Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.05.1985, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 Annir í Cannes Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aöstoöarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guömundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 330 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 25 kr. eintakiö. Forstjóra- skipti í SÍS Eftir skoðanakannanir inn- an stjórnar og vangavelt- ur innan og utan Sambands ís- lenskra samvinnufélaga (SÍS) var loks komist að þeirri niðurstöðu síðla kvölds á þriðjudaginn að skipa þriggja manna nefnd á vegum stjórnar fyrirtækisins til að ræða það við Guðjón B. Ólafsson, for- stjóra fisksölufyrirtækis SÍS í Bandaríkjunum, hvort hann vildi taka við af Erlendi Ein- arssyni, forstjóra SÍS, frá og með 1. janúar 1987. Valur Arn- þórsson, stjórnarformaður SÍS og kaupfélagsstjóri á Akur- eyri, er kom mjög til álita sem forstjóri og naut raunar stuðn- ings sex af níu í stjórn SÍS, sagði í Morgunblaðsviðtali í gær að hann teldi núverandi starf sitt „skemmtilegra en að vera forstjóri Sambandsins". Jafnframt hefur Valur sagt, að Guðjón B. Ólafsson eigi að vera viðskiptalegur forstjóri. Þegar á þarf að halda státar SÍS sig af því að vera samtök meira en 40.000 manna, að vera félagsleg hreyfing og þar með annað og meira en stór- fyrirtæki sem rekið er á við- skiptalegum grundvelli með arðsemi að leiðarljósi og í póli- tísku skjóli Framsóknarflokks- ins. Vegna forstjóraskiptanna hafa komið fram raddir um að það ætti að vísa því máli til þessa mikla fjölda, láta kjósa um þá Guðjón B. Ólafsson og Val Arnþórsson meðal félags- manna í SÍS. Dregið skal í efa að til þess komi nokkurn tíma, af því að það er í raun æðsta. stefna og markmið SÍS að treysta stöðu sína í viðskiptum og ráðning manna til að veita forystu á því sviði fer ekki fram í almennri atkvæða- greiðslu meðal þúsunda manna. Átökin um eftirmann Er- lends Einarssonar sýna, að það er mikið fámennisvald í SÍS. Við skoðanakönnun í stjórn SÍS fékk Valur Arnþórsson stuðning sex manna en Guðjón B. Ólafsson þriggja, engu að síður var Guðjón ráðinn. Skýr- ingar Vals Arnþórssonar á því, hvers vegna hann varð ekki við óskum meirihluta stjórnar- manna, eru ekki viðhlítandi. Hafi hann verið búinn að lýsa því yfir, að hann tæki forstjórastarfið væri stjórnin einhuga um það, afhenti hann andstæðingum sínum neitun- arvald. Ólíklegt er að jafn reyndur félagsmálamaður hagi sér þannig, en Valur hefði auð- vitað getað útilokað eigið nafn úr umræðum um forstjórasæt- ið hefði hann viljað. Hér skal því spáð, að sú breyting verði á stjórnarhátt- um í SÍS, að vald stjórnar- formanns (Vals Arnþórssonar) verði aukið; stjórnarformaður- inn verði jafnsettur forstjór- anum. Stjórnarformaður helgi sig hinni félagslegu hlið en for- stjóri viðskiptum. Stjórnarfor- maðurinn verði eins konar Suslov í lokuðu stjórnkerfi SÍS. Verði þessi breyting gerð yrði auðvelt að koma til móts við óskir þeirra sem vilja aukið lýðræði innan SÍS með því að láta kjósa stjórnarformanninn í almennri kosningu, þar með fengi hann víðtækt umboð og gæti boðið forstjóranum byrg- inn í nafni hins mikla og breiða fjölda. Þessi átök öll um eftirmann Erlends Einarssonar sýna, að honum hefur á löngum ferli sínum tekist á farsælan hátt að skapa frið innan SÍS, halda þannig á málum að jafnvægi raskaðist ekki innan valda- pýramídans. Öldur og órói hafa hins vegar verið að magn- ast í kringum stjórnar- formanninn, Val Arnþórsson. Ekki er ástæða til að ætla ann- að en þeir Valur og Guðjón B. Ólafsson nái samkomulagi og Guðjón taki við af Erlendi. Hitt er einkennilegt, að líða skuli 18 mánuðir frá ráðningu þar til hún tekur gildi. Auð- vitað þarf allt að hafa sinn að- draganda en svo langur um- þóttunartími í stórfyrirtæki, þar sem ekki er aðeins barist um völd og áhrif á toppnum heldur alls staðar í pýramíd- anum, hefur í för með sér að tómarúm myndast. Lægra settir starfsmenn munu ókyrr- ast en fá ekki tækifæri til að vita vilja nýja forstjórans fyrr en eftir eitt og hálft ár. Mun stjórnarformaðurinn nota tím- ann til að deila og drottna? Þeir sem vilja auka áhrif sín innan SÍS með lýðræðið á vör- unum munu veita honum stuðning til þess. í þeim flokki eru alþýðubandalagsmenn undir forystu Ólafs R. Gríms- sonar. Forstjóraskiptin í SÍS hafa staðfest þá skoðun, að fyrir- tækið sé auðhringur með minnimáttarkennd gagnvart eigin eðli og reynir því að breiða yfir það með tali um fé- lagslega gæsku sína og lýðræð- isást. eftir Ágúst Guðmundsson í fyrsta skipti sem ég kom til Cannes var ég eins og hver annar nesjamaður, vissi t.d. ekki að mað- ur þyrfti að hafa sig talsvert í frammi til þess að einhver tæki eftir manni og léti svo lítið að koma og sjá myndina manns. Á síðustu stundu tókst að útvega sýningartíma í litlum bíósal og síðan útbjó ég lítið dreifibréf með fyrirsögninni: „Small is beauti- ful!“. Góðar konur frá Noregi og Svíþjóð sögðu mér hverjum ég ætti að bjóða og það var langur og þreytandi dagur sem fór í að ganga á öll hótelin og afhenda dreifibréfið. Það tókst að vekja forvitni fólks, enginn vissi við hverju var að búast frá þessu fjar- læga eylandi, og áður en vikan var liðin var búið að ganga frá samn- ingum við Þýskaland, Noreg og Svíþjóð út af kvikmyndinni Land og synir. Það má segja að rétt eins og heima á íslandi sé nýjabrumið farið af íslensku kvikmyndunum í augum erlendu kaupendanna. Samt sem áður er greinilegur áhugi ríkjandi á þessum sérstæða vaxtarsprota í evrópskri kvik- myndalist; nú þegar hafa tvær kvikmyndahátíðir beðið um Gull- sand þ.á m. kvikmyndahátíðin í London sem ég hef miklar mætur á og þar sem allar mínar fyrri bíómyndir hafa verið sýndar. Fleira er e.t.v. í uppsiglingu sem erfitt er að fjölyrða um að svo stöddu. Kaup og sala En hverjir koma svo til Cannes? Því er fljótsvarað: þeir sem hafa mynd að selja og svo þeir sem vilja kaupa myndir. Cannes er fyrst og fremst markaður þar sem gríðarlegar upphæðir fara handa á milli á furðu skömmum tíma. Að vísu reynir stjórn hátíðarinnar að hafa á öllu menningarlegan blæ og ýmsir tilburðir eru hafðir í fram- mi til að vekja athygli á svokölluð- um listrænum myndum, en það þarf ekki annað en að líta á list- Hér fer á eftir tilboð það, sem Vinnuveitendasamband íslands lagði fram á fundi með forystu- mönnum ASÍ og landssambanda í gærmorgun. TILLAGA AÐ KJARASAMN- INGI milli Alþýðusambands ís- lands vegna félaga, er beina aðild eiga að sambandinu svo og Iðn- nemasambands íslands og enn- fremur Verkamannasambands ís- lands, Sambands byggingamanna, Landssambands iðnverkafólks, Rafiðnaðarsambands íslands, Málm- og skipasmiðasambands ís- lands, Landssambands vörubíl- stjóra vegna aðildarfélaga þeirra svo og Verslunarmannafélags Reykjavíkur og Landssambands íslenskra verslunarmanna vegna annarra félaga verslunarmanna annars vegar og Vinnuveitenda- sambands Islands vegna aðildar- félaga þess og einstakra meðlima hins vegar. 1. gr. Framlenging samninga. Allir samningar ofangreindra aðila framlengjast til 31. des. 1986 með þeim breytingum sem í samn- ingi þessum felast. 2. gr. Launajöfnunarbætur. ann yfir myndir sem valdar voru í keppnina um Gullpálmann í ár til að sjá að Mammon er með puttana á pálmanum eins og svo mörgu öðru. í rauninni er Cannes eins og nokkurs konar útibú frá Hollywood þessar tvær vikur sem hátíðin stendur yfir. Það er nefnilega engum blöðum um það að fletta, hverjir ráða ríkj- um í heimsmarkaðinum yfir kvikmyndir. Kvikmyndaframleið- andi einn frá Bretlandi orðaði það sem svo í mín eyru, að MGM hefði gert miklu meira til að auka áhrif Bandaríkjanna erlendis heldur en CIA, og það er erfitt að efast um sannleiksgildi þess. Þeir hafa unn- ið baráttuna um þriðja heiminn. Þótt einstaka land vilji kaupa vopn frá Rússlandi þá kaupir það bíómyndir frá Ameríku. Markaðsgildi hátíðarinnar sést m.a. í því að frá íslandi var einn kvikmyndastjóri og ein mynd sýnd; hins vegar voru þar þrír ís- lenskir bíóstjórar og gerðu samn- inga um ýmsar myndir, langflest- ar amerískar. Og ekki ætla ég að fara að fjargviðrast út af því. Kanar eru öðrum snjallari í að gera skemmtimyndir og þeir skammast sín ekkert fyrir að hafa þá meginhugsjón að slá í gegn og græða á því. Og út í hvern ætti ég svo sem að fara að andskotast þess vegna? Keppnin Ég hef aldrei áður gert mér eins mikið far og nú um að sjá kvik- myndir á hátíðinni (tíminn fer gjarnan í viðræður við mismun- andi mikilvægt fólk, að ógleymd- um sólböðum og gómsætum dinn- erum). Að vísu missti ég af júgó- slavnesku myndinni sem hlaut pálmann, enda var ég aðeins viku á svæðinu. Af þeim myndum sem ég sá fannst mér Birdie hvað forvitni- legust. Kvikmyndastjórinn er Al- an Parker, sá sem gerði Bugsy Malone, Fame, Midnight Express og fleiri en leikararnir eru lítt þekktir snillingar úr hópi yngri manna í Bandaríkjunum. Rétt eins og popplagið „19“, sem nú er hvað vinsælast bendir á, fjallar 1. Þeir launþegar, sem taka laun skv. 24. launaflokki eða lægri í kjarnasamningi skulu fá sérstak- ar launajöfnunarbætur. Launa- jöfnunarbætur þessar skulu fram- kvæmdar þannig, að öll störf skv. launaflokkum 15.—24. skulu flytj- ast upp um einn flokk, fyrst 1. júní 1985, og aftur um einn flokk hinn 1. september 1985. 2. Launajöfnunarbætur þessar skulu engin áhrif hafa til hækkun- ar á launum þeirra, er njóta betri kjara en skv. lágmarksákvæðum kjarasamninga um röðun starfa í launaflokka kjarnasamnings og starfsaldursþrep viðkomandi flokks. 3. gr. Almennar launahækkanir. Auk launajöfnunarbóta skv. 2. gr. skulu allir kauptaxtar, samn- ingsbundnar greiðslur og grunn- tölur afkastahvetjandi launakerfa hækka sem hér segir: Hinn 1. júní 1985: um 5% Hinn 1. sept. 1985: um 3% Hinn 1. janúar 1986: um 5% Hinn 1. júlí 1986: um 4% Reiknitala í bónusvinnu í fisk- vinnu og saumaskap skal vera sem hér segir: Hinn 1. júní 1985: 80 kr. Hinn 1. sept. 1985: 84 kr. Ágúst Guðmundsson „En hverjir koma til Cannes? Því er fljót- svarað: þeir sem hafa mynd að selja og svo þeir sem vilja kaupa myndir. Cannes er fyrst og fremst markaður þar sem gríðarlegar upp- hæðir fara handa á milli á furðu skömmum tíma.“ Birdie öðrum þræði um það hversu ungir stríðsmennirnir í Ví- etnam voru og vefur vandræða- skap í vaknandi kynlífi saman við hrikalega lífsreynslu unglinganna á vígvellinum. Að vísu byggist myndin einum of mikið á talsvert einhæfum symbólisma og á tíma- bili í síðari hluta myndarinnar hættir manni að finnast framferði persónanna trúverðugt. En kannski er þar komið það sem hreif mig hvað mest: hversu langt var hægt að komast og hversu magnaðan boðskap unnt var að setja fram með jafnankannalega hugmynd í grunninn. Ég sé fyrir mér fundina með peningamönnun- um í Hollywood þar sem kvik- myndastjórinn fór varfærnislega yfir söguþráðinn: Hinn 1. janúar 1986: 88 kr. Hinn 1. júlí 1986: 92 kr. 4. gr. Verðlagsforsendur, opnunar- ákvæði. Samningur þessi byggist á eftir- farandi spá um þróun vísitölu framfærslukostnaðar m.v. 100 1. febrúar 1984: 1. des. 1985: 150 1. júní 1986: 157 Verði vísitala framfærslukostn- aðar meira en tveimur stigum hærri en ofangreind spá gerir ráð fyrir annaðhvort 1. desember 1985 eða 1. júní 1986 teljast forsendur samningsins hafa brugðist. Við þetta mat skal draga frá þá hækk- un, er leiða kann af tekjuöflun rík- issjóðs til að mæta kostnaði af aukinni félagslegri þjónustu eða aukinni fjáröflun til húsnæðis- mála. Bregðist forsendur skal taka til athugunar hvort beinir skattar hafa lækkað eða muni lækka hlut- fallslega miðað við atvinnutekjur eins og Þjóðhagsstofnun áætlar þær. Hafi beinir skattar lækkað í hlutfalli við ofangreinda viðmið- un, skal meta ígildi lækkunarinn- ar til launahækkunar á grundvelli meðaltals af jaðarskatti allra framteljenda. Sé launahækkunar- Tillaga Vinnuveitendasambands íslands að kjarasamningi; Samningar framleng ist til ársloka 1986 — Laun hækki fjórum sinnum fram til 1. júlí 1986
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.