Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 37

Morgunblaðið - 24.05.1985, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, FÓSTUDAGUR 24. MAÍ 1985 37 CRIMEN EXCEPTUM Erlendar bækur Siglaugur Brynleifsson Christina Larner: Witchraft and Re- ligion. The Politics of Popular Belief. BMited and with a foreword by Alan Macfarlane. Basil Blackwell 1984. „Christina Larner ... var talin fremst meðal þeirra fæðimanna, sem rituðu um sögu galdra og galdraofsókna á Skotlandi, þegar hún lést aðeins 49 ára 1983 ... Þekk- ing hennar var einstök og bók henn- ar „Enemies of God — The Witch- hunt in Scotland“, sem kom út 1981, var afrakstur rannsókna, sem snertu efnahag, trúarbrögð, fjölskyldulif og löggjöf Skotlands á 16. og 17. öld ..." (Formáli Macfarlanes.) Hér eru prentaðar ritgerðir Larn- es og Gifford-fyrirlestrarnir sem hún hélt i apríl og maí við háskólann í Glasgow 1982 um trúarskilning meðal almennings og menntaðra stétta fyrir iðnbyltinguna. Fyrsta ritgerðin fjallar um Jakob VI og galdra. „í frumstæðum samfélögum, þar með talin frumstæð gerð bænda- samfélaga eins og þau gerðust í Evr- ópu á miðöldum, er galdur tvenns konar, hviti galdur og svarti galur „maleficium“. Þessi skipting er þekkt úr Rómarrétti og þau viðhorf voru gild í Evrópu þar til seint á 15. öld. A sextándu og fram á öndverða 18. öld kemur ný tegund galdurs til sögunnar, sem átti ekki uppruna sinn í miðvitund almennings frum- stæðra samfélaga, en var mótaður af guðfræðingum og lögfræðingum upp úr nýjum viðhorfum í kristinni guð- fræði, kirkjulögum og vissum heim- spekikenningum. Samkvæmt hinum nýju viðhorfum var „nýi galdur“ korninn upp sem samningur nornar- innar og djöfulsins. Nornin gerist norn með því að tengjast djöflinum persónulega, hann birtist henni i einhverskonar gervi. Djöfullinn hét norninni ýmiskonar ábata og aðstoð gegn þvi að hún afneitaði skim sinni, ynni ýms störf í þágu djöfuls- ins og að hann hlyti sál hennar á dauðastundinni. Inntakið i hinum nýja galdri var að nornin starfaði ekki eins og að hún yrði að mæta á fundum með djöflinum, þar sem hún fengi fyrirmæli um viss störf og hefði samfarir við hann eða legáta hans.“ Þessar kenningar, sem voru kenn- ingar „demonológíunnar“, djöfla- fræðinnar, mögnuðu ofsóknir á hendur galdranornum. Djöflafræðin var þegar kemur fram á 16. og 17. öld annar póllinn i hinni magísku heimsmynd, sem taldi að öll náttúr- an væri full af öndum og himin- tunglin stjórnuðu gerðum mann- anna innan þess ramma sem alvald- ið hafði sett. Kenningarnar um „náttúrlegan galdur“ voru viður- kenndar af áhrifamestu hugsuðum 16. aldar og jafnvel á 17. öld var magiunni alls ekki afneitað sem slíkri af sömu aðilum, sem jafnframt voru upphafsmenn mekanískrar heimsmyndar. Hugmyndirnar um vald mannsins yfir náttúrunni, sem Francis Bacon og fleiri töldu manninum gjörlegt með rannsóknum og þekkingaröflun, voru einnig blandnar trú á mátt magíunnar. Jakob VI fór til Dan- merkur haustið 1589 til þess að sækja brúði sína, önnu Danaprins- essu. Hann dvaldi í Kaupmannahöfn um veturinn og kynntist þar menn- ingarheimi, sem var talsvert frá- brugöinn þeim sem hann þekkti frá Edinborg. Þarna kynntist hann m.a. afstöðu konungs og hiröarinnar til galdra. Kristján IV Danakonungur hafði mikinn ótta af nornum og þeg- ar Jakob VI og fylgdarlið hans lentu í miklum óveðrum bæði á leiðinni til Kaupmannahafnar og frá vorið 1590 var það kennt nornum og í tilefni af því voru nokkrar nornir handteknar í Kaupmannahöfn og ákærðar fyrir að hafa komið á gjörningaveðri. Sama sagan endurtók sig I Skot- landi. Fram að þessu höfðu átt sér stað ofsóknir I Skotlandi, en þær voru ekki f neinni líkingu við galdra- ofsóknirnar á meginlandinu, það verður ekki fyrr en eftir ferð Jakobs VI til Danmerkur að viðhorf djöfla- fræðinnar, þ.e. nýi galdur, tekur að marka rannsóknir galdramála f Skotlandi. „Það er því erfitt að komast fram hjá þeirri ályktun, að Jakob VI hafi verið upphafsmaður og frumkvöðull að hugmyndunum um djöfla-samn- ing nornanna f Skotlandi.“ Ástæð- urnar voru áhrifin sem hann varð fyrir við dönsku hirðina og kviksög- ur um að Bothwell jarl hefði reynt að stuðla að dauða konungs með göldrum. Afstaða konungs til galdra magnaði galdraóttann meðal aðals- ins, klerka og dómara og rit konungs „Demonologie“ sem kom út f Edin- borg 1597 hafði sín áhrif. Samkvæmt lögum nægði ábending nágranna til þess að kona í næsta húsi yrði gripin og ákærð fyrir gldra af yfirvöldum, það var yfirvaldanna að sanna áburð nágrannans, hann var laus allra mála eftir að sakborningur var kom- inn í hendur réttvfsinnar. Áður hafði verið krafist einhvers f átt við sönn- unargögn af frumákæranda, en það var nú breytt. Þegar frá líður virðist áhugi konungs á galdramálum hafa hjaönað nokkuð, einkum þó eftir að hann varð konungur Englands sem Jakob I. Hann var þá álitinn meðal færari djöflafræðinga og var af sum- um höfundum kallaður „einhver mesti andstæðingur djöfulsins f heiminum“. Ýmsir telja að Macbeth hafi verið saminn beinlínis fyrir hirð konungs, skömmu eftir að hann varð konung- ur Englands, eða 1604, nornasenurn- ar benda til þessa. Larner telur að tölur um aftfkur í Skotlandi hafi verið mjög ýktar og rökstyður þá skoðun með rannsókn- um sínum á frumgögnum sem til eru um dóma og frásagnir af galdramál- um. Þó var tala aftekinna hlutfalls- lega mun hærri í Skotlandi en á Englandi, þar sem galdraskelfingin náði ekki að hafa samsvarandi áhrif og á meginlandinu og í Skotlandi. Það var ráðandi skoðun lögfræð- inga og djöflafræðinga aö galdur væri „crimen exceptum", þar sem það væri svotil ógerlegt að sanna sök og þar sem djöfullinn ætti hlut að máli giltu ekki venjulegar réttar- farsreglur í rannsókn galdramála. Það virtist ógjörlegt að sanna hiutdeild djöfulsins sem sakaraðila nema með því að taka framburð nornanna gildan, en sá framburður var fenginn með pyndingum. Glæpur nornanna var því hugarburöur, sem var mótaður og tilbúinn af þeim sem gert var_að komast að sannleikanum f máli þeirra, sem var að sanna á þær glæp, sem engar forsendur voru til að hægt væri að drýgja, „ódrýgj- anlegan glæp“. Um það leyti sem þessi nýja teg- und galdurs hófst í Evrópu var tekið að rekja dæmi um galdra fyrr á öld- um og þá virðast ýmsir frumkvöðlar hinna nýju kenninga, þá einkum djöflafræðingar, hafa jafnvel litað ef ekki beinlínis falsað eldri heimildir og reynt á þann hátt að rökstyðja kenningar sínar með tilvitnunum til galdramála, sem gátu samhæfst eig- in kenningum. Frægt dæmi um þess- háttar iðju eru falsanirnar um galdradóma í Toulouse á árunum 1335—1350, en samkvæmt þeim áttu 450 manns að hafa verið líflátnir, f Carcassonne voru 200 liflátnir fyrir galdra á sama tímabili samkvæmt fölsuðum skilríkjum frá 15. og 16. öld. Lengi vel var eitt frægasta og hryllilegasta dæmi um djöfulskap norna kennt við galdranornina frá Orta, sem var sögð hafa stundað guðníð og drepið börn með þvf að snerta þau og fleira heldur ógeðs- legt. Allar þessar frásagnir voru einnig falsaðar. Það hefur komið i ljós við nýjustu rannsóknir að galdramál voru mjög sjaldgæf og þegar þau komu upp var það oft f sambandi við valdastreitu eða drott- inssvik og þá voru sakborningarnir oft fólk úr yfirstéttunum, svo var allt fram á síðari hluta 15. aldar. Larner telur aö hinn mikli áhugi á göldrum á 16. og 17. öld sé nátengdur nýjum viðhorfum f guðfræði og stjórnsýslu. Rfkisvaldið eykst þegar tekur að líða á 16. öld, eftirlitið með þegnunum eflist og stöðlun almenn- ings til dyggra þegna og að kristnum kenningum eflist. Á miðöldum höfðu valdsmenn kirkjunnar takmarkaðan áhuga á því að innræta alþýðunni kristin viðhorf og kenningar, sam- kvæmt kenningum franskra biskupa á ármiðöldum var bændaskarinn gjörvallur á stigi hálfsiðunar, spillt- ur og hálfheiðinn, en vegna áþjánar hafði hann þó von um að frelsast frá eldunum. Það þótti ekki taka því að uppfræða múginn. Hann var látinn eiga sig að mestu, nema ef bryddaði á ókyrrð, þá var beitt veraldlegum aðferðum. Því var svo að bænda- múgurinn var fremur heiðinn en kristinn fram eftir öllum miðöldum, hjátrú, frjósemisdýrkun og allskon- ar kukl var látið óáreitt og tilbeiðsla vætta og anda tók á sig myndir dýr- lingatilbeiðslu. Aukin viðskipti, markaðsbúskapur og stóraukin afskipti rikisvaldsins af atvinnugreinum stuðluðu að frekari stöðlun og skipulagningu, eftirliti og löghlýðni. Þvf varð allt sem skar sig frá kórréttum kenningum hættulegt og tafði fyrir mótun kristins og upp- byggilegs samfélags. Kukl, sem hingað til var talið marklaust, var nú útlistað af djöflafræðingum á þann hátt að það jaðraði við upp- reisn gegn rikinu. Larner telur að aukið aöhald ríkis og kirkju hafi beinlínis mótað allar forsendurnar fyrir galdratrúnni og mótaö „nýja galdur“ og þá hug- myndafræði, sem hann var reistur á. Nornin var hættuleg samfélaginu og aftaka hennar var vottur um sam- stöðu samfélagsins gegn illum öfl- um. Larner fjallar nokkuð um það ein- kenni galdraofsókna, að þeim var einkum beint að fátækum konum. Konur höfðu fram að þessu verið í ábyrgð eiginmanna eða feðra sam- kvæmt lögum, „það var fyrst á 16. öld sem vissar athafnir kvenna voru taldar til glæpa“. Og Larner heldur áfram: „Það var margt sem benti til þess aö áhugi og stefna valdsmanna um nýja stjórnarhætti og kyrfilegra aðhald, krafan um lög og reglu f samfélaginu hafi beinst gegn konum, sem kveikju andfélagslegra athafna og sem tákni óróa.“ Lengi vel var álitið að fjöldi fórn- arlamba galdraofsókna hafi verið stjarnfræðilegar tölur, skipt millj- ónum. Þær staðhæfingar eru alrang- ar. Sem dæmi má nefna Skotland, þar sem talað var um 30.000 fórnar- lömb, en Larner, sem hefur rannsak- að heimildir af mestri nákvæmni, telur töluna vera 1000 eða 500 og álítur þá siðari nær lagi. Á megin- landinu komu ofsóknirnar mjög mis- jafnlega niður, ofsóknirnar voru staðbundnar og fjarri þvf að vera almennar. Nokkur héruð skáru sig úr, þar sem hugmyndafræðingar al- teknir djölfafræðinni mögnuðu upp skelfingu og ótta. Þegar litið er á Evrópu sem heild voru allar tölur sem nefndar voru fáránlegar. Larner ræðir um galdra nú á dög- um, sem virðast einkum vera sprottnar af leiðindum og klám- hneigð, iðkun sem er einhverskonar andi af vúlgærum skemmtanaiðnaði, iðkaður af einstaklingum, sem eru ginnkeyptastir fyrir versta ruslinu sem skemmtanaiðnaðurinn býður upp á, blandað klámi og kvalalosta- áráttu. Annar hluti rits Larners er Giff- ord-fyrirlestrarnir um alþýðleg trú- arbrögð og trúarhætti og trúarbrögð lærðra hópa samfélagsins fyrir iðn- byltunguna. Hún fjallar um hvort beri að meta trúarhætti fortfðarinn- ar samkvæmt þeirri skynsemi og þekkingu sem þá var gild og leitast við að útskýra það sem við teljum nú á dögum óskynsamlegt f skoðunum fortíðarinnar? Þetta rit Larners er reist á rann- sóknum heimilda og úrvinnslu þeirra og ályktunum, sem snerta ekki aðeins galdraofsóknir heldur samfélagskerfið og trúarbrögðin sem heild. Hún bregður nýju Ijósi á ýmsa þætti og sér atburðina frá ýmsum sjónarmiðum og þar með víkkar hún skilning á viðfangsefn- inu. /StTnichael / „tlEIMSFRÆG GÆÐAVARA' FRA Marks & Spencer t Faöir okkar, PÉTUR GUÐMUNDSSON, póstmaAur, lést aö heimili sínu aöfaranótt 19. þessa mánaöar. Fyrir hönd aöstandenda, Börn hins létna. t Eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, HÁVARDUR ÖRN HÁVARÐSSON, vörubifraióastjóri Dalbraut 20, Bfldudal, er lést 16. maí sl„ veröur jarösunglnn frá Bfldudalskirkju laugar- daginn 25. maf kl: 14.00. Stainunn Sigurmundsdóttir, Sigurmundur Hávarðsson, Kristín Fjeldstad, Ema Hávarösdóttir, Matthfas F. Matthíasson, Hávaröur örn Hávarösson og barnabörn. t Maöurinn minn og faöir okkar, tengdafaöir og afi, JÓN EINARSSON, bóndi, Vestri-Garösauka, er lést 16. maí, veröur jarösunginn frá Stórólfshvolskirkju föstudag- inn 24. maf kl. 15.00. Þelm sem vildu minnast hans er bent á Hjartavernd. Sóley Magnúsdóttir, Sjöfn Jónsdóttir, borsteinn Þorsteinsson, Einar Jónsson, Sigríöur Heióberg, Guörún Jónsdóttir, Björn Sigurösson og barnabörn. t Bróöir minn, HANS STEINASON, trásmióur, Laugavegi 30 b, andaöist aöfaranótt 22. maí. Fyrir hönd vandamanna, Ester Steinadóttir. t Jaröarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdafööur og afa, SIGURMUNDAR GUÐJÓNSSONAR, Einarshöfn, Eyrarbakka, fer fram frá Eyrarbakkakirkju, laugardaglnn 25. maí. Athöfnin hefst kl. 14.00. Agústa Magnúsdóttir, Guðrún Sigurmundsdóttir, Ólafur örn Árnason, Jón Ingi Sigurmundsson, Edda Björg Jónsdóttir, Sigurmundur Arinbjarnarson, Hugborg Siguróardóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaöir en þeim sem vildu minnast hans er bent á deild Slysavarnafélagsins á Eyrarbakka. t Þökk'um innilega auösýnda samúö og vinarhug viö andlát og útför eiginkonu, móöur, tengdamóöur og ömmu, SVÖVU STEFÁNSDÓTTUR, Neóra-Núpi. Þorbergur Jóhannesson, börn, tengdabörn og barnabörn. • < c-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.