Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 20
20
MORCUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ1985
Wagner-sjálfstýringar,
komplett meö dælusettum
12 og 24 volt, kompás og
fjarstýringum fram á dekk,
ef óskaó er, fyrir allar
stæröir fiskiskipa og allt
niöur í smá trillur. Sjálf-
stýringarnar eru traustar
og öruggar og auöveldar í
uppsetningu. Höfum einn-
ig á lager flestar stæröir
vökvastýrisvéla.
Hagstætt verö og
greiðsluskilmálar.
Atlas hf
Borgartún 24 — Sími 26755.
Pósthólf 493, Reykjavik
^\uglýsinga-
síminn er 2 24 80
HÁÞRÝSTI-
VÖKVAKERFI
SérhæfÓ þjónusta.
Aóstoóum vió val
og uppsetningu
hvers konar
háþrýstibúnaóar.
r ^
REGGIANA
RIDU7TORI
Drifbúnaður
fyrirspilo.fl
= HÉÐINN =
VÉLAVERZLUN-SIMI: 24260
LAGER-SÉRFANTANIR-WÓNUSTA
Þakka innilega allan hlýhug og heiöur sem þiö
vinir mínir sýnduö mér á 90 ára afmœli
mínu 8. apríl sl.
Guö blessi ykkur öll
Rannveig Einarsdóttir,
Hólmgarði 60.
VERZLUNARSKÓLI ÍSLANDS
STOFNAOUR 1905
Innritun
1985—1986
Verslunardeild:
Inntökuskilyröi: Grunnskólapróf.
Nemendur skulu skila umsóknum ásamt afritum
(ekki Ijósritum) af grunnskólaprófi sínu á skrif-
stofu skólans, Grundarstíg 24, eigi síöar en 6. júní
nk. kl. 4 e.h.
• Skólinn tekur inn nemendur án tillits til búsetu
þeirra.
Lærdómsdeild:
Inntökuskilyröi: Verslunarpóf með þýsku og tölvu-
fræöi og 6,50 í aöaleinkunn.
Umsóknarfrestur er til 7. júní. Umsóknareyöublöö
fást á skrifstofu skólans.
Sædýrasafniö er opiö aila daga frá kl.
10—19. Fáar sýningavikur.
Einar Hákonarson myndlistarmaður:
Ég er fyrst og fremst
myndbyggingarmaður
Einar Hákonarson efnir til myndlistarsýningar um þessar mundir að
Gallerí Borg. Hann hefur sýnt margsinnis áður, bæði heima og erlendis,
og hefur einnig verið virkur í samtökum listamanna, auk þess að hafa
haft á hendi skólastjórn um skeið og tekið þátt í mótun borgarmálefna
sem varaborgarfulltrúi. Blm. átti við hann stutt spjall í tilefni sýningar-
innar.
— Hvernig hefur aösóknin ver-
ið?
„Hún hefur verið svona sæmi-
leg og t.d. allt öðruvísi en á
Kjarvalsstöðum. Hérna er þetta
svo miðsvæðis að fólk kemur
kannski sem ætlaði ekkert að
kíkja en leit við af því það gekk
framhjá. Þetta er mikill kostur
við að sýna í galleríi sem er
svona miðsvæðis.“
— Hver eru aðalviðfangsefnin í
verkunum þínum á þessari sýn-
ingu?
„Náttúran og fólk eins og áð-
ur. Ég er fyrst og fremst mynd-
byggingamaður þ.e.a.s. ég hef
alltaf átt létt með að byggja upp
myndirnar en litur hefur aftur á
móti komið á eftir teikningunni
svona í gegnum tíðina. Myndirn-
ar mínar eru allar „figurativar"
og ég held að þannig myndir fái
fólk frekar til að hugsa en mynd-
ir sem lifa í eigin heimi. Það er
oft gaman að fallega samsettum
litum, þó ekki séu t.d. myndir af
mönnum að hlaupa, flýja, fiska
o.s.frv., en þá er komið fram
„litterert" inntak í myndinni.
Annars er með þetta eins og
aðrar listgreinar að smekkur
manna er mismunandi og það
getur tekið langan tíma fyrir
fólk að njóta myndlistar. Það er
með hana eins og aðrar list-
greinar að menn þurfa að efla
með sér þann þroska sem þarf til
að geta notið hennar sem skyldi.
Eg get ekki sagt að það séu
neinar stökkbreytingar sem hafa
átt sér stað hjá mér. Það er
einna helst að litirnir séu orðnir
dempaðri og það kemur eigin-
lega af sjálfu sér. Ég vil kenna
umhverfinu um það. Nú í augna-
blikinu er frekar rólegt í kring-
um mig sem leiðir af sér að lit-
irnir verða blíðari."
— Þú hefur gert eitthvað af
myndum trúarlegs eðlis. Eru
nokkrar slíkar á þessari sýningu?
„Ékki núna en fyrst þú spyrð
þá finnst mér þessi efni nátengd
þ.e. listin og trúmál. Listin sækir
einnig i fullkomnun sem maður
veit ekki hver er. Fyrr á öldum
voru kirkjan og listin samofin."
— Vinnurðu venjulegan vinnu-
dag frá 9 til 5 við að mála?
„Kannski ekki frá 9 til 5, en ég
vinn mjög reglulegan vinnudag
og mála eiginlega hvern einasta
dag og verð að gera það því þetta
er atvinna mín.“
— Tekst þér að lifa af málara-
listinni?
„Síðan ég hætti að vera skóla-
stjóri í Myndlista-og handíða-
skólanum þá hefur mér tekist
það. En það er kreppa í þjóðfé-
laginu og auðvitað bitnar hún
fyrst á svona hlutum. Málverk er
það síðasta sem fólki dettur í
hug að kaupa ef syrtir í álinn.
Eg geri einnig töluvert af því
að mála „portraitmyndir" eftir
pöntunum, og í augnablikinu er
ég að vinna að geysistórri mynd
um réttlætið.
— Hvemig finnst þér að mála
andlitsmyndir eftir pöntun?
„Þetta er auðvitað mjög ólíkt
því sem ég er að gera í mínum
eigin málverkum. Það getur oft
verið mjög erfitt að ná svipnum
á sumum en þetta er annars
ágætt svona með.“
Sýning Einars stendur til 28.
maí og er opin virka daga frá
klukkan 12.00 til 18.00 og um
helgar frá klukkan 14.00 til
18.00.
Einar Hákonarson sýnir um þessar mundir í Gallerí Borg.
Vorfagnaður
skólabarna
á Húsavík
Húsavík, 21. maf.
BARNASKÓLI Húsavíkur efndi til
vorfagnaðar sl. fimmtudag uppstign-
ingardag. Þar voru samankomin
skólabörn, foreldrar þeirra, afar og
ömmur við ýmsa leiki og óvænt
skemmtiatriði (ranglega nú kallaðar
uppákomur).
Þarna báru bömin fram ýmsar
veitingar með aðstoð foreldra og
var þessi fagnaður fjölmennur og
vel heppnaður. Fréttaritari
Látiö oKkur
vcria
vaáninn
Ryðva r na rska I i n n Sigtum 5 — Simi 194Q