Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 24.05.1985, Qupperneq 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 31 „Höfum fullan hug á að lækka vöruverðið" — segir Heiðar Sigurðsson, formaður Kaupmannafélags Vestfjarða SAMKVÆMT samanburði sem Verðlagsstofnun hefur látið gera á verðlagi í matvöruverslunum víðs vegar á landinu eins og það var um mánaðamótin mars/aprfl, er verðlagið hlut- fallslega hæst á Vestfjörðum, eða 5% hærra en á höfuðborg- arsvæðinu. Matvörur eru einnig dýrastar á Vestfjörðum eða 3,8% dýrari en á höfuðborgarsvæðinu. Á Vestfjörðunum reyndist verðlagið vera hæst á ísafírði. Heiðar Sigurðsson ísafírði, formaður Kaupmannafélags Vestfjarða, var spurður hver væri ástæöan fyrir þessu háa verðlagi. „Eftir að okkur urðu ljósar eins og sama umboðsaðiia úti á Fri undirritun samningsins niðurstöður þessarar könnunar hófum við að kanna orsakir hins háa vöruverðs hér á Vestfjörðun- um,“ sagði Heiðar. „Komumst við þá að raun um að sumir umboðs- aðilarnir hér hafa ekki staðið sig nógu vel við að halda vöruverðinu niðri. Norðan- og austanlands t.d. fara viðskiptin þannig fram að framleiðendurnir fyrir sunnan greiða umboðsaðilunum laun í stað þess að þeir leggi á vörurnar. Auk þess greiða framleiðendurnir allan flutningskostnað. Á þessu virðist hafa orðið ein- hver misbrestur hér fyrir vestan. í þeim tilfellum sem umboðsaðil- arnir leggja sjálfir á vörurnar og ofan á bætist svo smásöluálagn- ingin, er engin furða að verðlagið sé hátt. Það er mjög handhægt fyrir framleiðanda fyrir sunnan að senda allan sinn varning til landi og því finnst mér sjálfsagt að hann borgi honum umboðslaun svo að hann þurfi ekki að leggja á vöruna og þar með hækka verð hennar. Ég kann enga skýringu á því að verðlagið sé hæst hér á ísafirði aðra en þá að hér sé meiri velta og oftar boðið upp á nýjar vörur, en annars staðar á Vestfjörðunum. Vera má einnig að sumir kaup- mennirnir fari framhjá umboðs- aðilunum hér fyrir vestan og losni þannig við aukakostnaðinn. Þess skal getið að meðal okkar kaupmannanna hér fyrir vestan er fullur vilji fyrir hendi til að gera úrbætur varðandi hið háa verðalg. Við munum að sjálfsögðu ekki sætta okkur við það heldur krefj- ast þess að fá vöruna á sambæri- legu verði og aðrir landsmenn fá hana á,“ sagði Heiðar Sigurðsson. Samningur um kaup HS undirritaður MEÐ LÖGUM frá 1984 var ríkisstjórninni veitt heimild til að selja Hitaveitu Suður- nesja háspennulínur í eigu Kafmagnsveitna ríkisins frá spennistöð við Elliðaár til Njarðvíkur, svo og raforku- dreifíkerfí Rafmagnsveitna ríkisins á Suðurnesjum. Með sömu lögum var lagður grundvöllur að því að Hita- veita Suðurnesja yrði alhliða orkufyrirtæki á svæðinu og yfírtæki, auk hitveitustarf- semi, raforkudreifíngu á Suð- urnesjum. Föstudaginn 17. maí sl. undir- ritaði iðnaðarráðherra, Sverrir Hermannsson, f.h. ríkisstjórnav- íslands og stjórn Hitaveitu Suður- nesja f.h. hitaveitunnar, samning um sölu á eignum Rafmagnsveitna ríkisins á Suðurnesjum. Var myndin hér að ofan tekin við það tækifæri. ((j, rrétutHkrnoingu) Þórsmörk lokuð um hvítasunnuhelgina LEYFT verður að tjalda á tjald- svæðum Skógræktar ríkisins í Þórsmörk frá og með 1. júní næstkomandi. Mörkin verður lok- uð fyrir almennri umferð um hvíta- sunnuna og vegarins þangað gætt af lögreglunni í Rangárþingi. Frá og með deginum í dag verður fylgst með Þórsmörk og vegum á hálendinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar, að sögn Valgeirs Guðmundssonar, lög- reglumanns á Hvolsvelli. Sú gæsla stendur fram á mánudag. MMTSUBISHi GALANT ER GULLVÆGUR BÍLL í Þýskalandi fékk hann gullstýrið. í íslensku umhverfi þykir hann gullfallegur. í endursölu er hann gulls ígildi. En þú þarft ekki aö eiga gull og græna skóga til aö eignast hann. Tónabíó: „Einvígið í TÓNABÍÓ frumsýnir í kvöld amerísku myndina „Einvígið í Djöflagjá“, (Dueí at Dia- bolo). Myndin fjallar um mann sem bjargar ungri og fallegri stúlku úr klóm hinna villtu Apache- indíána. Hann fer með hana heim til eiginmanns hennar þvert gegn vilja hennar. Enda líður ekki á löngu uns hún legg- ur á ráðin um að komast aftur til indíánanna. Leikstjóri er Ralph Nelson og með aðalhlutverk fara m.a. James Garner, Sidney Poitier og William Redfield. (FrétUUIkjoolog) Armula 1a — slmi 686113

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.