Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐID, FÓSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Hvað segja verkalýdsforingjar um tilboð vinnuveitenda? Magnús L. Sveins- son, formaður VR: „Meginmáliö að stöðva frekara kaup- máttarhrap“ „TILBOÐ vinnuveitenda er merki- legt af tveimur ástædum. í fyrsta lagi er það nýmæli að vinnuveitend- ur eigi frumkvæði að því að bjóða launahækkun og í öðru lagi tel ég að tilboð þeirra gangi lengra en menn gátu vænst þó ég geti ekki á þessu stigi úttalað mig um hvað það þýði nákvæmlega," sagði Magnús L Sveinsson, formaður Verslunar- mannafélags Reykjavíkur, þegar leitað var álits hans á tilboði Vinnu- veitendasambands íslands til ASÍ. „Ég fagna því að málið skuli vera komið á þetta stig eftir að hluti verkalýðsforingja hafði lýst andstöðu við að farið yrði fram á viðræður við vinnuveitendur en vildu í staðinn halda að sér hönd- um fram á haust,“ sagði Magnús. „Ég hef verið eindregið þeirrar skoðunar að verkalýðshreyfingin ætti nú þegar að óska eftir við- ræðum um samning sem komi í veg fyrir frekara kaupmáttarhrap. Ég lýsti þeirri skoðun minni eftir formannafund ASÍ, í viðtali sem birtist í Mbl. á þriðjudag, að það væri mikill ábyrgðarhluti að óska ekki eftir slíkum samningum þeg- ar fyrirsjáanlegt væri að kaup- mátturinn héldi áfram að hrapa með hverjum degi sem líður. Ég vona að vinnuveitendur séu nú reiðubúnir til að gera samn- inga við einstök verkalýðsfélög eða sambönd, þó einhver félög vilji halda að sér höndum og gera ekk- ert fram á haustið. Aðalatriði málsins nú er að stöðva nú þegar frekara kaupmáttarhrap og gera samninga sem að fela í sér trygg- ingu fyrir þeim kaupmætti sem stefnt er að með væntanlegum samningum,“ sagði Magnús L. Sveinsson. Guðmundur J. Guð- mundsson formaður Verkamanna-^ sambandsins: „Aferðar- fallegt — en gyllingin þunn“ „MÉR LÍST illa á þetU tilboð. Það er áferðarfallegt en þunn á því gyll- ingin,“ sagði Guðmundur J. Guð- mundsson alþingismaður og formað- ur Verkamannasambands íslands. Guðmundur sagðist telja að sú afstaða Verkamannasambands ís- lands, sem fram hefði komið á formannaráðstefnu Alþýðusam- bandsins sl. mánudag, hefði „hækkað þetta tilboð“ en með því væri „verið að gera tillögu um framlengingu kjaraskerðingarinn- ar frá 1983 fram á árið 1987. Hækkununum er það haganlega fyrir komið, að það er treyst á að verkalýðsfélögunum reynist erfitt að hafna því. Ég gleðst hinsvegar yfir hjartahlýju Vinnuveitenda- sambandsins — hún er orðin svo mikil, að þeir vilja helst semja strax í næstu viku — en ég hefði viljað fá þessa hjartahlýju fyrr“. Á fundi forystumanna ASf og VSf í gærmorgun, þar sem at- vinnurekendur lögðu fram tillögu sína, kvaðst Guðmundur hafa út- skýrt afstöðu Verkamannasam- bandsins til kjarasamninga nú í vor. „Ég var ekki mættur þar á samningafund,” sagði hann, „enda hafði ég ekkert umboð til samn- inga. Ég var mættur til að ræða um viðhorf, sem fram komu á for- mannaráðstefnu ASÍ, og hafði lof- að félögum mínum í ASÍ að mæta sjálfur til að skýra afstöðu Verkamannasambandsins." Hann sagðist ekki hafa haft tækifæri til að kynna sér tillögu VSÍ mjög rækilega en taldi að í henni væru allar spár mjög knappar og fyrirvarar of margir. „Það vekur mesta athygli, að í þessari tillögu eru engar kaup- trygKÍngar eða vísitala. Það eru tveir möguleikar á endurskoðun samningsins en um leið væru menn að afsala sér kauphækkun- um og eftir 1. júlí á næsta ári eru engar frekari kauphækkanir eða kauptryggingar," sagði hann. „Mér sýnist að samkvæmt þessari tillögu hækki laun um 2—4% um- fram verðhækkanir. Það er ekki nóg.“ Jón Helgason, formaður Einingar: „Rétt að reyna á þetta strax“ „ÉG VAR einn af þeim innan Verka- mannasambandsins sem vildu ein- mitt láta reyna á samninga nú. Ég er enn sömu skoðunar, tel rétt að láta reyna á það strax við samningaborð- ið hvort hægt er að ná viðunandi samningum. Það er betra að ná slík- um samningum nú en bíða með það til haustsins," sagði Jón Helgason, formaður Verkalýðsfélagsins Eining- ar á Akureyri, þegar leitað var álits hans á tilboði VSL Jón taldi að nú ættu menn að setjast niður og reyna að ná samn- ingum. Hann sagði nauðsynlegt að ná til baka þeim kaupmætti sem tapast hefði og gera betur en al- gert grundvallaratriði væri að slíkir samningar væru tryggðir þannig að stjórnvöld gætu ekki tekið þá til baka með einu penna- striki. „Hinsvegar tel ég að kaup- hækkanir eins og samið var um í haust séu verri en engar, og betra að láta slíka samninga ógerða," sagði Jón. Jón sagðist ekki hafa fengið nógu góðar fregnir af tilboði VSÍ til að geta rætt það í einstökum atriðum. Hann sagði þó að það hlyti að verða númer eitt að gera sérstakt átak fyrir lægst launaða fólkið, það er það fólk sem setið hefði eftir á meðan ýmsir aðrir hópar hefðu haft allt sitt á þurru með launaskriði. Kolbeinn Frið- bjarnarson, for- maður Vöku á Siglufirði: „Tilboð um samninga niður á við“ „EF ÞAÐ fylgdi verðtrygging á því sem samið væri um væri þetta tilboð allrar athygli vert En án verðtrygg- ingar er það nákvæmlega jafn mikið út í bláinn og samningarnir í nóv- ember. Þetta held ég að hvert mannsbarn skilji og þarfnist ekki út- skýringa," sagði Kolbeinn Frið- bjarnarson, formaður Verkalýðsfé- lagsins Vöku á Siglufirði, þegar leit- að var álits hans á tilboði vinnuveit- enda. „Mér finnst afar ótrúlegt að ábyrgir aðílar eins og Vinnu- veitendasambandið og Alþýðu- sambandið fari að leika sama vit- leysisleikinn aftur. öll þjóðin og þeir sjálfir hafa vitað það siðan í nóvember að ekkert þýðir að gera slíka samninga. Nú er farið að tala um slíkt aftur og jafnvel til lengri tíma. Þetta er tómur skollaleikur," sagði Kolbeinn. Kolbeinn sagðist ekki hafa séð tilboðið en samkvæmt þeim fregn- Morgunblaöið/ Júlíus Frá fundinum í gærmorgun, þar sem forystumenn Vinnuveitendasambandsins kynntu forsetum Alþýðusambandsins og formönnum landssamtaka þess tillögu að nýjum kjarasamningi aðila. um sem hann hefði fengið fæli það í sér 24% hækkun á 18 mánuðum og minna á hærri taxtana. Núna væri dýrtíðin 23% miðað við 12 mánaða tímabil og miðað við sömu dýrtíð út samningstímann þyrfti 30% kauphækkun bara til að vega hana upp. Þessu fylgdi hins vegar engin verðtrygging, að- eins möguleikar til að ræða málin á ákveðnum tímum, sem þýddi það að hvert kaupmáttarþrep væri bú- ið áður en til þess kæmi. „Þetta eru því samningar niður á við, að því gefnu að dýrtíð verði svipuð,“ sagði hann. „Þessi leikur Vinnuveitenda- sambandsins er sjálfsagt leikur í tafli. Þeir eru að reyna að forðast það að mæta okkur í september. Þeir eru hræddir. Ég hef þó ekki trú á að þeim takist það með þessu tilboði," sagði Kolbeinn. Hann sagði að ef VSÍ væri ekki tilbúið til að ræða kaupmáttartryggingu samhliða tilboði sínu væri ekkert annað að gera en bíða til hausts- ins. Karvel Pálmason, formaður Verka- lýðs- og sjómanna- félags Bolungar- víkur: Hlýtur að breyta afstöðu VMSÍ „ÞAÐ átti auðvitað enginn von á þessari stöðu í málunum," sagði Karvel Fálmason alþingismaður og formaður Verkalýðs- og sjómanna- félags Bolungarvfkur um tillögu VSÍ. „Við fyrstu sýn virðist þessi til- laga vera umræðugrundvöllur i stöðunni eins og hún er nú. Nú hlýtur Verkamannasamband Is- lands að endurskoða afstöðu sína til málsins. Ég sé enga stöðu aðra fyrir sambandið,“ sagði Karvel. „Það er ekki hægt að segja enda- laust: Ég vil ekki, ég vil ekki.“ Hann sagðist telja að tillaga VSÍ yrði rædd gaumgæfilega á framkvæmdastjórnarfundi Verka- mannasambandsins á þriðjudag- inn og að afstaða formannaráð- stefnu sambandsins yrði tekin til endurskoðunar. „Ég fæ ekki betur séð en að boltinn sé nú hjá Verka- mannasambandinu,“ sagði Karvel Pálmason. „Afstaða þess hlýtur að skipta verulegu máli, því innan þess eru rúmlega 40% allra félaga í Alþýðusambandi íslands." Bjarni Jakobsson, formaður Iðju: „Verður að skoða með jákvæðu hugarfari“ „JÁ, ÉG tel að skoða eigi þetta til- boð þeirra gaumgæfilega og ekki eigi að setja það frá sér án ræki- legrar athugunar,“ sagði Bjarni Jakobsson, formaöur Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, að- spurður um hvort hann teldi tilboð VSÍ raunhæfan grundvöll að nýjum kjarasamningi aðila. Bjarni sagðist ekki sjá annað en í tilboðinu væri lögð áhersla á að lægstu launin hækki mest, en hækkunin færi ekki upp allan launastigann. Það væri stórt skref fram á við. Hann sagði að menn hefðu enn ekki haft tækifæri til að skoða tilboðið ofan í kjölinn og bera saman bækur sínar en taldi að framhaldið hlyti að verða það að verkalýðsfélögin boði til funda fyrr en seinna til að ræða tilboðið. Síðan yrði gengið til samninga við %'mm Seltjarnarnes - sjávarlód 180 fm einbýlishús á 1200 fm fallegri sjávarlóö. 70 fm bílskúr. Telkn. og uppl. á skrifstofunni. Hæð í Laugarásnum 6 herb. 180 fm vönduö efri sérhaaö. Glæsilegt útsýni. Bílskúr Tómasarhagi - 3ja 85 fm snyrtileg og björt íbúð í kjallara. Laus fljótlega. Bílskúrsróttur. Útb. aöeins 1. millj. Raðhús í smíðum Hötum fengtö til sölu þrjú 200 fm raö- hús á glæsilegum staö i Ártúnsholtinu. Húsin afhendast frágengin aö utan m. glerl en fokheid aö Innan. Innb. bílskúr Fríöaö svsböI er sunnan hús- anna. Teikn. og uppl. á skrifstofunni. Húseignir v. Hverfisgötu Byggingarréttur. Til sölu 400-500 tm verslunar- og skrllstoluhúsnæöi vlö Hverfisgötu m. byggingarréttl. (Samp. teikn ). Teiknlngar og nánari uppl. á skrifstofunni. Ránargata - 4ra 90 fm íbúö í risl (lítlö undlr súö). Tvenn- ar svalir Verö 1900 þús. Engjasel - 4ra-5 hb. 117 fm góö endaíbúö á 3. hæö. Glæsi- legt útsýní. Verð 2A millj. Mávahlíð - sérhæö 130 fm neöri sérhæö i þribýtishúsi ásamt bAskúr. Verö 3,2-3,3 miltj. Við Álfheima - 4ra Um 110 fm íbúö á 4. hasö. Laus nú þegar. Verð míllj. Hraunbær - 130 fm 5-6 herb. endaíbúð á 3. hæð. Gott út- sýnl. Tvennar svalir. 4 svefnherb. Verð 2,6 millj. Fellsmúli - 4ra-5 hb. 117 fm vðnduö íbúö á 2. hssö í Hreyfils- blokkinni. Suöursvalir. Viö Espigeröi - 4ra 130 fm vönduö íbúö á 7. hssö f ettlr- sóttu háhýsi. Qööar Innréttlngar. Stér- ar svalir. Hulduland - 4ra Ca. 110 fm góö íbúö á 2. hæö. Akveöin sala. Verð 2,7 millj. Efstihjalli - 4ra 116 fm góð íbúð á 1. hæö. Góð lóð. Verð 2,4 miNj. Krummahólar - 3ja 90 fm góö suöurfb. á 6. hasö ásamt bilskýti. Stórar suóursvalir. Verö 1900 Þós. Espigerði - 3ja Um 100 fm góö íbúð á 4. haaö í eftir- sóttu háhýsl. Verð 3,0 millj. Njörvasund - 2ja Samþykkt snotur ibúó á jarðhæó Varð 1200 þús. Kleppsvegur - 2ja 60 fm björt íbúö á 6. hæö ofarlega vlö Kleppsveg í eínnl af þessum vinsælu lyftublokkum. ibúöin snýr öll i suöur. Verð 1600-1650 þús. Arnarnes - lóðir Höfum til sölu 2 veistaösettar lóölr vlö Kríunes og Súlunes. öll gjöld greidd. EicnamioLunm ÞINGHOLTSSTRÆTI 3 SiMI 27711 Sölustjóri: Sverrir Kristinsson. Þorleifur Guömundsson, sölum. Unnsteinn Beck hrl., sími 12320. Þörólfur Halldórsson, lögtr. Vinnuveitendasambandið og þyrfti það ekki endilega að vera í samfloti. „Okkur ber að skoða þetta tilboð með jákvæðu hugarfari," sagði Bjarni, „en ekki í gegn um pólitísk gleraugu Alþýðubandalagsins, minnug þess að verðbætur á Iaun voru skertar fjórtán sinnum í ráðherratíð Svavars Gestssonar, núverandi formanns Alþýðu- bandalagsins." PAfTciGnainui VITAfTIG 15, f. 96020* 26065. Vesturgata 2ja herb. íb. 65 fm á 2. hæð i steinhúsi. Nýi. innr. Laus fljótl. Verð 1450 þús. Laugavegur Einstakl.íb. 40 fm á 2. hæð. 2 herb. og eldhús. Verð 850 jaús. Bollagata 2ja herb. samþykkt góö íb. 45 fm íkj. Verð 1100 þús. Kríuhólar 3ja herb. íb. á 3. hæð ca. 90 fm. Verð 1600-1650 þús. Laus fljótl. Hverfisgata 3ja-4ra herb. íb. 75 fm á 1. haað í nýl. steinh. Verð 1650 þús. Jörfabakki 4ra herb. falleg íb. 100 fm á 3. hæö.Toppíb. Laus fljótl. Verð 2,1 millj. Kríuhólar 3ja-4ra herb. íb. 110 fm á 2. hæð. Falleg íb. auk bílsk. Verð 2,3 millj. Fífusel 4ra berb. falleg íb. 110 fm á 2. hasö auk bilskýlis. Verö 2,3 millj. Blöndubakki 4ra herb. ib. 110 fm. Suðursv. + herb. í kj. Verð 2.250 þús. Æsufell 5-6 herb. íb. á 7. haað. 150 fm. Frábært útsýni. Suðvestursv. Verö 3 millj. Reynimelur 4ra herb. íb. á 1. hæö 110 fm. Vinkilsvalir. Laus strax. Verð 2,5 millj. Framnesvegur Raöhús á þrem hæðum 110 fm. Skemmtilegf hús. Verð 2,5 millj. Fljótasel Endaraöhús á tveimur hæöum 170 fm. Harðviðarinnr. Bílskúrs- rétfur. Sameign fullfrágengin. Verð 3,6 millj. Flúöasel Glæsilegt raöhús 220 fm. Harð- viöarinnr. Steyptur hringstigi milli hæða. Verð 4150 þús. Frostaskjól Fallegt endaraöhús 265 fm auk bflskúrs. HEtrðviðarinnr. Verö 5,5 millj. Barrholt - Mos. Glæsilegt einb.hús 150 fm auk bdskúrs. Sóriega fallegar innr. Ný teppi. Verð 4,1 millj. Ásgarður Endaraöhús 116 fm. Fallegur garöur. Verð 2,3-2,4 millj. Skoðum og verðmetum samdægurs Bergur Oliversson hdl., Gunnar Gunnarsson h»: 7741tt
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.