Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 15
S86Í IAM II HUOAaiJtaiífo aiGAJaVÍUOflOM MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIDJUDAGUR 14. MAl 1985 15 Svart lauf Frá sýningu Nemendaleikhússins á Fugli sem flaug á snúru eftir Nínu Björk Árnadóttur. Leiklist Jóhann Hjálmarsson Nemendaleikhúsið: FUGL SEM FLAUG Á SNÚRU eftir Nínu Björk Árnadóttur. Lýsing: Grétar Reynisson og Ólafur Örn Thoroddsen. Leikmynd og búningar: Grétar Reynisson. Leikstjórn: Hallmar Sigurðsson. Nína Björk Árnadóttir kallar Fugl sem flaug á snúru leikverk, ekki leikrit. Með því vill hún leggja áherslu á að verkið hefur ýmsa aðra hluti fram að færa en leiklistarlega og leikbókmennta- lega. Það sé ekki háð einu formi frekar en öðru. Eflaust hefur Nína Björk haft þátt ljóðsins í huga þegar hún kaus að kalla Fugl sem flaug á snúru leikverk. Ljóðræna og ýmis einkenni ljóðs eru áber- andi í þessu verki. í ljóðum sínum beitir Nína Björn Árnadóttir oft aðferð endurtekningarinnar. Hún er hennar ljóðstafasetning og gæðir ljóðin ákveðinni hrynjandi. Eftir- farandi ljóð er endurtekið nokkr- um sinnum i Fugl sem flaug á snúru: Á svartlauf skrifaði myrkrið eina sögu lét svo laufið vera hjá mér eina stund. Og við sátum undir trénu tvær systur skuggar greinanna léku þar hjá Og við þrýstum okkur fast hvor að annarri þvi skyndilega flaug vængur dáins fugls yfir höfðum okkar. Og við þrýstum okkur fast hvor að annarri. Og þú hvíslaðir, hvíslaðir veist þú hvað það er og ég hvíslaði, hvíslaði nei, og þú hvíslaðir grátandi Ástin það er ástin. Þetta ljóð um ástina minnir á annað ljóð, Kvæði um Krist eftir Stein Steinarr, en það segir frá tveim fátækum börnum sem sitja saman I garði og láta sig dreyma um þá tíma þegar búið er að frelsa heiminn. Nína Björk segir um Fugl sem flaug á snúru: „Verkið er um fók sem finnur ástina, sem það er hrætt við að mega ekki rækta. Finnur hana í „Ungum manni með rós,“ sem hefur kastað nafni sínu og fortíð og neitar að þrífast við þær aðstæður sem eru. Og um „Þann vísa“, sem ræktar ástina á þann einfalda hátt, sem virkar broslega. Hvort „Ungur maður með rós“ er tákn eða lifandi per- sóna er hverjum og einum falið að ákveða með sjálfum sér.“ Fugl sem flaug á snúru er skrifaður fyrir 4. bekk Leiklist- arskóla fslands og einnig í minn- ingu Lorraine Glemby „sem heim- urinn bar ofurliði" 1980. Verkið er lokaverkefni hópsins í leiklist- arskólanum, en vel fer á því að hver árgangur Nemendaleikhúss- ins frumflytji eitt íslenskt verk. Að sögn skólastjórans, Helgu Hjörvar, er það orðin föst venja. Eiginlegur þráður, annar en leitin að ástinni og fundur hennar, er ekki í verkinu. Við erum stödd jafnt í nútíð sem fortíð og raun- sæileg umgjörð og táknrænar myndir takast á. Myrkrið er fyrir- ferðamikið, saga þess eins og lýst er í ljóðinu tilvitnaða. Persónur verksins hafa margar hverjar flogið á snúru eins og fuglinn, átt erfiða bernsku, lagst i drykkju- skap, glatað hæfileikanum til að hrífast og lifa eðlilega llfi, ná ekki saman. Þótt ljóðræna tengi atriði og sé stundum ómþýð og í anda mýktar verður harðneskja ofan á, fremur beisk lífsmynd án þess þó að höfundur glati trúnni á lífið. Leikstjórinn, Hallmar Sigurðs- son, dregur ekki úr hinum stund- um nöturlega tóni verksins og ger- ir enga tilraun til að gera tákn- myndir (samanber Ungan mann með rós, Stúlku í skáp, Mann með möppu) að lifandi fólki. Hann var- ast það líka að höggva á ljóðrænar endurtekningar verksins, en meira hóf í þeim efnum hefði að mínu mati styrkt sýninguna. Það sem fer vel í ljóði á ekki endilega heima á leiksviði. Leikmynd Grétars Reynissonar er í senn stórbrotin og einföld, allt gólfið í Lindarbæ er sviðið. Veggskreytingin skapar and- rúmsloft óróleika og miskunnar- leysis. Ónotatilfinning fæst með því að hafa mold á sviðinu, ekki síst þegar Ungur maður með rós liggur eins og í gröf sinni. Lýsing þeirra Grétars Reynissonar og ólafs Arnar Thoroddsen var í anda þess afdráttarleysis sem ein- kennir verkið. Það er samstæður hópur sem túlkar Fugl sem flaug á snúru. Leiklistarskóli Islands er búinn að útskrifa marga góða leikara um sína daga og virðist líklegur til að halda því áfram. Hér er á ferðinni hópur sem eflaust mun láta að sér kveða. Hlutverkin voru þannig úr garði gerð frá hendi höfundar að leikar- arnir fengu misjafnlega góð tæki- færi til að sanna hvað í þeim býr. En enginn þeirra var afskiptur, allir nutu sín með einhverjum hætti. Þór Tulinius lék Ungan mann með rós( greinilega efnilegur leik- ari, en hlutverkið að mestu í lausu lofti. Barði Guðmundsson náði góðum tökum á sínum hlutverk- um, einkum nafna sínum. Kolbrún Erna Pétursdóttir lék sín hlutverk af heitri tilfinningu, Stúlku í skáp og Móður Þrastar. Rósa Guðný Þórsdóttir þótti mér sannfærandi sem Rósa og ekki síður Móðir Barða. Þröstur Leó Gunnarsson lék Þröst og foreldra Jakobs af mikilli einbeitni og verður eftir- minnilegur. Jakob Jakobs Þórs Einarssonar var raunsæisleg per- sónusköpun og eins og höfundur gerir ráð fyrir. Einar Jón Briem var að vísu ekki öfundsverður í hlutverki Manns með möppu, en gerði sitt besta, ekki síst sem Fað- ir Þrastar. Mjög geðfelld og inpi- leg var túlkun Óldu Arnardóttur. Verði Fugl sem flaug á snúru leikinn aftur af öðrum leikhópi tel ég ráðlegt að stytta verkið tölu- vert, einkum tengingaratriðin sem sum hvér eru falleg, en ekki að sama skapi markviss. Mjög til fyrirmyndar er sú ný- breytni að Fugl sem flaug á snúru kemur út í smekklegri bók með myndskreytingum eftir leik- myndasmiðinn, Grétar Reynisson. Útgefandi er Bókavarðan. Nemendaleikhúsið rækir vel skyldur sínar við fslenska leikrita- gerð með sýningu leikverks Nínu Bjarkar Árnadóttur. Heíuröu gert þér grein íyrir því að milli bíls og vegar eru aöeins íjórir lóíastórir íletir. Aktu því aðeins ó viöurkenndum hjólböröum. Sértu að hugsa um nýja sumarhjólbaröa á íólks- bílinn œttiröu aö haía samband viö nœsta umboösmann okkar. PÚ ERT ÖRUGGUR Á GOODfYEAR FULLKOMIN HJÓLBARDAPJÓNUSTA TÖLVUSTÝRÐ JAFNVÆGISSTILLING Á HUGSID UM EIGID ÖRYGGI OG ANNARRA Flestai stœrðir íyrirliggjandi Laugavegi 170-172 Simar 21240-28080 HAGSTÆÐ VERÐ GOODfÝEAR GEFUR ^RÉTTA GRIPIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.