Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 18

Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAl 1985 Skólaskákmót íslands 1985 Skák Karl Þorsteins Nú þegar „flóðbylgja" alþjóð- legra skákmóta hefur á vordögum borð að landi er ekki laust við að athygli flestra staldri þar við, en gefi þeim yngri minni gaum, kannski minni en efni standa til. Enda hefur unga kynslóðin aldrei staðið traustari fótum en einmitt nú. Veturinn 1978—’79 setti skák- sambandið á fót skólaskákmót ís- lands í einstaklingskeppni. Náði keppnin strax miklum vinsældum grunnskólans, enda gott tækifæri fyrir landsbyggðarkappa að berja á sínum reykvísku mótherjum. Er keppendafjöldinn sá fjölmennasti á innlendu skákmóti og skiptir hundruðum. Eftir allflóknar undankeppnir komast sigurvegarar kjördæm- ismóta á lokakeppnina, sem að þessu sinni var valinn staður í Al- þýðuskólanum á Eiðum dagana 25.-28. apríl sl. í eldri flokki varð Tómas Björnsson, Hvassaleitisskóla, hlutskarpastur og hlaut 8'A vinn- ing af 9 mögulegum, eftir harða keppni frá skólafélaga sínum Þresti Þórhallssyni. Höfðu þeir fé- iagar mikla yfirburði yfir aðra keppinauta og réðust úrslitin að- eins í hreinni úrslitaskák þeirra í síðustu umferð. Tómasi nægði jafntefli, en Þröstur náði hættu- legu frumkvæði með hvítu mönn- unum og komst í vænlegt endatafl sem Tómasi tókst að verjast með snjallri vörn. Tómas varð því sig- urvegari í eldri flokki og er auðvit- að vel að þeim heiðri kominn. Hann varð sigurvegari í yngri flokki Landsmótsins 1981 og er sá fyrsti til að hljóta sigur í báðum flokkunum. Tómas hefur löngum verið i fararbroddi „strákanna í Taflfélaginu” og lætur góður árangur á öðrum vettvangi vart á sér standa. Þröstur Þórhallsson varð annar eins og áður sagði. Hann leyfði tvö jafntefli en fórn- arlömbin voru sjö. Hæfileikana hefur drengurinn og með nægri ástundun kemur árangurinn. Bolvíkingurinn forni, Magnús Pálmi Örnólfsson, kom spölkorn á eftir félögunum, í þriðja sæti með 5Vfe vinning. Hann tefldi nú fyrir Garðaskóla. Röð keppenda í efri flokki varð annars þessi: 1. Tómas Björnsson, Hvassaleitisskóla S'k v. 2. Þröstur Þórhallsson, Hvassaleitissóla 8 v. 3. Magnús Pálmi Örnólfss., Garðaskóla 5V4 v. 4. Karl Olgeir Garðarsson, Hlíðaskóla 5 v. 5.-6. Tómas Hermannsson, G.sk. Akureyrar 4 v. 5.-6. Sverrir Valdimarsson, G.sk. Bolungavik. 4 v. 7. Kjartan Másson, Grunnsk. Djúpavogs 3'k v. 8. Sigurður Gunnarss., G.sk. Siglufjarðar 3 v. 9. Guðjón Gislason, Búðardalsskóla 2'Æ v. 10. Elías Þór Ragnarss., G.sk. Fáskrúðsfj. 1 v. í yngri flokki voru keppendur 12 og tefldu 11 umferðir með 45 mín. umhugsunartíma á skák. Reykja- víkurpiltarnir áttu þar sem í eldri flokknum greiða leið í efstu sætin. Þröstur Árnason, Seljaskóla, varð sigurvegari og hlaut um leið nafn- bótina „Skólaskákmeistari íslands 1985 í yngri flokki" með þeim glæsilega árangri að leggja alla andstæðinga sína af velli. A skóla- skákmóti Reykjavíkur sem haldið var skömmu fyrr hlaut hann einn- ig sigur með aðeins eitt jafntefli í súginn svo verðlaunatafla hans er glæsileg. Hannes H. Stefánsson, Fellaskóla, kom á hæla Þresti, en tap í innbyrðisskák batt enda á frekari framavonir í þessu móti. En Hannes er slunginn í skáklist- inni og þrátt fyrir ungan aldur ber hann m.a. Norðurlandatitil í sín- um aldursflokki. Birgir Örn Birg- isson, Grunnskólanum í Borgar- nesi, kom í þriðja sæti með 8% vinning. Hann er greinilega efni- legar og helsta von byggðarstefnu- manna gegn sláandi yfirburðum Reykjavíkurpiltanna. Röð kepp- enda í yngri flokki var þessi: 1. Þröstur Árnason, Seljaskóla 11 v. 2. Hannes H. Stefánsson, Fellaskóla 10 v. 3. Birgir Örn Birgisson, G.sk. Borgarnesi 8'/i v. 4. Rúnar Sigurpálsson, Barnask. Akureyrar 7 v. 5. Sig. Daði Sigfússon, Seljaskóla 6% v. 6. Eyjólfur Gunnarsson, Snælandsskóla 6 v. 7.-8. Hjalti Glúmsson, Selfosskóla 4 v. 7.-8. Óli Grétar Sveinsson, G.sk. Egilsst. 4 v. 9.—10. Einar Kr. Einarsson, Varmárskóla 3 v. 9.—10. Ingvar Björnsson, Húnavallaskóla 3 v. 11. Kristinn Halldórsson, G.sk. Bolungarv. 2'k v. 12. Hjálmar Sigvaldason, Hafnarskóla Höfn 'k v. Aðstæður á Eiðum voru allar með ágætasta móti, þar sem Kristinn Kristjánsson, skólastjóri Alþýðuskólans, sá um mestan undirbúning og framkvæmd móts- ins. Skákstjóri á Landsmótinu var Albert Sigurðsson frá Akureyri. Hér kemur að lokum stutt vinn- ingsskák Tómasar Björnssonar „Skólaskákmeistara íslands í eldri flokki". Hvítt: Tómas Hermannsson. Sva:t: Tómas Björnsson. 1. d4 — RfG, 2. c4 — g6, 3.þ Rc3 — Bg7, 4. e4 — d6, 5. Rf3 — 0-0, 6. Be2 — c5, 7. d5 — b5. Svartur teflir djarft og fórnar peði. Leikmáti sem gjarna er kenndur við bandaríska stórmeist- arann Benkö. 8. cxl)5 — a6, 9. bxafi. Ekkert lá á þessum uppskiptum. Betra var að hrókera. 9. — Rxa6, 10. OO — Dc7, 11. Bd2? Betra var 11. Rd2. 11. — Bd7, 12. Bxa6? — Hxa6, 13. Dc2 - Hb8, 14. a3 — Bg4! 15. Rel — Hab6, 16. Rd3 — Bc8! Biskup þessum er ætlaður stað- ur á a6 þar sem hann stendur mjög ógnandi. 17. Hbl — Ba6, 18. Bcl — Rd7 Staða hvíts er nú slæm, enda hafa siðustu leikir hans verið ráð- leysislegir. Ekki batnar Birni nú, því hann leikur nú af sér manni. 19. Hel? Afleikur af verri sortinni. 19. — Bxc3! 20. Dxc3 — Hb3. Hvítur gafst nú upp enda fellur riddarinn á d3 óbættur í næsta leik. Karl Þorsteins. Sjö tegundir af eld- fjöllum á svæðinu SIGURÐUR Steinþórsson jaröfræð- ingur fjallaði um jaröfræði Þingvalla í erindi sínu sem hann og Kristján Sæmundsson tóku saman. „Erindið fjallaði um jarðsögu Þingvalla. Það sem þarna hefur helsta jarðsögulega þýðingu eru óvenjulegar jarðmyndanir. Á svæðinu eru sjö tegundir af eld- fjöllum, eða flestar tegundir ís- Fyrirliggjandi í birgðastöð Stál 37.2 og 42 17100 Þykktir 2-50 mm.Ýmsar stærðir, m.a.: 1000x2000 mm 1500x3000 mm 1500x5000 mm SINDRA 1500x6000 mm 1800x6000 mm 2000x6000 mm STALHF lenskra eldfjalla. Sprungusvæðið á Þingvöllum er hluti af Mið-Atlantshafshryggn- um og ætti í raun heima á hafs- botni en ekki uppi á miðju landi. Á Þingvöllum er einnig að finna ís- aldarleifar fyrir sunnan vatnið. Ég fjallaði um jarðsögu staðar- ins sl. 12.000 ár. Fram að þeim tíma lá jökull yfir alla Þingvalla- lægð að Grafningi og urðu eldgos undir jöklinum sem mynduðu móbergsfjöllin. Eftir að jökullinn hvarf og áður en Skjaldbreiður myndaðist runnu jökulár í vatnið. Skjaldbreiður gaus fyrir 10.000 árum. Fyrir 9000 árum varð sprungugos í Tindfjallaheiði og þá runnu Þingvallahraunin. Vatns- borð Þingvallavatns var þá 10 metrum hærra en það er í dag. Síðan gróf vatnið sér leið framhjá Dráttarhlíð. 23 % hækk- un á láns- kjaravísitölu HÆKKUN lánskjaravísitölu frá maí til júní í ár hefur mælst 2,23% og gildir lánskjaravísitala 1144 fyrir júní, skv. útreikningum Seðlabank- Borgartúni 31 sími 27222 Umreiknuð til árshækkunar hefur breytingin á vísitölunni orð- ið 30,4% frá síðasta mánuði, 273% miðað við þrjá síðustu mán- uði, 42,3% miðað við síðustu sex mánuði og 29,3% miðað við síð- ustu tólf mánuði, að því er segir I fréttatilkynningu frá Seðlabanka íslands. Morgunblaöiö/Gautur Gunnareson Sigurður Steinþórsson jarðfræðingur Landsig hefur verið samfellt og í stærri stökkum á svæðinu. Síð- asta verulega landsigið var i tengslum við Suðurlandsskjálft- ana 1784. Fjórum árum síðar seig svæðið milli Hrafnagjár og Al- mannagjár um hálfan metra og breyttust þá Vellirnir í mýrlendi. Landið sígur þarna jafnt og þétt um hálfan til einn mm á ári. Ég tel ráðstefnuna hafa verið mjög gagnlega og mikill áhugi rík- ir á framtíð Þingvalla nú. Það sem huga þarf að í sambandi við skipu- lag svæðisins er að stækka þjóð- garðinn; flytja þjónustumiðstöðv- ar t.d að Kárastöðum, eða alla vega upp fyrir gjána; hreinsa upp veginn í Almannagjá og byggja netta göngubrú yfir öxará í stað þeirrar sem nú er; hressa upp á söguminjar og merkja; merkja og lagfæra þær gönguleiðir sem fyrir eru og útbúa upplýsingapésa og kort.“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.