Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985
17
í fljótapramma. Hafnaryfirvöld í
Osaka sýndu skipi og áhöfn þess
þann sóma að koma um borð i
skipið og bjóða það sérstaklega
velkomið til Japans. Færðu þau
skipstjóra blómvönd og skipi og
útgerð áletraðan skjöld til minn-
ingar um komu skipsins til Osaka.
Skipið hélt síðan til Kawasaki
þar sem losað var það sem eftir
var af farminum og síðan haldið
til Dalian í Kína og lagst þar við
ankeri 9. mars. Þar biðu þá um 150
skip eftir afgreiðslu. I höfnum
sem slíkar aðstæður skapast er
venjan að útflutningur fær for-
gang. Engu að síður mátti ms
Akranes bíða við ankeri i sjö daga.
Lestun tók aðeins rúman sólar-
hring og sigldi skipið þann 17.
mars með um 6.000 tonn af magn-
esite til Baltimore í Bandaríkjun-
um og var siglt yfir Kyrrahafið.
Á Kyrrahafi hreppti skipið
stöðugan mótvind stóran hluta
leiðarinnar og kom til Los Angeles
þann 7. apríl til að taka olíu og
vistir. Skipið hélt síðan af stað
suður með vesturströnd Ameríku
og kom skipið að Panamaskurðin-
um 20. apríl.
Mörg skip biðu að vestanverðu
við skurðinn og var nokkur bið áð-
ur en haldið var í gegnum skurð-
inn, en sigling i gegn tekur 12—18
klst. eftir aðstæðum.
Til Baltimore kom skipið 30.
apríl og að losum lokinni var siglt
til Lampert Point (Norfolk) til að
lesta fullfermi af kolum til ís-
lenska Járnblendifélagsins. Til ís-
lands var síðan lagt af stað þann
3. maí með 7100 tonn af kolum og
komið til Grundartanga 16. maí
eða réttum fjórum mánuðum frá
upphafi ferðarinnar frá Grund-
artanga.
Samtals sigldi skipið 27.614 sjó-
mílur í þessari hringferð og strax
að lokinni losun, sem stendur í um
30 klst. heldur skipið til Þorláks-
hafnar þar sem það lestar full-
fermi af vikri til Danmerkur á
vegum Jarðefnaiðnaðar. Er það
stærsti vikurfarmur sem fer frá
íslandi með sama skipi.
í áhöfn ms Akranc3 eru 18
manns, þar af tveir frá Akranesi.
JG
Varahlutir
fyrir IH-
búvélar og
Farmall
EINS og komið hefur fram í fréttum
þá hefur International Harvester
selt allar búvélaverksmiðjur sínar í
Ameríku og Evrópu til fyrirtækisins
Tenneco Inc. í Bandaríkjunum.
Það verður því hætt að fram-
leiða International Harvester-
búvélar og Farmal-dráttarvélarn-
ar.
Sambandið hefur verið umboðs-
maður fyrir International-búvélar
í 58 ár og er mikil eftirsjá í þess-
um góðu vélum sem hafa þjónað
íslenskum landbúnaði svo vel og
lengi.
Búnaðardeild Sambandsins
mun, að minnsta kosti út þetta ár,
halda áfram að selja varahluti í
þessar vélar og geta bændur og
aðrir eigepdur þeirra áfram snúið
sér til varahlutaverslunarinnar í
Ármúla 3 með þau viðskipti. Þar
er fyrirliggjandi mjög gott úrval
af hvers konar varahlutum fyrir
IH-búvélar svo og Farmal-drátt-
arvélarnar.
Tenneco Inc. á fyrirtæki sem
heitir J.I. Case sem meðal annars
rekur búvélaverksmiðjur. Case
hefur nú yfirtekið flestar búvéla-
verksmiðjur International Harv-
ester og mun í framtíðinni vera
ábyrgt fyrir að framleiða vara-
hluti í búvélar sem framleiddar
voru af International Harvester.
International Harvester rekur
áfram vörubílaverksmiðjur sínar,
sem Sambandið er umboðsmaður
fyrir. Þá mun sambandið áfram
selja og þjóna International-
þungavinnuvélunr.
(Fréttatilkynniiu' fri Búnaðardeik’. SlS)
Sýndi líkan af
Vogunum árið 1950
HAGLEIKSMAÐURINN Guðmundur M. Jónsson sýndi nýlega líkan er
hann hefur unnið af byggðinni í Vogum, eins og hún var árið 1950. Inni á
líkaninu er komið fyrir auk allra íbúðarhúsa, fiskverkunarhúsum, útihúsum,
girðingum og brunnum, og þannig mætti áfram telja.
Árið 1982 sýndi Guðmundur lík-
an er hann vann af byggðinni í
Vogum og sýndi byggðina árið
1930. Á sýningunni nú voru einnig
líkön af öllum íbúðarhúsum eins
og þau voru árið 1930, auk þess
líkön af flestum skólum í Vatns-
leysustrandarhreppi. E.G.
fRád
Fresturinrf er a
renna út
ruR
AF SKATTSKYLDUM TEKJUM
AF ATVINNUREKSTRI
Fyrirtækjum og einstaklingum sem hafa tekjur
af atvinnurekstri er nú heimilt að draga 40% frá skatt-
skyldum tekjum til að leggja i fjárfestingarsjóð.
Frádrátturinn er bundinn því skilyrði að helm-
ingur fjárfestingarsjóðstillagsins sé lagður inn á bund-
inn 6 mánaða reikning fyrir 1. júlí n.k. vegna tekna árs-
ins 1984. Ef reikningsárið er annað en almanaksárið
skal lagt inn á reikninginn innan 5 mánaða frá lokum
reikningsárs.
Innstæður á reikningunum eru verðtryggðar sam-
kvæmt lánskjaravísitölu og bera sömu vexti og aðrir 6
mánaða reikningar.
Reikningsinnstæðum má ráðstafa að loknum 6
mánaða binditíma, en innan 6 ára.
Enn er hægt að njóta þeirra skattfríðinda sem að
framan er lýst, við álagningu tekjuskatts og eignaskatts á
árinu 1985 vegna tekna ársins 1984. Fresturinn að þessu
sinni er til 1. júní n.k.
Upplýsingar um stofnun fjárfestingarsjóðsreikninga eru
veittar í sparisjóðsdeildum og hagdeild Landsbankans.
LANDSBANKINN
Græddur er geymdur eyrir