Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 67

Morgunblaðið - 14.05.1985, Blaðsíða 67
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. MAl 1985 67 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 14—15 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS ny ujjuvTr^-utr^ i) if Um afnotagjöld og mis- notkun ríkisbubbanna B.B. skrifar: Velvakandi góður. Ég vil byrja á því að þakka fyrir marga góða pistla í þínum þáttum, en vegna áskorana til fólks utan af landi til að skrifa læt ég verða af því. Svo er mál með vexti að við hjónin eigum þrjú uppkomin börn, sem öll eru yfir tvítugt. Eitt þeirra keypti sjónvarp fyrir fimm árum og greiddi auðvitað afnotagjald af því. Við hjónin eigum annað tæki svo að greitt var af tveimur tækj- um á heimilinu. Fyrir u.þ.b. þrem- ur árum keypti annað barn okkar sjónvarpið af bróður sínum og tek- ur hún þá við greiðslunum af af- notagjaldinu. Fyrir tveimur árum keyptum við hjónin síðan tækið af henni og töldum við að við ættum ekki að greiða gjald nema af einu tæki. Þegar rukkun síðan barst, var okkur gert skylt að greiða af tveimur tækjum. Ég sneri mér til umboðsmanns og spurði hann hverju þetta sætti. Hann sagði að við ættum ekki að borga nema eitt afnotagjald, en benti mér jafn- framt á að tala við innheimtuna í Reykjavík. Hjá innheimtunni fengum við þær upplýsingar að við hjónin mættum ekki kaupa tækið af börnum okkar nema þau séu okkur fjárhagslega háð. Síðan kom rúsínan í pylsuendanum. Þessi lög um að tvö tæki mættu vera skráð á einn aðila voru aðal- lega sett til þess að þeir sem eiga sumarbústaði gætu haft annað tækið þar. Þetta ranglæti sannar það eins og allt annað í þessu kerfi að það er alltaf verið að hygla þeim, sem mest mega sín í þjóðfélaginu. Það vantar bara ríkisbíl við hvern sumarbústað en þeir sjást nú þar svona endrum og eins. Ég á ekki sumarbústað og hef ekki enn haft efni á að kaupa eða byggja slíkt sæluhús, en ef svo væri held ég að ég myndi skilja sjónvarpið eftir heima til að njóta þess að vera þar. Nú vil ég fá svör frá viðkomandi yfirmönnum þess- arar stofnunar um hvort þetta sem að fram kemur í bréfi mínu sé rétt. Ég minntist hérna aðeins á rikisbílana. Eru ekki einhver skýr mörk um hvernig má nota slík tæki eða mega þeir sem vinna hjá ríkisreknum stofnunum nota þessa bíla bæði til sendiferða og ferðalaga fyrir heimilið? Það mætti kannski rétta við fjárhag- inn hjá þessum fyrirtækjum ef tekið væri fyrir þá misnotkun, sem fer fram á þeim vígstöðvum. Ég er alls ekki að halda því fram að allir misnoti aðstöðu sina hjá rikinu. En verkafólkið verður annað hvort að fara á vinnustað i eigin bíl eða á tveimur jafnfljótum og fæ ég ekki séð hvor aðilinn er þarfari þjóðfélagsþegn. Verka- maðurinn kemst ekki upp með neitt múður. Hann verður að borga skilvíslega af öllum sínum launum til ríkis og sveitarfélags þó svo að lítið sé eftir í buddunni þegar upp er staðið. Dæmin, sem ég nefndi um mis- notkun á almannafé, eru bara ör- lítið brot af því bruðli sem fram fer á þeim vetvangi og hið marg- umrædda kerfi er orðið svo flókið að þeir sem þar ráða ferðinni skilja það ekki sjálfir. Aðalatriðið hjá þeim er að fá nóg fyrir sig, en hinir geta bara lapið dauðann úr skel. Hvað eiga happdrættin marga miða sjálf? Anna skrifar: „Það var einu sinni maður, sem átti asna. Asninn var svo heimsk- ur svo maðurinn fann upp það ráð að setja gulrót á prik og halda henni í hæfilegri fjarlægð frá asnagreyinu. Asninn tók á sprett, öllum að óvörum og hljóp og hljóp, en aldrei náði hann gulrótinni, enda ekki til þess ætlast. Nú hefur happdrættið tekið sér þetta til fyrirmyndar á kostnað lægstu vinninganna — látið þá standa í stað og meira að segja fækkað 20.000 króna vinningun- um, sem ég var að vona að myndi fjölga því það eru einmittþeir sem ég var að vonast eftir. Ég er að sækja um verkamannaíbúð og vantar sárlega fé. í þessi 25 ár, sem ég hef spilað í Happdrætti Háskólans, hef ég aldrei fengið nema lægsta vinning og þá á fleiri ára fresti svo að þessi miði er það sama fyrir mig og gulrótin fyrir asnann. Það þarf enginn að segja mér annað en að Happdrætti Há- skólans fær sjálft megnið af þess- um stóru vinningum eins og t.d. DAS, sem oftast hreppir stóra vinninginn sjálft. Þetta er að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur, svipta okkur láglaunafólkið því sem við höfum enn von um — lægstu vinningun- um. Þið segist ekki draga úr óseld- um miðum, en hvað eigið þið marga miða sjálfir? Þetta er Wat- ergate númer 2. Watergate númer 1 er bílabrask bankastjóranna." Þakleka - lekavandamál Fillkoat: Teygjanlegt þéttiefni fyrir lítiö hallandi bárujárns- þök og þakpappa. Myndar heila filmu. Kemperol: Mjög góöur á svalir fyrir ofan íbúöir, slétt þök, timbur, steinþök o.fl. Múrfill: Teygjanlegt þéttiefni fyrir sprungna veggi og alkalí. Noxide: Málum öll þök meö teygjanlegu ryövarnarefninu. Látiö fagmenn vinna verkin. Vestur-þýsk gaeðaefni. Þétting hf. Dagsími 52723. Kvöldaími 54410. LJ Tann Security since 1795 Enskir Sænskir peningaskápar Eldtraustir — þjófheldir heimsþekkt framleiösla. E. TH. MATHIESEN H.F. DALSHRAUNI 5 — HAFNARFIRÐI — SIMI 51888 Microline 182/192/193 Ný kynslóö tölvuprentara! Kostimir eru ótviræðir: • Þriðjungi minni og helmingi léttari en áður. • Miklu hljóðlátóui en áður. • Fullkomlega aðhæfðir IBM PC og sambæri- legum tölvum. • Tfengjast öllum tölvum. • Prenta 160 stafi á sekúndu, skáletur og gæðaletur. • Notandi getur sjálfur hannað eigin leturgerðir. • Fullkomin varahluta- og viðhaldsþjónusta. • Til á lager. Nýjungarnar koma alltaf fyrst frá MICROLINE. Það er því engin furða að MICROLINE eru mest seldu tölvuprentarar á íslandi. mmmmmm m mmmmmmmm m mm IMÍKFlOl Skeifunni 11 Sími 685610
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.