Morgunblaðið - 24.05.1985, Side 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 24. MAl 1985
Þingsályktun um afvopnunarmál:
StaÖfestir en breytir
ekki ríkjandi stefnu
— sagði Geir Hallgrímsson, utanríkisráðherra
Sameinað þing samþykkti í gær með 48 samhljóða atkvæðum
þingsályktun um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum. Tillagan,
sem hér um ræðir, er flutt af utanríkismálanefnd þingsins og stóðu
fulltrúar allra þingflokka í nefndinni að henni. Hún sameinar sjón-
'-ttrmið úr fimm tillögum til þingsályktunar um afstöðu til kjarnorku-
vopna og afvopnunar, sem nefndin fékk til umfjöllunar.
1984-85 (107. Iðftgjafarþing) — 496. mál.
Sþ. 922. Tillaga til þingsályktunar
um stefnu íslendinga í afvopnunarmálum.
Frá utanríkismálanefnd.
Alþingi ályktar að brýna nauðsyn beri til að þjóðir heims, ekki síst kjarnorkuveldin,
geri með sér samninga um gagnkvæma alhliða afvopnun þar sem framkvæmd verði tryggð
með alþjóðlegu eftirliti.
Enn fremur telur Alþingi mikilvægt að verulegur hluti þess gífurlega fjármagns, sem nú
rennur til herbúnaðar, verði veittur til þess að hjálpa fátækum ríkjum heims þar sem tugir
milljóna manna deyja árlega úr hungri og sjúkdómum.
Alþingi fagoar hverju því frumkvæði sem fram kemur og stuðlað getur að því að rjúfa
vítahring vígbúnaðarkapphlaupsins.
Alþingi ályktar að beina því til ríkisstjómarinnar að styðja og stuðla að allsherjarbanni
við tilraunum, framleiðslu og uppsetningu kjarnavopna undir traustu eftirliti, svo og
stöðvun á framleiðslu kjarnakleyfra efna í hernaðarskyni, jafnframt þvf að hvetja til
alþjóðlegra samninga um að árlega verði reglubundið dregið úr birgðum kjarnavopna. Þessu
banni og samningum um niðurskurð kjarnorkuvopna verði framfylgt á gagnkvæman hátt
þannig að málsaðilar uni því og treysti enda verði það gert í samvinnu við alþjóðlega
eftirlitsstofnun.
Leita verður allra leiða til þess að draga úr spennu og tortryggni milli þjóða heims og þá
einkum stórveldanna. Telur Alþingi að íslendingar hljóti ætíð og hvarvetna að leggja slfkri
viðleitni lið.
Um leið og Alþingi áréttar þá stefnu íslendinga að á íslandi verði ekki staðsett
kjarnorkuvopn hvetur það til þess að könnuð verði samstaða um og grundvöllur fyrir
samningum um kjarnorkuvopnalaust svæði f Norður-Evrópu, jafnt á landi, í lofti sem á
hafinu eða í því, sem liður í samkomulagi til að draga úr vígbunaði og minnka spennu. l»ví
felur Alþingi utanríkismálanefnd að kanna í samráði við utanríkisráðherra hugsanlega
þátttöku íslands í frekari umræðu um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum og skili
nefndin um það áliti til Alþingis fyrir 15. nóv. 1985.
Jafnframt ályktar Alþingi að fela öryggismálanefnd. í samráði við utanríkisráðherra, að
taka saman skýrslu um þær hugmyndir sem nú eru uppi um afvopnun og takmörkun
vfgbúnaðar, einkum þær sem máli skipta fyrir ísland með hliðsjón af lcgu landsins og aðild
þjóðarinnar að alþjóðlegu samstarfi. A grundvelli slíkrar skýrslu verði sfðan leitað samstöðu
meðal stjórnmálaflokkanna um frekari sameiginlega stefnumörkun í þessum málum.
Allir þingflokkar standa að sameiginlegri tillögu sem fékk 48 samhljóða
atkvæði
GEIR HALLGRÍMSSON utan-
ríkisráðherra fagnaði tillögunni,
sem hann kvað byggða á þeirri
afstöðu, sem íslendingar hefðu
lengi fylgt. í fyrsta lagi væri
áréttuð „gagnkvæm alhliða af-
vopnun þar sem framkvæmd
verði tryggð með alþjóðlegu eft-
irliti. Gagnkvæmni og traust
eftirlit væru lykilatriði í fyrstu
málsgrein tillögunnar. I annan
stað væri afstaða til frystingar
kjarnavopna tengd gagnkvæmni
og alþjóðlegu eftirliti. í þriðja
. !agi væri rætt um „könnun á
samstöðu" fyrir samningum um
kjarnorkuvopnalaust svæði í
N-Evrópu, jafnt á landi, í lofti
sem á hafi, og „kanna í samráði
við utanríkisráðherra hugsan-
lega þátttöku íslands í frekari
umræðu um kjarnorkuvopna-
laust svæði á Norðurlöndum".
Umræða um þetta tengizt hug-
myndum um stærra gagnkvæmt
samkomulag um afvopnun. f
fjórða lagi er áréttuð sú stefna
íslendinga að kjarnavopn verði
ekki staðsett hérlendis, nema
með samþykki íslenzkra stjórn-
valda. Tillagan fæli ekki í sér
neina breytingu í því efni. f
fimmta lagi sé öryggismála-
nefnd falið að taka saman
skýrslu um hugmyndir, sem uppi
eru um afvopnun og takmörkun
vígbúnaðar, einkum þær er máli
skipta fyrir ísland.
KJARTAN JÓHANNSSON
(A) kvað einstakt að Alþingi
álykti um þetta efni sem og að
allir þingflokkar stæðu að einni
tillögu um þessi mál. Hér væri
áréttuð stefna, sem fylgt hefði
verið, þess efnis, að hér yrðu
staðsett kjarnavopn. Álykt-
að væri um þátttöku í umræðum
um kjarnorkuvopnalaus svæði
bæði í N-Evrópu og Norðurlönd-
Sameinað þing samþykkti í gær
með 45 samhljóða atkvæðum að
heimila ríkisstjórninni, fyrir hönd ís-
lenzka ríkisins, að fullgilda Hafrétt-
arsáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Eyjólfur Konráð Jónsson, formaður
utanríkismálanefnar, rakti langan
aðdraganda þessa mikilvæga alþjóð-
lega sáttmála og sagði m.a.: „Vegna
forsögunnar og legu landsins ber fs-
lendingum að vera forystuþjóð þeirr-
ar þróunar að löndin við nyrztu höf
tengizt saman allt frá Noregsströnd-
um til Kanada í þeim sjálfgefna til-
gangi að vernda mestu auðlegð sína,
margfalda hana og nýta í þágu alls
mannkyns“.
EYJÓLFUR KONRÁÐ komst svo
að orði að íslendingar „hafi verið
forystuþjóð í hafréttarmálum all-
ar götur frá lögum um vísindalega
verndum fiskimiða landgrunnsins,
sem sett voru 1948 og síðan í bar-
áttu okkar á tveim fyrstu Hafrétt-
um sérstaklega, kveðið á um
söfnun hugmynda um afvopnun-
armál og stuðning við viðleitni
til að draga úr vígbúnaði og
minnka spennu í heiminum.
Kjartan lagði áherzlu á þá
efnisþætti tillögunnar sem fjöll-
uðu um gagnkvæmni og öruggt
eftirlit.
GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR
(Kvl.) kvað þann árangur tölu-
verðan, sem nú væri í höfn með
samstöðu allra þingflokka um
stefnumörkun Alþingis í afvopn-
unarmálum. Sýnt er, sagði hún,
að hér er málamiðlun á ferð.
Menn hafa teygt sig hver í att til
annars. Fulltrúar hinna ýmsu
sjónarmiða, sem að tillögunni
standa, túlka hana á mismun-
andi hátt, en hún kvaðst vona, að
þeir gættu hófs í því efni. Þings-
ályktun hefði að vísu ekki laga-
gildi. Hér væri hinsvegar um
siðferðileg fyrirmæli að ræða,
sem ættu að tryggja, að ekki
kæmu kjarnavopn í íslenzka
lögsögu.
GUÐRÚN HELGADÓTTIR
(Abl.) fagnaði tillögunni, einkum
ákvæði þess efnis, að banna
kjarnavopn hér á landi í form-
legri viljayfirlýsingu Alþingis,
sem að sínu mati næði bæði til
friðar- og hugsanlegs ófriðar-
tíma. Hér væri komið til móts
við efni tillögu, sem hún hefði
staðið að um sama efni. Hún
þakkaði formanni utanríkis-
málanefndar og öðrum nefndar-
mönnum tillögu og samstöðu.
HARALDUR ÓLAFSSON (F)
sagði tillöguna merkisatburð og
marka tímamót: samstöðu allra
þingflokka um afvopnunarmál
— og það þó væntanleg þings-
ályktun yrði sjálfsagt túlkuð á
mismunandi hátt. Hann þakkaði
fulltrúum í utanríkismálanefnd
arráðstefnunum, sem haldnar
voru í Genf árin 1958 og 1960“. Það
var táknrænt, sagði Eyjólfur, „að
sama árið og þriðja Hafréttarráð-
stefnan hefst 1973, hefja íslend-
ingar harða baráttu fyrir því að
helga sér 200 sjómílna efnahags-
lögsögu, sem þá strax hillti undir,
og aðeins tveimur árum síðar var
hún orðir. að veruleika".
Hafréttarsáttmálinn er orðinn
alþjóðalög í raun, þó hann sé enn
óstaðfestur af ýmsum ríkjum,
þ. á m. Bretlandi og Bandaríkjun-
um, en hann er hinsvegar stað-
festur af EBE.
Lokasókn okkar stendur nú yfir,
sagði Eyjólfur Konráð. Strand-
þjóðirnar eru að heimta hafs-
botnsréttindi sín samkvæmt haf-
réttarsáttmálanum og við íslend-
ingar erum í þeirra hópi.
GUNNAR G. SCHRAM (S) kvað
staðfestingu hafréttarsáttmála
bjartsýnan vilja til samkomu-
lags, sem ráðið hafi ferð í störf-
um nefndarinnar. Haraldur vék
að nokkrum efnisþáttum, m.a.
frystingu kjarnavopna og gagn-
kvæmri afvopnun undir traustu
eftirliti. Þar um réðum við
máske litlu í raun. Við réðum
hinsvegar hver vopn væru í
okkar landi. Þessvegna væri sú
viljayfirlýsing, sem hér kæmi
fram, „siðferðileg stoð fyrir rík-
isstjórn" í samskiptum við önnur
ríki. Haraldur vék og að skýrslu-
gerð um hugmyndir á þessum
vettvangi, sem einkum varði ís-
land, og hvatti þingflokka til
áframhaldandi samstöðu í
stefnumörkun í afvopnunarmál-
um.
HJÖRLEIFUR GUTTORMS-
SON (Abl.) fjallaði efnislega um
meginþætti tillögunnar. Þó talað
væri um „gagnkvæmni" í tillög-
unni þá fælist einnig i orðalagi
að Alþingi fagni hverju því
frumkvæði, sem stuðlaði að því
að rjúfa vítahring vígbúnaðar-
kapphlaupsins. í tillögunni væri
og bann við staðsetningu kjarna-
vopna hér á landi, án þess að
hnýta aftan við því orðalagi, sem
hingað til hefði fylgt, „nema með
leyfi stjórnvalda". Hér er því
áréttað að kjarnavopn verði und-
ir engum kringumstæðum leyfð
hér á landi. Hjörleifur kvað Al-
þýðubandalagið áfram beita sér
fyrir samstöðu þingsins í þess-
um mikilvæga málaflokki.
GUÐMUNDUR EINARSSON
(BJ) kvað þennan þingdag sam-
stöðu óvenjulegan. Hann vék að
tækniundrum samtímans, sem
gerðu mönnum kleift að lesa
dagblað í höndum manns í
Moskvu úr gervihnetti í him-
inhvolfi, þó velmegunarþjóðum
gangi illa að lesa sársaukann í
augum þriðja heimsins. Menn
ráði yfir tækni til að tortíma
heiminum en hinsvegar ekki, að
því er virtist, til að útrýma fá-
tækt og misrétti úr heiminum.
Mannkyn á að beita hugbúnaði
Sameinuðu þjóðanna eitt merk-
asta mál í sögu þingsins. Það er
söguleg stund þegar löggjafar-
samkoma þjóðarinnar veitir heim-
ild sína til fullgildingar þessa
sáttmála. Landhelgismálið var
lengi stærsta utanríkismál þjóðar-
innar og útfærslan í 200 mílur
mikilvægur sigur.
Gunnar vék að sendinefnd ís-
lands á hafréttarráðstefnum, sem
hafi unnið mikið og gott starf und-
ir forystu Hans G. Andersen,
sendiherra, sem hafi í raun unnið
þrekvirki varðandi framvindu
þessara mála hjá Sameinuðu þjóð-
unum.
Nauðsynlegt sé hinsvegar að
undirrita staðfestingu með fyrir-
vara, að því er varðar hugsanlegar
deilur um hafsbotns- og land-
grunnsmörk og einnig um mörk
efnahagslögsögunnar milli íslands
og annarra ríkja.
sínum í þágu lífs en ekki dauða,
sagði þingmaðurinn. Hann taldi
tillögu þá, sem hér væri fjallað
um, siðferðilega, stefnumark-
andi viljayfirlýsingu.
PÁLL PÉTURSSON (F) tók í
svipaðan streng um stuðning við
tillöguna og aðrir ræðumenn.
Hann vék einnig að norrænu
samstarfi, m.a. samstarfi þing-
nefnda, sem efla mætti, ekki sízt
á sviði utanríkismála. Mikilvægt
væri að árétta formlega þá
stefnu íslendinga, að hér yrðu
aldrei staðsett kjarnavopn.
STEINGRÍMUR HER-
MANNSSON, forsætisráðherra,
lýsti ánægju með samstöðu um
mikilvæga tillögu. Tillagan gerði
þingmönnum kleift að „tala
sömu tungu" í þessu mikilvæga
máli. Hún væri samstiga stefnu
ríkisstjórnarinnar, þess efnis, að
hér verði ekki staðsett kjarna-
vopn, án samþykkis íslenzkra
stjórnvalda. Ljóst væri og að ís-
lendingar tækju aldrei ákvörðun
um slíkt án þess að tryggt sé að
meirihluti Álþingis standi þar
að baki.
Lykilatriði er, sagði forsætis-
ráðherra, að leita allra leiða til
að draga úr spennu og tor-
tryggni þjóða í milli.
ELLERT B. SCHRAM (S)
kvaðst hafa verið meðflutnings-
maður að tillögu, sem falið hafi
tvennt í sér: að kjarnavopn yrðu
aldrei staðsett hérlendis og að
ísland tæki þátt í viðræðum um
kjarnavopnalaus Norðurlönd.
Þessi samkomulags-tillaga tæki
hvort tveggja upp. Samkomulag-
ið um þessa tillögu, sagði Ellert,
sýnir, að stutt er flokka á milli í
ýmsum ágreiningsefnum, þegar
allt kemur til alls.
GEIR HALLGRÍMSSON ut-
anríkisráðherra tók næstur til
máls og er vikið að máli hans í
upphafi þessarar frásagnar.
Hann kvað ýmsa tala um mögu-
leika á takmörkuðu kjarnorku-
vopnastríði. Slíkt væri óraun-
sætt. Kjarnorkuvopnastríð, sem
vonandi kæmi aldrei til, myndi
aiwnci
færa allri heimsbyggð ógn.
Takmörkuð kjarnavopnalaus
svæði hefðu og takmarkað gildi,
ef til slíks hildarleiks kæmi á
annað borð. Sjálfsagt væri engu
að síður að fjalla um þennan
möguleika og þá í tengslum við
víðtækara samkomulag um
gagnkvæma afvopnun.
Útanríkisráðherra kvað þessa
samkomulagstillögu, sem hann
fagnaði, árétta ríkjandi stefnu,
m.a. um kjarnavopnalaust Is-
land. Hann vitnaði bæði til
framsögu Eyjólfs Konráðs
Jónssonar (S) sem og ræðu for-
sætisráðherra, að við afsölum
okkur þar með hvorki fullveldi
né sjálfsákvörðunarrétti. íslenzk
stjórnvöld ein gætu metið og
ákvarðað, hvort slík vopn yrðu
hingað flutt.
HJÖRLEIFUR GUTTORMS-
SON (Abl.) kvað hvergi í tilögu
þeirri, sem hér um ræddi, vera
ýjað að hugsanlegu leyfi ís-
lenzkra stjórnvalda fyrir
kjarnavopnum hér. Það hafi ein-
faldlega ekki verið sætzt á að
hafa það orðalag í tillögunni.
Þessvegna væri ekki hægt að
heimila flutning kjarnavopna
hingað, ekki einu sinni á af-
brigðilegum tímum, nema vilji
Alþingis komi til.
PÁLL PÉTURSSON (F) sagði
staðreyndir máls ljósar: 1) Hér
væru engin kjarnavopn, 2)
stjórnvöld hefðu lýst þeirri
stefnu, fyrr og síðar, að hér yrðu
engin kjarnavopn, 3) Alþingi
áréttaði nú og staðfesti þá
stefnu, 4) ríkisstjórn á hverjum
tíma starfar á ábyrgð Alþingis,
5) meirihluta Alþingis hlýtur að
þurfa til, ef breyta á frá þessari
grundvallarstefnu.
Myndbandaleigun
„Leyfi til
starfsemi"
„Myndbandaleigur þurfa leyfi
til starfsemi sinnar. Mennta-
málaráðherra ákveður hver skrá-
ir leyfin, enda fullnsgi leyfishafi
a.m.k. skilyrðum laga um verzl-
unaratvinnu nr. 41/1968. Getur
ráðherra samið við viðskiptaráð-
herra um að skrá leyfi fyrir
myndbandaleigu samhliða
skráningu verzlunarleyfa. —
Gjald fyrir starfsleyfi mynd-
bandaleiga skal vera hið sama og
greitt er fyrir verzlunarleyfi.
Gjaldið rennur í Kvikmynda-
sjóð“.
Þannig hljóðar texti frutn-
varps til breytinga á lögum um
kvikmyndamál. Flutnings-
menn eru Svavar Gestsson
(Abl.) og Guðrún Agnarsdóttir
(Kvl.).
Þingsályktun:
Fullgilding hafréttarsátt-
mála Sameinuðu þjóðanna
. Jslendingar forystuþjóð í hafréttarmálum, segir formaður utanríkismálanefndar