Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 62

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 62
t 62 MORGUNBLADID, ÞRIDJUDAGUR 14. MAÍ1985 TELEXFOR THE FUTLJRE Tölvutelex tengir einkatölvur viö telextæki hvar sem er í heiminum. Ekki þarf aö hafa eigið telexnúmer hjá Pósti og síma. Sendihraöi 18 sinnum meiri en meö telex (1200 Baud). Kostnaöur ótrúlega lítill. Stofngjald: GBP 30,-. Ársfjóröungsgjald GBP 36,-. Símtækni sf. Ármúla 5,108 Reykjavík. Tel. 686077. Easylink (UK): 19005265. Telex: 946240 Cweasy G. Quoting 19005265. Heildsölubirgöir Agnar Ludvigsson hf. Nýlendugötu 21, sími 12134. MÖTUNEYTI - SÖLUSKÁLAR VEITINGASTAÐIR! Ódýrar servíettur í boxin Sláið á þráðinn! — Við sendum servíetturnar um hæl. Box og servíettur - alltaf til á lager. Ath! Tvær stæröir af boxum - sama stærð af servíettum! STANDBERG HF. Sogavegi 108 símar 35240 og 35242 MATSEÐILL //,/ . /////, '*/// ///// y /// Tryggvagötu 22, sími 11556 Löggur og bófar jr e e X i ooru ljósi Myndbönd Árni Þórarinsson í öllum þeim aragrúa af form- úlumyndum, þrillerum, vestrum karatemyndum, hrollvekjum og svo framvegis, sem völ er á hér á myndbandamarkaðnum er alltaf gleðilegt þegar slíkar spólur koma á óvart, — þegar formúlu- mynd snýr sig út úr formúlunni með einhverjum hætti. Lög- regluþrillerar eru oft býsna skemmtileg bíómyndahefð en æði margir eru samt byggðir lið fyrir lið eftir ákveðinni forskrift. Svo eru aðrir sem koma með krók á móti bragði; þeir veita innsýn í líf og störf lögreglu- mannanna og glæpamannanna, breyta kannski formerkjum og stýra samúð og andúð í óvænta átt, jafnframt því sem þeir standa við skuldbindingar sínar gagnvart hefðinni, hvað varðar spennu og hasar. Ég ætla að nefna tvo slíka lögregluþrillera að þessu sinni. Sá eldri heitir Deadly Hero, gerður 1976 af Ivan Nagy sem gert hefur nokkrar óvenju frísk- legar B-myndir, bæði fyrir bíó og sjónvarp í Bandaríkjunum. Þessi mynd segir frá lögreglu- þjóni (Don Murray) sem telur sig vera réttvísina holdi klædda en reynist öllu flóknari og svart- ari manngerð. Hann bjargar lífi konu nokkurrar (Diahn Willi- ams) með því að drepa all sér- kennilegan árásarmann (James Earl Jones). Atburðarásin sem fylgir í kjölfarið þegar konan lætur ekki sannfærast um rétt- læti verknaðarins skilar skolli óvenjulegum þriller með úrvals leik, litríku stórborgarbaksviði og þéttingsföstu leikstjórnar- handbragði. Yngri þrillerinn er Eddie Mac- on’s Run, gerður 1983 af efni- legum leikstjóra og handritshöf- undi, Jeff Kanew, sem reyndar klippir myndina líka. Eddie Macon er ungur fjölskyldufaðir sem fyrir engar sakir er dæmdur í steininn. Flótta hans úr fang- elsinu til fundar við eiginkonu og barn suður til Mexíkó lýsir svo myndin, en á hælum hans er sérstæður og heiftúðugur lög- regluforingi, leikinn með bravör af gömlu kempunni Kirk Dougl- as. Þetta er viðburðaríkur og geðugur þriller með fjölskrúðug- um hópi aukapersóna sem verða á vegi Macons á flóttanum, ann- að hvort honum til hjálpar eða trafala. Það er yfir þessari mynd einhver sjarmerandi einfaldleiki sem reyndar verður stundum að klárri einfeldni í persónusköpun. En hún er til marks um ákveðna viðleitni til að nýta formúlu frekar en nota hana eins og páfagaukur þylur utanaðbókar- lærdóminn. Deadly Hero og Eddie Macon’s Run — dæmi um ódýra fram- leiðslu sem snýr vörn í sókn. Stjörnugjöf: Deadly Hero -trtr Eddie Macon’s Run irtr
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.