Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1985 AF INNLENDUM VETTVANGI eftir AGNESI BRAGADÓTTUR Ákvörðun um hver verður næsti forstjóri Sambandsins mun vænt- anlega liggja fyrir 20. þessa mán- aðar, eða næsta mánudag. Svo kann að fara að Erlendur Einars- son forstjóri Sambandsins hverfi úr forstjórastólnum áður en árið er allt. Erlendur gæti að vísu setið út árið 1986, en margir telja að nauð- syn sé að forstjóraskipti eigi sér stað á árinu, þar sem Erlendur sé farinn að lýjast í forstjórastarfinu og sé ekki lengur það forystuafl 45 þúsund manna hreyfíngar, sem samvinnuhreyfíngin þarf á að halda. Jafnframt telja þeir að Er- lendur geti vel hugsað sér að setj- Stóllinn sem allt snýst um — forstjórastóll Sambandsins. ast í helgan stein. Hugur Erlendar mun þó standa til þess að sitja á forstjórastól fram á mitt næsta ár, og er höfuðástæða þess sögð sú að hann vilji virkja Axel Gíslason að fullu í starfí aðstoðarforstjóra Sambandsins. Axel hefur ekki get- að beitt sér sem skyldi sem aðstoð- arforstjóri, þar sem framkvæmda- stjórastarf hans í Skipadeild Sam- bandsins hefur tekið tíma hans að mestu. Hann hættir í því starfí nú alveg á næstunni, og ef að líkum lætur mun Ómar Jóhannsson, að- stoðarframkvæmdastjóri Skipa- deildarinnar taka við fram- kvæmdastjórastarfinu. Slagurinn um forstjórastól SÍS: Verður Guðjón B. Ólafsson næsti forstjóri Sambandsins? Valur vill ekki forstjórastólinn Fram til þessa hefur það verið ríkjandi skoðun að Vaíur Arn- þórsson stjórnarformaður Sam- bandsins, verði næsti forstjóri þess. Nú er hinsvegar talið líklegt að Valur hafi þegar gert upp hug sinn til forstjórastólsins og ákveðið að hann vilji starfið ekki, þótt hann gæti átt meirihlutafylgi í stjórn- inni til starfsins, ef hann kærði sig um. Sé þetta rétt mun Valur líklega greina frá þessari afstöðu sinni á stjórnarfundi nk. mánudag. Margir telja að Guðjón B. ólafs- son, forstjóri Iceland Seafood Corporation, dótturfyrirtækis Sambandsins I Bandaríkjunum, hafi beðið lægri hlut fyrir stjórnar- formanni Sambandsins, Val Arn- þórssyni, kaupfélagsstjóra KEA, án þess þó að hafa nokkurn tima barist fyrir þessari vegtyllu. Þeir sem vilja Guðjón í forstjórastólinn segja að hann hafi hvorki sóst eftir forstjórastarTinu né leitað eftir stuðningi stjórnarmanna. Hann hafi einungis iýst því yfir, þegar stjórnin ræddi við hann, að hann væri tilbúinn til þess að ræða við stjórnina ef hún hefði áhuga á að ræða við hann. Það hefur legið fyrir nú um nokkra hríð að Guðjón vill koma heim til íslands á ný, eft- ir 10 ára úthald. Hann lýsti því sjálfur yfir á aðalfundi Iceland Seafood Corporation á Hótel Sögu í síðustu viku og þeir sem þekkja Guðjón segja að hann gefi ekki slíka yfirlýsingu, nema hann sé staðráðinn í að koma heim. Þeir hinir sömu segja að skipist mál þannig að stjórn Sambandsins kjósi að setja Val á forstjórastól, þá sé Guðjón þar með glataður samvinnuhreyfingunni eftir 30 ára starf hjá Sambandinu. Hann muni hiklaust leita á önnur mið hér heima, og er það hald manna að Guðjóni reynist næsta létt að fá ábyrgðarstöðu hvar sem er, svo glæstur sé ferill hans. Meira að segja hefur forstjórastóll Sölumið- stöðvar hraðfrystihúsanna verið nefndur í því sambandi. Þó að nöfn manna eins og Axels Gíslasonar, aðstoðarforstjóra Sam- bandsins, Sigurðar Markússonar, framkvæmdastjóra Sjávarafurða- deildar, og Þorsteins ólafssonar, fulltrúa forstjóra, hafi á stundum verið orðuð við forstjórastólinn, þá hefur það verið í svo litlum mæli að möguleiki á ráðningu þeirra telst nánast enginn vera. Umræðan hér á eftir, mun því einkum snúast um þá Val og Guðjón. Áður en áfram er haldið er rétt að greina frá því að Sigurður Markússon hefur aldr- ei tekið þátt í slagnum um for- stjórastólinn, þar sem hann greindi áhrifamönnum innan Sambandsins og í stórn þess frá því fyrir 3 til 4 árum að hann hefði engan hug á að sækjast eftir forstjórastólnum, og samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins hefur hann í einu og öllu staðið við þann ásetning sinn. Fimm stjórnarmenn styðja Val Ef fyrst er litið til 9 manna Stjórnar Sambandsins, þá bendir flest til þess að Valur hafi þar nauman meirihluta, eins og staðan er í dag, eða stuðning fimm stjórn- armanna, en Guðjón fjögurra. Þeir sem styðja Val eru ólafur Sverris- son, Borgarnesi, Gunnar Sveinsson, Keflavík, Jónas R. Jónsson, Melum, Óskar Helgason, Höfn og Þorsteinn Sveinsson, Egilsstöðum. Þorsteinn kemur inn sem varamaður þegar ákvörðun verður tekin, þar sem málið verður Val að líkindum of skylt, til þess að hann greiði um það atkvæði. Þeir sem sagðir eru stuðningsmenn Guðjóns eru aftur Þórarinn Sigurjónsson, Laugar- dælum, Ingólfur Ólafsson, KRON, Finnur Kristjánsson, Húsavlk og Hörður Zóphaníasson, Hafnarfirði. Þótt ótrúlegt sé, þá kann dæmið að líta öðru vísi út ef málin þróast svo að allir varamenn í stjórn Sam- bandsins verða kvaddir til, þegar að afgreiðslu málsins kemur. Þorsteinn Sveinsson á Egilsstöðum er eins og áður segir fyrsti vara- maður og tekur sæti Vals ef hann situr ekki fundinn. Aðrir varamenn eru þeir ólafur Jónsson hjá KRON, en Ölafur er talinn munu styðja Val, þrátt fyrir eindregna afstöðu Ingólfs, sem styður Guðjón. Nafni hans ólafsson , kaupfélagsstjóri á Hvolsvelli er hins vegar sagður fara eigin leiðir, og það ekki i fyrsta sinn, og talinn munu styðja Guðjón ef honum gefst kostur á að greiða atkvæði. Er Ólafur sagður dyggasti stuðningsmaður Guðjóns úr röðum kaupfélagsstjóra. Nú kann mönnum að þykja sem það sé með miklum ólíkindum að allir varamenn stjórnar Sambandsins verði viðstaddir þegar svo veiga- mikil ákvörðun verður tekin, sem ákvörðun um nýjan forstjóra Sam- bandsins. Það þarf þó ekki að vera rétt, þar sem Jónas á Melum er hugsanlega talinn munu afsaka fjarveru sína með annríki við sauðburð og Óskar stöðvarstjóri á Höfn gæti átt það til að boða veik- indaforföll, til þess að vera löglega afsakaður frá óþægilegum fundi. Þessir menn eru báðir sagðir í nokkrum vanda, ef það þarf að kjósa um nýjan forstjórakandídat, þar sem þeir eru sagðir hafa heitið Val stuðningi, en að þeir í hjarta sínu vilji Guðjón í forstjórastólinn. Þetta eru þó einungis vangavelt- ur um það hvernig málin gætu hugsanlega þróast. Það er engan veginn líklegt að þessi verði þróun- in, og allra líklegast er að stjórnin semji fyrir fundinn um „einróma afstöðu" og að sá sem hlýtur for- stjórastólinn, hljóti hann með 9 at- kvæðum stjórnarmanna. Samvinnuhreyfíngm skiptist í tvær fylkingar Sé litið til hins almenna félaga í samvinnuhreyfingunni, þá má að líkindum skipta stuðningsmönnum í tvær fylkingar, a.m.k. í grófum dráttum. Annarsvegar eru það mjög margir fulltrúar kaupfélag- anna um land allt, sem vilja kaup- félagsstjórann og félagsmálafrðm- uðinn Val Arnþórsson í forstjóra- stól, og hins vegar eru það fulltrúar Sambandsfrystihúsanna, sem vilja sjá Guðjón í sama stól. Auk þess má leiða líkur að þvi að Guðjón njóti meirihlutastuðnings starfs- manna Sambandsins. Sú ályktun er dregin af samtölum við allmarga
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.