimur dekkjum. í
hverjum sal voru örmjóar kojur
eftir honum endilöngum, svo þétt
að einungis þunn fjöl skildi þær
að, svo segja má að allir farþegar
hafi legið í einni flatsæng.
Eftir sólarhrings ferð með
bátnum komum við til Wuzhou.
Þaðan tókum við rútu til Yangs-
hou. Á leiðinni var stoppað á
nokkrum stöðum þar sem sölu-
menn biðu með appelsínur, ban-
ana, sykurreyr, hnetur og alls
konar fræ. Kínverjar éta heil
ósköp á rútuferðum og voru því
birgðirnar endurnýjaðar í hvert
sinn sem stoppað var. Hin ýmsu
fræ eru mikil uppáhaldsfæða
Kínverja og eru þeir mestu snill-
ingar að opna þau upp í sér og
spýta síðan hisminu. Kínverjar
hafa einnig þann sið að henda
öllu rusli frá sér á gólfið, sem er
von, því hvergi var ruslafötu að
finna. Rútan var því heldur
ósnyrtileg er við komum á leiðar-
enda og var gólfið þakið berki,
hýði, trefjum, hismi og hráka.
Yangshou
Yangshou er mjög skemmtileg-
ur bær í fallegu umhverfi. Þar er
hægt að leigja hjól, en þau eru
aðalfarartækin í bænum. Einn
daginn fórum við í hjólreiðatúr
út fyrir bæinn og fylgdumst með
frumstæðum vinnubrögðum við
vegagerð. Upp um allar hlíðar
voru menn sem ýttu steinhnull-
ungum niður á jafnsléttu. Þar tók
ijæsti hópur við og setti grjótið
ýmist í grjótmulningsvél eða hjó
það sundur með hamri og meitli.
Mölinni var síðan mokað upp I
vagnana með handafli og ekið eða
ýtt í nýja vegarkaflann.
Um kvöldið förum við á
skemmtistað Yangshou. Þar voru
tveir dansstaðir og var annar
þeirra sérstaklega aðlaðandi.
Hann var staðsettur í náttúru-
legum helli og hét því eins og
nafnið bendir til „Hellirinn".
Hellirinn var einnig matsölustað-
ur og var maturinn eldaður á
hlóðum fyrir utan. Inn var bar,
stærðar dansgólf, nokkur borð og
stólar. Uppi í loftinu héngu
marglitar ljósaseríur sem sköp-
uðu rómantíska birtu. Þessi stað-
ur var ekki vinsæll af Kínverjum
sem stafar ef til vill af þvi að þar
var spiluð nýtisku tónlist. Hinn
staðurinn var í „félagsheimilinu"
og þar voru allir Kínverjarnir.
Allt kvöldið var sama lagið spil-
að, bara mismunandi hratt og
dönsuðu karlmennirnir hönd i
hönd í takt við það. Af ókunnum
ástæðum var kvenfólk fáséð á
gólfinu.
Næsta dag hjóluðum við í lítið
þorp. Þegar inn í það var komið
stigum við af hjólunum og litum í
kringum okkur. Fljótlega urðu
þorpsbúar varir við gestina.
Stungust höfðin á þeim út um
glugga og fyrir horn en hurfu um
leið og augu okkar mættust.
Krakkarnir gerðust þó djarfari
þegar á leið og nálguðust hægt en
bítandi. Við buðum þeim appel-
sínur en þau þorðu ekki að taka
við þeim úr höndum okkar svo við
lögðum þær á stein og gengum í
burtu. Þá tóku þau svo sannar-
lega viðbragð og reyndi hver sem
betur gat að ná ávöxtunum. Við
ætluðum að ná mynd af átökun-
um en þá skeðu ósköpin. Um leið
og myndavélin var munduð hlupu
krakkarnir eins og fætur toguðu í
felur en þau minnstu sem ekki
náðu að komast eins hratt í burtu
fóru að hágráta. Sem betur fór
birtist bjargvættur, gömul kona,
sem var vanari að umgangast
hvíta menn með myndadellu.
Hún var ekkert að tvínóna við
hlutina, dreif okkur heim til sín,