Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 1
88SÍÐUR B/C STOFNAÐ 1913 Lögreglumaður hleypur yfír leikvöll Bradford og reynir að skýla andlitinu með hjálmi sínum. Vallarbnmiim í Bradford: Talið að reyksprengja hafi kveikt eldinn mikla 107. tbl. 72. árg. Samsæri shika var afhjúpað Washington, 13. mnf. AP. TALSMENN bandarísku alríkislögreglunnar FBI greindu frá því í dag, að þeir hefðu kom- ist á snoðir um samsæri nokk- urra shika um að myrða Rajiv Gandhi, forsætisráðherra Ind- lands, er hann kæmi til Banda- ríkjanna í opinbera heimsókn í næsta mánuði. Sjö shikar sitja á bak við lás og slá í yfirheyrslum vegna þessa máls. William H. Webster, yfir- maður FBI, sagði að fylgst hefði verið með umræddum shikum um nokkurt skeið og látið til skarar skríða er sann- anir þóttu nægar. „Þeir höfðu í hyggju ýmis hryðjuverk önn- ur í garð indverskra stjórn- valda, meðal annars að ráða af dögum Bhajan Lal, ríkis- stjóra í Haryana, er hann heimsækti Bandaríkin," sagði Webster. Enn dauðs- föll vegna her- mannaveiki liUndúnum. 13. mai. AP. TVEIR 84 ára gamlir menn létust á sjúkrahúsi í Mid-Englandi í dag og leikur grunur á því að her- mannaveikin illræmda hafí dregið þá til dauða. Talið er að 35 manns hafi nú dáið úr veikinni í hrinunni sem nú stendur yfir á þessum slóð- um. Staðfest hefur verið að 13 hafi látist úr hermannaveiki og telja kunnugir að einungis sé formsatriði að greina veikina í hinum. Árið 1976, er hermanna- veikin varð fyrst greind, dóu 34. Þetta er því versta hrina þessa sjúkdóms til þessa. Læknar berjast nú hatramm- lega gegn pestinni í Mið-Eng- landi, 68 manns liggja veikir og tvísýnt er um suma þeirra. Bndford, 13. maí. AP. LJÓST ER, að óknyttaunglingar sem ekki hafa verið borin kennsl á vörp- uðu reyksprengjum f stúkunni á knattspyrnuvelli Bradford City á laugardaginn. Talið er trúlegt í meira lagi, að sprengjur þessar hafí valdið eldhafínu sem drap að minnsta kosti 53 manns, en það hefur þó ekki verið staðfest formlega. Héraðsstjórn West ÞRIÐJUDAGUR 14. MAÍ 1985 Yorkshire og slökkviliðsstjóri bnina- liðsins í Bradford segjast hafa varað stjóm knattspyrnufélagsins við því að eldhætta v«ri mikil á velli þess fyrir 6 og 10 mánuðum síðan, en hvatning- um um úrbætur hafí ekki vcrið sinnt. Forráðamenn félagsins neita því stað- fastlega að hafa fengið slíkar ábend- ingar. Málið kom til umræðu á breska þinginu í dag og innanríkisráðherr- ann, Leon Brittan, skipaði nefnd til að rannsaka málið frá öllum hlið- um. Skal rannsaka m.a. eldvarnir allra atvinnuknattspyrnufélaganna 92 sem leika í deildunum fjórum, svo og hvaða aðbúnað þau bjóða áhorfendum sínum upp á. í Vest- ur-Þýskalandi var tilkynnt að slikt yrði og gert. Þá verður reynt að finna út hvers vegna eldurinn breiddist út jafn hratt og raun bar vitni, en eldtungurnar gleyptu allt þak stúkunnar, 91 metra langt, á innan við 4 minútum að sögn sjón- arvotta. Sjónarvottur segist hafa séð unglinga varpa reyksprengjum i stúkunni í þann mund sem eldur- inn gaus upp og einnig kvaðst hann hafa heyrt menn hrópa er þeir reyndu að bjarga sér allt hvað af tók: „Hver kastaði helv ... reyk- sprengjunni?“ Lögreglan hefur meðtekið vitnisburðinn, en segir ekki allar tegundir reyksprengja færar um að valda eldsvoða, þvi sé ekki útilokað að jafnvel logandi sfgaretta hafi komið öllu af stað. Til þessa hafa 3. og 4. deildar félög verið undan þvi leyst að fylgja ákveðnum eldvarnarreglum vegna þess að áhorfendafjöldi hjá þeim er ekki jafn mikill og hjá fé- lögum sem leika í 1. og 2. deild. Nú verður gerð sú tillaga á þinginu að litlu félögin verði ekki undan skil- in. Þetta var dimmur dagur í enskri Prentsmiðja Morgunblaðsins knattspyrnu, þvi á sama tima og eldur brann i Bradford kom til mikilla óeirða í Birmingham þar sem Birmingham City og Leeds United áttust við i 2. deild. 15 ára drengur lést og 176 særðust, marg- ir eftir að veggur hrundi er slags- málin stóðu sem hæst. Sjá nánar fréttir á blaðsíðu 34. Shulz ræðir við Gromyko VínarborK, 13. nuí. AP. GEORGE SHULZ, utanríkiæ ráðherra Bandaríkjanna, kom til Vínarborgar í dag og á morgun, þriðjudag, mun hann hitta að máli Andrei Gromyko, starfsbróður sinn sovéska. Báðir eru þeir þarna, og fleiri til, til þess að vera viðstaddir er Austurríkismenn halda upp á 30 ára afmæli rfkis- ins. Búist er við að þeir Shulz og Gromyko muni ræða möguleik- ann á fundi þeirra Gorbachevs og Reagans, en stjórnarerind- rekar beggja aðila vildu ekki tjá sig um það í dag hvort dagsetn- ing umrædds fundar yrði til- kynnt að fundinum loknum. Sögðu aðeins að fundurinn yrði í haust. Sveitarstjómarkosningar á Ítalíu: Stjórnarflokkarn- ir bættu við sig fylgi Römarborg, 13. maí. AP. FYRSTU kosningaspár í kjölfarið á sveitarstjórnarkosningum á ftalíu um helg- ina, benda til þess að stjórnarfíokkarnir hafi bætt við sig fylgi og það á kostnað kommúnista sem eru næst stærsta stjórnmálaaflið í landinu. Talningu atkvæða lýkur ekki fyrr en á morgun, þriðjudag. Þessi úrslit styrkja mjög stöðu stjórnar Bettinos Craxi en til greina þótti koma að hún segði af sér ef hún hefði beðið ósigur í þessum kosningum. Samkvæmt tölvuspám sem byggðar voru á fyrstu tölum, höfðu stjórnarflokkarnir fimm náð sam- eiginlega 58,3 prósentum, en komm- únistar 30,1 prósenti. Kristilegum demókrötum var spáð 34,8 prósent- um. Spáin gerði ráð fyrir að stjórn- in fengi alls 58,4 prósent atkvæða, sem er mikil uppsveifla frá kosn- ingunum til Evrópuþingsins, er þeir fengu aðeins 53,9 prósent. Til sam- anburðar fengu flokkarnir 56,2 pró- sent í þingkosningum 1983, en f sfð- ustu sveitastjórnarkosningum árið 1980 fengu þeir hins vegar 60,2 pró- sent. Sósfalistaflokkur Craxis var talinn eiga um 13,5 prósent at- kvæða . Arnaldo Forlani, leiðtogi kristi- legra demókrata og aðstoðarforsæt- isráðherra, sagði að þessi úrslit væru góð fyrir samsteypustjórnina, styrktu hana til muna, en væru ósigur fyrir kommúnista. Craxi hafði sagt fyrir kosningarnar, að ef kommúnistar næðu umtalsverðum sigri, myndi það hafa stjórnar- kreppu f för með sér. Talsmenn kommúnista voru óhressir með út- komuna og sökuðu stjórnarflokk- ana um undirróður og „hræðslu- áróður“.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.